Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 11
Einkenm
vandans
er óvissan
Islenska 2000-nefndin vinnur nú að því að hvetja
menn til aðgerða vegna vandans. Að sögn for-
mannsins, Hauks Ingibergssonar, er lögð áhersla á
að helstu innviðir samfélagsins eins og orkuveitur,
samskiptakerfí og fjármálaviðskipti, verði ekki fyr-
ir miklum skakkaföllum. Hann segir misjafnt
hvernig fyrirtæki og stofnanir hafí tekið við sér.
Morgunblaðið/Ásdís
HAUKUR Ingibergsson, formaður íslensku 2000-nefndarinnar.
STEFNA íslenskra stjórn-
valda gagnvart 2000-vandan-
um hefur byggst á því að
ábyrgðin á því að bregðast
við honum hvíli fyrst og
fremst á hverri stofnun og fyrirtæki
fyrir sig. Þetta kemur fram í máli
Hauks Ingibergssonar, skrifstofu-
stjóra í fjármálaráðuneytinu, sem
veitir forstöðu íslensku 2000-nefnd-
inni. I henni sitja að auki sex manns,
þ. á m. fólk með tölvuþekkingu og
tilnefnt af ýmsum aðilum.
„Markmiðið er að auka samstarf
ríkis, sveitarfélaga og annarra er
málið varðar," segir Haukur.
„Nefndin á að vara við, upplýsa og
benda á lausnir. Við hófum störf í
maí á þessu ári og í fyrstu reyndum
við að fá yfú'sýn svo að hægt yrði að
vekja markvisst athygli á vandanum.
Gerðar voru tvær kannanh' meðal
fyrirtækja og stofnana í vor og gáfu
þær til kynna að margir vissu af
vandamálinu, ýmsir höfðu hafíst
handa en allt of margir höfðust ekki
að. Fleiri kannanir era í gangi.
Síðan þurfum við að fylgjast með
og sannreyna að mikilvægustu inn-
viðakerfí samfélagsins ráði við vand-
ann, við þurfum að tryggja að við
metum ástandið rétt síðustu vikur
ársins 1999 og lokaskrefið verður
væntanlega að kanna eftir á hvernig
til tókst.
Það fyi'sta sem við gerðum var að
skrifa öllum lúkisstofnunum og sveit-
arfélögum og öllum stærri hags-
munasamtökum. Við vöktum athygli
á vandamálinu og hvöttum til að-
gerða. Einnig hittum við að máli full-
trúa nokkuri’a aðila sem eiga mest í
húfi, settum upp vef á netinu og opn-
uðum upplýsingasímanúmerið 800-
2000. Auk þess er nú rætt við Ríkis-
útvarpið um frekari kynningu.
Það er auðvitað misjafnt hversu
fljótt menn hafa brugðist við en ég
tel að mesta hættan sé að lítil og
meðalstór fyrirtæki, með nokkra
starfsmenn og engan sem ber sér-
staklega ábyrgð á tölvumálum, geti
lent í vandræðum.
Sjávarútvegur taki sér tak
Einnig er ljóst að sjávarútvegur-
inn er ekki nógu vel staddur, þar
þurfa menn að taka sér tak. Mikið af
tölvubúnaði er í skipunum og fisk-
vinnslan notar einnig tæki með ör-
gjörvum. Þar er mikið í húfí fyrir
þjóðina vegna þess hve atvinnu-
greinin er stór í efnahagnum. Þarna
eru vísbendingar um hættu.
Auk þess erum við með hnattræn
sölukerfi í fisksölunni. Hér sem ann-
ars staðar era það fjármálaviðskipt-
in sem krefjast mestrar vinnu vegna
þess að þar er svo mikið um tölvu-
notkun en í stóru fjármálafyrirtækj-
unum er unnið af miklum krafti að
endurbótum. Menn eru ekki and-
varalausir þar.
Við munum svo gefa út skýrslu í
janúar þar sem við metum stöðuna
m.a. út frá þeim svörum sem við höf-
um fengið frá stofnunum og fyrir-
tækjum.“
- Erþetta nóg og þurí ríkisvaldið
ekki að leggja fram fé til að opinber-
ar stofnanir ráði við vandann eins og
gert hefur verið í Bandaríkjunum og
Bretlandi? Þarf nefndin völd?“
„Nei, við vildum ekki hafa völd og
höfum þau ekki, við getum aðeins
reynt að hafa áhrif. Þetta er svo um-
fangsmikið mál og hver og einn
verður einfaldlega að bera ábyrgð á
sjálfum sér, hvort sem það era
heimilin, fyrirtækin, ráðuneytin eða
ríkisstofnanir.
Við höfum því tekið ákveðna af-
stöðu að þessu leyti. En hafist var
handa þegar í fyrra og samið við
Skýrr um að samhæfa öll upplýs-
ingakerfí ríkisins sem þar era vistuð
að undanskilinni Þjóðskrá og
nokkrum ski'ám Tiyggingastofnun-
ar sem á að flytja í annað umhverfi.
Ein hættan við aukið vald er sú að
menn varpi þá allri ábyrgðinni yfir á
stjórnvöld. En hinu má ekki gleyma
að það er mjög hæpið að láta nefnd
hafa vald til að stjórna gangi mála
inni í einkafyrirtækjunum eða hjá
ríkisstofnunum. Það gengur ekki að
opinber nefnd fái vald til að ráðskast
eitthvað með innri mál hjá Eimskip,
Ríkisspítölunum, Tryggingastofnun
eða Kópavogsbæ svo dæmi séu
nefnd.“
Forgangsröðun
- Mun almenningur krefjast þess
að búin verði til forgangsröð, og
kröftunum einbeitt að stöðum þar
sem mannslíf geta verið í húfí, t.d. á
sjúki-astofnunum ?
„Það er alveg ljóst að verði hér
eitthvert neyðarástand mun það
geta gerst að almenningur ásamt
fjölmiðlum og stjórnmálamönnum
krefjist aðgerða."
- Ef allt fer á versta veg, verður
þá ekki sagt að stjórnvöld hafí
brugðist í forystuhlutverkinu?
„Auðvitað getur það komið upp að
menn reyni að finna sökudólg en
FYRIRTÆKIÐ Álit
annast rekstur og
leigu á tölvukerfum
nokkurra fyrirtækja,
þ. á m. Isal, Mjólkur-
samsölunnar og dótt-
urfyrirtækja hennar.
Álit hefur tekið að
sér að skipuleggja að-
gerðir vegna 2000-
vandans hjá þessum
fyrirtækjum en
einnig Járnblendi-
verksmiðjunni, ís-
landsflugi og Mjólk-
urbúi Flóamanna.
Marina Candi raf-
magnsverkfræðingur
er verkefnissfjóri hjá
Áliti vegna 2000-vandans. Hún
segir sitt mikilvægasta framlag
að halda mönnum við efnið, það
geti hún fremur en starfsmenn
fyrirtækjanna vegna þess að þetta
sé hennar eina verkefni þar.
Hún segist telja að nota verði
hefðbundna pýramídastjórnun í
þessu máli í fyrirtækjunum,
starfsmenn séu venjulega svo önn-
um kafnir og undir þrýstingi um
að Ijúka hefðbundnum verkefnum
sjálfur er ég fremur bjartsýnn á að
Islendingar ranki við sér í tæka tíð.
En það sem einkennir allt þetta mál
er óvissan.
Ég tel að það sé hlutverk ráðu-
neyta, stofnana og fyrirtækja að út-
vega það fjármagn sem þarf til þess
að komast klakklaust frá aldamót-
unum. Þetta er hluti af stjórnunar-
legri ábyrgð þeirra sem þar ráða og
er því spurning um forgangsröð
fjáiTnuna á hverjum stað.
Nefndin hefur ekki úr neinum
fjármunum að spila núna en svo
gæti farið á næsta ári, ég óttast ekki
að okkur muni skorta peninga. Nú
er reksturinn á hendi fjármálaráðu-
neytisins en mér kæmi ekki á óvart
að eitthvert fé yrði eyrnamerkt
henni á fjárlögum fyi'ir árið 1999.
Enn vitum við t.d. ekki hvort þörf
verður á að ráða sérfræðinga til að
sannreyna hvort einhver tiltekin
kerfi séu í lagi.“
Haukur útilokar ekki að viðhorfin
geti breyst, starfsvið nefndarinnar
verði víkkað og framkvæðið aukið.
„Ef það kemur í ljós í skýrslunni
efir áramótin að um mikla van-
rækslu er að ræða eða augljóst að
háskaleg vá sé fyiir dyrum verður
nefndin að vekja athygli á því og
á réttum túna. Þeir
telji sig því eðlilega
ekki geta bætt við sig
viðfangsefnum eins og
skrásetningu á búnaði
vegna tölvuvandans.
Þarna geti orðið tog-
streita. I fyrirtækjum
þar sem æðstu menn
átti sig á umfangi
hans sé búið að stíga
mikilvægasta skrefið.
„Það sem er aðalat-
riðið er forgangsröðun
og hún er tvíþætt.
Annars vegar þarf
vandimi sjálfúr að hafa
forgang innan fyrh'-
tækisins fram yfir öim-
ur verkefni þamúg að 2000-vand-
inn sé ekki látinn sitja á hakanum.
Næsta forgangsröðun snýr að
viðfangsefnum í fyrirtækinu
sjálfu, vitrænu vali. Það er engin
leið fyrir þá sem eru að byrja á
þessu ári að komast yfir allt. Eitt-
hvað verður útundan, þetta verð-
ur ekki fullkomið. Við höfum
fengið menn til að setjast niður og
gera áhættumat. Þeir festa á blað
allt sem gæti valdið hættu árið
leggja fram úiTæði. Ég skal ekkert
segja í hverju þau gætu verið fólgin.
En við höfum engar forsendur til að
gera áætlanir um slíkt núna.“
Formaður dönsku 2000-nefndar-
innar, Mai Bueh, sagði í sumar að
hún hefði gefist upp á að reyna að fá
skýr svör um hætturnar sem gætu
steðjað að heilbrigðiskerfinu. Full-
trúar þess neituðu jafnvel að mæta á
fundi og nefndin gæti ekki skikkað
þá til þess.
„Við getum ekki kvartað undan
því að menn svari ekki, við höfum
ekki rekist á nein vandamál af þessu
tagi ennþá,“ segir Haukur.
Hann segir að forgangsverkefnin
hafi verið þrjú svið sem talin væru
mikilvægust til að þjóðfélagið gæti
starfað eðlilega: Að orka væri til-
tæk, menn gætu átt samskipti og
hefðu aðgang að peningum.
Orkan er undirstaðan
„Við höfum einsett okkur að fá úr
því skorið með einhverjum hætti
hvort mikilvægustu innviðir þjóðfé-
lagsins muni virka. Þetta er for-
gangsmál okkar ásamt tilteknum
hlutum í heilbrigðisgeiranum. Ork-
an er undirstaða nútímasamfélags á
landinu og þá er aðallega átt við
2000 og síðan verða deildarstjórar
eða einhver aðili með góða yfirsýn
að velja þá mikilvægustu af þátt-
unum sem geta verið t.d. 200 og
ákveða hverjir fari í fyrsta flokk.
Við höfum gert það að markiniði
að hafa ekki fleiri en tíu í fyrsta
flokki og þar er byrjað.
Síðan er farið í annan flokk og
aftur forgangsraðað þar en það
sein endar í þriðja flokki er bara
ekkert með í verkefninu okkar
vegna þess hve tíminn er naumur.
Þá erum við að segja í reynd að
þetta megi bregðast, það verður
Iagað einlivern tíma seinna og við
getum lifað með því.“
Hún segir að reynslan sýni að
fyrirtækin verði að nota eigin að-
ferðir og fara sjálf yfir allt sem
geti kallast lífæðar vegna þess að
ekki sé alltaf hægt að treysta rit-
uðum upplýsingum um búnaðinn.
Oft inegi nálgast þær á Netinu en
vefsíðurnar séu án ábyrgðar.
Einnig séu stóru framleiðslufyrir-
tækin í tölvuheiminum orðin svo
varkár að sum svari jafnvel ekki
fyrirspurnum. Þau óttast að verða
dregin til ábyrgðar ef þau gefi
mönnum ráð sem ekki dugi.
Forgangsröðun mikilvægust
Morgunblaðið/Ásdís
Martina Candi
dreifmgu á raforku og heitu vatni en
við notum auðvitað líka bensín og ol-
íu. Hvað varðai' samskiptin er síma-
kerfið mikilvægast og í okkar tilviki
Landssíminn sem er með megnið af
símaþjónustunni og gagnaflutningar
í tölvum era háðir þeirri þjónustu.
Einnig falla undir þetta svið útvarp
og sjónvarp.
Loks er það fjármálakerfið allt,
einkum bankar og aðrar lánastofn-
anir sem er flóknasta og viðamesta
verkefnið. Seðlabankinn og Banka-
eftirlitið gegna þar lykilhlutverki.
Það léttir reyndar róðurinn hjá
okkur að Landssíminn og Ríkisút-
varpið skuli vera jafn veigamikil og
raun ber vitni. Sem dæmi má nefna
að í Bretlandi eru um 150 símafyrir-
tæki og engin leið að kanna hvernig
muni ganga hjá þeim að samhæfa
kraftana eftir að árið 2000 gengur í
garð.“
Þótt íslendingum takist ef til vill
að komast hjá miklum skakkaföllum
er björninn ekki unninn. Vandinn er
alþjóðlegur. Fjármálakerfið er tengt
erlendum mörkuðum og lánastofn-
unum, síminn einnig og fleira mætti
telja.
Haukur nefnir að alþjóðastofnanir
á borð við Alþjóðaflugmálastofnun-
ina, Alþjóðasímamálastofnunina og
alþjóðleg samtök lánastofnana hafi
lengið unnið að rannsóknum á því
hvemig bregðast skuli við. Hann
sótti fjölþjóðlega ráðstefnu um miðj-
an október þar sem saman vora
komnh' ráðamenn úr ýmsum stórfyi'-
irtækjum og stofnunum og Samein-
uðu þjóðirnar í desember efna til al-
þjóðlegrar ráðstefnu landsnefnda um
2000-málið þar sem menn munu bera
saman bækur sínar. „Það er mikið
unnið í fjánnálaheiminum til að
mæta vandanum og bjartsýni hefur
aukist á að það muni sldla ái-angri."
Hann segir þó marga óttast að fá-
tækar þjóðir þriðja heimsins muni
alls ekki ráða við vandann og verða
utanveltu í undirbúningnum, drag-
ast enn meira aftur úr. Niðurstaðan
geti því orðið aukin misskipting lífs-
gæða milli þjóða heimsins en þær
sem átti sig nógu vel á málinu og
grípi til ráðstafana muni ná forskoti.
Sama sé að segja um fyrirtæki.
Sumir telji jafnvel að 2000-vandinn
muni hreinsa til í þeim skilningi að
vel rekin fyrirtæki muni verða ofan
á vegna þess að þau bregðist rétt við
verkefninu og í tæka tíð.
„Menn greinir mjög á um lang-
tímaáhrifin, sumh' segja að þetta
verði á endanum til bóta. Eifitt er
að reikna út kostnaðinn. Á heims-
vísu er talað um að þjóðarfram-
leiðsla muni minnka um 0,3-1,1% en
á móti kostnaðinum kemur að end-
urbætt kerfi munu skila auknum ár-
angi'i í framleiðslu og því auka vöxt.
Fyrirtæki munu einfalda hugbúnað-
inn hjá sér og nú verða menn í
fyrsta sinn frá því að tölvunotkun
hófst að ráði að fara yfir allan bún-
aðinn og hagræða í rekstri upplýs-
ingakerfa.
Menn hafa reynt að giska á kostn-
aðinn hér heima og rætt um tvo
milljarða króna, aðrir nefna mun
hærri tölur.“
Getum náð forskoti
- Hvernig á okkur eftir að farn-
ast íjanúar árið 2000? Er hagkeiiið
íhættu?
„Það hefur ekki verið gerð úttekt
á því hvaða áhrif þetta mun hafa á
íslenska hagkerfið. Ef efnahagslíf
heimsins gengur nokkurn veginn
skrykkjalaust verða áhrifin ekki
mikil að mínu mati. Ef hins vegar
kreppa verður í ákveðnum atvinnu-
greinum eða heimshlutum getum við
búist við einhverri niðursveiflu.
Aðstæður okkar eru að mörgu
leyti góðar. Einangrunin kemur
okkur til góða í þetta sinn, við erum
ekki háðir tengingu við orkunet eða
lestakerfi annarra landa, erum rík
og velmenntuð þjóð, fámenn og boð-
skipti eru hröð, skrifræði lítið. Víða
erlendis eru stjórnsýslustig þrjú eða
jafnvel fleiri, hér aðeins tvö sem
gerir ákvarðanir auðveldari.
Ef okkur tekst bærilega upp og
Islendingar verða fyrir litlum trufl-
unum getur hagkerfið sloppið vel.
Ég held að við íslendingar höfum
alla burði til að komast vel frá þessu
miðað við aðrar þjóðir. Ef til vill get-
um við einhverju samkeppnisfor-
skoti á sumum sviðum að því til-
skildu að þetta gangi vel og menn
bregðist fljótt við.“