Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
landnema
Howard Swan var hér á Fróni á
vegum starfsbróður síns, Hann-
esar Þorsteinssonar, en handbragð
hans má merkja á langflestum ís-
lenskum golfvöllum. Swan er virtur
og þekktur golfvallahönnuðui’, var
t.d. kjörinn forseti breski-a samtaka
golfvallahönnuða, en í þeim eru um
fimmtíu meðlimir - þar á meðal
Hannes.
Mest lærði Swan í fræðunum er
hann vann með fóður sínum, sem var
verktaki í golfvallagerð. Swan kynnt-
ist starflnu fyrst 1972, en hefur
starfað undir eigin nafni sem golf-
vallahönnuður síðastliðin tólf ár.
Hann nemur nú ný lönd í golfheimin-
um, austar í Evrópu en flestir starfs-
bræðra hans, en þar er golf nokkuð
sem fólk sér aðeins í sjónvarpi. Swan
vonast þó til að breytingar verði á
því.
Fólk, sem ef til vill stundar ekki
golf, veltir sjálfsagt fyrir sér er það
les þetta, hvort enn sé næg eftir-
spurn eftir golfvöllum. Swan er full-
viss um að svo sé. „Ó, já - eftir-
spurnin er næg, svo fremi sem þeir
séu á réttum stað, réttum tíma og að
þeir séu aðgengilegir fyrir fólk sem
vilJ leika á þeim. Margir vilja leika
golf. Þetta er „vanabindandi" leikur
- menn verða háðir honum. Eg efast
ekki um að golfíþróttin haldi áfram
að vaxa og dafna um víða veröld.
Sums staðar gefast gullin tækifæri
til frekari vaxtar. Fyrir flest okkar
er erfltt að trúa því að til séu þeir
staðir í hinum vestræna heimi, þar
sem engir golfvellir finnast. Það er
þó dagsatt. Hugsanlega ættu golf-
vellir ekki að vera á vissum stöðum,
alltént ekki strax, því þeir eru ekki
undir þá búnir hvað efnahag og líf-
erni íbúanna varðar. Leikurinn er
þannig. Ég er ekki viss um að öll
heimsbyggðin hafi enn komist að því
hvernig best sé að standa að út-
breiðslu íþróttarinnar. Galdurinn er
einmitt að fá börn til að stunda
hana. Það er til dæmis sáralítið um
að golf sé hluti af námi barna, eins
og knattspyma, körfubolti og ís-
hokkí svo eitthvað sé nefnt. Þannig
er skortur á virkri þátttöku barna í
gegnum skólana. Því verður að
breyta.“
Evrópa heldur ekki
í við vesturheim
Swan segir að golfvellir í Banda-
ríkjunum séu um fímm sinnum fleiri
en í allri Evrópu. „I Bandaríkjunum
eru næstum tuttugu þúsund golfvell-
ir. Þar eru um 25 milljónir kylfmga,
sem er um 10% landsmanna. I Bret-
landi eru um 2.500 golfvellir og á
þeim leika um tvær og hálf milljón
manna. Umsvif golfíþróttarinnar þar
eru því um tíu sinnum minni en í
Bandaríkjunum. Aftur á móti, þegar
spáð er í fjölda golfvalla og kylfínga í
Evrópu allri, að Bretlandi meðtöldu,
kemur í ljós að þar eru um fímm
þúsund vellir og fimm milljónir
kylfínga. Ég veit ekki hversu margt
fólk býr í álfunni, en þeir hljóta að
vera fleiri en íbúar Bandaríkjanna -
hugsanlega um fímm hundruð millj-
ónir manna. Þannig má álykta að þar
leiki aðeins um einn af hverjum
hundrað Evrópubúum golf. Mögu-
leikarnir á frekari útþenslu í þeim
hluta heimsins hljóta því að vera fyr-
ir hendi. Það þarf aðeins að líta á töl-
fræðina."
Hvar í heiminum er golfíþróttin í
mestum vexti um þessar mundir?
„I Bandaríkjunum er uppgangur
hennar gríðarlegur. í því skyni er
Breski golfvallahönnuðurinn Howard Swan
hélt námskeið hér á landi á dögunum og
--------------------------7------------
fræddi nokkra áhugasama Islendinga um
starf sitt og leyndardóma þess. Edwin
Rögnvaldsson sótti námskeiðið og ræddi
stuttlega við hönnuðinn.
vert að geta þess að hér á íslandi
eru um fimmtíu vellir, en í Banda-
ríkjunum eru byggðir um 750 golf-
vellir árlega! Evrópa heldur einfald-
lega ekki í við þessa þróun vestan-
hafs. En helstu möguleikarnh- á
aukningu í Evrópu eru, að mínu
mati, í Mið-Evrópu og í hótelgeiran-
um, sérstaklega við Miðjarðarhafið.
Norðar í álfunni er einnig grundvöll-
ur fyrir talsverðri fjölgun golfvalla.
Má þá nefna Pólland, Tékkland,
Ungverjaland og fleiri lönd sem eru
að tileinka sér aðra stjórnarhætti en
gamla kommúnismann. Það eru til
dæmis engir golfvellir í Búlgaríu og
Rúmeníu. Það á eftir að breytast. I
Búlgaríu er mikil fátækt. Sömu sögu
er að segja af Slóvakíu. Þar er einn
völlur - í Bratislava. Framgangur
golfsins í þessum löndum er því
tímafrekur," segir Swan og bætir
við að hann hafí lært að nefna um-
rædd lönd, t.d. Rúmeníu og Búlgar-
íu, sem hluta af Mið-Evrópu af
heimamönnum, sem mótmæli kröft-
uglega þegar heimkynni þeirra eru
kölluð Austur-Evrópa. Hugtakið
Mið-Evrópa er því orðið teygjan-
legt.
Er þessi Mið-Evrópa þá staður-
inn, sem golfvallahönnuðir líta til um
þessar mundir?
„Ég held að sumir okkar geri það,
vitaskuld. Verkefnum á Spáni og í
Portúgal fer fækkandi, en Eistland,
Lettland, Litháen og Pólland eru
góð dæmi um þá staði, þar sem við
erum á byrjunarreit. Bygging golf-
valla í austurhluta Þýskalands er
þegar hafín af miklum krafti. Það
eru til dæmis margir vellir í ná-
grenni Berlínar, en möguleikarnir
eru miklir í Tékklandi og Ungverja-
landi. Ég var einmitt í Ungverja-
landi fyrir skömmu. Þar eru þrír
golfvellir og okkur gæti jafnvel tek-
ist að bæta tveimur við innan örf'árra
ára. Það er stórt stökk - 30% aukn-
ing. Lýðveldin í gömlu Júgóslavíu
eru einnig áhugaverð. Slóvenar eiga
fjóra golfvelli, nú þegar einn mjög
góðan í Bled þar sem mörg mót eru
haldin. Króatar eiga hér um bil einn
völl, en þeir verða örugglega orðnir
um tuttugu eftir tíu ár.“
Gullöld gekk í garð eftir
fyrri heimsstyrjöldina
Er hægt að tala um eitthvert sér-
stakt blómaskeið í sögu golfvalla-
hönnunur. Er það núna, hefur það
þegar liðið hjá eða er það í vændum?
„Ég held að efnahagurinn hafi
ráðið miklu um gæði þeirra vinnu-
bragða, sem voru viðhöfð í greininni,
og tækifæri til uppbyggingar. Eftir
fyrri heimsstyrjöldina hófst tímabil
Harry Colt, James Braid og annarra
atvinnukylfinga, sem tóku að sér að
hanna golfvelli. Þetta tímabil var
„gullöld" í augum okkar. Þá voru
margir frábærir vellir byggðir og
hagur golfíþróttarinnar vænkaðist
mjög. Eg tel að golfvallamarkaður-
inn sé samt mun betri núna en hann
var, fyrir alla aðila innan íþróttarinn-
ar. Við fáum því að sjá stöðuga fram-
þróun í framtíðinni - miklu skyn-
samlegri núna í Evrópu en áður fyrr.
Ég er bjartsýnn á að evrópskir golf-
vallahönnuðir, ég ítreka orðið „evr-
ópskir“, nýti þá framfór fagmann-
lega. Ég vil miklu fremur að Evrópu-
búar hanni evrópska golfvelli heldur
en Bandaríkjamenn. Eg vildi gjam-
an fara til Bandarílqanna og hanna
völl þar, en ég efast stórlega að mér
yrði „leyft það“.“
Afhverju ekki?
„Vegna þess að Bandaríkjamenn
eru mjög óalþjóðlegir, þótt þeir
reyni að sýnast mjög alþjóðlegir. Hið
rétta er hinsvegar að þeir eru mjög
óalþjóðlegir og reyna jafnan að koma
í veg fyrir að erlendir aðilar standi
fyrir framkvæmdum þar. Það sama
má reyndar segja um mörg önnur
lönd, þrátt fyrir allt.“
Evrópskir vellir
„hógværir“
Þá erum við komnir að „viðureign-
inni“ Bretland gegn Bandaríkjunum
hvað einkenni golfvalla varðar. Hver
er helsti munurinn?
„Bretar eru mjög hógværir. Þarf
ég að segja rneira," segir Swan og
brosir. „Það sést í hönnun vallanna,
innan skynsamlegra marka. Ég tel
að evrópski stíllinn sé „hógvær“ og
hann er jafnframt mun ódýrari í
framkvæmd. Hönnuðirnir eru þeirr-
ar skoðunar að náttúran eiga að
ráða ferðinni og því reynum við að
nota eins mikið af náttúrulegum
sérkennum landsins og hægt er. Við
höfum það að markmiði, í stað þess
að kalla á jarðýtu og breyta nátt-
úrulegri lögun svæðisins, sem unnið
er á. Ég er ekki sannfærður um að
allir golfvallahönnuðir, sérstaklega
þeir bandarísku, aðhyllist þessa
stefnu. Sumir virtustu og „dýrustu"
golfvallahönnuðir Bandaríkjanna
segjast miklir vinir náttúrunnar, en
þeir munu eigi að síður færa hund-
ruð þúsunda rúmmetra jarðvegs við
byggingu hvers vallar. Ef ég þarf að
flytja meira en fimmtíu þúsund
rúmmetra er ég byggi átján holu
völl, verð ég vonsvikinn. Það fer þó
eftir landinu. Ef menn þurfa að
byggja völl á ruslahaugum eða kola-
námu verða menn að gleyma þessu
náttúrusjónarmiði. En mér fínnst
að menn ættu að reyna að nýta
landslagið frá náttúrunnar hendi
eins vel og mögulegt er. Ég hef séð
tvo velli í Reykjavík og þann, sem
er í hrauninu við álverið [nýjasti
hluti Hvaleyrarvallar Keilis í Hafn-
arfirði], sem eru mjög náttúrulegir.
Þar gerðu menn eins lítið og hægt
var.“
Telurðu golfvallahönnuði nútím-
ans hrófla of mikið við náttúrulegu
landslagi - oft að ástæðulausu?
„Já, það tel ég og oft er það óþarft,
en það fer mikið eftir landinu, þar
sem völlurinn á að vera. Við fáum
ekki alltaf ákjósanlegt svæði fyrir
Morgunblaðið/Edwin Rögnvaldsson
BRESKI golfvallahönnuðurinn Howard Swan.
golfvöll. Þá þarf ávallt að færa ein-
hvern jarðveg til svo hægt sé að
leika golf á vellinum með skynsam-
legum hætti, en það má ekki gera of
mikið. Bandaríkjamenn hafa áttað
sig á því að þeir hafa á stundum gert
mistök hvað þetta varðar, en ég efast
um að þeir leggi sig mikið fram við
að breyta þefrri þróun. Þeir segjast
vera að því, en ég er ekki viss um
það,“ segir Swan og hristir höfuðið.
„Hugmyndafræði Evrópumanna er
mjög frábrugðin þeirri bandarísku -
og það sést á gæðum hönnunarinnar,
ekki á gæðum vallanna. Bandarískir
hönnuðir teikna prýðisvelli þó önnur
speki búi þar að baki. Þeir eru mjög
færir og ég vil alls ekki tala illa um
starsbræður mína vestanhafs. Ég
ber mikla virðingu fyrir þeim. Ég
hélt eitt sinn fyrirlestur á fundi fé-
lags bandarískra golfvallahönnuða á
St. Andrews í Skotlandi. Ég lauk
honum með að segja: „Það er ávallt
mjög auðvelt að byrja, en galdurinn
er að vita hvenær og hvar á að
hætta!“ Ég er ekki viss um að allir
hafi skilið hvað ég átti við.
Kylfingurinn verður að
fá að njóta leiksins
Hvaða einkenni telur þú að golf-
vellir ættu að hafa?
„Ég tel að golfvellir ættu að vera
stórfenglegir ásýndum að vissu leyti,
sérstaklega hótelvellimir sem þurfa
að vera eftirminnilegir í huga
kylfingsins, því fólk leikur þá ekki á
hverjum degi, heldur einu sinni eða
tvisvar í fríinu. Það vill því muna eft-
ir eins mörgum holum og hægt er.
Mikilvægt er að vellirnir séu auð-
leiknir. Þá á ég við að fólk tíni ekki
boltum hvað eftir annað. Kylfingur;
inn verður að fá að njóta leiksins. I
því felst áskorun og prófraun, sem
verður þó að vera sanngjörn. Þessi
hugsun er ofarlega í huga góðra golf-
vallahönnuða.“
Hvað fínnst þér um vellina, sem
þú hefur séð á Islandi, og sérkenni
þeirra?
„Ég hef nú bara verið hér í tvo
daga og aðeins séð fjóra velli. Það
hefur verið mjög vindasamt og þ_að
hefur verið mjög kalt á völlunum. Ég
dró því þá ályktun að það væri nokk-
uð erfitt að leika þá. Vellirnir, sem
ég hef séð, eru allir „náttúrulegir“.
Náttúran fær að njóta sín, sérstak-
lega á þessum í hrauninu. Sömu sögu
er að segja af vellinum innan um
grjótið hér í Reykjavík [Grafarholts-
völlur]. Ég hef áhuga á að sjá fleiri
íslenska velli, því mér skilst að hér
séu margir minni níu holu vellir. Ég
get því ímyndað mér að þeir séu
heldur einfaldir, en hafi eigi að síður
sín eigin sérkenni. Ef vindurinn blæs
ávallt svona hraustlega hérna, held
ég að höggafjöldi minn yrði óhóflega
mikill,“ segir Howard Swan.
Golfvallahönnuðurinn Howard Swan hefur mörg járn í eldinum þar sem íþróttin ryður sér til rúms
í hlutverki