Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 51 v
I DAG
BRIDS
llmsjnn (iurtmuiiiliir
l'áll Arnarsun
í UPPHAFI íslandsmóts-
ins í tvímenningi fékk
einn sagnhafi það við-
fangsefni að spila fjögur
hjörtu dobluð á þessar
hendur:
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
A 109842
V G9
♦ ÁKD862
* —
Suður
V ÁK85432
♦ —
*Á954
Vestur Norðui- Austur Suður
- Pass 1 hjarta
2 lauf 2 tíglar 3 lauf 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Dobl Allir pass
Vestur tók fyrst tvo slagi
á ÁK í spaða, en skipti síð-
an yfir í tígul. Sagnhafl
ákvað að henda strax
þremur laufum niður í
ÁKD í tígli, enda ekki auð-
veldur samgangur til að
trompa lauf í borði. AV
fylgdu tvisvar lit í tíglinum,
en síðan trompaði vestur
þann þriðja með tíunni. Og
spilaði laufí. Hvernig
myndi lesandinn nú spila?
Það er óneitanlega hug-
mynd að trompa laufásinn í
borði og svína svo hjarta-
gosa, því eitthvað hlýtur
austur að eiga fyrir
doblinu! Norður
A 109842
V G9
♦ ÁKD862
4»
Vestur Austur
AÁK * DG65
VD107 V 6
♦ 73 ♦ G10954
*G108762 * KD3
Suður
A 73
V ÁK85432
♦ —
*Á954
Það var Erla Sigurjóns-
dóttir sem hélt á spilum
vesturs, en hún trompaði
þriðja tígulinn með sjöunni,
svo Þorlákur Jónsson í
sagnhafasætinu átti ekki
annan möguleika en að taka
ÁK í hjarta og vinna sitt
spil. En eftir á að hyggja sá
Erla eftir að hafa ekki lagt
gildru fyrir Þorlák með
hjartatíunni.
íslandsmeistararnir Sig-
urður Sveirisson og Aðal-
steinn Jörgensen spiluðu
fjögur hjörtu ódobluð. Sig-
urður fékk tólf slagi eftir
laufgosann út. Á þeirra
borði passaði vestur hjarta-
opnun suðurs og Aðalsteinn
svaraði á spaða. Þess vegna
kom vestur ekki út með
spaða.
Árnað heilla
Ljósrnynd Rut.
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 29. ágúst í Hafnar-
íjarðarkirkju af sr. Vigfúsi
Þór Árnasyni Guðrún
Benný Svansdóttir og Vil-
hjálmur Sigurðsson. Heimili
þeirra er í Skólatúni 5,
Bessastaðahreppi.
Ljósmynd: Nýmynd Keflavík.
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 8. ágúst hjá fulltrúa
sýslumannsins í Keflavík,
Björgu Rúnarsdóttur,
Harpa Árnadóttir og Ingólf-
ur T. Garðarsson. Heimili
þeirra er að Hraunholti 2,
Garði.
, Ljósmynd: Nýmynd Keflavík.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 4. júlí í Keflavíkur-
kirkju af sr. Sigfúsi B.
Ingvasyni Anna Marta
Karlsdóttir og Eyþór Jóns-
son. Heimili þeirra er að
Heiðarholti 6h, Keflavík.
Ljósmynd Rut.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 29. ágúst í Garða-
kirkju af sr. Þorvaldi Karli
Helgasyni Elísabet Þor-
geirsdóttir og Hörður Gauti
Gunnarsson. Heimili þeiiTa
er á Hjarðarhaga 27,
Reykjavík.
Með morgunkaffinu
,.. að horfa á hana með-
án hún sefur.
TM Reg U.S. Pat. Off. — all rights reserved
(c) 1998 Los Angeles Times Syndicate
FYRST góðu fréttirnar:
Þeir héldu mér mjög fínt
kveðjupartí.
TAKTU þennan,
Jóna. Heimurinn á
skilið að sjá eitthvað
sem hann getur
hlegið að.
JOfff 710
ORÐABÓKIN
BJARNI Einarsson
dr.phfl. hefur oft bugað efni
að þessum pistlum, svo sem
fram hefur komið. Þakka ég
honum það. það er líka vel
þegið, að sem flestir leggi
hér hönd á plóginn. Eitt
sinn nefndi Bjarni við mig
atviksorðið (ao,) tæplega,
sem hann segir, að frétta-
menn fjölmiðlanna noti ekki
réttilega, þegar þeir nefni
tæpar tölur. Vitnar hann í
það, sem Ami Böðvarsson
segir um þetta orð í bók
sinni, Málfar í fjölmiðlum:
„Eitt ofnotuðu orðanna [er
Tæplega
tæplega]. Það er eins og
menn hafi gleymt öllum
samheitum, orðum eins og
nálega, næstum, nærri,
nærri því, hér um bil,
miumlegu, allt að því.“ Ámi
vísar í þessu sambandi í
Samheitaorðabóldna, þar
sem stendur: tæplega,
trauðla, ti-autt, tæpast,
varla. Bjami nefnir svo, að
þetta vandamál þekkist
einnig a. m. k. í sænsku og
dönsku, þar sem ao. knappt
og knap em notuð, þar sem
átt er við nærri eða næstum
því. Virðumst við hafa tekið
þetta upp eftir Skandínöv-
um. í ao. knap og tæplega
felst í raun ákveðið mat.
Hann var tæplega klukku-
tíma á leiðinni, þ. e. hann
var fljótari en búizt hafði
verið við. Hann var næstum
eða nærri því klukkutíma á
leiðinni, þ.e. hann var leng-
ur á leiðinni en gert var ráð
fyrir. Merking þessai'a at-
viksorða er því ekki hin
sama, þegar grannt er
skoðað. Þetta er rétt að
hafa í huga við notkun
þeirra.
J.A.J.
STJÖRNUSPA
eftir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Pú kannt ekki síður að meta
hinar smáu gjafir lífsins
en þær stóru og þessir
cðliskosth-þính’ draga
fólk að þér.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Varastu að láta tilfinning-
arnar hlaupa með þig í gön-
ur. Haltu þig frekar til hlés
svo að atburðarásin hrífi þig
ekki viljalausan með sér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ef þú heldur vel á spöðun-
um ætti flest að ganga þér í
haginn. Varastu bara að
tefla ekki of djarft.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) oA
Þér hættir til að fara stund-
um of geyst og verður þá að
reiða þig á þína nánustu að
þeir komi þér niður á jörð-
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Athyglin beinist nú að þér
og þótt þú sért ekkert gef-
inn fyrir sviðsljósið máttu
alveg njóta þess stundar-
korn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ef þú ert að velta fyrir þér
óvæntum viðbrögðum ann-
arra ættirðu að líta í eigin
barm og vita hvort einhverj-
ar ástæðm' leynist þar.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) tBKL.
Þú hefur Iagt þig mjög fram
í 818141 og mátt alveg gefa
þér svolítinn tíma til þess að
slaka á með þínum nánustu.
TTÁ'
(23. sept. - 22. október) 4»
Láttu aðra sem mest um sín
mál og einbeittu þér að þvl
að leysa þín eigin. Vertu vin-
ur vina þinna.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú hefur eignast nýja kunn-
ingja gegnum frammistöðu
þína í starfi og mátt alveg
njóta velgengni þinnar.
Bogmabur
(22. nóv. - 21. desember) JS.Q'
Þú þarft að skipuleggja
stai’f þitt mjög vel til þess að
þér verði sem mest úr verki.
Yfii-vinna bjargar ekki öllu.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þú virðist eiga ei-fitt með að
hemja tilfinningar þínar og
því er þér nauðsynlegt að
taka þér tíma til þess að fara
í gegnum málin.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) CSvl
Mundu að aðgát skal höfð í
nærveru sálar. Það er ekki
nauðsynlegt að brjóta aðra
niður til að sanna eigið
ágæti.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú geislar af gleði og glæðir
umhverfi þitt hlýju og
kátínu. Láttu ekkert aftra
þér fi-á því að vera sá gleði-
gjafi sem þú ert.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
gmnni vísindalegra staðreynda.
Buxnadragtir
Kaupa samkvæmiskjóla? Ekki ég!
Aðeins einn fejóll af hverri gerð.
Aldrei meira úrval, aldrei fleiri litir.
Allir fylgihlutir. Stærðir frá 10-24.
Opið virfea daga kl. 9-18. Iaugardaga kl. 10-14.
Fataleiga Garðabæjar,
Garðatorgi. sími 565 6680.
Fyrirlestrar: DR. DAMIEN DOWNING
SÍÞREYTA Chronic Fatigue og
MIKILVÆGI ÐAGSBIRTU ó heilsuna
Dr. Domien Downing heldur fyrirlestra:
Chronic Fotigue (síþreyta) fimmtudaginn ]2. nóv. '98 ó Hótel Loftleiðum
(bíósol) kl. 20.00. Aðgangseyrir er kr. 1.000,-
Mikilvægi Ijóss og sólarljóss ó heilsufarið. Einnig haldinn ó Hólel Loftleiðum
(Þingsal) laugardaginn 14. nóv. kl. 14.00. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Dr. Dnmien Downing er sérfræðingur í nutritíonal og environmentol medicine, honn er höfundur
bókurinnur M.E./chronic Fatigue og Doy Light Robbery/The importance of sunlight to health, hann er
aðstoðarritstjóri the Jornol of Nutritional and Enviromental Medicine, hann heldur fyrirlestra í
Bundaríkjunum, Svíþjóð, italiu og Bretlandseyjum.
Jólagjöfín í ár ^ A
Okkar vinsælu sérmerktu handklæði. ^
Fáanleg í 6 litum í st. 70x140 sm.
Ámáluð merkingin er áberandi og falleg.
Tilvalið í skólann og íþróttirnar.
Aðeins kr. 1.490 með nafni
V
/
J5órdv5
n
n
Sendingarkostnaöur bætist við
vöruverð.
Afhendingartími
7-14 dagar
PÖNTUNARSIMI
virka daga kl 16-19
557 1960
*V
i hverfinu
Alþingismenn og borgarfulltráar Sjálfstæðis-
flokksins auk frambjóðenda sjálfstæðismanna í
borgarstjórnarkosningum verða
með viðtalstíma í hverftim
borgarinnar næstu mánudaga.
Á morgun verða
Pétur Blöndal
alþingismaður
og
Inga Jóna Þórðardóttir
borgarfúlltrúi
í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 17—19.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla
Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á
skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast.
Næstu mánudagsspjallftindir:
Mánudagur 16. nóv. kl. 17—19, Árbær, Hraunbæ 102.
Mánudagur 23. nóv. kl. 17—19, Grafarvogur, Hverafold 1-3.
Mánudagur 30. nóv. kl. 17—19, Breiðholt, Álfabakka I4a.
VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK
V