Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR GUÐSTEINSDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu- daginn 30. október. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug Ólafur Diðriksson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sambýliskona mín, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Hamrahlíð 17, sem lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur laugardaginn 31. október, verður jarð- sungin frá Áskirkju þriðjudaginn 10. nóvem- ber kl. 13.30. Jón Jónasson. t Faðir minn, vinur og bróðir, MAGNÚSÞÓRÐARSON, Lindargötu 64, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 10. nóvember kl. 15.00. Sveinn Th. Magnússon, Halldóra Pálsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Einar Þórðarson, Jensína Sigurðardóttir, barnabörn, langafabörn og aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR. - V Hörður Björnsson og systkini. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, TEITS BJÖRNSSONAR fyrrv. oddvita og bónda, Brún, Reykjadal. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Elín Aradóttir, Björn Teitsson, Anna G. Thorarensen, Ari Teitsson, Elín Magnúsdóttir, Erlingur Teitsson, Sigurlaug Svavarsdóttir, Sigríður Teitsdóttir, Eggert Hauksson, Helga Teitsdóttir, Jón Hermannsson, ingvar Teitsson, Helen Teitsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát konu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Nesvegi 49, Reykjavík. Björn Halldórsson, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞORUNN SIGRIÐUR GÍSLADÓTTIR + Þórunn Sigríð- ur Gísladóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1948. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur 30. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gísli Þorvarðsson, f. 15 október 1911, d. 25. mars 1958, og Sig- urborg Hansdóttir, f. 24. apríl 1914, d. 21. apríl 1989. Systkini Þórunnar eru Hjalti, Gerður, Gíslína og Einar, sem lést árið 1986. Árið 1966 giftist Þórunn Matthíasi Þorkelssyni, f. 30. ágúst 1939. Þau skildu. Þau áttu eina dóttur sem heitir Sig- urborg, f. 16. mars 1974. Hennar börn eru Þorvarður, f. 19. júní 1992 og Þórunn Anna, f. 1. desember 1993. Unnusti hennar er Orri Gunnlaugsson, f. 26. ágúst 1968. Árið 1995 giftist Þórunn Jónatan Jó- hannessyni, f. 21. ágúst 1928, d. 25. nóvember 1995. Síð- ustu ár ævi sinnar var hún í sambúð með Haraldi Torfa- syni, f. 27. maí 1941. Utför Þórunnar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þessa dagana er ég ekki aðeins að syrgja móður mína heldur einnig mjög góðan vin, vin sem ég gat alltaf talað við um allt milli himins og jarðar. Við höfum geng- ið í gegnum súrt og sætt saman þó að tíminn sem okkur var gefínn hafi verið allt of stuttur. Það eru svo margar minningar sem leita á huga minn þessa dagana og verður eflaust um alla framtíð. Sérstak- lega eru það minningar um tímann sem við eyddum saman úti í garði á sumrin að spila og ræða málin og þegar börnin mín komu í heiminn og hvað þú varst hrifín af þeim báðum. Þau munu alltaf muna þig og minningum verður haldið við. Svo ekki sé minnst á ferðalögin sem við fórum í út um allt land þegar ég hafði fengið bílprófíð. Þau voru kannski ekki öll löng, eins og þegar við skutumst í Með- allandið til Sollu og krakkanna, fram og til baka á einum degi. Eða þá sá árstími sem nú fer senn að hefjast, jólin, með öllu sínu um- stangi. Við vorum stoltar yfir því að vera jólakerlingar og nutum þess út í ystu æsar að undirbúa jólin. Ofáum jólablöðum flettum við í gegn og ráðgerðum ýmislegt, sem svo var ekki framkvæmt. Það skipti ekki eins miklu máli heldur var það tíminn og andinn sem skipti máli. Það verður erfitt að þurfa að upplifa þessar stundir fyrir þessi jól en þó hef ég svo margs að minnast sem á eftir að gefa huga mínum ró. Lífið heldur áfram, þeir sem eftir eru læra að lifa með sorginni. Það er erfítt á meðan á þessu stendur, en svo eru það minningar sem eftir eru, sem eru yndislegar og gott að rifja upp. Þórunn háði erfitt stríð og hafði ekki betur, eins og svo margir aðrir. En það að horfa á ein- hvern taka á erfiðleikum á þann hátt sem hún gerði er mikils virði, ekki er hægt að lýsa því með orð- um. Hún var stolt, allt til þess tíma að þrekið þraut og veikindin tóku völdin. Hún var sátt við líf sitt þrátt fyrir ungan aldur því hún hafði upplifað mikla hamingju síðustu ár ævi sinnar og var þakklát fyrir það. Það gilti að vera sáttur við það sem maður hafði og vera ekki að malda í móinn, það kæmu betri tímar seinna meir. Eg lít svo á að það séu komnir betri tímar hjá henni og nú sé hún laus við þjáningar og líði vel. Eg vil með þessum fátæklegu orð- um þakka fýrir allt sem var, er og verður. Með söknuði, Sigurborg. I Borghúsinu Laufásvegi 5, sem svo var kallað, bjó Þórunn mág- kona mín síðustu ár ævi sinnar. Húsinu sem bókstaflega iðaði af sögu og skemmtilegum atburðum og það passaði henni Tótu minni vel því frá unga aldri beindist hugur hennar að bóklestri og grúski, um sögu gamalla húsa og atburða. Ein af fyrstu minningum mínum um hana er að hún sat með stafla þjóðsagna Jóns Árnasonar og las af áhuga, þá 10 ára gömul. Seinna gladdist hún yfir því að Laufásveg- ur 5, sem átti svo mikla sögu og henni þótti svo vænt um, var reist af Jóni Árnasyni þjóðsagnaritara árið 1880. I húsinu lifðu og dóu listamenn, leikarar og síðar bjó þar tónlistarfólk. I þessu húsi og í litla húsinu í garðinum passaði hún mörg böm og þar trítluðu margar kisur um garðinn. Einu sinni spurði lítill drengur Tótu ; Af hveiju eru hérna svona margir krakkar og kis- ur ? Þá svaraði hún honum; Af því að mér þykir svo vænt um krakka og kisur. Hún var sannur manna- og dýravinur. Eg er stolt af því að hafa átt hana að vini. Guð gefi Boggu börnunum hennar og Haraldi styrk í sorginni. Minning hennar lifir hjá okkur. Kristín Guðbjartsdóttir. <v <^hRs>, q* T 4 ■Á Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Kæra amma. Það var alltaf svo gott að vera niðri hjá þér að föndra og lita. Svo var líka svo gaman að kúra hjá þér í svefnpoka á kvöldin og svo gott að vera með þér. Við vitum að þú átt eftir að fylgjast með okkur af himnum, með Jónatani afa og öllum köttunum. Takk fyrir allt, Þorvarður og Þórunn Anna. Kæra vinkona mín. Hvernig á ég að kveðja þig? Orðin em ekki til, sem lýsa tilfinningum þeim sem ryðjast fram. Æskuvinkona, sem hverfur á braut og kemur aldrei lomc ir\ öaiðskom v/ Fossvogskii-kjwgai-ð Simh 554 0500 aftur nema í minningunum. En ég er líka rík af þeim. Eg er rík að hafa fengið að eiga þig að vini þótt leiðir okkar hafi ekki endilega legið saman. En það var hið einkennilega samband, þau tryggðabönd sem við bundumst frá barnæsku, sem hélt utan um allt saman. Og minning- arnar hendast fram, hver á fætur annarri. Við hófum lífið saman, við uppgötvuðum töfi'aheiminn saman, við fullorðnuðumst saman. Fyrsta vinkonan, sem ég eignað- ist, þegar ég flutti í Laugames- hverfið, ellefu ára gömul. Bekkjar- systir í byrjun og vinur til eilífðar. Rölt út á Laugarnestanga, gegnum kampinn, hvískur og leyndarmál, sem enginn mátti heyra nema við tvær. Setið niðri í fjöru og rabbað og gantast. Farið í bíó og labbað á rúntinn. Það er gott að staldra við og rifja upp. En þú áttir erfiða æsku, sem ég gerði mér ekki grein fyrir, fyrr en löngu seinna. Þú, sem alltaf varst kát og hress og svo ynd- islega hláturmild, lézt aldrei uppi þínar sorgir við neinn. Ungar hóf- um við lífsbaráttuna báðar, þótt við færum hvor í sína áttina. En alltaf þurfti að vera samband. Það mátti ekki rofna og því urðu símtölin mörg í gegnum árin. Linda dóttir mín man svo vel, þegar við komum í heimsókn á Framnesveginn, þar sem þú bjóst með Matta og Boggu litlu, sem var engillinn þinn allt til enda. Þá höfðum við ekki sést í nokkur ár. Henni fannst skrítið að við værum vinkonur, en hittumst aldrei! Það er engin skýring til á því, en hlutirnir æxluðust þannig að leiðir okkar lágu æ sjaldnar saman. En alltaf var hringt og spurt frétta. Áður en ég vissi af var ég farin að treysta því að þú mundir hringja rétt eftir áramótin á hverju ári. Þá héldum við bara áfram að spjalla, eins og venjulega. Ekkert var sjálf- sagðara. Mér finnst við alltaf hafa skilið hvor aðra, fundið barnið í okkur í hvert sinn. Hið göfuga hlut- verk að vera foreldri var þér kært og gæfuríkt. Enda árangurinn í samræmi við það. Bogga átti góða og ástríka móður. Ást þín á börnum og dýrum var þér í blóð borin, og barstu gæfu til þess að annast hvorttveggja alla tíð. Elsku vin- kona, það, að þekkja þig og fá tæki- færi til að endurnýja og styrkja vin- áttuböndin fyrir nokkrum árum, hefur gefið mér svo mikið. Það var svo gott að hitta þig á ný, finna hvað í raun lítið hafði breytzt okkar á milli, þrátt fyrir mikla lífsreynslu beggja. Þá gafst mér tækifæri til að kynnast fullþroska konu í reynd, sem upplifði svo mikinn missi aftur og aftur, en lét aldrei bugast. Þess í stað efldist trú þín og auðmýkt fyr- ir lífinu. Jákvætt hugarfar og æðru- leysi gagnvart mótlæti vöktu undr- un mína og aðdáun. Veikindi þín veiktu þig ekki, heldur hófu þig upp til æðri þroska. Hugrekki þitt og lífsvilji voru til fyrirmyndar öllum sem þig þekktu. Samverustundir okkar hefðu mátt vera miklu fleiri, því við áttum svo mikið eftir að spjalla. Við ræddum um trúmál, en það gat aldrei verið tæmandi. Áhugi okkar beggja var vakinn. Trúin var okkar beggja. En fram- haldið verður annars staðar, ég ef- ast ekkert um það. Kæra vina, ég kveð þig með söknuð í hjarta, en fyrst og fremst þakklæti fyrir allt, sem þú gafst mér. Nú ertu laus úr viðjum þján- inga, þótt engum finnist tímabært að þú hverfir svo fljótt úr þessum heimi. Elsku Bogga mín, Guð gefi þér, fjölskyldu þinni og ástvinum styrk á þessari stundu. Missir ykkar er mikill. Vor tár, gera oss skammsýn á skilnaðar- stund. Og skuggi okkar sjálfra er það myrkur, sem bugar vort þrek, en ef andinn í hæðirnar hugar, í hjartanu birtir og gleðst okkar lund. Sjá! Dauðinn, er áfangi á eilífðarbrautum, vort athvarf og lausn vor frá jarðneskum þrautum. (Reinhardt Reinhardtss.) Kveðja frá vinkonu. Sigrún L. Kvaran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.