Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vindhrað- inn náði 12 stigum STORMURINN sem spáð var að gengi yfir landið um helgina gekk að mestu yfir aðfaranótt laugar- dags. Stormurinn var genginn niður að mestu sunnanlands um hádegis- bil í gær, laugardag, og gerði Veð- urstofa íslands ráð fyrir að storm- inn myndi lægja norðanlands í gær- kvöldi. Vindhraðinn komst mest í tólf stig á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en að sögn lögreglunnar í Eyjum olli vindurinn ekki tjóni eða óhöpp- um svo vitað væri. Ellefu vindstig voru víða við suðurströndina í gær- morgun og fyrrinótt, og var eitt- hvað um að hlutir fykju til, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Austan- lands var einnig mikill vindur í gær- morgun og fyrrinótt og illfært um heiðar. Herjólfur var í gær á leið til Vest- mannaeyja með 85 farþega, en hann var að koma úr slipp í Danmörku. Að sögn Lárusar Gunnólfssonar, skipstjóra á Herjólfi, var skipið statt um 200 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum á hádegi í gær. Lárus reiknaði með að koma til Vestmannaeyja milli kl. 2 og 4 í nótt. Vel fór um farþega og áhöfn í Herjólfi, þar sem hann sigldi í 6-7 vindstigum áleiðis til heimahafnar. Herjólfur hefur áætlunarsiglingar að nýju í dag, sunnudag, kl. 14 frá Vestmannaeyjum. -------------- Samkomu- lag meina- tækna og viðsemjenda UNDIRRITAÐUR var aðfaranótt laugardags samningur milli stjórn- ar Ríkisspítalanna og fulltrúa meinatækna á blóð- og meinefna- fræðideild Landspítalans sem höfðu sagt upp störfum. Samkomulagið, sem var undirrit- að á miðnætti í fyrrinótt, var kynnt í hádeginu í gær, en ekki hafði verið greint frá efnisatriðum þess opin- berlega þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Skriður komst á samningaviðræðurnar á samninga- fundi sem hófst kl. 14 á föstudag og stóð sá fundur langt fram á nótt. © aco . a J 1 1 l í 1 * 12 5 * I Kjalnesingar kjósa í Rey kj aneskj ördæmi KJALNESINGAR munu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á laugardag- inn eftir viku þó Kjalarnes hafi nú sameinast Reykjavík. Astæðan er sú að þeir eiga kosningarétt í Reykjaneskjördæmi samkvæmt núgildandi kosningalögum, þar sem þar fara kjördæmamörk eftir sýslu- mörkum og Kjósarsýsla er í Reykj aneskjördæmi. I frumvarpi til kosningalaga sem nú er í meðferð í þingflokkunum fara kjördæmamörk hins vegar eft- ir sveitarfélögum og því munu Kjal- nesingar kjósa í Reykjavíkurkjör- dæmi eystra í þar næstu alþingis- kosningum verði frumvarpið að lög- um. Jón Atli Kristjánsson, formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi vegna prófkjörsins, sagði að það væri al- veg ljóst að samkvæmt gildandi kosningalögum ættu Kjalnesingar að kjósa í Reykjaneskjördæmi í al- þingiskosningunum í vor og því væru þeir á kjörskrá í prófkjörinu. Miklu meiri stemmning I prófkjörinu á laugardaginn eft- ir viku verður kosið á ellefu kjör- stöðum í flestum sveitarfélögum í kjördæminu og munu Kjalnesingar og Kjósverjar kjósa í Hlégarði í Mosfellsbæ. Kjörfundur stendur frá klukkan 10 til klukkan átta um kvöldið og verða fyrstu tölur birtar strax og kjörstöðum hefur verið lokað, en gert er ráð fyrir að taln- ingu verði lokið undir miðnætti og úrslit liggi þá fyrir. Prófkjörið er opið sem þýðir að ekki þarf að ganga í Sjálfstæðis- flokkinn til þess að taka þátt í prófkjörinu, heldur nægir að und- irrita stuðningsyfirlýsingu við hann. í síðasta prófkjöri fyrir al- þingiskosningarnar 1995 kusu rúmlega 6.300 manns, sem þótti frekar dræm þátttaka, því í próf- kjöri vegna alþingiskosninganna 1991 kusu um 7.500 manns. Jón Atli segir að miklu meiri stemmn- ing sé fyrir prófkjörinu nú en var fyrir síðustu alþingiskosningar og reiknað sé með að að minnsta kosti 8-10 þúsund manns taki þátt í prófkjörinu. Mikill áhugi í Napólí á heimsókn forseta S Islands Napólí. Morgunblaðið. HEIMSÓKN Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Islands til Napólí á Italíu hófst í gærmorg- un í glaðasólskini og vakti mikla athygli borgarbúa sem fylltu sali miðaldakastala þar sem mót- tökuathöfn fór fram. Heimsókn- in hefur einnig vakið áhuga fjöl- miðla á staðnum og þegar Ólaf- ur Ragnar gekk um miðborg Napólí með Antonio Bassolino borgarstjóra eftir móttökuat- höfnina stöðvaði hann nokkrum sinnum til að veita sjónvarps- fréttamönnum viðtöl. Ferð for- setans til Napólí tengist íslensk- um saltfíski og síðdegis á laug- ardag heimsótti hann fískmark- að í þorpi utan við borgina þar sem íslenskur saltfiskur er á boðstólum. Áformað er að eyða sunnudeginum á eyjunni Kaprí en um kvöldið verður haldið aft- ur til Rómar og á manudags- morgun fer forseti Islands í op- inbera heimsókn í Vatíkanið og ræðir við Jóhannes Pál páfa II. Lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur um holsjáromtæki vegna sjúkdóma í meitingarvegi Ekki fengið fjármagn til að kaupa tækið Morgunblaðið/Emilía BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Aco, „Þjónusta í 25 ár“. BLAÐINU í dag fylgir auglýs- ingabæklingur frá Árna Mathiesen sem dreift er í Reykja- neskjördæmi, „Sterk forysta". EKKI hafa fengist næg fjárframlög til tækjakaupa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur til að hægt væri að kaupa svonefnt holsjárómskoðun- artæki til rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi, að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar, lækningafor- stjóra SH. í Morgunblaðinu í gær kom fram að þessi búnaður getur gefið læknum fljótar en áður ör- uggari niðurstöður rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi, sparað aðrar rannsóknir og nýtist einnig við forvarnir. Tækið kostar 15-17 milljónir kr. og hefur verið í notkun í öðrum löndum um nokkurra ára skeið. Fjársöfnun hefur staðið yfir að undanfömu til kaupa á slíku tæki og hafa Ásgeir Theodórs læknir og Arni R. Amason alþingismaður að undanfómu kynnt þýðingu þess innan heilbrigðiskerfisins, meðal stéttarfélaga og fjármögnunarfyr- irtækja. „Höfum verið illa haldnir" Aðspurður hvernig á því stæði að þetta tæki væri ekki til hér á landi sagði Jóhannes að heildarfjárhæð Sjúkrahúss Reykjavíkur til tækja- kaupa á ári hefði í mörg undanfarin ár numið 35 milljónum króna á ári. „Það eru margir um hituna og það hefur einfaldlega þurft að for- gangsraða mjög grimmt. Það er heilmikið af tækjum sem við hefð- um mjög gjaman viljað vera búnir að kaupa, meðal annars þetta,“ seg- ir hann. Jóhannes sagði að hér á landi hefðu menn þekkt til þessa tækis í nokkur ár. Hins vegar þyrftu ný tæki og ný tækni alltaf nokkurn tíma að sanna sig. „Þetta tæki hefur alveg staðist tímans tönn en við höf- um bara ekki haft fjármagn til að kaupa nálægt því allt sem við hefð- um gjarnan viljað. Fjárframlag til tækjakaupa á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hefur verið um eða undir 1% af heildarveltu spítalans, sem þykir afar lágt samanborið við spítala á Vesturlöndum, þar sem lágmarkið er 3% til 5% af heildarveltu. Skýr- ingin á þessu er því sú, að við höfum verið illa haldnir,“ sagði hann. A ► l-64 Hiksti ► Hversu raunveruleg er sú ógn sem tölvuheiminum er sögð stafa af árinu 2000? /10 Rússland hefur séð það svartara ► Efnahagserfiðleikanna í Rúss- landi sér ekki aðeins stað í budd- unni, þeir ýta undir spillingu þó þeir veiki tæplega lýðræðið. /12 Þar stendur SÍF enginn á sporði ► SÍF er nánast alls ráðandi á saltfiskmörkuðunum á sunnan- verðri Ítalíu, svo sem í Napólí. /22 Sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Ágúst Má Armann og Arndísi Armann í Ágústi Armann heildverslun. /30 ►l-20 Beint frá hjartanu ► Morgunblaðið birtir kaflabrot úr ævisögu Steingríms Her- mannssonar eftir Dag B. Eggerts- son. /1&2-4 Aðrar myndir stærri ►Andrés Pálsson bóndi á Hjálmsstöðum í Laugardal ræðir um tónlist, sjómennsku, listamenn og lífið í sveitinni. /6 Slóðin rakin ►400 ára minning Guðríðar Sím- onardóttur sem flestir þekkja sem Tyrkja-Guddu. /10 FERÐALÖG ► l-4 Farþegasiglingar á Lagarfljóti ►Áform um að hefja farþega- og skemmtisiglingar á Lagarfljóti. /1 Kastalar í hávegum og afmæli Goethe ►Þýskaland árið 1999 verður freistandi fyrir ferðamenn, bæði til að njóta menningar og skemmt- unar./4 D BÍLAR ► l-4 Ford veðjar á CVT skiptinguna ►Bílaframleiðendur um allan heim vinna nú að þróun reim- drifnu gírskiptingarinnar. /2 Reynsluakstur ►Frumlegur Multipla fjölnotabíll af minni gerðinni frá Fiat. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Þjónusta á verð- bréfamarkaði ►20 útskrifast úr verðbréfa- miðlaranámi. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/m'bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34-35 Minningar 42 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 12b Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.