Morgunblaðið - 08.11.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 08.11.1998, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vindhrað- inn náði 12 stigum STORMURINN sem spáð var að gengi yfir landið um helgina gekk að mestu yfir aðfaranótt laugar- dags. Stormurinn var genginn niður að mestu sunnanlands um hádegis- bil í gær, laugardag, og gerði Veð- urstofa íslands ráð fyrir að storm- inn myndi lægja norðanlands í gær- kvöldi. Vindhraðinn komst mest í tólf stig á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en að sögn lögreglunnar í Eyjum olli vindurinn ekki tjóni eða óhöpp- um svo vitað væri. Ellefu vindstig voru víða við suðurströndina í gær- morgun og fyrrinótt, og var eitt- hvað um að hlutir fykju til, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Austan- lands var einnig mikill vindur í gær- morgun og fyrrinótt og illfært um heiðar. Herjólfur var í gær á leið til Vest- mannaeyja með 85 farþega, en hann var að koma úr slipp í Danmörku. Að sögn Lárusar Gunnólfssonar, skipstjóra á Herjólfi, var skipið statt um 200 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum á hádegi í gær. Lárus reiknaði með að koma til Vestmannaeyja milli kl. 2 og 4 í nótt. Vel fór um farþega og áhöfn í Herjólfi, þar sem hann sigldi í 6-7 vindstigum áleiðis til heimahafnar. Herjólfur hefur áætlunarsiglingar að nýju í dag, sunnudag, kl. 14 frá Vestmannaeyjum. -------------- Samkomu- lag meina- tækna og viðsemjenda UNDIRRITAÐUR var aðfaranótt laugardags samningur milli stjórn- ar Ríkisspítalanna og fulltrúa meinatækna á blóð- og meinefna- fræðideild Landspítalans sem höfðu sagt upp störfum. Samkomulagið, sem var undirrit- að á miðnætti í fyrrinótt, var kynnt í hádeginu í gær, en ekki hafði verið greint frá efnisatriðum þess opin- berlega þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Skriður komst á samningaviðræðurnar á samninga- fundi sem hófst kl. 14 á föstudag og stóð sá fundur langt fram á nótt. © aco . a J 1 1 l í 1 * 12 5 * I Kjalnesingar kjósa í Rey kj aneskj ördæmi KJALNESINGAR munu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi á laugardag- inn eftir viku þó Kjalarnes hafi nú sameinast Reykjavík. Astæðan er sú að þeir eiga kosningarétt í Reykjaneskjördæmi samkvæmt núgildandi kosningalögum, þar sem þar fara kjördæmamörk eftir sýslu- mörkum og Kjósarsýsla er í Reykj aneskjördæmi. I frumvarpi til kosningalaga sem nú er í meðferð í þingflokkunum fara kjördæmamörk hins vegar eft- ir sveitarfélögum og því munu Kjal- nesingar kjósa í Reykjavíkurkjör- dæmi eystra í þar næstu alþingis- kosningum verði frumvarpið að lög- um. Jón Atli Kristjánsson, formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi vegna prófkjörsins, sagði að það væri al- veg ljóst að samkvæmt gildandi kosningalögum ættu Kjalnesingar að kjósa í Reykjaneskjördæmi í al- þingiskosningunum í vor og því væru þeir á kjörskrá í prófkjörinu. Miklu meiri stemmning I prófkjörinu á laugardaginn eft- ir viku verður kosið á ellefu kjör- stöðum í flestum sveitarfélögum í kjördæminu og munu Kjalnesingar og Kjósverjar kjósa í Hlégarði í Mosfellsbæ. Kjörfundur stendur frá klukkan 10 til klukkan átta um kvöldið og verða fyrstu tölur birtar strax og kjörstöðum hefur verið lokað, en gert er ráð fyrir að taln- ingu verði lokið undir miðnætti og úrslit liggi þá fyrir. Prófkjörið er opið sem þýðir að ekki þarf að ganga í Sjálfstæðis- flokkinn til þess að taka þátt í prófkjörinu, heldur nægir að und- irrita stuðningsyfirlýsingu við hann. í síðasta prófkjöri fyrir al- þingiskosningarnar 1995 kusu rúmlega 6.300 manns, sem þótti frekar dræm þátttaka, því í próf- kjöri vegna alþingiskosninganna 1991 kusu um 7.500 manns. Jón Atli segir að miklu meiri stemmn- ing sé fyrir prófkjörinu nú en var fyrir síðustu alþingiskosningar og reiknað sé með að að minnsta kosti 8-10 þúsund manns taki þátt í prófkjörinu. Mikill áhugi í Napólí á heimsókn forseta S Islands Napólí. Morgunblaðið. HEIMSÓKN Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Islands til Napólí á Italíu hófst í gærmorg- un í glaðasólskini og vakti mikla athygli borgarbúa sem fylltu sali miðaldakastala þar sem mót- tökuathöfn fór fram. Heimsókn- in hefur einnig vakið áhuga fjöl- miðla á staðnum og þegar Ólaf- ur Ragnar gekk um miðborg Napólí með Antonio Bassolino borgarstjóra eftir móttökuat- höfnina stöðvaði hann nokkrum sinnum til að veita sjónvarps- fréttamönnum viðtöl. Ferð for- setans til Napólí tengist íslensk- um saltfíski og síðdegis á laug- ardag heimsótti hann fískmark- að í þorpi utan við borgina þar sem íslenskur saltfiskur er á boðstólum. Áformað er að eyða sunnudeginum á eyjunni Kaprí en um kvöldið verður haldið aft- ur til Rómar og á manudags- morgun fer forseti Islands í op- inbera heimsókn í Vatíkanið og ræðir við Jóhannes Pál páfa II. Lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur um holsjáromtæki vegna sjúkdóma í meitingarvegi Ekki fengið fjármagn til að kaupa tækið Morgunblaðið/Emilía BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Aco, „Þjónusta í 25 ár“. BLAÐINU í dag fylgir auglýs- ingabæklingur frá Árna Mathiesen sem dreift er í Reykja- neskjördæmi, „Sterk forysta". EKKI hafa fengist næg fjárframlög til tækjakaupa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur til að hægt væri að kaupa svonefnt holsjárómskoðun- artæki til rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi, að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar, lækningafor- stjóra SH. í Morgunblaðinu í gær kom fram að þessi búnaður getur gefið læknum fljótar en áður ör- uggari niðurstöður rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi, sparað aðrar rannsóknir og nýtist einnig við forvarnir. Tækið kostar 15-17 milljónir kr. og hefur verið í notkun í öðrum löndum um nokkurra ára skeið. Fjársöfnun hefur staðið yfir að undanfömu til kaupa á slíku tæki og hafa Ásgeir Theodórs læknir og Arni R. Amason alþingismaður að undanfómu kynnt þýðingu þess innan heilbrigðiskerfisins, meðal stéttarfélaga og fjármögnunarfyr- irtækja. „Höfum verið illa haldnir" Aðspurður hvernig á því stæði að þetta tæki væri ekki til hér á landi sagði Jóhannes að heildarfjárhæð Sjúkrahúss Reykjavíkur til tækja- kaupa á ári hefði í mörg undanfarin ár numið 35 milljónum króna á ári. „Það eru margir um hituna og það hefur einfaldlega þurft að for- gangsraða mjög grimmt. Það er heilmikið af tækjum sem við hefð- um mjög gjaman viljað vera búnir að kaupa, meðal annars þetta,“ seg- ir hann. Jóhannes sagði að hér á landi hefðu menn þekkt til þessa tækis í nokkur ár. Hins vegar þyrftu ný tæki og ný tækni alltaf nokkurn tíma að sanna sig. „Þetta tæki hefur alveg staðist tímans tönn en við höf- um bara ekki haft fjármagn til að kaupa nálægt því allt sem við hefð- um gjarnan viljað. Fjárframlag til tækjakaupa á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hefur verið um eða undir 1% af heildarveltu spítalans, sem þykir afar lágt samanborið við spítala á Vesturlöndum, þar sem lágmarkið er 3% til 5% af heildarveltu. Skýr- ingin á þessu er því sú, að við höfum verið illa haldnir,“ sagði hann. A ► l-64 Hiksti ► Hversu raunveruleg er sú ógn sem tölvuheiminum er sögð stafa af árinu 2000? /10 Rússland hefur séð það svartara ► Efnahagserfiðleikanna í Rúss- landi sér ekki aðeins stað í budd- unni, þeir ýta undir spillingu þó þeir veiki tæplega lýðræðið. /12 Þar stendur SÍF enginn á sporði ► SÍF er nánast alls ráðandi á saltfiskmörkuðunum á sunnan- verðri Ítalíu, svo sem í Napólí. /22 Sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Ágúst Má Armann og Arndísi Armann í Ágústi Armann heildverslun. /30 ►l-20 Beint frá hjartanu ► Morgunblaðið birtir kaflabrot úr ævisögu Steingríms Her- mannssonar eftir Dag B. Eggerts- son. /1&2-4 Aðrar myndir stærri ►Andrés Pálsson bóndi á Hjálmsstöðum í Laugardal ræðir um tónlist, sjómennsku, listamenn og lífið í sveitinni. /6 Slóðin rakin ►400 ára minning Guðríðar Sím- onardóttur sem flestir þekkja sem Tyrkja-Guddu. /10 FERÐALÖG ► l-4 Farþegasiglingar á Lagarfljóti ►Áform um að hefja farþega- og skemmtisiglingar á Lagarfljóti. /1 Kastalar í hávegum og afmæli Goethe ►Þýskaland árið 1999 verður freistandi fyrir ferðamenn, bæði til að njóta menningar og skemmt- unar./4 D BÍLAR ► l-4 Ford veðjar á CVT skiptinguna ►Bílaframleiðendur um allan heim vinna nú að þróun reim- drifnu gírskiptingarinnar. /2 Reynsluakstur ►Frumlegur Multipla fjölnotabíll af minni gerðinni frá Fiat. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Þjónusta á verð- bréfamarkaði ►20 útskrifast úr verðbréfa- miðlaranámi. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/m'bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34-35 Minningar 42 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 12b Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.