Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Bíórásin ► 6.00 og 2.00 D.A.R.Y.L. (‘85). Barnlaus hjón ættleiða lítinn dreng sem reynist vera vélmenni. Maltin gefur 'k'kVz, og segir myndina einkum við hæfi ungra áhorfenda. Með Mary Beth Hurt. Bíórásin ► 8.00 og 16.20 Ham- skipti (Vice Versa, ‘85). Vel- heppnaður, fyndinn og fjörugur farsi hlutverkaskipta og misskiln- ings með góðum persónum og aukaleikurum og það líður aldrei langt á milli meinlausra brandar- anna. Vegna galdra frá Tælandi hafa faðir og sonur endaskipti á til- verunni, faðirinn verður 11 ára drengur í líkama hálffertugs uppa og drengurinn hálffertugur uppi í líkama 11 ára drengs. Þegar góð hugmynd kemur upp í Hollywood fá hana allir og þessi var notuð í fjórar myndir á sama tímabilinu. Með Judge Reinhold. ★★'/:: Bíórásin ► 12.00 og 20.00 Orð- laus (Speechless, ‘94), er á köflum bráðfyndin satíra um innatóma baráttu stjórnmálamanna. Michael Keaton og Geena Davis leika með stakri prýði ræðuhöfunda sem verða ástfangin. Komast að því síð- ar að þau starfa fyrir keppinauta í kosningabaráttu. Fullt af fyndnum línum og leik, en ekki alveg nóg. Eftir leikstjórann/handritshöfund- inn Noru Ephron. k'k'Æ Stöð 2 ► 21.15 Mikjáll (Michael, ‘96) .Meira af Ephron. Englar og menn eru heldur hvimleið blanda í kvikmyndum, stórleikarinn John Ti-avolta hressir þó verulega uppá þennan samsetning um Erkiengil- inn (?) og mannfólkið. •k-k'/2 Sýn ► 23.15 Breska spennumynd- in Mælirinn fullur (Dirty Weekend, ‘93), er eftir leikstjórann Michael Winner, það er nóg fyrir mig. Hef ekki áhuga. Sight and Sound segir hana „einstaka hörmung“. Stöð 2 ► 23.25 Rósahöllin (Ros- eland, ‘77). Sjá umsögn í ramma. Sæbjörn Valdimarsson Dansinn dunar Stöð 2 ► 23.50 Rósahöllin (Roseland) Ekki veit ég betur en danshöllin Roseland hafi lifað af diskóæði og öll önnur tískufyrir- brigði dansmenntarinnar og ne- onskiltið setji enn svip sinn á leikhúshverfið við Broadway. Kvikmyndin dregur nafn sitt af þessari merkisstofnun, þar sem kynslóð eftir kynslóð New York- búa, kom saman til að dansa klassíska samkvæmisdansa í miðri ólgunni. Okkur er boðið uppá þrjár sögur sem gerast um persónur dansgólfsins. Misgóð- ar, sú síðasta best. Líður nokkuð fyi-ir leik, en Joan Copeland stendur sig vel. Með Geraldine Chaplin, Lou Jacobi og Christopher Walken. Rósahöllin er áhugaverðust sökum þess að hún er ein af fyrstu myndum þríeykisins magnaða, handrits- höfundarins Ruth Prawer Jhabvala, leikstjórans James Ivory og framleiðandans Ivory Merehant, sem hefur staðið á bakvið fjölda gæðamynda á síð- ustu áratugum. ★★★ MYNDBÖND Eftirköst helfarar- innar Eftirminnilegt símtal (A Call to Remember) Drama kk'A Leikstjórn: Jack Bender. Aðalhlut- verk: Blythe Danner og Joe Man- tegna. 107 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, oktdber 1998. Öllum leyfð. HÉR er fjallað af næmi, reynslu og innsæi um áhrif þess á einstaklinga að lifa af yfírgengilegar hörmung- ar. Það eina sem synir Paulu (Danner) og Davids (Man- tegna) vita um fortíð foreldra sinna er að þeir lifðu af helfór gyðinga. Öðru hafa hjónin að mestu haldið leyndu og grafið djúpt í eigin vitund. Þau neyðast til að rifja upp fyrra líf og horfast í augu við fortíðina þegar símtal raskar jafnvægi fjölskyldunnar. Myndin er framleidd fyrir sjón- varp og prýðilega gerð miðað við almennar kröfur þess miðils. Per- sónusköpun er sannfærandi og út- færsla leikaranna góð, sérstaklega Danners og Mantegna. Líf þeirra, sem lifðu af þennan og fleiri hildar- leiki styrjalda 20. aldar, hefur lengi vakið áhuga fræðimanna jafnt sem rithöfunda. Það er ómögulegt að ímynda sér slíka lífsreynslu, en með frásögnum sem þessum næst að vekja athygli á ýmsum hliðum hennar sem fæstum dytti í hug annars. „Eftirminnilegt símtal“ er mjög gott sjónvarpsdrama, en verulega slæm afþreying. Guðmundur Ásgeirsson Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is Þetta er nýjasta kvikmyndastj arnan H Wm IHBj $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.