Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 23 Fyrir húsmóður sem stendur frammi fyrir því að velja á milli saltfísks eða einhvers annars í matinn, konu sem þarf að snúa hverri einustu líru tvisvar fyrir sér áður en hún eyðir henni, er valið einfalt. Hún kaupir miklu frekar 6 kíló af kjúklingi en eitt kíló af saltfiski. Þessi verðþróun kemur auðvitað niður á neyzlunni og er vissulega áhyggjuefni. Hins vegar er það svo með saltfiskinn að hefðin er býsna lífseig og fólk verður að fá sinn saltfisk." Mikið veltur á rigningunni Hvemig er neyzlunni háttað? „Neyzla á saltfiski hefur alltaf ver- ið mjög árstíðabundin á Ítalíu. Hún byrjar í september og stendur fram á páskaföstuna. I upphafi kemur saltfiskurinn inn á matseðilinn í stað kjöts á fóstunni og fóstudögum og var aðallega borðaður að boði kaþ- ólsku kirkjunnar, menn litu á saltfisk sem millistig milli fisks og kjöts. I byrjun var saltfiskurinn mjög ódýr og var talinn matur fátækra lengi vel og er reyndar enn í dag, þótt verð- lagið gefi slíkt engan veginn til kynna. A Italíu er það svo skrítið að þeir útvatna fiskinn meira en í nokkru öðru landi. Það er ekki óal- gengt að þeir geymi fiskinn í vatni til útvötnunar upp í fjóra til fímm sólar- hringa. Til að gera það í landi, þar sem að öllu jöfnu er mjög hlýtt í veðri, þarf að hafa mjög gott vatn. I gamla daga útvötnuðu menn saltfisk- inn aðeins í regnvatni, vegna lélegs grunnvatns. Ahrifin eru slík að enn þann dag í dag tekur neyzlan ekki við sér fyrr en í fyrstu haustrigning- unni. Ef guð og gæfan er með okkur og hann leggst í rigningar í byrjun september er vertíðin góð hjá okkur, en ef heitt er á haustin og ekki rign- ir, verður vertíðin einfaldlega þeim mun styttri. Það er mjög misjafnt eftir lands- hlutum hvernig saltfiskurinn er borðaður. Segja má að hvert byggð- arlag búi við sínar eigin hefðir í því. I fyrsta lagi er það misjafnt hvaða stærðir henta, hvemig fiskurinn er skorinn og hvemig hann er eldaður. Yfirleitt tekur matreiðslan mið af þeirri uppskem, sem er á hverjum stað. Á Norður-Italíu er saltfiskinum mjög oft velt upp úr hveiti eða komi og hann djúpsteiktur. Á Suður-Ítalíu er hann borðaður með tómötum og hvítlauk og svo mætti lengi telja. Hver bær og hvert bæjarfélag býr við sínar eigin hefðir." Brotið blað með frystum útvötnuðum flökum Hver er þróunin hér? „Það sem hefur gerst á Italíu er með svipuðu sniði og annai's staðar í Evrópu. Stórmarkaðir og risamark- aðir eru að ryðja sér mjög til rúms, sérstaklega á Norður-Ítalíu og sala matvæla flytzt í auknum mæli inn í þessar verzlanir. Suður-Ítalía er aft- ar á merinni í þessum efnum og verður það vafalítið fyrst um sinn. Þar er dreifingin eins og hún hefur verið frá upphafi, frá innflytjanda til heildsala, sem dreifir saltfiski og öðrum matvælum til smásala eða svokallaðra útvatnara. Markmiðið hjá okkur er að þróa afurð, sem er notendavænni en heill saltfiskur. Þá þarf fólk ekki að ákveða á mánudegi að það ætli að borða saltfisk á fóstu- degi, heldur geti það keypt fisk sem er tilbúinn á pönnuna, í pottinn eða ofninn. I raun og veru má segja að SIF hafi brotið blað í saltfisksögunni á sínum tíma, þegar við hófum sölu á frystum útvötnuðum saltfiski í neyt- endapakkningum hér á Ítalíu fyrir stór og risamarkaði. Þetta var fyrsta vara sinnar tegundar fyrir 10 árum og er enn leiðandi á þessum markaði. Enn sem komið er höfum við ekki komið með alveg tilbúna rétti á markaðinn, en erum að vinna að ákveðnum hugmyndum í þeim efn- um. Þá komum við aftur að því vandamáli að matreiðslan á saltfisk- inum og skurðurinn á honum er svo mismunandi eftir héröðum, að það myndi æra óstöðugan að ætla sér að gera öllum til hæfis. Við erum engu að síður að vinna að ákveðnum hug- myndum í þeim efnum, sem vonandi líta dagsins Ijós á komandi misser- um. Þá er því við að bæta að þó salt- fiskur frá íslandi sé driffjóðurin í starfsemi okkar her, seljum við einnig aðrar afurðir. Nord Morue, dótturfyrirtæki SÍF í Frakklandi, var stór framleiðandi reyktra síld- arflaka, unnum úr íslenzku hráefni. „Goð viðskipti við SÍF“ GIOVANNI Battaglia er einn hinna gömlu og stóru innflyfjenda í Napólí, sem hvað lengst hafa átt við- skipti við SÍF. Genn- ario Battaglia ræður þar ríkjum, en fyrir- tækið er stórt í salt- fiskinum og rekur stórar kæligeymslur í Napólí. „Við höfurn átt mjöggóð viðskipti við SIF,“ segir Battaglia. „Islenzki fiskurinn er beztur, mun betri en fískur- inn frá Noregi og Færeyjum. Hann er betur flokkaður og við fáum ná- kvæmlega það, sem við erum að biðja um. Mikil hefð er fyrir neyzlu á saltfiski og neytendur eru íhaldssamir. Þeir vilja stöðugleika í gæðum og framleiðslu. Því sækj- ast neytendur fremur eftir físki frá Islandi en öðrum löndum. Hann er reyndar eins og annar fískur orðinn dýr vegna stöðugra hækkana á hráefni til vinnslunnar. Saltfiskurinn er ekki lengur fæða fátæka fólksins og því er hætt við að dragi úr neyzlu haldi verðið enn áfram að hækka.“ Battaglia segir að SIF njóti mik- illar virðingar á saltfiskmarkaðn- um á Suður-Ítalíu. SÍF sé þekkt fyrir stöðugleika og áreiðanleika og gott sé að stunda viðskipti við félagið. „SIF hefúr mikla reynslu af viðskiptum með saltfisk. Við getum treyst því að fá það sem við þurfum, því SIF ræður yfir það miklum hluta útflutningsins frá ís- Iandi. Við kjósum því af mörgum ástæðum að kaupa fiskinn frá SÍF, fremur en öðrum útflyljendum, hvort sem er í Noregi, Færeyjum eða íslandi," segir Battagiia. Með kaupum SÍF á fyrirtækinu Jean Babtist Delpierre erum við orðnir ráðandi afl afranska markaðnum fyr- ir reykt síldarflök. Á Italíu hefur frá fomu fari verið ágætur markaður fyrir heila reykta síld, sem seld hef- ur verið með haus og hala ef svo má komast að orði. I seinni tíð hefur neyzlan verið að færast frá heilli síld yfir í reykt síldarflök í lofttæmdum pakkningum. Við höf- um tekið þátt í þessari þróun markaðsins og erum nú stærsti ein- staki briginn á þessari afurð á Italíu. I þess- um efnum höfum við notið gæða íslenzka hráefnisins og ein- stakrar reynslu og þekkingar starfsfólks okkar í Frakklandi í vinnslu þessarar af- urðar. Þá höfum við einnig á pijónunum áform um sölu og dreifingu á reyktum laxi og öðmm afurðum frá Jean Babtiste Delpierre og em þau mál þegar komin á nokkurn rekspöl. Loks er að geta þess að aukin um- svif dótturfélaga SIF í öðram fram- leiðslu- og markaðslöndum styrkja stöðu okkar hér beint og óbeint eftir því sem svigrúm okkar til aðfanga hefur aukizt. Þannig seljum við til dæmis nú orðið flök, sem framleidd era fyrir SIF í Danmörku og Færeyjum. Þá má einnig nefna að nýlega hófum við sölu á léttsöltuðum og þurrkuðum saltfiski, sem fram- leiddur er af dótturfyrirtæki SÍF í Kanada, Sans Souci Seafoods. Þetta er fiskur sem er millistig milli salt- fisks og skreiðar og er þekktur sem Gaspe-fiskur. Það er því ýmislegt á döfinni og við horfum björtum aug- um til framtíðarinnar.“ Gott að búa á Ítalíu Hvernig lá leið þín til Ítalíu? „Ég byrjaði að vinna hjá SÍF á sumrin í kringum 1980 í afskipunum, lestun og öðra slíku tilfallandi. Síðan eftir að ég lauk framhaldsnámi í Bandaríkjunum, starfaði ég um skeið hjá Coldwater Seafood. Síðan fluttum við heim til Islands 1985 og ég hóf þegar störf hjá SÍF og hef starfað þar síðan. Eftir að hafa séð um viðskiptin við Itah'u að heiman og þurrfiskmarkaðina í Norður- Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og víðar, fluttum við fjölskyldan hingað út 1991 og höfum verið hér síðan. Kon- an mín heitir Sjöfn Björnsdóttir og við eigum fjögur börn, Emilíu Björgu, Katrínu Erlu, Sigurð Kristin og Elinu Eddu. Það er ljómandi gott að búa á ítal- íu, þegar maður kemst upp á lag með það. Italir era afskaplega barngóðir, en það tekur nokkum tíma að venj- ast fólkinu og þankagangi þess, Hlutirnir ganag hægar fyrir sig heldur en heima og oft gerðir í annarri röð með mikilli skrúðmælgi og góðum hléum inn á milli. En allt venst þetta eins og annað Ég hef alltaf haldið því fram að það gildi einu hvar fólk býr, svo fremi sem fjölskyldunni líði vel. Lífið kemst í ákveðnar skorður, hvort sem það er í Mflanó, Stykkishólmi eða hvar sem er annars staðar. Það fylgja því bæði kostir og gallar að búa erlendis. Kostirnir era að það opnar fyrir manni nýjar víddir og maður kynnist ýmsu sem maður annars myndi ekki þekkja. Það fer heldur ekki hjá því að maður lítur bæði menn og málefni í öðra ljósi á eftir. Á móti kemur að maður missir af mörgu. Sérstaklega börnin sem missa af tengslunum við fjölskyld- una, afana og ömmurnar og frændsytkinin. Frjálsræðið og ör- yggið, sem böm njóta í uppvextinum á Islandi er ekki til staðar. Þau geta auðveldlegatapað niður móðurmál- inu og því að vera Islendingur. Við höfum reynt að bæta úr þessu með því að Sjöfn hefur dvalið með bömin hjá afa sínum og ömmu á íslandi hvert einasta sumar í lengri eða skemmri tíma. En svona á heildina litið held ég að þessi reynsa sé af- skaplega þroskandi og góður tími fyrir alla og verður börnunum von- andi gott veganesti þegar fram líða stundir. Við erum búin að vera á Ítalíu í nærri 8 ár og þar áður í Bandaríkjunum í þrjú ár. En hvað sem tautar og raular eram við og verðum alltaf Islendingar og eram bara býsna stolt af því,“ segir Sig- urður Sigfússon. Morgunblaðið/HG GENNARIO Battaglia vill aðeins fiskinn frá SÍF. TIL FYRIRMYNDAR í nóvember hefst í Hafnarfirði umhverfis- og hreinsunarátak undir heitinu „TIL FYRIRMYNDAR". Átakinu, sem er á vegum Hafnarfjarðarbæjar, Gáma- þjónustunnar hf. og Furu ehf., er beint til einstaklinga og stjómenda fyrir- tækja vegna frágangs, hreinsunar og snyrtingar á lóðum. Veittar eru upplýsingar um átakið hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðarbæjar í sima 565 2244. Allir sem vilja fá gáma undir rusl eða garðúrgang geta hringt í Gámaþjónustuna hf. í síma 568 8555. Fura ehf. er móttökuaðili fyrir málma og veitir góðfúslega nánari upplýsingar 1 síma 565 3557. Verum TIL FYRIRMYNDAR með lóðir okkar og tökum þátt í að fegra Hafnarfjörð. HAFNARFJARÐARBÆR Sími 565 2244 GÁMAMÓNUSTAN HF. BÆTT UMHVERFI - BETRIFRAMTÍD Súðarvogi 2,104 Reykjavik, Sími 568 8555 Málmendurvinnsla, Markhellu 4, Sími 565 3557
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.