Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
s
Verðlaun í bíóleik
í TILEFNI af frumsýningu
The Truman Show stóðu Morg-
unblaðið á Netinu og Bylgjan og
Laugarásbíó íyrir leik á mbl.is á
dögunum. Þátttakendur í leikn-
um gátu svarað spurningum
sjálfir á mbl.is eða með aðstoð
Erlu Friðgeirsdóttur í beinni
útsendingu á Bylgjunni. Þátt-
taka var mikil og bárust mbl.is
11.320 rétt svör við spurningun-
um átta.
Vinningarnir í leiknum voru
ekki af verri endanum. 100
manns fengu miða fyrir tvo á
myndina og hefur þegar verið
haft samband við þá. Aðalvinn-
ingarnir í leiknum voru tvö 29
tommu sjónvarpstæki frá Japis.
A myndinni eru aðalvinnings-
hafamir tveir yst hvorum meg-
in, Pétur Riehter vinstra megin,
en Sverrir Jónsson hægra meg-
in. A milli þeirra eru Hallgrímur
Halidórsson, verslunarstjóri í
Japis, Erla Friðgeirsdóttir á
Bylgjunni og Magnús Geir
Gunnarsson Laugarásbíói. Auk
sjónvarpstækjanna hlutu aðal-
vinningshafarnir árs áskrift að
Bíórásinni frá íslenska útvarps-
félaginu.
FÓLK í FRÉTTUM
Nýjar áherslur
SHARON Stone á frum-
sýningu nýjustu myndar
sinnar, „The Mighty“.
►SHARON Stone hefur snúið við blaðinu. Nú
vill hún ekki að fólk sjái sig sem metnaðar-
gjama leikkonu sem geri nánast hvað sem er
fyrir sviðsljósið. Hún lætur eiginmanninn Phil
Bronstein, sem er blaðamaður, fá það óþvegið
þegar fjölmiðla ber á góma, en leikkonan
er orðin langþreytt á íjölrniðlaum-
íjöllun um sig.
Stone segist vera mjög trú-
uð, og segir að trúin sé ástæð
an fyrir velgengni hennar og
ánægju með lífið þessa dag-
ana. Fæstir vita eflaust að
Stone biðst. gjarnan fyrir
þegar hún er við upptök-
ur mynda sinna, en leik-
konan segir að það hafi
aldrei staðið henni fyrir
þrifum.
Nýjasta mynd
leikkonunnar, „The
Mighty“ fær góða
dóma vestanhafs, og
segir Stone að nú leggi
hún áherslu á að fá góð
hlutverk í niyndum sem
skipta máli.
MYNPBONP________
Gereyðingarótti
undir aldamót
Harður árekstur
(Deep Impact)______________
Stórslysamynil
★★★
Framleiðsla: Richard D. Zanuck og
David Brown. Leikstjórn: Mimi Leder.
Handrit: Bruce Joel Rubin og Michael
Tolkin. Kvikmyndataka: Dietrich
Lohman. Tónlist: James Horner. Aðal-
hlutverk: Tea Leoni, Robert Duvall og
Morgan Freeman. 120 mín. Banda-
rísk. CIC myndbönd, október 1998.
Bönnuð börnum yngri en 12 ára.
BÍÓSUMARIÐ síðasta einkenndist
öðru fremur af myndum um mann-
kynið frammi íyrir hrikalegum
vandamálum eins og gereyðingu lífs á
jörðu, o.s.frv. „Deep Impact“ er betri
myndin af tveimur sem fjalla um
sama hlutinn: risastóran loftstein sem
stefnir á Jörðu, áhrif hættunnar á
Jarðarbúa og tilraunir geimfara til að
sprengja hann í loft upp. Myndin er
byggð upp á svipað-
an hátt og hin stór-
fenglega „Indepen-
dence Day“, nema
húmomum er
sleppt í uppskrift-
inni. Fjöldi persóna
kemur við sögu og
megináhersla er
lögð á að kynna þær
og að flétta ólíka
þræði sögunnar sem best. Talsvert er
lagt á frábæra leikara myndarinnar
sem standa sig með prýði. Frekar en
að beita röð innantómra hetjufor-
múlna, eins og gert var í hinni loffc-
steinamynd sumarsins ,Arma-
geddon", reiðir Leder sig á mannleg-
ar tilfinningar og hugleiðingar um
raunveruleg viðbrögð fólks við hættu
af þessu tagi. Mimi Leder er ein af
örfáum kvenleikstjórum stórmynda í
Hollywood í dag, en hún á einnig að
baki hina ágætu spennumynd „The
Peacemaker“. Hún festir sig eflaust
frekar í sessi með þessari mynd og
spennandi er að sjá hvað hún sendir
frá sér næst.
Guðmundur Asgeirsson
Lange og
Hopkins í
Títusi
JESSICA Lange og Ant-
hony Hopkins eru á Ítalíu
við tökur á kvikmynd eftir
leikriti
Shakespe-
ares, Títus
Andró-
nikus.
Leikstjóri
er Julie
Taymor.
Hún leikstýrði Konungi
dýranna eða The Lion
King á Broadway sem ein-
okaði Tony-verðlaunin í
vetur. Alan Cumming fer
einnig með hlutverk i
myndinni en hann fékk
Tony-verðlaun fyrir
frammistöðu sína í leikrit-
inu Kabarett. Þetta er
fyrsta kvikmynd Taymor
sem hefur áður leikstýrt
Títusi utan Broadway.
Góð myndbönd
Það gerist ekki betra
(As Good As It Gets) ★★★
Leikstjórinn James L. Brooks teflir
hér fram mynd sem þrátt fyrir mis-
fellur er bráðfyndin og morandi af
ógleymanlegum augnablikum. Jack
Nicholson nýtur hvers augnabliks í
hlutverki hins viðskotailla Melvins.
Líf mitt í bleiku
(Ma vie en rose) ★★★
Saga drengs sem fordæmdur er af
umhverfinu fyrir að hegða sér eins
og stúlka. Myndin tekur hæfilega á
viðfangsefninu, veltir upp spuming-
um en sest ekki í dómarasætið. Aðal-
leikarinn skapar áhugaverða per-
sónu í áhugaverðri kvikmynd.
Geimgaurinn
(Rocket Man) ★★★
Geimgaurinn er skemmtilegur Disn-
ey-smellur sem höfðar til bama og
fullorðinna. Klassísk gamanfrásögn
með vísun í klisjur og ævintýri kvik-
myndasögunnar. Harland Williams
fleytir myndinni ömgglega í gegnum
alls kyns vitleysu og niðurstaðan er
sprenghlægileg.
Titanic ★★★★
Með því að fylgja sannfæringu
sinni hefur James Cameron blásið
' lífi og krafti í Titanic-goðsöguna í
sannkallaðri stórmynd. Framúrskar-
andi tæknivinnsla og dramatísk yfir-
vegun í skipsskaðanum gera mynd-
ina að ógleymanlegum sorgarleik
sem myndar samspil við ljúfsára ást-
arsöguna.
Vonir og væntingar
(Great Expectations) ★★Vá
I þessari nútímaútgáfu af sam-
nefndri skáldsögu Charles Dickens
er horfið töluvert frá samfélagslegu
inntakinu og búin til falleg kvikmynd
sem minnir á ævintýri. Myndin er
Ijúf og rómantísk og útlit hennai’ í
alla staði glæsilegt.
Velkomin til Sarajevo
(Welcome to Sarajevo) ★★★
I þessari mynd er leitast við að
draga upp raunsanna mynd af
ástandinu í Sarajevo undir umsátri
Serba. Með ópersónulegri og allt að
því kaldri nálgun tekst aðstandend-
um kvikmyndarinnar að ná fram
sterkum áhrifum.
Töframaðurinn
(The Rainmaker) ★★★
Francis Ford Coppola tekst hér að
hrista af þann tilgerðarsperring sem
vill loða við kvikmyndir sem gerðar
eru eftir sögum John Grisham. Frá-
bær leikur í hverju rúmi dregur
fram það besta í sögunni, ekki síst
litríka persónusköpun.
Bróðir minn Jack
(My brother Jackj'lHH)'
Mjög öflugt fjölskyldudrama þar
sem Marco Leonardi fer á kostum í
hlutverki gæðablóðs sem fer villur
vegar og lendir í klóm vímuefna.
Byssumenn
(Men with Guns) ★★★
And-byssumynd þar sem algjörir
aulabárðar ákveða að besta lausnin á
vanda sínum er að notast við byssur
en sú er alls ekki raunin.
Hinn fallni (The Fallen) ★★%
Trúarbragða hryllingur sem byrj-
ar eins og dæmigerð lögreglumynd
en dregur okkur inn í heim fallinna
engla og baráttu góðs og ills.
Öskur 2 (Scream 2) ★★%
Hinn sjálfsvísandi leikur heldur
áfram í þessari framhaldsmynd
hinnar geysivinsælu hi’ollvekju Ösk-
ur. Unnið er skemmtilega með lög-
mál kvikmyndageirans um fram-
haldsmyndir en í heildina skortir
fágun og leiðist þráðurinn út í lág-
kúru undir lokin.
Eftirminnilegt símtal
(A Call to Remember) ★★V2
Hér er fjallað af næmi, reynslu og
innsæi um áhrif þess á einstaklinga
að lifa af yfirgengilegar hörmungar.
Persónusköpun er sannfærandi og
útfærsla leikaranna góð, sérstaklega
Danners og Mantegna. Mjög gott
sjónvarpsdrama, en með hverfandi
afþreyingargildi.
Bdfar (Hoodlums) ★★’/2
Ekta bófamynd eftir gamla laginu
um stríð glæpagengja í New York.
Sögulegur ramminn er kunnugiegur
úr hliðstæðum myndum líkt og nöfn
bófaforingjanna. Leikur og umgjörð
til fyrii-myndar, en sagan helst til
þunglamaleg.
U-Turn /
U-beygja 'tc+rk'k
Vægðarlaus spennumynd sem bygg-
ir á þemum og minnum úr Film Noir
hefðinni og Oliver Stone bindur inn í
glæsilega stílheild.
Fólk
Magga
Stína gagn-
rýnd í FHM
►í NÝJASTA tímariti breska
karlablaðsins FHM er nýjasta
breiðskífa Möggu Stínu gagn-
rýnd og fær hún tvær stjörnur
af fjórum mögulegum. „Æði
er runnið á Islendinga og
fetar Magga Stína í fótspor
sveitarinnar Lhooq,“ segir í
dómnum.
„Eftir að hafa hitað upp fyrir
landa sína í Sykurmolunum á
tónleikaferðalagi hefur Magga
verið valin til að fara fyrir nýju
útgáfufyrirtæki lærimeistara
sinna og gefa undir fótinn
kenningum um að allir Islend-
ingar deili álfaröddum og
ástríðum fyrir mishljóma tón-
listarútsetningum. En að und-
anskildri poppgleðinni á smá-
skífunni „Naturally“ er tak-
markað hvað maður þolir af
„trip-hop“ sílófón og Ijóðrænni
óreiðu.“
I tónlistartímaritinu Muzik
fær plata Möggu Stínu einnig
tvær stjörnur. ,,“Eg er í álög-
um!“ skrækir Magga Stína á
„I-Cuba“. Hún hefur rétt fyrir
sér að einu leyti: Þetta er al-
veg jafn sérviskufullt, hall-
ærislegt og pirrandi og sjón-
varpsþættir með sama nafni.
Ef hún væri sannarlega undir
álögum hefði maður vonað að
myrkravöldin hefðu útvegað
henni örlítið skárri Iög en
sérviskufulla blöndu stórsveit-
ar, þungapopps og kyndla-
söngs...“
Samkeppni um
textasmíð við
lag Bowies
ÞAÐ VÆRI svo sem ekki amalegt
að fást við textasmíðar fyrir David
Bowie. Og nú stendur netverjum
það til boða. Bowie stendur fyrir
samkeppni á netinu um texta við
lagið „What’s Really Happening".
Atkvæði netverja munu ráða úr-
slitum um það hverjir komast
áfram og sigurtextinn verður val-
inn af Bowie sjálfum. Sigurvegar-
inn fær höfundarréttinn ásamt
Bowie, útgáfusamning upp á millj-
ón króna, ferð til New York að
fylgjast með tökum á laginu og
fleiri verðlaun. Allt ferlið frá æf-
ingum að upptökum á laginu verð-
ur sýnt á netinu. Slóðin er
www.clavidbowie.com