Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 29 Oftast nefndu þeir sjúkdóma og að erfitt væri að afla vatns. Þeir báðu okkur um að hjálpa sér í barátt- unni gegn sjúkdómum. Við spurðum hvort við mættum heimsækja fólkið, skoða börnin og spyrja um ýmislegt, meðal annars um sjúkdóma. Þeir leyfðu það. Þannig gátum við smám saman gert okkur grein fyrii’ hvað þyrfti að gera.“ Menning fólksins „Við notuðum mikinn tíma til að læra tungumál fólksins og kynnast menningu þess. Oft sátum við dög- um saman og töluðum við fólk. Við ræddum um ýmsa siði, t.d. greftr- unarsiði. Það fékk að vita hvemig við jörðuðum fólk og það sagði okk- ur hvernig það gerði það og kallaði jafnvel á okkur þegar það hugðist greftra mann. Eitt sinn sögðust þeh’ ætla að grafa upp mann sem hafði verið jarðaður fyrir 50 árum. „Komið og sjáið. Við ætlum að halda endurgreftrunarhátíð.“ Þetta er almennur siður meðal þeirra. Þegar menn deyja eru þeir jarð- settir strax. Grafimar era grannar, aðeins um eitt fet á dýpt, en síðan er steinum hlaðið ofan á svo að hý- enumar éti ekki líkin. Eftir ákveð- inn árafjölda hafa þeir endur- greftranarhátíð, þegar þeir hafa efni á því og spámaðurinn í þorpinu segir að rétti tíminn sé kominn. Þá er boðið öllum ættingjum, vinum og mönnum sem tengdust viðkom- andi. Beinin era grafin upp og pakkað inn í skinn. Síðan ganga menn með þetta heim í hús, sem búið er að skreyta, og láta beinapakkann vera í húsinu. Honum er fært kaffi og annað og fórnir era færðar. Að lok- Ljósmynd/Guðlaugur Gunnarsson FRÁ endurgreftrunarhátíð. Bein hins Iátna eru grafin upp og borin til hinstu hvflu uppi á fjalli. Mikil hátíðar- höld eru við þetta tækifæri og mörgum dýrum fómað. sjúkdómum í burtu og láttu mig eignast mörg börn.“ Öldungurinn spýtir síðan á fólkið til að blessa það og segir: „Megi guð gefa þér mörg börn, megi hann gefa þér góðar konur o.s.frv." I ljósaskiptunum eftir enn fi’ekari seremóníur hlaupa ungir menn, sem til þess hafa verið valdir, allt hvað af tekur upp á fjall með beina- pakkann, eld og lamb. Grafa þeir beinin uppi á fjallinu, fórna lamb- inu á gröfinni, láta blóðið renna of- an á hana og skilja kjötið þar eftir. LjósmyncWalgerður Gísladóttir GUÐLAUGUR ræðir við Tsemaí-menn. Á þennan hátt lærðu hann og Valgerður mál innfæddra og kynntust siðum þeirra og menningu. Ljósmynd/Guðlaugur Gunnarsson VILBORG samdi sig að lífi fólksins í Voito-dalnum. um er mörgum geitum og naut- gripum fórnað. Mikil hátíð stendur í nokkra daga. Þetta er talin nauðsynleg hátíð. I fyrsta lagi fær hinn látni hér end- anlega greftran og í öðra lagi á þetta að koma í veg fyrir að hann ofsæki sína nánustu. Á þennan hátt er honum hjálpað til að komast til dauðraríkisins. I lok hátíðahaldanna situr einn af öldungum ættarinnar með beinapokann og fólkið kemur til hans og talar við hinn látna. Hver og einn kemur með sína bæn og segir t.d.: „Ekki drepa kýrnar mín- ar, láttu ekki koma stríð, haltu Það er mikilvægt að fara í burtu með hinn dána eins fljótt og auðið er svo að andi hans sé ekki á sveimi og ákveði að ganga aftur. Fólkið verður síðan að fórna á gröfinni á hverju ári og halda henni í góðu horfi. Ef eitthvað kemur upp á í fjölskyldunni og farið er til spá- mannsins til að finna út orsök ógæfunnar gæti hann t.d. sagt: „Þú hefur ekki hugsað um gröfina, það er farið að vaxa tré á henni. Þess vegna er hann reiður þér“. Forfeðraöndunum er kennt um ógæfu fólks og hið illa. Þeir era fyrst og fremst illir og refsa fólki fyrir að brjóta lög þjóðflokksins. Fólkið talar um Meshe í eintölu sem er samheiti fyrir anda hinna dauðu. Talað er um hann sem ræn- ingja, morðingja, lygara og svik- ara. Fólkið hefur óljósa hugmynd um að til sé guð. Hann er fjarlægur en góður, e.t.v. skaparinn en hann skildi þá eftir og skiptir sér mjög lítið af þeim. Þeir vita ekki ástæð- una. Það er mjög alvarlegt og hættu- legt í augum Tsemaí-manna að leggja bölvun á fólk. Stundum hengja þeii’ upp skinnreimar í skóginum sem eiga að stöðva bölvunina. Þeir geta hengt ýmis- legt yfir kofadymar, t.d. plöntur, til að hindra að sjúkdómar fari inn eða að sjúkdómur mannsins, sem liggur dauðvona þar inni, fari út til annarra.“ Segið þið fólkinu að hægt sé að finna Guð? „Já, og það hlustar. Sumir hafa skilið að Guð hafi sent son sinn til að nálgast þá og hafa síðan eignast trú á Jesú og fundið út að þá losna þeir undan þessum siðum, sem era svo óskaplega harðir og fjötra þá. Þeir era fyrst og fremst hræddir við að leggja af siði sína. Það er mjög mikil samheldni í samfélag- inu. Fólkið gætir þess að farið sé eftir siðunum, annars kallar það bölvun yfir allt samfélagið í þorp- inu. Það er því ekki auðvelt að verða kristinn. Fólkið þarf tíma til að hugsa málið. Og jafnvel þótt ein- hver gerist kristinn þrýsta hinir á hann og reyna að fá hann til baka.“ Tókst ykkur að verða vinir þessa fólks? „Já. Við kynntumst fólkinu í þorpinu, sem við bjuggum í, mjög náið og þekktum næstum alla þar með nafni og einnig fólkið í þremur næstu þorpum. Við heimsóttum það tvisvar í mánuði í upphafi og fórum inn í hvern einasta kofa, heilsuðum upp á fólk og skoðuðum bömin þeirra með hjúkranarfræð- ingnum sem starfaði með okkur. Þetta samband við fólkið var mjög dýrmætt." Þau era sammála um að það hafi skipt miklu máli að þau gátu notað góðan tíma til að kynn- ast fólkinu. Valgerður: „Við voram með börnin okkar. Báðar dætur okkar vora með sítt hár. Fólk gat komið, setið og skoðað okkur, tekið á hári þeirra og á okkur. Á þennan hátt gafst okkur tækifæri til að kynnast fólkinu vel og það gat kynnst okkur. Þetta er yndislegt fólk.“ Miskunnarlaus trú Margir siðir Tsemaí-manna er grimmilegir og illskiljanlegir fólki á íslandi. Valgerður heldur áfram: „Tsemaí-menn deyða börnin sín ef þau fá fyrstu tönn í efri góm því að litið er á það sem merki frá forfeðr- unum um að bölvun hvíli á því. Ef slíkt bam er ekki borið út er talið að einhver bölvun komi yfir ættina. Sama gildir ef kona, sem er með bam á brjósti, verður ófrísk, þá verða bæði bömin að deyja, hið fædda og hið ófædda. Eg man sérstaklega þegar kom- ið var með litla stúlku, um eins árs gamla. Faðir hennar talaði við hjúkranarfræðinginn, sem starf- aði með okkur, og spurði hvort við gætum ekki tekið hana, hann gæti ekki hugsað sér að deyða hana. „Gerið hvað sem þið viljið til að bjarga henni en þið verðið að fara með hana héðan," sagði hann. Ástæðan var sú að móðir stúlkunnar hafði hana á brjósti en varð síðan ófrísk. Við höfðum stúlkuna á stöðinni í einn dag því að ferð var til Konsó daginn eftir og við ætluðum að nota ferðina. En þá komu öldungarnir úr þorp- inu þar sem stöðin er og sögðu við okkur: „Þið megið ekki hafa þessa stúlku hér! Þið verðið að fara með hana núna!“ Eg hef sjaldan séð ótta skína jafn sterkt úr augum fólksins." Þetta sýnir að fólkið gerir þetta af ótta, ekki með köldu blóði, því þykir alveg jafnvænt um bömin sín og okkur. Mörgum á Vesturlönd- um finnst þetta hræðilegt og spyrja: Hvernig getur fólk gert þetta? En það hefur reynt margt illt. Það era einhverjir andar þarna, andleg öfl sem era fólkinu raunveraleg. Fólkið býr við þræl- dóm undir þessum andaverum. Ef ungar stúlkur eignast börn áður en þær giftast, þá mega börn- in ekki lifa. Stúlkurnar, feður eða aðrir aðstandendur, komu oft með slík böm til okkar og báðu okkur um að taka þau. Það var mikilvægt að bömin færa úr héraðinu. Þess vegna hafði kirkjan samband við kirkjuna í nágrannaþjóðflokknum. Hún reyndi að finna kristnar fjöl- skyldur sem gátu tekið bömin að sér og það tókst. Þetta virðist hafa viðgengist frá gamalli tíð því að nokkur böm frá Voito búa á meðal Gawada-fólks- ins, sem er nágrannaþjóðflokkur Konsó-manna, náskyldur Tsemaí- mönnum. Fólkið gaf kaupmönnum stundum bömin sín og sagði við þá: „Þið megið eiga þetta barn en þið verðið að fara með það, og komið aldrei með það aftur. Fólkið reyndi því að komast hjá því að deyða bömin sín. Tsemaí-fólkið var þakklátt fyrir að við komum og bjuggum hjá því. Margir grétu þegar við fóram eftir fjögur ár. Það sýnir gildi þess að við bjuggum á meðal fólksins og gátum nálgast það á forsendum þess. Núna er Voito ekki eins og þegar við fluttum þangað. Kristniboðam- ir era ekki einir á ferð. Vegurinn hefur batnað og kaupmenn koma með brennivín og byssur en einnig fót. Þeir hafa áhrif á siði og menn- ingu fólksins. Drykkja hefur auk- ist, sala á byssum ýtir undir stríð við nágrannaþjóðflokka og ýmis- legt annað hefur breyst fyrir áhrif kaupmanna.“ Lifandi kirkja Nú, níu áram eftir að starfið hófst í Voito-dalnum, hefur verið byggð heilsugæslustöð og skóli. Færri ungböm deyja en áður og meðalaldur fólks hefur hækkað vegna bólusetningar og heilsu- gæslu kristniboðanna. Búið er að stofna söfnuð sem hefur áhuga á að ná til fleiri í þjóðflokknum. Flestir í söfnuðinum era ungt fólk. Eftir að hafa búið í fjögur ár á meðal Tsemaí-fólksins sneru Guð- laugur og Valgerður og fjölskylda heim til Islands og dvöldu þar í eitt ár áður en þau snera aftur til Eþíópíu. Þau reiknuðu með að setj- ast aftur að í Voito-dalnum. En kii’kjan kallaði Guðlaug til að verða fjármálastjóri og framkvæmda- stjóri lúthersku kirkjunnar í suð- vesturhluta landsins, en rúmlega 100.000 manns era í kirkjunni á því svæði. Það urðu þeim Guðlaugi og Valgerði mikil vonbrigði. Þetta tímabil varð mjög ólíkt hinum. Vinnuálag var oft mjög mikið. Vegna morðmáls vora allir leiðtogar kirkjunnar á þessu svæði að ósekju settir í fangelsi í nokkra mánuði og Guðlaugur var gerður að staðgengli forseta (e.k. biskupi) þessa starfs- svæðis kirkjunnar í viðbót við önnur störf! En þótt þau hjónin hafi sakn- að grasrótarstarfins í Voito fékk Guðlaugur að taka þátt í að móta og byggja upp nýtt starfssvæði (syn- ódu) í miklum vexti. Lútherska kirkjan í Eþíópíu vex um 20% á ári. Lykillinn að þessum mikla vexti eru virkir leikmenn og mikið bænastarf. Þetta er lifandi kirkja. I kyrraviku og í 13. mánuði ársins, sem í era aðeins fimm eða sex dagar í byrjun okkar septem- ber, kemur safnaðarfólk lúthersku kirkjunnar daglega saman til bæn- ar á milli kl. fimm og sjö á morgn- ana. Guðlaugur: „Valgerður fór með konu, sem var gestur hjá okkur, í kirkjuna þegar bænastundin stóð yfír. Það var hálfrökkur í kirkjunni þegar þær komu, aðeins kveikt á krossinum og fáeinum lömpum. Kirkjan virtist hálftóm en þær heyrðu klið og tóku allt í einu eftir því að kirkjan var full. Fólkið kraup í bæn við bekkina og allir báðu. Maðurinn, sem stjórnaði stundinni, las fáein ritningarorð og bar fram ákveðin bænarefni sem fólk bað svo fyrir. Á milli vora sungnir bænasöngvar. Mér er sem ég sæi fólk koma á slíka bæna- stund ef hún yrði auglýst í ein- hverjum söfnuði á íslandi. Menn eru sífellt á bæn. Þeir vita að hún virkar. Hún er tal við almáttugan Guð sem svarar." Fjölskyldulíf „Ef hægt er að tala um að eitt- hvað hafi verið erfitt,“ segir Val- gerður, „þá var það að þurfa að senda börnin okkar frá okkur á heimavist í höfuðborginni Addis Abeba. Á seinni árum hafa orðið breytingar og börnin fá námsvikur heima sem lengja fríin. Þetta gerði lífið miklu auðveldara. Börnum í 1.-3. bekk er nú eingöngu kennt heima. Þá útbýr skólinn kennsluá- ætlun og útvegar kennslugögn. Eg var því aðalkennari Gísla síðustu tvö ár. Það var mikil vinna. Bömin vora í skóla norska ki-istniboðssambandsins. Áður fyrr fór öll kennsla fram á norsku. Síðasthðin fimm ár voram við svo heppin að hafa íslenskan kennara á skólanum. Það var ekki verra að það var bróðir minn, frændi barn- anna.“ Hvaða áhrif hefur það haft á bömin að hafa alist upp í Afríku? Valgerður: „Eg held, eftir að hafa rætt við bömin mín og af minni eigin reynslu, að bömin séu ríkari af ýmiss konar reynslu. Þau hafa kynnst margs konar ólíkri menningu og kynnst lífi fólks sem býr við allt önnur kjör en fólk á ís- landi. Þau verða víðsýnni og geng- ur betur að umgangast fólk sem er af öðram uppruna en við.“ Hvernig er að vera komin heim? „Hjartað varð eftir í Eþíópíu!“ Um þetta era þau bæði sammála. Höfundur er kristniboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.