Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
íslenskir höfundar njóta
athygli í Þýskalandi
WOLFGANG Schiffer á
marga vini og sam-
starfsmenn hérlendis.
Honum hafa hlotnast
margvísleg verðlaun og viðurkenn-
ingar í Þýskalandi fyrir störf sín og
árið 1991 var hann sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
og árið 1994 hlaut hann menningar-
verðlaun Islandsbanka.
„Áhugi minn á Islandi og ís-
lenskum bókmenntum vaknaði
snemma,“ segir Wolfgang Schif-
fer. „I fyrstu beindist hann eink-
um að íslendingasögunum sem ég
las strax sem barn. Það varð fljót-
lega draumur minn að fara til Is-
lands þó að hann yrði ekki að
veruleika fyrr en í mars árið 1982.
Við hjá WDR höfðum þá nýlokið
við að hljóðrita leikrit Halldórs
Laxness Kristnihald undir Jökli
og var það gert í tilefni af áttatíu
ára afmasli hans. Mér fannst til-
valið að ræða við skáldið í tengsl-
um við flutning verksins. Eg skrif-
aði Halldóri bréf þar sem ég
óskaði eftir viðtali og fékk jákvætt
svar skömmu síðar.
Ég bjó á Hótel Borg en Halldór
ráðlagði mér að gista þar. Fyrsta
sólarhringinn varð ég fyrir ánægju-
legu menningarsjokki því þegar
líða tók á kvöld breyttist hótelið
skyndilega í diskótek þar sem ynd-
islegt fólk svolgraði í sig víni og tók
hamskiptum. Daginn eftir lenti ég í
snjóstormi þannig að þetta var allt
nokkuð framandlegt.
Ég fór að Gljúfrasteini, heimili
Halldórs og Auðar, þar sem var
tekið sérlega vel á móti mér með
góðum mat og víni. Undir löngu
borðhaldi töluðum við um allt milli
himins og jarðar; um Guð og ver-
öldina uns ég minnti Halldór á við-
Wolfgang Schiffer, rithöfundur og yfír-
maður leiklistardeildar WDR útvarps-
stöðvarinnar í Köln, hefur í samstarfí við
---7----------------------------------------
Islendinga lagt mikið af mörkum til að
vinna íslenskum bókmenntum og menn-
ingu brautargengi í Þýskalandi. Einar Orn
Gunnarsson hitti hann að máli.
talið. Hann bauð mér
þá upp í vinnustofu
sína þar sem hann fékk
sér vindil. Ég kveikti á
segulbandstækinu og
lagði fyrir hann spum-
ingar sem ég hafði
nefnt við hann áður.
Halldór var hvorki til-
búinn né viljugur til að
svara einni einustu
þeirra. Eina sem hraut
af vörum skáldsins
voru yfírlýsingar á
borð við: „Ég hef eng-
an áhuga á þessari
spurningu. Þetta er
eitthvað sem lesendur
verða sjálfir að
ákveða." Ovænt við-
brögð Halldórs komu ónotalega við
mig. Þegar samtalið hafði gengið
svona í rúmar tíu mínútur stakk ég
upp á að við hættum þessum þvætt-
ingi, færum niður og fengjum okk-
ur aðeins meira vín.“
inn kæri þýski félagi, það
er stórkostleg hugmynd,"
svaraði hann. Er líða tók á
nótt spurði hann mig hvað ég vissi
um Island, íslenska rithöfunda,
leikhúslíf í landinu og svo framveg-
is. Þar sem fátt var um
afgerandi svör bauðst
Halldór til að kynna
mig fyrir ungri konu
sem gæti upplýst mig
um þessa hluti. Hann
hringdi í Sigrúnu Val-
bergsdóttur sem stúd-
erað hafði í Köln og
skýrði henni frá því að
á heimili hans væri
Þjóðverji sem numið
hefði í sömu borg. Þá
nótt kom hún að
Gljúfrasteini, við
ræddum saman og hún
ók mér síðan til
Reykjavíkur.
A þeim tíma var
leikhúshátíð í Reykja-
vík þar sem ég kynntist fjölda fólks.
Það varð ekkert úr viðtali við Hall-
dór að þessu sinni. Ég ski-ifaði nið-
ur það sem hann sagði og hef haldið
því tO haga fyrir mig.
Einn dag hringdi síminn heima
hjá mér og á hinum endanum var
íslenskur maður, Franz Gíslason
sem þá var staddur í Berlín. Hann
sagðist hafa áhuga á að ræða við
mig yegna ferða minna og tengsla
við Island. Daginn eftir heimsótti
Ljósmynd/Anna Hallin
Wolfgang
Schiffer
hann mig og var það upphaf að
stórkostlegri vináttu. Franz vildi
meðal annars að við stuðluðum
saman að útbreiðslu íslenskra bók-
mennta í Þýskalandi.
Norrænar bókmenntir áttu
mjög erfitt uppdráttar á
tímabOi og voru sniðgengn-
ar af hinum almenna Þjóðverja eft-
ir síðari heimsstyrjöld þar sem nas-
istar höfðu notað menningu Norð-
urlandaþjóðanna til að vinna hug-
sjónum sínum fylgi.
Arið 1986 vann ég í samstarfi
við Franz og Sigurð A. Magnússpn
að þýðingu á nokkrum verkum Is-
lendinga sem gefin höfðu verið út
eftir heimsstyrjöldina síðari og
komu þær á bók. Við höfum síðan
unnið saman að margvíslegum
þýðingum til dæmis þýddum við
Franz Býr Islendingur hér, end-
urminningar Leifs Miiller, ljóð
Stefáns Harðar Grímssonar og
Snorra Hjartarsonar svo fátt eitt
sé nefnt.
Með þessu framtaki myndi ég
segja að við Franz og Sigðurður A.
höfum að vissu leyti opnað dyr til
inngöngu fyrir íslenska höfunda inn
í þýskan bókmenntaheim. Þegar
við vorum að stíga okkar fyrstu
skref í kynningu íslenskra bók-
mennta þá voru menn vantrúaðir á
famtakið en það viðhorf hefur
breyst gjörsamlega.
Þegar ég var á Islandi fyrir fá-
einum árum þá hringdi Auður til
mín og sagði að Halldór vildi fínna
mig. Ég fór að sjálfsögðu strax til
hans. Það var ánægjulegt að hitta
þau hjón en mér þótti sárt að verða
þess áskynja hve heilsu hans fór
hrakandi.
I það skiptið hvatti hann mig til
að gera íslenskri menningu enn
frekari skil og það hef ég gert síð-
am
I dag njóta íslenskir höfundar
töluverðrar athygli hér. Til að
mynda hafa verk Einars Kárason-
ar verið gefin út í Þýskalandi und-
anfarin sex ár og verið vel tekið.
Fyrst kom Djöflaeyjan en síðan
hafa þær komið út hver af annarri.
Englar alheimsins eftir Einar Má
var gefin út fyrir skömmu og fékk
fádæma góðar viðtökur. Það er þó
ekki fyrsta verk hans sem út kem-
ur á þýsku. Skáldverk þessa
tveggja höfunda eru ólík og erfitt
er að bera þau saman. Ég varð
þeirrar ánægju aðnjótandi að
kynna þá á vel heppnuðu upplestr-
arkvöldi í Köln. Gyrðir Elíasson er
mikið ljóðskáld en jafnframt góður
skáldsagnahöfundur. Hann hefur
fengið þýðingar á mörgum Ijóða
sinna birtar í tímaritum og blöðum.
Einnig hafa komið út í þýskalandi
Bréfbátarigningin og Svefnhjólið.
Matthías Johannessen hefur verið
gefin út í Þýskalandi. Ljóð hans
eru sérstök og fengu sérlega góðar
viðtökur. Ljóð Lindu Vilhjálms-
dóttur eru kraftmikil, myndræn og
litrík. Ég hef það á tilfinningunni
að Baldur Oskarsson sé ekki áber-
andi á Islandi en ljóð hans eru hríf-
andi.
Yið hjá WDR höfum flutt
nokkur íslensk leikrit. Að
mínu mati er útvarpsleikrit-
un á íslandi í lægð. Ég er ekki að
ásaka listamenn fyrir að vanrækja
formið. Með tuttugu og tveggja ára
reynslu að baki sem yfirmaður
leiklistardeildar útvarpsstöðvar þá
veit ég að þetta tengist ákvörðun
ákveðinna aðila. Ég held að það
eigi sér stað um alla Evrópu að yf-
irstjórnir vilja minnka svigrúm út-
varpsleikrita í dagskrárgerð þar
sem hlustun er ef til vill minni en
áður og flutningur leikrita er
kostnaðarsamur. En það má ekki
gleyma hve miklvægt er að þjóna
minnihlutahópum meðal áheyr-
enda.
Undanfarin þrjú ár hef ég ekki
rekist á nein athyglisverð íslensk
útvarpsleikrit en það væri ánægju-
legt ef gott verk ræki á fjörurnar.
Kirkjuvikur
í Skálholti
í SKÁLHOLTI eru um þessar
mundir haldnar hátíðlegar kirkju-
vikur í minningu Þorláks helga Þór-
hallssonar og Hildegard von Bingen.
Þetta er í fyrsta sinn sem viðlíka
dagskrá er haldin þar á þessum tíma
árs, að sögn séra Egils Hallgríms-
sonar, sóknarprests í Skálholti, sem
stendur að kirkjuvikunum ásamt
séra Sigurði Sigurðarsyni vígslu-
biskupi og Hilmari Erni Ágnarssyni,
organista og kórstjóra.
Séra Egill segir að mikill áhugi
hafi verið fyrir því í Skálholti að
setja saman dagskrá með tónlist,
umræðum og fyrirlestrum um trúar-
leg efni og að sú dagskrá hafí nú
tekið á sig mynd og hlotið yfirskrift-
ina Frá veturnóttum til jólaföstu.
„Við byrjuðum síðastliðinn sunnu-
dag með mikilli messu á allra heil-
agra messu og nú beinum við sjón-
um okkar að tveimur merkum per-
sónum úr kirkjusögunni, heilögum
Þorláki, verndardýrlingi okkar Is-
lendinga, og Hildegard von Bingen,
sem var þýsk nunna og var uppi á
svipuðum tíma,“ segir hann.
A fimmtudagskvöld var samkoma
í Skálholtskirkju tileinkuð Þorláki
helga Þórhallssyni, en á þessu ári
eru liðin 800 ár frá því að bein hans
voru grafin upp og hann lýstur helg-
ur maður af AJþingi. Þá flutti séra
Sigurður Sigurðarson erindi um
Þorlák, séra Jakob Rolland, prestur
í Kristskirkju, sagði frá Þorlákstíð-
um, séra Egill Hallgrímsson kynnti
táknmál steindu glugganna í Skál-
holtskirkju og Skálholtskórinn og
félagar úr Voces Thules sungu hluta
úr Þorlákstíðum í útsetningu Þor-
kels Sigurbjömssonar tónskálds.
í dag, sunnudag, kl. 11 verður
messað í Skálholtskirkju og sérstak-
lega minnst messudags heilags Mar-
teins, en messudagur hans er 11.
nóvember.
Þriðjudagskvöldið 10. nóvember
kl. 21 verður samkoma tileinkuð
Hildegard von Bingen. Hildur Há-
konardóttir veflistakona flytur er-
indi um myndmál Hildegard von
Bingen, Ingólfur Guðnason garð-
yrkjubóndi fjallar um Hildegard von
Bingen og lækningajurtir, séra Egill
Hallgrímsson talar um Hildegard
von Bingen og lækninga- og orku-
steina, Margrét Bóasdóttir söng-
kona syngur verk eftir Hildegard
von Bingen og Kammerkór Biskups-
tungna syngur forna kirkjutónlist.
Við hátíðarmessu í Skálholts-
kirkju sunnudaginn 15. nóvember
kl. 14, þar sem séra Egill Hallgríms-
son prédikar og séra Sigurður Sig-
urðarson þjónar fyrir altari, mun
Margrét Bóasdóttir einnig syngja
verk eftir Hildegard von Bingen, en
auk hennar syngur Skálholtskórinn
við messuna. Organisti er Hilmar
Örn Agnarsson. Kl. 16 sama dag
verða tónleikar 1 Skálholtskirkju,
þar sem danski miðaldatónlistarhóp-
urinn Alba flytur tónlist eftir Hild-
egard von Bingen.
Séra Egill telur að nútímamaður-
inn geti lært mikið af Þorláki helga
og Hildegard von Bingen. „Þetta
eru svo miklir fjársjóðir sem geta
auðgað okkar andlega lif á þessum
eyðimerkurtímum sem við lifum.
Miðaldimar eru á margan hátt mjög
gróskumikill tími og merkilegur,
gagnstætt því sem hefur verið hald-
ið að okkur,“ segir hann.
Ný hetja á gömlum grunni
ERLENDAR
BÆKUR
Spennusaga
„NIGHT PASSAGE“
eftir Robert B. Parker. Jove
Fiction 1998. 324 síður.
BANDARÍSKI spennusagna-
höfundurinn Robert B. Parker hef-
ur löngum verið talinn einna
fremstur í sínu fagi vestra. Hann
er einn af þeim sem skrifar í
glæpasagnahefð sem mótuð var
fyrr á öldinni af höfundum eins og
Raymond Chandler og Dashiell
Hammett: Parker skrifaði reyndar
framhald Chandlerssögunnar
Svefninn langi og hann lauk eitt
sinn við sögu sem Chandler skildi
eftir sig ókláraða og hlaut heitið
„Poodle Springs". Spenser heitir
einkaspæjarinn í bókum Parkers
og er karl í krapinu en um nýjustu
ævintýri hans má lesa í „Small
Vices“. Nýlega var „Night Passa-
ge“ gefin út í vasabroti en hún er
að sumu leyti betri kannski af því
Parker gefur Spenser gamla frí og
kynnir til sögunnar nýja spæjara-
hetju sem heitir Jesse Stone.
Nútímavestri
„Night Passage" er þrítugasta
skáldsaga Parkers. Hún kom fyrst
út í fyrrahaust og er einskonar nú-
tímavestri um drykkfelldan rann-
sóknarlögreglumann sem rekinn er
úr starfi í Los Angeles og er ráðinn
lögreglustjóri í smábænum Paradís
í Massaehusetts, en heiti bæjarins
er nokkuð villandi eins og síðar
kemur í ljós. Parker notar með
mjög viðunandi hætti
gömlu vestratugguna
um einfarann sem kem-
ur ríðandi á hesti sínum
inn í spillt bæjarfélag,
hristir upp í spill-
ingaröflunum og lætur
gott af sér leiða, yfir-
leitt einn og óstuddur,
og ríðm- síðan út í sól-
arlagið aftur. Hann
gerir ekkert nýtt með
hana enda hefur fáum
tekist það sem reynt
hafa hvort sem er í af-
þreyingarbókum eða
bíómyndum. Sumt í
sögunni má heita fullk-
lisjukennt, einkum það
sem snýr að lýsingu á bæjarbúum
háum sem lágum, og hún jaðrar við
að vera ótrúverðug undir lokin en
sagan h'ður vel áfram, er skemmti-
lega skrifuð með góðum húmor og
hin ánægjulegasta afþreying.
Jesse Stone er nútímakúreki
Parkers; það ætti ekki að koma á
óvart að einu bíómyndimar sem
honum líkar eru vestrar. Hann er
ráðinn lögreglustjóri Paradísar af
spillingaröflunum, sem treysta á að
hann sé á hraðri niðurleið sem
drykkjusvoli og skipti sér ekki af
þeirra myrkraverkum. Ástarlíf
Stones er í molum eftir að kærast-
an hans, sem langar að verða kvik-
myndaleikkona, tekur að soíá hjá
kvikmyndaframleiðanda. Það er
ein ástæða ræfilsháttarins og ein
ástæða þess að hann flytur frá Los
Angeles.
Sveitamenn
I Paradís kynnist hann fljótlega
annaiTÍ konu, sem gerir málið
dulítið flóknara því
það er ekki öll von úti
enn með hitt sam-
bandið og hann kynn-
ist öðmm og ekki eins
elskulegum íbúum
þar á meðal Jo Jo,
kraftalegu og
heimsku handbendi
þeirra sem ráða; Hat-
haway, sem á banka
og kynferðislega
brenglaða eiginkonu
auk þess sem hann
duflar við þjóðernis-
fasisma og er að
burðast við að koma
sér upp vopnaðri fylk-
ingu; Burke, spilltum
og sprengjuglöðum lögreglumanni
og einhverjum öðmm sem brátt
vilja Stone feigan.
Parker gefur sér góðan tíma til
að kynna hina nýju söguhetju sína
og virðist sjálfur nokkuð stoltur
af henni. Að vísu virðist Stone
fullöruggur með sig svona sem
hinn þögli Marlboro-maður og
virðist aldrei vera í neinni hættu
því smábæjarkrimmarnir eru
bara sveitamenn miðað við þá sem
hann er vanur að fást við í stór-
borginni. Þannig verður aldrei til
nein almennileg spenna enda Par-
ker sennilega ekki að fiska á
þeirri slóð. Miklu fremur að leika
sér með gamalt vestraminni,
furðufugla og ást, sem kannski er
viðbjargandi. Þótt hetjan hans sé
ný þá er hún byggð á gömlum og
traustum grunni amerísku saka-
málasögunnar og þess var að
vænta frá Robert B. Parker.
Arnaldur Indriðason
Robert B.
Parker