Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 31
erlend fataframleiðslufyrirtæki sem
við skiptum við til að koma hingað
og sýna framleiðslu sína. Þegar fyr-
irtækin koma hingað eru þau búin
að vera víða á vörusýningum í Evr-
ópu og enda hjá okkur. Fyrirtækin
vita því nákvæmlega hvað muni
verða framleitt af hverri vöruteg-
und. í stað þess að kaupa eingöngu
það sem við pöntum inn geta við-
skiptavinir okkar valið úr allri fram-
leiðslu viðkomandi fyrirtækis og
pantað eftir eigin höfði. Þetta var
alger nýjung hér á landi þegar
þetta byrjaði og mæltist vel fyrir.
Með þessum hætti störfum við eins
og innkaupahringur fyrir verslan-
irnar og fáum mjög gott verð.
Framleiðendumir senda vörumar
til okkar og við skiptum þeim upp á
milli verslananna og ábyrgjumst
greiðslur til framleiðenda. Við höld-
um vörusýningar tvisvar á ári.
Fyrst vorum við með sýningamar
hér í fyrirtækinu en nú leigjum við
okkur sal úti í bæ. Þá eram við
gjaman með tískusýningar og ýms-
ar aðrar uppákomur."
Þegar Kringlan fór á teikniborðið
var Heildverslun Ágústs Armann
eitt fyrsta fyrirtækið til að kaupa
sér þar verslunarrými. Keyptir
vom 400 fermetrar á annarri hæð-
inni. „Við byrjuðum þar með versl-
un sem hét Hjartað og seldi tísku-
fatnað en leigðum hluta rýmisins til
álnavöruverslunarinnar Virku,“
segir Arndís. „Verslunin Hjartað
gekk bærilega en það er tvennt
ólíkt að reka heildverslun og smá-
söluverslun. Við fjögur sem emm í
forsvari fyrir heildversluninni vor-
um þar í fullu starfi og tókum því þá
ákvörðun að bjóða okkar ágætu við-
skiptavinum að taka yfir rekstur
verslunarinnar sem endaði með því
að rýminu var skipt niður í fjórar
mismunandi rekstrareiningar.
Barnafataverslunina Hjartað, ung-
lingafataverslunina Mexx, undir-
fataverslunina Olympía, og sport-
vömverslunina Lífstíll. Þannig
leigðum við einingamar út. Fyrir
þrem ámm tókum við yfir rekstur
bamafataverslunarinnar og ég stýri
henni nú ásamt Margréti, dóttur
minni. Við breyttum búðinni og
skírðum hana upp á nýtt og nú heit-
ir hún Rollingar. Einnig stofnsett-
um við sportvömverslunina Mara-
þon. Hinar tvær einingamar leigj-
um við verslununum Villeroy og
Boeh og Olympíu"
Gott samstarf
systkina og maka
Ágúst segir að fyrir tveim ámm
hafi þau farið að flytja inn vömr frá
tveimur fyrirtækjum sem sérhæfa
sig í sölu til stórmarkaða. Þetta era
vörur eins og sokkar, nærföt og
ýmsir fylgihlutir sem seldar em á
standi. „Við eram með fólk í okkar
þjónustu sem fylgist vel með hvað
selst og bætir jafnóðum við vöram
sem vantar. Okkur finnst ánægju-
legt að stórmarkaðirnir sem áður
fluttu inn þessar vörar sjái að þessi
þjónusta okkar er mun hagkvæmari
kostur.“
Alls starfa nú í Heildverslun
Ágústs Armann tuttugu og fimm
manns og tíu manns vinna í verslun-
unum. „Við höfum verið mjög hepp-
in með starfsfólk og margt af því
hefur unnið við fyrirtækið í áratugi.
Án þess hefðum við ekki náð þeim
árangri sem fyrirtækið hefur náð til
þessa,“ segja þau. „Fyrirtækinu er
nú skipt niður í sex sjálfstæðar
söludeildir: Heimilisdeild, kvenfata-
deild, herradeild, bamadeild,
íþróttadeild og stórmarkaðsdeild.
Sérhæft fólk sér um deildimar og
er ábyrgt fyrir innkaupum, sölu,
birgðahaldi og íramlegð. Verslan-
imar era einnig sjálfstæðar rekstr-
areiningar. Heildarvelta fyrirtæks-
ins var á síðasta ári um sex hundrað
milljónir."
Ágúst segir að álnavaran hafi
verið þeirra stærsta söluvara en sé
nú á undanhaldi. Ástæðumar séu
einkum þær að íslensk fatafram-
leiðsla hafi dregist mjög saman,
einnig hafi heimasaumur minnkað.
Auk þess sé nú flutt inn mikið af
ódýram, tilbúnum fatnaði. í staðinn
hafi þau lagt meiri áherslu á gard-
ínuefni og alla almenna heimilisvöra
úr vefnaði. „Vefnaðarvaran er
gjaman prýdd mynstram sem við
hönnum sjálf en síðan látum við
ÍÞRÓTTAVÖRUR eru stór vöruflokkur hjá heildverslun Ágústs Ár-
mann. Hér er Halldór Jensson starfsmaður íþróttadeildar að störfum.
framleiða vörur úr efnunum víðs
vegar um heiminn. Við kaupum
einnig efni í einu landi og látum full-
vinna úr því í öðra landi, dæmi um
þetta eru tilbúnar gardínur. Við er-
um með viðskiptasambönd um allan
heim og verslum við fyrirtæki í yfir
þrjátíu löndum. Það má líka geta
þess að við flytjum út töluvert af
heimilisvöranni til Færeyja."
Heildverslun Ágústs Armann er
sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Frá
stofnun þess hefur ein fjölskylda
unnið þar saman að vexti og við-
gangi fyrirtækisins. „í þau ár sem
við höfum unnið við fyrirtækið hef-
ur mesta ánægjan verið fólgin í því
hve samstarfið milli okkar systkin-
anna og maka okkar hefur verið
gott,“ segja þau. „Við höfum verið
blessunarlega sammála um hvernig
við viljum standa að rekstrinum.
Auðvitað hefur okkur stundum
greint á um hvernig við viljum haga
hlutunum en ef einhver er ósam-
mála þá er fullt tillit tekið til hans.
Hvað viðvíkur heildverslun í okk-
ar grein er mat okkar að margir
möguleikar séu í framtíðinni. Þeir
felast meðal annars í því að við get-
um keypt inn miklu meira magn en
smásöluverslunin, fengið hagstæð-
ari flutningskjör og þar af leiðandi
boðið lægra vöraverð. Við getum
einnig verið með birgðahald fyrir
verslanirnar og við tökum þátt í að
auglýsa vöruna. En það er ljóst að
miklar breytingar eiga eftir að
verða í verslun í nánustu framtíð.
Verslunin hefur verið að færast á
færri hendur meðal annars með
sameiningu fyrirtækja. Við þetta
hafa einingamar orðið stærri og
betur undir það búnar að blása til
sóknar. Við fjögur þurfum því að
hugsa okkar gang; hvemig við ætl-
um að leiða fyrirtækið inn í nýja
öld.“