Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hiksti eða hjartaslag? Þegar 1. janúar árið 2000 gengur í garð segja flestir að ný öld og árþúsund hefjist þótt fræðimenn segi það rangt og vilji miða við 2001. En alvar- iegra er að margar tölvur hætta að virka eða munu haga sér rangt vegna galla í búnaði þeirra sem lengi hefur verið vitað um, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Aíleiðingarnar geta orðið margvíslegar og sumir óttast efna- hagshrun í heiminum. Aðrir segja að ranki menn almennt við sér í tæka tíð verði varla um meira en hiksta að ræða. EF VIÐ eigum ódýrt úr með dagatali getum við þurft að breyta tölunni í glugganum þegar mánuðurinn er ekki nema 30 dagar eða 28/29 dagar í febrúar. Þetta er lítið mál. Tölvuvandinn árið 2000 er miklu erfiðari og enn flækir það málið að árið er hlaupár. Samt er sami vandinn á ferð í einum skilningi, þetta snýst um kostnað. Urið er ódýrt en hver ör- gjörvi var svo dýr og plássfrekur fyrir einum eða tveim áratugum að menn létu freistast. Þeir ákváðu að nóg væri að sýna ártal með tveim síðustu tölunum, t.d. 86 í stað 1986 en þar sem nauðsynlegt reyndist að hafa fjórar tölur var alltaf gert ráð fyrir einum möguleika fremst, 19. Auk þess voru margir á því að tækin og hugbúnaðurinn myndu hvort sem er úreldast löngu fyrir aldamótin en raunin hefur oft orðið önnur. Þegar árið 2000 gengur í garð munu sumar eldri tölvur sem bún- ar eru einhvers konar dagatals- stýringu í stýrikerfi eða öðrum hugbúnaði því annaðhvort stöðvast eða gera ráð fyrir að árið 1900 sé hafið. Einnig getur verið að hún geri aðrar villur og trufli aðrar samtengdar tölvur. Svonefndir ívafðir hlutir (embedded systems) eru nú í fjölmörgum tólum og tækjum sem við notum, allt frá heimilistækjum yfír í kjarnorku- vopn. Tölvukubbar í tækjunum vinna oft á einhvern hátt með tíma. Er þá tímarás vafin inn í aðra virkni sem kubburinn kann að hafa. Nefna má sem dæmi að í einni Boeing-breið- þotu eru um 16.000 ívafshlutir. Áætlað er að um 25 milljarðar slíkra ívafshluta séu í heiminum og 1-3% bregðist. Valin var skammtímalausn á vandanum og má sjálfsagt lengi deila um það hvort menn hefðu átt að bíða þar til örgjörvar yrðu ódýr- ari eða velja í bili aðrar leiðir en tölvuvæðingu. Misjöfn viðbrögð Viðbrögð hér á landi við yfirvof- andi hættu hafa verið misjafnlega skjót. Reykjavíkurborg hefur þeg- ar keypt ráðgjöf og unnið verður Huga þarf vel að sjúkrahúsum NÝHERJI er eitt þeirra fyrirtækja sem boðið hafa upp á þjónustu vegna tölvu- vandans árið 2000. Er um að ræða ráðgjöf er skiptist í fimm þætti, þ.e. stöðumat, forgangsröðun, verk- áætlun, verkfram- kvæmd og endur- skoðun. Kannað er hvernig staðan sé varðandi starfs- mannamál en einnig viðskiptavini og birgja. Reykjavíkur- borg mun njóta ráð- gjafar fyrirtækisins vegna ársins 2000. Sérfræðingar segja að heimil- istölvur séu fæstar í hættu ef menn gæti þess að nota þær ekki yfir sjálf áramótin 1999-2000 og þótt einhver önnur tól daglega lífsins bregðist er varla mikil hætta á ferð. Ef til vill þurfa menn að að láta laga þau eða kaupa sé ný. Öðru máli gegnir um stórfyrir- tæki og stofnanir. Hvað er það sem á eftir að bregðast í daglegu lífi ef menn grípa þar ekki til við- eigandi ráðstafana eða gera mis- tök í undirbúningnum? „Við Islendingar erum að sumu leyti betur settir en marg- ar aðrar þjóðir,“ segir Hjalti Sölvason, stjórnandi fram- kvæmdasviðs Nýheija. „Lesta- kerfi erlendis eru t.d. byggð á dagsetningu og tíma og tímatöfl- ur mismunandi eftir því hvaða dagur er og hvaða árstíð. Þetta er því mjög flókið og kostar mikla vinnu að fara yfir þetta allt. Okkar samgöngukerfum er ekki stýrt á þennan veg með sjálfvirkum, tölvutækum hætti. Eg held að við stöndum líka betur að vígi í iðnaði en mörg önnur ríki. Við erum ekki með bíla- frainleiðslu og ekki með olíuvinnslu þar sem notaðar eru þús- undir af iðnstýritölv- um og kubbum. Margir af kubbunum á borpöllunum eru neðansjávar og því erfitt að komast að þeim. Það er ekki svona fiókin framleiðslu- stýring í fiskiðnaðinum hjá okk- ur. Margir sem eru hræddir við 2000-vandann myndu vilja vera hér með sína framleiðslu. Það sem er lífsnauðsynlegt fyr- ir okkur er að orka, hiti og þess háttar sé í lagi. Ef rafmagnið fer hjá mér í dag er það slæmt en ef það fer í miðri skurðaðgerð er það spurning um líf og dauða. Menn þurfa að vera mjög vel á verði gagnvart lækningatækjum, þar geta verið kubbar með tímarásum. Ef ekkert verður gert mun upplýsingakerfið í bráðamóttöku ekki virka. Þá yrði að handfæra upplýsingarnar. Lyfta gæti farið að hegða sér einkennilega, rjúka upp á efstu hæð eða niður í kjall- ara og festast þar. Loftræstikerfi sem eiga að tryggja ákveðið hita- stig á vissum tíma dagsins fara að veita of mikinn hita eða of lít- inn. Oft fylgir hugbúnaður rann- sóknatækjum og þótt tækið ráði við ártalsbreytinguna getur ver- ið að hugbúnaðurinn geri það ekki. Hann gæfi þá kannski rangar eða misvísandi upplýsing- ar, einnig gæti hann stöðvast. Tafirnar af þessum völdum gætu orsakað neyðarástand. Hvílir mikið á Landssímanum Það hvílir mikið á Landssím- anum. Fyrirtækið er móðir allra fjarskipta á landinu og því mikið undir starfsmönnum hans komið hvernig við komumst í gegnum þetta, einnig starfsmönnum Tals. Það dregur nokkuð úr hætt- unni að við erum með þráðlaus íjarskipti, GSM og NMT, og þótt einhveijar línur fari geta þessi tvö kerfi kannski virkað. I við- búnaði gegn náttúruhamförum er gert ráð fyrir því. En ekki má gleyma að eldri gerðir GPS-síma ráða ekki við breytingu sem verður í ágúst 1999. Þegar Bandaríkjamenn byggðu kerfið upp var miðað við líftíma sem er rúmlega þúsund vikur þannig að upp kemur vandi sem er hlið- stæður 2000-vandanum. Peningastreymið er mjög mik- ilvægt, allir bankarnir verða að geta átt samskipti um Reikni- stofu bankanna. Síðan er það íjárstreymið frá landinu og til þess frá erlendum bönkum. Ef einn hlekkur bregst stöðvast færslan og tjónið í peningum og óþægindin gætu orðið mikil. All- ir myndu fá greiðslur seinna en ella úr bönkum og öðrum stofn- unum.“ Morgunblaðið/Golli Hjalti Sölvason markvisst að því að greina vand- ann hjá ýmsum tæknistofnunum hennar, að sögn heimildarmanna. Aðrir telja að sveitarfélög með nokkur þúsund íbúa sitji flest eftir í undirbúningi. „Lítil og meðalstór sveitarfélög standa sennilega verst að vígi af öllum aðilum hér á landi,“ sagði einn. Oft er vandinn sá að ekki er neinn sérstakur embættismaður eða nefnd sem ber ábyrgð á málinu í litlu sveitarfélagi og sameining sveitarfélaga hefur hugsanlega orðið til þess að málið lenti milli stóla. Ljóst er að ekki eru nægilega margir tæknimenn hér landi til að bjarga málum í horn á síðustu stundu ef menn sofa of lengi á verðinum og hefjast ekki handa strax. Stórfyrirtæki hérlendis eru mörg vel á veg komin en mesta hættan á truflunum er talin vera í litlum fyrirtækjum. Einnig er sjáv- arútvegurinn lítt farinn að taka við sér. Kostnaðurinn vegna undirbún- ingsins getur orðið mikill og ljóst að hér sem annars staðar getur komið til skaðabótamála en slík málaferli eru þegar hafin í Bandaríkjunum. Fyrirtæki sem keypt hafa tölvubúnað telja sig ekki hafa fengið að vita um gall- ana á hugbúnaðinum eða tækjun- um og þess vegna eigi framleið- andinn að greiða kostnaðinn við lagfæringar eða kaup á nýjum búnaði. Framleiðendur segja á hinn bóginn að vandinn hafi verið ljós öllum sem hafi viljað vita af honum. Tryggingafélög hafa tekið þá afstöðu að 2000-vandamálið sé fyrirsjáanlegt. Varla geti verið um óvænta vá að ræða þar sem menn viti af erfiðleikunum með löngum fyrirvara. Þetta sé því á ábyrgð þeirra sem eigi og noti viðkomandi tæki og hugbúnað. Hvort þeir eiga einhvern rétt til bóta af hálfu framleiðenda er svo önnur saga en mörg slík mál eru þegar fyrir dómstólum í Banda- ríkjunum. Vandinn er alþjóðlegur vegna þess að svo margt í nútímafram- leiðslu og lífsháttum byggist á nettengingu yfir landamærin og heimshöfin. Nefna má fjármála- markaði, gasleiðslur, símakerfi. Bregðist orkan geta mannslíf verið í hættu á skurðstofum, loftræsting hættir að virka, lyftur geta stöðvast með sjúklinga og þannig mætti lengi telja. Kjarnorka, borpallar, markaðir Þrennt er það sem margir nefna þegar rætt er um hættulegustu hlutina. I fyrsta lagi er það tölvu- búnaður í kjarnorkuverum og vopnabúnaði Rússlands og annarra fyrrverandi sovétlýðvelda en einnig vesturveldanna. Enginn veit hvort hann stenst þessa raun. Og ruglast skipanir í vopnakerfinu þannig að flugskeyti ákveði að nú sé stundin runnin upp? Banda- ríkjamenn nota minna af svonefnd- um ívafshlutum í sínum vopnakerf- um en Rússar en eru samt í mikl- um vanda. Rússar eru varla byrjaðir að takast á við sinn, að sögn erlendra fjölmiðla enda efnahagurinn og stjórnkerfið í rúst og erfitt að sinna öðru en skammtímavanda. 1. janú- ar árið 2000 gætu þeir orðið að spyrja Bandaríkjamenn hvernig ástandið sé í rússnesku skotbyrgj- unum í von um að þeir hafi traust- ari upplýsingar. Annar vandi er á olíuborpöllum m.a. á Norðursjónum. Þar er mikið um flókin stýrikerfi vegna þess að pallarnir eru látnir hækka og lækka í samræmi við flóð og fjöru. Til þess þarf dælur sem búnar eru aragrúa örgjörva og ívöfðum hlut- um sem oft eru neðansjávar og jafnvel erfitt að komast að kerfun- um til að kanna hvort þau muni virka. Heimildarmenn segja aug- Ijóst að mengunarslys verði, spurn- ingin sé aðeins hve mörg og alvar- leg. Og hvað með fjármálaviðskiptin þar sem allt er orðið rafrænt og ekkert má út af bregða? Mikið er unnið í þeim efnum og menn segj- ast flestir vera bjartsýnir á að ekki verði mikil óhöpp. Stöku spámenn eru þó á öðru máli. Þannig segir Edward Yar- deni hjá fjármálafyrirtækinu Deutsche Morgan Grenfell að hann telji æ meiri líkur á hruni vegna þess að truflanir á upplýsingaflæð- inu verði svo miklar, þær muni hafa svipuð áhrif og olíuskorturinn um miðjan áttunda áratuginn. Hann segir að vandinn hafi einnig sýnt mönnum hve háð við séum forriturum og jafnframt hve „skap- andi og agalaus“ atvinnugrein for- ritun sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.