Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ
*44 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
VILHELMINA
THEODORA
TIJMSTRA LOFTSSON
+ Vilhelmína Theodora
Tijmstra Loftsson fæddist
26. janúar 1912 í borginni
Tijmahi á Jövu í Austur-Indíum.
Hún lést á öldrunardeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur 28.
október síðastliðinn og fór útför
hennar fram Fossvogskapellu 4.
nóvember.
Af barnabörnum Vilhelmínu
kem ég hvað síðastur í heiminn, og
er í rauninni aðeins nýbúinn að
kynnast henni, sem félaga. Hún
var nefnilega ekki þessi dæmi-
gerða amma sem tekur á móti
manni með kossum og knúsum og
súkkulaðimolum. Það ríkti viss
fjarlægð. Náin fjarlægð. Virðing.
Fyrst og fremst virðing í kringum
hennar líf og starf. Þannig kynntist
ég ömmu sem barn, úr fjarlægð
þar sem ég teygaði á andrúmsloft-
inu á Laugamesveginum. Það var
alltaf eins og að stíga inn í annan
heim að koma þar inn. Teppi sem
veggklæðning, ílát með dagblöðum
>í héngu uppi á vegg, krukkur með
öðruvísi mat voru hér og þar og
lykt af alls kyns tei og jurtum. Söl
sá ég fyrst á ævinni heima hjá
ömmu og lengi vel hvergi annars
staðar nema þar. Eg smakkaði það
sem smá strákur og datt ekki í hug
að þykja það vont, því þetta var svo
merkilegur matur. Minnir mig
alltaf á ömmu. Svo var það kjallar-
inn. „Má ég fara niður?“ spurði ég
lítill og prúður í hvert skipti sem
ég kom í heimsókn með foreldrum
mínum. Neðri hæðin var full af
DÓkum og tímaritum og gömlum
hlutum, þar sem ég fékk að grúska
og uppgötva. „Ertu búinn að þvo
þér um hendurnar?" svaraði hún
að bragði. Alltaf. Maður gekk alltaf
af virðingu um eigm- ömmu. Það
var lykillinn að hennar lífi. Hún
kenndi mér að fletta bókunum sín-
um, á hominu, svo að ekki kæmi
UTFARARSTOFA
OSWALDS
simi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK |
LÍK KISTUVIN N USTO FA
EYYÍNDAR ÁRNASONAR l
Utfararstofa
FIAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áratöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
krumpa. Enn í dag fletti ég mínum
eigin bókum eins og amma kenndi
mér, - af alúð. Eg bý einnig að
þeim forréttindum að hafa fengið
að hjálpa ömmu að flokka og
sortera bókasafnið hennar og kom-
ast þannig í kynni við heilan heim
af vísdómi írá fyrstu hendi, án þess
að neinu væri troðið í mig. Með
barnslegri undrun virti ég hvert
tímarit fyrir mér sem ég handlék á
meðan ég flokkaði fyrst í áratugi,
svo ár og loks í tímaröð. Hálf öld af
samfelldri áskrift. Virðing. Upplif-
un. Hún var svo mikill grúskari,
alltaf að gera eitthvað, læra eitt-
hvað, og átti mikið safn af sér-
kennilegum munum. Það var alltaf
jafn spennandi og lifandi að koma í
heimsókn. Þessi karakter hélst í
gegnum allt sem hún gerði. Eg
man eftir jólagjöfunum hennar.
Þær voru ekki aðkeyptar í jóla-
vertíðinni. Nei. Þær voru „lifaðar"
og sögðu nána sögu af menningu
þjóða og tengslum hennar sjálfrar
við fjarlæga heima. Eg held mikið
upp á keramikskel eina djúpgræna
sem til siðs var að hengja upp ofan
til við útidyr húsa á Spáni til merk-
is um að pílagrímar mættu þar inni
eiga von á súpu og næturskjóli.
Þannig birtist hlýleiki ömmu,
gagnvart öðru fólki, viska hennar
og lífsreynsla svo og virðing henn-
ar gagnvart mér til að skilja svo
djúpa gjöf. Amma var ekki vön að
opna sig mjög tilfínningalega, en
alúðin var mikil og hún leitaðist
stöðugt við að koma fram við okkur
barnabörnin sem þroskaða ein-
staklinga og gerði allt til að styrkja
okkur til mennta. Hún hafði mik-
inn metnað fyrir okkar hönd og
gladdist innilega þegar vel gekk.
Hennar umhyggja birtist helst
þannig, á praktískan hátt, í verki
og sönnum áhuga á framgangi okk-
ar barnabamanna.
Ég var svo heppinn fyrir um 15
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
ámm að fá að heimsækja hana með
foreldrum mínum til Spánar, þar
sem hún bjó um tíma með móður
sinni. Ég virti hana fyrir mér úr
fjarska, tala erlend mál, lifa er-
lendu lífí. ,Amma, hvað talarðu
eiginlega mörg tungumál?" spurði
ég fullur aðdáunar er ég fylgdist
með henni sinna erindum úti á
götu. Hún var mikill leyndardómm’
fyrir mér. Var hún virkilega hol-
lensk? Hún var hógværðin upp-
máluð og gerði lítið úr, en hvatti
mig jafnframt til að ferðast og
skoða lífið sjálfur, læra tungumálin
og vera eins og innfæddur. Það
hefur blundað í mér síðan í öllu
mínu námi og ferðalögum, og hefur
mótað mig mikið sem persónu.
Sem barn kynntist ég henni ekki
mjög persónulega. Það var ekki
fyrr en ég var farinn að horfa á lífið
með eigin augum, farinn að feta
mína menntabraut, sem ég fór að
leita til hennar, gera henni smá
viðvik, og spjalla yfir tebolla í
björtu íbúðinni uppi á tíundu hæð.
Með aldrinum sá ég betur og betur
að hún var djásn þessi kona og ég
einsetti mér að rækta hana vel.
Þrátt fyrir mikil ferðalög hjá mér
og veikindi hjá henni þá eigum við
ótal stundir að baki saman í
íbúðinni þar sem við sötruðum te
og nutum þess að spjalla um menn-
ingu þjóðanna, líf og listir. „Er það
ekki merkilegt!“ sagði hún af inni-
legri gleði eins og lítil stelpa sem
var að uppgötva lífið upp á nýtt. Og
þannig kom maður í heimsókn til
ömmu upp á Aflagrandann, passaði
upp á að hafa alltaf frá einhverju
að segja, helst eitthvað óvenjulegt,
eitthvað nýtt. Það kunni hún best
að meta. Hún var líka svo natin við
að finna einhverjar sögur úr eigin
lífsreynslusjóði til samanburðar við
það sem maður hafði fram að færa
og gjarnan veltum við fyrir okkur
menningu þjóðanna, hvað lífið væri
nú skrítið og athyglisvert hér og
þar. Við deildum áhugamálum sem
voru ótæmandi mörg. En loks þeg-
ar ég var farinn að kynnast henni
ömmu minni fyrir alvöru gerðist
það óumflýjanlega, að henni fór að
forlast hugsunin og elliþreytan
færðist yfir. En við héldum áfram
að eiga góðar stundir á spítalanum.
Betri en áður.
Nú er hún farin, ættmóðirin, og
eftir situr meira en minning. Hún
var lífsreynsla sem maður er sífellt
að grípa til. Fyrir vikið hefur mér
aldrei þótt skelfileg tilhugsun að
eldast. Satt að segja er það visst
tilhlökkunarefni. Eg get hlustað á
Megas þegar ég er sjötíu ára, byrj-
að að læra dönsku áttatíu ára og
fengið bömin og bamabörnin í te
til að rifja upp hafsjó af minning-
um. Síðan getur maður haldið
áfram að undrast langt fram eftir
aldri. Þannig var hún amma.
Þorsteinn Guðni
Berghreinsson.
t
Ástkær eiginmaður minn,
INGÓLFUR ÞORSTEINSSON,
Vatnsholti 2,
lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur föstudaginn 6. nóvember.
Vilborg Vilhjálmsdóttir.
t
Elskuleg sambýliskona, móðir, amma og
systir,
ÞÓRUNN SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
Laufásvegi 5,
Reykjavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn
30. okt., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 9. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrír hönd aðstandenda,
Haraldur Torfason,
Sigurborg Matthíasdóttir.
FRÉTTIR
LAUGARDAGINN 3. október 1998 vom útskrlfaðir 27 rafvirkjar, þar
af ein kona og er hún sjötta konan í rafvirkjastéttina, en konur eru
aðeins 0,15% af rafvirkjum.
ÚTSKRIFAÐIR voru 26 rafeindavirkjar.
ÚTSKRIFAÐIR voru 5 símsmiðir.
Utskrift
rafiðnaðarsveina
RAFIÐNAÐARSAMBAND ís-
lands, Landssamband íslenskra
rafverktaka og Rafíðnaðarskól-
inn bjóða nýsveinum í rafiðn-
greinum til útskriftarveislu
tvisvar á ári.
Sú hefð hefur skapast að
sveinafélögin í viðkomandi
grein veiti viðurkenningar fyrir
bestan árangur í verklegum
greinum. Rafiðnaðarskólinn
fyrir bestan árangur í bókleg-
um greinum og meistarafélögin
fyrir bestan árangur í saman-
lögðum árangri á sveinsprófí.
Námstefnan Starfs-
þróun á 21. öldinni
GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ís-
lands (GSFÍ) heldur námstefnuna
Starfsþróun á 21. öldinni - Deilum
ábyrgð og ávinningi, miðvikudaginn
11. nóvember á Hótel Loftleiðum kl.
12.30-16.30. Námstefnan er hluti af
evrópskri gæðaviku sem GSFI
skipuleggur aðra vikuna í nóvem-
ber.
A námstefnunni munu innlendir
stjórnendur og ráðgjafar miðla af
reynslu sinni og þekkingu. Komið
verður inn á ýmsar samviskuspurn-
ingar sem aðilar vinnumarkaðarins,
jafnt stjórnendur sem aðrir einstak-
lingar, þurfa að spyrja sig. Fjallað
verður um breytingar í nútíð og
framtíð sem kalla enn frekar á
markvissa og meðvitaða stefnumót-
un í starfsþróunar- og símenntunar-
málum fyrirtækja. Jafnframt verð-
ur skilgreint hvað menning fyrir-
tækis er og lýst mismunandi menn-
ingarheildum í ólíkum fyrirtækjum.
Komið verður inn á áhrif og af-
leiðingar mismunandi menningar í
fyrirtækjum. Stuðst verður við inn-
lend og erlend dæmi. Jafnframt
verður rætt um ábyrgð og ávinning
fyrii'tækisins og einstaklingsins í
starfsþróunar og menntunarmálum.
Hansína B. Einarsdóttir mun
fjalla um geymsluþol menntunar og
síbreytilegar þarfir vinnumarkaðar
á 21. öldinni. Una Eyþórsdóttir og
Ingibjörg Jónasdóttir munu ræða
um starfsþróun undir yfirskriftinni
„Starfsþróun - kenning eða raun-
veruleiki?" Halla Tómasdóttir mun
fjalla um menningu fyrirtækja og
áhrif og afleiðingar á starfsþróun,
Asmundur Stefánsson um ábyrgð
fyrirtækisins í starfsþróunarmálum
og Sigþrúður Guðmundsdóttir um
ábyrgð einstaklingsins undir yfir-
skriftinni „Ætlar þú að lenda í úr-
eldingu? - Að vekja fólk til ábyrgð-
ar“.
Nánari upplýsingar um nám-
stefnuna fást á skrifstofu GSFÍ.
------------------
Y ef-Þj 6 ð vilj inn
með nýja slóð
VEFÞJÓÐVILJINN er kominn
með nýja slóð á vefnum. Nýja slóðin
er www.andriki.is
Vef-Þjóðviljinn kemur út á hverj-
um degi á heimasíðu Andríkis. Þar
eru fréttir og skoðanaskipti um
stjóramál og ýmis önnur þjóðmál.
Vef-Þjóðviljinn hóf göngu sína 24.
janúar 1997 og var fyrsta veftíma-
ritið á íslandi sem hóf daglega út-
gáfu, segir í fréttatilkynningu.
Andríki, útgefandi VÞ, er félag
áhugafólks um stjórnmál. Félagið
er óháð stjórnmálaflokkunum.