Morgunblaðið - 08.11.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tékkneskt
tónaflóð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FÓLKIÐ sem flytja mun tékkneska tónlist í Bústaða kirkju í kvöld.
TÉKKNESK kammertónlist verð-
ur í brennidepli á tónleikum sem
haldnir verða í Bústaðakirkju í
kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30.
Flutt verða verk eftir þrjú af helstu
tónskáldum Tékka, Martinu,
Dvorák og Janácek.
Eydís Franzdóttir óbóleikari,
sem er hvatamaður að tónleikunum,
segir þá hafa verið á döfinni í fjögur
ár, eða frá því hún kom heim frá
Tékklandi, þar sem hún starfaði um
tveggja ára skeið í útvarps-
hljómsveitinni í Pilzen. ,Allar götur
síðan hefur mig dreymt um að efna
til tónleika með tékkneskri tónlist
hér heima og nú er sá draumur að
rætast. Það er synd að þessi tónlist
skuli ekki heyrast oftar á tónleikum
á Islandi því tékknesk tónskáld eiga
hér marga aðdáendur - vonandi
kveikir þetta í fólki.“
Flutt verða tvö verk eftir
Bohuslav Martinu, Fjórir Madrigal-
ar fyrir óbó, klarínett og fagott og
Sextett fyrir blásara og píanó. Að
sögn Eydísar er hér um afar ólíkar
tónsmíðar að ræða, þótt bæði séu
verkin frá Parísarárum Martinus.
„í París kynntist Martinu ýmsum
straumum og stefnum í tónlist sem
höfðu áhrif á hann, meðal annars
Gjörningur
á Kjarvals-
stöðum
HALLDÓR Ásgeirsson mynd-
listarmaður og Snorri Sigfús
Birgisson, tónskáld og píanó-
leikari, fremja gjörning í dag
kl. 17, í tengslum við sýningu
sem fléttar saman tvær list-
greinar, myndlist og tónlist, á
Kjarvalsstöðum.
Halldór og Snorri Sigfús
vinna þannig saman, að þessar
tvær listgreinar móta hvor
aðra, en eiga sér þó sjálfstætt
líf innan heildarinnar og utan.
Verkinu er komið fyrir í
miðrými og utandyra við Kjar-
valsstaði, en á meðan á sýning-
artimanum stendur mun það
taka breytingum, þegar gjörn-
ingur Halldórs myndar sam-
hljóm með frumsaminni tónlist
Snorra, Portrett nr. 1-7.
djassinum, eins og glöggt má heyra
í Sextettinum. í raun undirstrika
þessi tvö verk fjölhæfni Martinus
sem tónskálds."
Sonur slátrarans
Antonin Dvorák átti að verða
slátrari. Faðir hans rak kjötverslun
í litlum bæ skammt frá Prag og þar
sem Dvorák var elstur sona hans
var honum ætlað að taka við rekstr-
inum. Svo varð ekki, „sem betur
fer,“ segir Eydís. Dvorák sneri sér
þess í stað að tónlistinni, fyrst að
hljóðfæraleik og svo tónsmíðum.
„Fyrst um sinn samdi hann tónlist í
laumi og það var eiginlega ekki fyrr
en eftir að hann kynntist Smetana
og fór að vinna meira út frá tékk-
neskum þjóðlögum að hann hlaut
hljómgrunn. Það var svo Brahms
sem uppgötvaði hann i tónsmíða-
keppni í Austurríki árið 1875. Með
þeim tókust vinsemdir og Brahms
aðstoðaði Dvorák við að koma sér á
framfæri."
Biblíusöngvana fyrir sópran og
píanó, sem fluttir verða á tónleikun-
um, samdi Dvorák meðan hann
gegndi rektorsstöðu við tónlistar-
háskólann í New York. Eru söngvar
þessir þrungnir tilfinningum enda
Alla sunnudaga kl. 16 er
leiðsögn um sýningarnar þrjár
sem nú standa yfir á Kjarvals-
stöðum; Northem Factor, ný
samdir til minningar um nokkra
vini tónskáldsins, auk þess sem fað-
ir þess lá fyrir dauðanum á þessum
tíma. „Biblíusöngvarnir eru með því
fallegasta sem Dvorák samdi um
dagana!"
Martinu var hringjarasonur og
Dvorák slátrarasonur. Leos
Janácek var aftur á móti af tónlist-
arfólki kominn. 11 ára gamall var
hann sendur í klausturskóla í
Moróvu, þar sem hann hlaut sína
undirstöðumenntun, með
höfuðáherslu á söng. Síðar setti
hann á laggirnar orgelskóla í Bru-
nau, þar sem hann var mjög virkur í
tónlistarlífinu.
Janácek er þekktastur fyrir óper-
ur sínar, þykir eitt heista
kynslóð í norrænni bygginga-
list, færeysk samtímalist og
sýningin myndlist/tónlist.
óperutónskáld tuttugustu aldarinn-
ar, en samdi einnig fjölda kammer-
verka. Sextettinn Æsku, sem leik-
inn verður í Bústaðakirkju, samdi
Janácek árið sem hann varð sjötug-
ur. Rifjar hann þar upp atburði úr
æsku sinni. Segir Eydís verkið
ákaflega fallegt en snúið í flutningi.
Flytjendur á tónleikunum verða,
auk Eydísar, Þórunn Guðmunds-
dóttir sópransöngkona, Valgerður
Andrésdóttir píanóleikari, Hallfríð-
ur Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann
Helgason klarínettuleikari, Kjartan
Óskarsson bassaklarínettuleikari,
Anna Sigurbjörnsdóttir hornleikari,
Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott-
leikari og Rúnar Vilbergsson
fagottleikari.
Norræn bóka-
safnsvika
NORRÆNU félögin og Kynning-
arfélag bókasafna á Norðurlöndum,
ásamt Eystrasaltslöndunum, standa
að norrænni bókasafnsviku sem ber
yfirskriftina I ljósaskiptunum. Bóka-
safnsvikan stendur frá 9.-15. nóvem-
ber.
Yfirskrift verkefnisins er
„Norræn fyndni“ og er markmið
þess að kynna sameiginlega norræna
fyndni sem birtist í bókmenntum
okkar og frásagnarlist. Sameiginleg
opnunaruppákoma verður á öllum
Norðurlöndunum. Slökkt verður á
rafmagnsljósum, en um leið tendrað
á kertum, og lesinn sami texti á
sama tíma, alls staðar hjá velflestum
þátttökusöfnum, mánudaginn 9.
nóvember. Á íslandi verður opnun-
ardagskráin kl. 18. Þá verður lesið
upp úr skáldsögu Frans G. Bengts-
son, Ormur rauði.
Auk 1.000 norrænna bókasafna
taka 38 bókasöfn í Eystrasaltsríkj-
unum þátt. Þangað fer skemmti-
krafturinn íslenski, Skari skrípó,
sem fulltrúi norrænnai- fyndni.
Hver deyr
flottast?
í Iðnó
HVER deyr flottast?, er yfir-
skrift Leikhússports, keppni í
spuna, í Iðnó næstkomandi
mánudag kl. 20.30, en leikhús-
sport verður í Iðnó annan
hvern mánudag.
í leikhússporti spila leikarar
og áhorfendur stóran þátt í
sýningunni og geta haft áhrif á
útkomu keppninnar. Áhorfend-
ur eru leikstjórinn og keppend-
umir skrifa handritið jafnóð-
um. Keppnin byggir á sömu
lögmálum og bamaleikurinn
„Hver deyr flottast?" Kepp-
endum í leikhússporti er skipt í
tvö lið sem dæmdir em af
áhorfendum og þremur dómur-
um sem veita stig fyrir
frammistöðuna. Gjaman em
þekktar persónur úr þjóðlífinu
í hópi keppenda. Keppendur
reyna svo eftir megni að ganga
í augun á dómuram með því að
„deyja sem flottast" eða leysa
úr þeim aðstæðum sem áhorf-
endur leggja fyrir þá. Leikhús-
sport gengur því út á frjóa og
snögga hugsun.
Miðaverð er 1.000 kr.
Hans Christi-
ansen sýnir
á Selfossi
Selfoss. Morgimblaðið.
HANS Christiansen opnaði
sýningu í Gallerí Garði á Sel-
fossi, föstudaginn 5. nóvember.
Hans er
fæddur í
Hveragerði
árið 1937 og
hefur starfað
við kennslu.
Hans hefur
sótt námskeið
í Myndlistar-
skóla Reykja-
Hans víkur, Mynd-
Christiansen lista- Og
handíðaskól-
anum og einnig í Akademiet
for fri og merkantil Kunst í
Kaupmannahöfn.
Hans hefur haldið rúmlega
30 einkasýningar og einnig
tekið þátt í samsýningum.
Hans starfrækir nú gallerí á
heimili sínu, Breiðumörk 8 í
Hveragerði. Sýning Hans
Christiansen í Galleríi Garði
stendur yfir til 26. nóvember.
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson
FRÁ sýningu, sem fléttar saman tvær listgreinar: myndlist/tdnlist, á
Kjarvalsstöðum.
Nonæn
hvað ei nú það?
Verið velkomin á Norræna bókasainaviku
sem hefst mánudaginn 9. nóvember kl. 18:00.
-
Kynnið ykkur dagskrá vikunnar
á næsta bókasafni.
Velkomin á bókasafnið
Amtbókasafnið á Akureyri
Amtbókasafnið á Stykkishólmi
Borgarbókasafii Reykjavíkur
Aðalsafn
Bústaðasafn
Gerðuberg
Seljasafn
Sólheimasafn
Bamaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Bókasafii Bessastaðahrepps
Bókasafh Bolungarvíkur
Bókasafn Eyrarsveitar
Bókasafn Fjölbrautarskólans v/Ármúla
Bókasafh Suðurhlíðaskóla
Bókasafh Flataskóla
Bókasafn Glerárskóla
Bókasafn Grunnskólans í Ólafevík
Bókasafn HafnarQarðar
Bókasafn Héraðsbúa, Laufekógum
Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kvennaskólans í Reykjavík
Bókasafh Laugagerðisskóla
Bókasafn Seltjamamess
Bókasaíh Setbergsskóla
Bókasafn Verslunarskóla íslands
Bókasafh Vestraannaeyja
Bókasafh Þorlákshafnar
Bæjar- og faéraðsbókasafnið á Akranesi
Bæjar- og héraðsbókasafnið á ísafirði
Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi
Ártúnsskóli
Grunnskólinn á Blönduósi
Héraðsbókasafn Austur Skaftafellssýslu
Héraðsbókasafh Kjósarsýslu
Héraðsbókásafin Rangæinga
Menntaskólinn v/Suhd
Skólabókasafh Austurbæjarskóla
Skólabókasafh Fellaskóla
Skólabókasafn Varmalandsskóla
Skólasafn Hvassaleitisskóla
Skólasafn Valsársskóla