Morgunblaðið - 08.11.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 08.11.1998, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ s Verðlaun í bíóleik í TILEFNI af frumsýningu The Truman Show stóðu Morg- unblaðið á Netinu og Bylgjan og Laugarásbíó íyrir leik á mbl.is á dögunum. Þátttakendur í leikn- um gátu svarað spurningum sjálfir á mbl.is eða með aðstoð Erlu Friðgeirsdóttur í beinni útsendingu á Bylgjunni. Þátt- taka var mikil og bárust mbl.is 11.320 rétt svör við spurningun- um átta. Vinningarnir í leiknum voru ekki af verri endanum. 100 manns fengu miða fyrir tvo á myndina og hefur þegar verið haft samband við þá. Aðalvinn- ingarnir í leiknum voru tvö 29 tommu sjónvarpstæki frá Japis. A myndinni eru aðalvinnings- hafamir tveir yst hvorum meg- in, Pétur Riehter vinstra megin, en Sverrir Jónsson hægra meg- in. A milli þeirra eru Hallgrímur Halidórsson, verslunarstjóri í Japis, Erla Friðgeirsdóttir á Bylgjunni og Magnús Geir Gunnarsson Laugarásbíói. Auk sjónvarpstækjanna hlutu aðal- vinningshafarnir árs áskrift að Bíórásinni frá íslenska útvarps- félaginu. FÓLK í FRÉTTUM Nýjar áherslur SHARON Stone á frum- sýningu nýjustu myndar sinnar, „The Mighty“. ►SHARON Stone hefur snúið við blaðinu. Nú vill hún ekki að fólk sjái sig sem metnaðar- gjama leikkonu sem geri nánast hvað sem er fyrir sviðsljósið. Hún lætur eiginmanninn Phil Bronstein, sem er blaðamaður, fá það óþvegið þegar fjölmiðla ber á góma, en leikkonan er orðin langþreytt á íjölrniðlaum- íjöllun um sig. Stone segist vera mjög trú- uð, og segir að trúin sé ástæð an fyrir velgengni hennar og ánægju með lífið þessa dag- ana. Fæstir vita eflaust að Stone biðst. gjarnan fyrir þegar hún er við upptök- ur mynda sinna, en leik- konan segir að það hafi aldrei staðið henni fyrir þrifum. Nýjasta mynd leikkonunnar, „The Mighty“ fær góða dóma vestanhafs, og segir Stone að nú leggi hún áherslu á að fá góð hlutverk í niyndum sem skipta máli. MYNPBONP________ Gereyðingarótti undir aldamót Harður árekstur (Deep Impact)______________ Stórslysamynil ★★★ Framleiðsla: Richard D. Zanuck og David Brown. Leikstjórn: Mimi Leder. Handrit: Bruce Joel Rubin og Michael Tolkin. Kvikmyndataka: Dietrich Lohman. Tónlist: James Horner. Aðal- hlutverk: Tea Leoni, Robert Duvall og Morgan Freeman. 120 mín. Banda- rísk. CIC myndbönd, október 1998. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. BÍÓSUMARIÐ síðasta einkenndist öðru fremur af myndum um mann- kynið frammi íyrir hrikalegum vandamálum eins og gereyðingu lífs á jörðu, o.s.frv. „Deep Impact“ er betri myndin af tveimur sem fjalla um sama hlutinn: risastóran loftstein sem stefnir á Jörðu, áhrif hættunnar á Jarðarbúa og tilraunir geimfara til að sprengja hann í loft upp. Myndin er byggð upp á svipað- an hátt og hin stór- fenglega „Indepen- dence Day“, nema húmomum er sleppt í uppskrift- inni. Fjöldi persóna kemur við sögu og megináhersla er lögð á að kynna þær og að flétta ólíka þræði sögunnar sem best. Talsvert er lagt á frábæra leikara myndarinnar sem standa sig með prýði. Frekar en að beita röð innantómra hetjufor- múlna, eins og gert var í hinni loffc- steinamynd sumarsins ,Arma- geddon", reiðir Leder sig á mannleg- ar tilfinningar og hugleiðingar um raunveruleg viðbrögð fólks við hættu af þessu tagi. Mimi Leder er ein af örfáum kvenleikstjórum stórmynda í Hollywood í dag, en hún á einnig að baki hina ágætu spennumynd „The Peacemaker“. Hún festir sig eflaust frekar í sessi með þessari mynd og spennandi er að sjá hvað hún sendir frá sér næst. Guðmundur Asgeirsson Lange og Hopkins í Títusi JESSICA Lange og Ant- hony Hopkins eru á Ítalíu við tökur á kvikmynd eftir leikriti Shakespe- ares, Títus Andró- nikus. Leikstjóri er Julie Taymor. Hún leikstýrði Konungi dýranna eða The Lion King á Broadway sem ein- okaði Tony-verðlaunin í vetur. Alan Cumming fer einnig með hlutverk i myndinni en hann fékk Tony-verðlaun fyrir frammistöðu sína í leikrit- inu Kabarett. Þetta er fyrsta kvikmynd Taymor sem hefur áður leikstýrt Títusi utan Broadway. Góð myndbönd Það gerist ekki betra (As Good As It Gets) ★★★ Leikstjórinn James L. Brooks teflir hér fram mynd sem þrátt fyrir mis- fellur er bráðfyndin og morandi af ógleymanlegum augnablikum. Jack Nicholson nýtur hvers augnabliks í hlutverki hins viðskotailla Melvins. Líf mitt í bleiku (Ma vie en rose) ★★★ Saga drengs sem fordæmdur er af umhverfinu fyrir að hegða sér eins og stúlka. Myndin tekur hæfilega á viðfangsefninu, veltir upp spuming- um en sest ekki í dómarasætið. Aðal- leikarinn skapar áhugaverða per- sónu í áhugaverðri kvikmynd. Geimgaurinn (Rocket Man) ★★★ Geimgaurinn er skemmtilegur Disn- ey-smellur sem höfðar til bama og fullorðinna. Klassísk gamanfrásögn með vísun í klisjur og ævintýri kvik- myndasögunnar. Harland Williams fleytir myndinni ömgglega í gegnum alls kyns vitleysu og niðurstaðan er sprenghlægileg. Titanic ★★★★ Með því að fylgja sannfæringu sinni hefur James Cameron blásið ' lífi og krafti í Titanic-goðsöguna í sannkallaðri stórmynd. Framúrskar- andi tæknivinnsla og dramatísk yfir- vegun í skipsskaðanum gera mynd- ina að ógleymanlegum sorgarleik sem myndar samspil við ljúfsára ást- arsöguna. Vonir og væntingar (Great Expectations) ★★Vá I þessari nútímaútgáfu af sam- nefndri skáldsögu Charles Dickens er horfið töluvert frá samfélagslegu inntakinu og búin til falleg kvikmynd sem minnir á ævintýri. Myndin er Ijúf og rómantísk og útlit hennai’ í alla staði glæsilegt. Velkomin til Sarajevo (Welcome to Sarajevo) ★★★ I þessari mynd er leitast við að draga upp raunsanna mynd af ástandinu í Sarajevo undir umsátri Serba. Með ópersónulegri og allt að því kaldri nálgun tekst aðstandend- um kvikmyndarinnar að ná fram sterkum áhrifum. Töframaðurinn (The Rainmaker) ★★★ Francis Ford Coppola tekst hér að hrista af þann tilgerðarsperring sem vill loða við kvikmyndir sem gerðar eru eftir sögum John Grisham. Frá- bær leikur í hverju rúmi dregur fram það besta í sögunni, ekki síst litríka persónusköpun. Bróðir minn Jack (My brother Jackj'lHH)' Mjög öflugt fjölskyldudrama þar sem Marco Leonardi fer á kostum í hlutverki gæðablóðs sem fer villur vegar og lendir í klóm vímuefna. Byssumenn (Men with Guns) ★★★ And-byssumynd þar sem algjörir aulabárðar ákveða að besta lausnin á vanda sínum er að notast við byssur en sú er alls ekki raunin. Hinn fallni (The Fallen) ★★% Trúarbragða hryllingur sem byrj- ar eins og dæmigerð lögreglumynd en dregur okkur inn í heim fallinna engla og baráttu góðs og ills. Öskur 2 (Scream 2) ★★% Hinn sjálfsvísandi leikur heldur áfram í þessari framhaldsmynd hinnar geysivinsælu hi’ollvekju Ösk- ur. Unnið er skemmtilega með lög- mál kvikmyndageirans um fram- haldsmyndir en í heildina skortir fágun og leiðist þráðurinn út í lág- kúru undir lokin. Eftirminnilegt símtal (A Call to Remember) ★★V2 Hér er fjallað af næmi, reynslu og innsæi um áhrif þess á einstaklinga að lifa af yfirgengilegar hörmungar. Persónusköpun er sannfærandi og útfærsla leikaranna góð, sérstaklega Danners og Mantegna. Mjög gott sjónvarpsdrama, en með hverfandi afþreyingargildi. Bdfar (Hoodlums) ★★’/2 Ekta bófamynd eftir gamla laginu um stríð glæpagengja í New York. Sögulegur ramminn er kunnugiegur úr hliðstæðum myndum líkt og nöfn bófaforingjanna. Leikur og umgjörð til fyrii-myndar, en sagan helst til þunglamaleg. U-Turn / U-beygja 'tc+rk'k Vægðarlaus spennumynd sem bygg- ir á þemum og minnum úr Film Noir hefðinni og Oliver Stone bindur inn í glæsilega stílheild. Fólk Magga Stína gagn- rýnd í FHM ►í NÝJASTA tímariti breska karlablaðsins FHM er nýjasta breiðskífa Möggu Stínu gagn- rýnd og fær hún tvær stjörnur af fjórum mögulegum. „Æði er runnið á Islendinga og fetar Magga Stína í fótspor sveitarinnar Lhooq,“ segir í dómnum. „Eftir að hafa hitað upp fyrir landa sína í Sykurmolunum á tónleikaferðalagi hefur Magga verið valin til að fara fyrir nýju útgáfufyrirtæki lærimeistara sinna og gefa undir fótinn kenningum um að allir Islend- ingar deili álfaröddum og ástríðum fyrir mishljóma tón- listarútsetningum. En að und- anskildri poppgleðinni á smá- skífunni „Naturally“ er tak- markað hvað maður þolir af „trip-hop“ sílófón og Ijóðrænni óreiðu.“ I tónlistartímaritinu Muzik fær plata Möggu Stínu einnig tvær stjörnur. ,,“Eg er í álög- um!“ skrækir Magga Stína á „I-Cuba“. Hún hefur rétt fyrir sér að einu leyti: Þetta er al- veg jafn sérviskufullt, hall- ærislegt og pirrandi og sjón- varpsþættir með sama nafni. Ef hún væri sannarlega undir álögum hefði maður vonað að myrkravöldin hefðu útvegað henni örlítið skárri Iög en sérviskufulla blöndu stórsveit- ar, þungapopps og kyndla- söngs...“ Samkeppni um textasmíð við lag Bowies ÞAÐ VÆRI svo sem ekki amalegt að fást við textasmíðar fyrir David Bowie. Og nú stendur netverjum það til boða. Bowie stendur fyrir samkeppni á netinu um texta við lagið „What’s Really Happening". Atkvæði netverja munu ráða úr- slitum um það hverjir komast áfram og sigurtextinn verður val- inn af Bowie sjálfum. Sigurvegar- inn fær höfundarréttinn ásamt Bowie, útgáfusamning upp á millj- ón króna, ferð til New York að fylgjast með tökum á laginu og fleiri verðlaun. Allt ferlið frá æf- ingum að upptökum á laginu verð- ur sýnt á netinu. Slóðin er www.clavidbowie.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.