Morgunblaðið - 08.11.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 08.11.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Bíórásin ► 6.00 og 2.00 D.A.R.Y.L. (‘85). Barnlaus hjón ættleiða lítinn dreng sem reynist vera vélmenni. Maltin gefur 'k'kVz, og segir myndina einkum við hæfi ungra áhorfenda. Með Mary Beth Hurt. Bíórásin ► 8.00 og 16.20 Ham- skipti (Vice Versa, ‘85). Vel- heppnaður, fyndinn og fjörugur farsi hlutverkaskipta og misskiln- ings með góðum persónum og aukaleikurum og það líður aldrei langt á milli meinlausra brandar- anna. Vegna galdra frá Tælandi hafa faðir og sonur endaskipti á til- verunni, faðirinn verður 11 ára drengur í líkama hálffertugs uppa og drengurinn hálffertugur uppi í líkama 11 ára drengs. Þegar góð hugmynd kemur upp í Hollywood fá hana allir og þessi var notuð í fjórar myndir á sama tímabilinu. Með Judge Reinhold. ★★'/:: Bíórásin ► 12.00 og 20.00 Orð- laus (Speechless, ‘94), er á köflum bráðfyndin satíra um innatóma baráttu stjórnmálamanna. Michael Keaton og Geena Davis leika með stakri prýði ræðuhöfunda sem verða ástfangin. Komast að því síð- ar að þau starfa fyrir keppinauta í kosningabaráttu. Fullt af fyndnum línum og leik, en ekki alveg nóg. Eftir leikstjórann/handritshöfund- inn Noru Ephron. k'k'Æ Stöð 2 ► 21.15 Mikjáll (Michael, ‘96) .Meira af Ephron. Englar og menn eru heldur hvimleið blanda í kvikmyndum, stórleikarinn John Ti-avolta hressir þó verulega uppá þennan samsetning um Erkiengil- inn (?) og mannfólkið. •k-k'/2 Sýn ► 23.15 Breska spennumynd- in Mælirinn fullur (Dirty Weekend, ‘93), er eftir leikstjórann Michael Winner, það er nóg fyrir mig. Hef ekki áhuga. Sight and Sound segir hana „einstaka hörmung“. Stöð 2 ► 23.25 Rósahöllin (Ros- eland, ‘77). Sjá umsögn í ramma. Sæbjörn Valdimarsson Dansinn dunar Stöð 2 ► 23.50 Rósahöllin (Roseland) Ekki veit ég betur en danshöllin Roseland hafi lifað af diskóæði og öll önnur tískufyrir- brigði dansmenntarinnar og ne- onskiltið setji enn svip sinn á leikhúshverfið við Broadway. Kvikmyndin dregur nafn sitt af þessari merkisstofnun, þar sem kynslóð eftir kynslóð New York- búa, kom saman til að dansa klassíska samkvæmisdansa í miðri ólgunni. Okkur er boðið uppá þrjár sögur sem gerast um persónur dansgólfsins. Misgóð- ar, sú síðasta best. Líður nokkuð fyi-ir leik, en Joan Copeland stendur sig vel. Með Geraldine Chaplin, Lou Jacobi og Christopher Walken. Rósahöllin er áhugaverðust sökum þess að hún er ein af fyrstu myndum þríeykisins magnaða, handrits- höfundarins Ruth Prawer Jhabvala, leikstjórans James Ivory og framleiðandans Ivory Merehant, sem hefur staðið á bakvið fjölda gæðamynda á síð- ustu áratugum. ★★★ MYNDBÖND Eftirköst helfarar- innar Eftirminnilegt símtal (A Call to Remember) Drama kk'A Leikstjórn: Jack Bender. Aðalhlut- verk: Blythe Danner og Joe Man- tegna. 107 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, oktdber 1998. Öllum leyfð. HÉR er fjallað af næmi, reynslu og innsæi um áhrif þess á einstaklinga að lifa af yfírgengilegar hörmung- ar. Það eina sem synir Paulu (Danner) og Davids (Man- tegna) vita um fortíð foreldra sinna er að þeir lifðu af helfór gyðinga. Öðru hafa hjónin að mestu haldið leyndu og grafið djúpt í eigin vitund. Þau neyðast til að rifja upp fyrra líf og horfast í augu við fortíðina þegar símtal raskar jafnvægi fjölskyldunnar. Myndin er framleidd fyrir sjón- varp og prýðilega gerð miðað við almennar kröfur þess miðils. Per- sónusköpun er sannfærandi og út- færsla leikaranna góð, sérstaklega Danners og Mantegna. Líf þeirra, sem lifðu af þennan og fleiri hildar- leiki styrjalda 20. aldar, hefur lengi vakið áhuga fræðimanna jafnt sem rithöfunda. Það er ómögulegt að ímynda sér slíka lífsreynslu, en með frásögnum sem þessum næst að vekja athygli á ýmsum hliðum hennar sem fæstum dytti í hug annars. „Eftirminnilegt símtal“ er mjög gott sjónvarpsdrama, en verulega slæm afþreying. Guðmundur Ásgeirsson Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is Þetta er nýjasta kvikmyndastj arnan H Wm IHBj $

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.