Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meinatæknar fá uppsagnir ekki dregnar til baka Krefjast bið- launaréttar Morgunblaðið/Sverrir DAVIÐ Oddsson færði Kohl fallegan stein úr Borgarfirði eystra. Viðræður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzlara Þýzkalands Kohl lýsir áhuga á Islandsferð í vor Bonn. Morgunblaðið. HELMUT Kohl, fyirverandi kanzlari Þýzkalands, mun að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráð- heira sennilega þiggja boð um að koma til íslands á vori komanda eða snemmsumars. Þetta yrði fyrsta heimsókn Kohls til íslands, en hann tjáði Davíð í viðræðum þeirra á skrifstofu kanzlarans fýrr- verandi í þinginu í Bonn í gær, að sig hefði frá unga aldri langað til að skoða landið. Davíð mun vera fyrsti erlendi ríkisstjómar- eða þjóðarleiðtoginn sem sækir Kohl heim eftir að hann lét af kanzlaraembættinu. Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið eftir viðræður þeirra að þetta hefði verið bæði fróðlegur en umfram allt skemmtilegur fundur. Kohl hefði verið í léttu skapi og sagt að að sumu leyti væri hann eins og „fugl sem gæti flögrað víða“, því þótt hann hefði barizt fyrir því að ná endurkjöri eitt kjör- tímabil til viðbótar viðurkenndi hann að það væri sem þungu fargi væri af sér létt þegar hann þyrfti ekki lengur að axla ábyrgðina á stjóm landsins. „Ég sagði þá að hann ætti að nota vængina til að flögra yfir til okkar og kynnast landinu sem hann hefði haft áhuga fyrir svona lengi,“ sagði forsætis- ráðherra. Davíð færði Kohl að gjöf forláta bergkristalsstein, sem fenginn er úr 10-15 milljóna ára gömlu ís- lenzku bergi. „Þannig er að okkur hafði verið sagt að Kohl væri steinasafnari og ég sagði því við hann að þar til hann kæmi því við að skoða landið í heild gæti hann haft bút af því á borðinu hjá sér, fagran stein frá Borgarfirði eystra, sem hann skoðaði af miklum áhuga,“ sagði Davíð. Heimboð lengi staðið til Væntanleg heimsókn Kohls verð- ur, að sögn Davíðs, í boði íslenzkra stjómvalda. „Þetta er boð sem lengi hefur staðið til að Kohl myndi þiggja og það er alveg ljóst að Kohl verður mikil stærð í Evrópu [þótt hann hafi látið af kanzlaraembætt- inu], hans ferill er einstakur. Við munum bjóða honum sem áhrifa- miklum þingmanni og fyrrverandi kanzlara - við vitum að orð hans munu áfram vega mjög þungt hér í Þýzkalandi,“ sagði hann. A óvart kom að fundur Davíðs og Kohls stóð mun lengur en gert hafði verið ráð fyrir - í sjötíu mín- útur í stað fjömtíu - en að minnsta kosti í sextán ára embættistíð sinni var Kohl kunnur fyrir að vera mjög nákvæmur á öllum tímasetningum. Davíð sagði aðspurður um þetta að Kohl hefði greinilega ekki verið bundinn af öðru eftir að teygjast fór á spjalli þeirra. En Davíð sagð- ist hafa rifjað upp sögu af því þeg- ar hann sá fyrstu samskipti Kohls við Clinton Bandaríkjaforseta. „Þá setti kanzlarinn þáverandi ofan í við forseta Bandaríkjanna af mik- illi hörku fyrir að vera tíu mínútum of seinn á fund þeirra," sagði Dav- íð; því hafi hann lagt mikið upp úr því sjálfur að vera stundvís er hann fór á fund Kohls að þessu sinni. Saman í hvalaskoðun „Kohl sagðist vera mikill áhuga- maður um hvali, og vildi gjaman fá tækifæri til að fara með mér í hvalaskoðun þegar hann kæmi til íslands,“ sagði Davíð. „Ég sagði honum að hann gæti bæði fengið að sjá hvali í náttúrunni og eins gæti hann fengið sérstaka áheyrn hjá Keikó í Vestmannaeyjum," sagði Davíð aðspurður hvort hann hygð- ist láta þessa ósk Kohls rætast, og bætti við að Kohl hefði tekið þessu boði vel, „með góðri stillingu og gleði“. MEINATÆKNARNIR sem sagt hafa upp störfum á rannsóknastofu Landspítalans í blóðmeina- og mein- efnafræði hyggjast ekki koma aftur til starfa nema biðlaunaréttur þeirra verði tryggður, en forstjóri Ríkis- spítala segir meinatæknana hafa af- salað sér biðlaunaréttinum með upp- sögnum sínum. I bréfi Vigdísar Magnúsdóttur, forstjóra Ríkisspítala, til meina- tækna kemur fram að uppsagnir þeirra séu komnar til framkvæmda. Þær verði ekki afturkallaðar úr því sem komið er, og um ótvírætt ráðn- ingarrof meinatækna hafi verið að ræða. Hins vegar standi þeim til boða ráðning til starfa á þeim launa- og starfskjörum sem boðin hafa verið. Viltíu koma strax til starfa ef þeir héldu fyrri réttindum Anna Svanhildur Sigurðardóttir, Sigurgeir myndar fyrir Life SIGURGEIR Jónasson ljósmyndari í Vestmannaeyjum á þrjár ljós- myndir í nóvemberhefti banda- ríska tímaritsins Life. Þar er á fjórum blaðsíðum fjallað um komu háhyrningsins Keikó til Vest- mannaeyja í máli og myndum. Greinin fjallar á gagnrýninn hátt um fiutning Keikós til Islands og spurt er í fyrirsögn hvort allt þetta umstang fyrir einn hval sé réttlætanlegt. Fjallað er um ís- lenskt samfélag og hvernig það byggir lífsafkomu sína á fiskveið- um og áður fyrr á hvalveiðum. Life hefur áður birt myndir eft- ir Sigurgeir. Tímaritið birti mynd sem hann tók 1964 af eldingu og hraungosi þegar Surtsey myndað- ist. Hann segir að Life hafí aðeins sent blaðamann hingað til lands og Sigurgeir aðstoðaði hann við Bandaríkin Slasaðist í bflslysi ÍSLENSKUR maður slasaðist í and- liti og á hendi við árekstur tveggja bíla í Flórída í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Mágur hans, sem er Bandaríkjamaður, lést í slysinu og einnig ökumaður hins bílsins. íslendingurinn var fararstjóri í nýafstaðinni Bandaríkjaferð kvenna- landsliðs íslands í körfuknattleik. Liðið kom heim úr ferðinni á mið- vikudagsmorgun en maðurinn varð eftir hjá systur sinni og mági. talsmaður meinatæknanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að meina- tæknarnir hefðu hver fyrir sig sent inn bréf með ósk um að uppsagnirn- ar yrðu dregnar til baka og að þær gætu hafið störf samkvæmt þvi sam- komulagi sem gert hafi verið um launamál og þær héldu öllum rétt- indum. „Við lýstum því yfh- að við vildum koma til starfa um leið og spítalinn væri búinn að fallast á að við mynd- um draga uppsagnimar til baka. Við myndum hefja störf strax ef við héldum öllum fyiri réttindum, en við vorum búnar að gera okkur giæin fyrir að biðlaunarétturinn væri okk- ur svona mikilvægur þar sem rann- sóknastofan er að verða sjálfstæð rekstrareining. En núna langar eng- an til að fara inn aftur nema þessi biðlaunai'éttur verði tryggður," sagði Anna Svanhildur. SIGURGEIR tók stærri mynd- ina þegar Keikó var fluttur nið- ur að höfninni þar sem hann var færður í kvína. störf hans og tók fyrir hann myndir. Hann segir að Life greiði betur fyrir myndir en íslenskir fjölmiðlar. Fyrir þessar myndir hafi hann fengið 2.000 dollara. Einnig hélt tímaritið eftir fílmum og áskildi sér rétt til að birta myndir við annað tækifæri. Kvikmyndir á mbl.is LESENDUR mbl.is geta nú nálgast upplýsingar um flest það sem varðar kvikmyndir og myndbönd. Á forsíðu mbl.is er hægt að smella á hnappinn Kvikmyndir innan flokksins Dægradvöl til að tengjast kvikmyndavefnum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina http://www.kvikmyndir.is Eigendur og ábyrgðarmenn vefjarins eru þeir Gunnai- Ingvi Þórisson og Helgi Páll Helga- son. SSteUR ÁFÖSTUDÖGUM líf AUQLÝSING kw .^WBggtlBaX! MEÐ blaðinu í dag fýlgir fjögurra síðna aug- lýsingablað frá HP-hús- gögnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.