Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þingsályktunartillaga Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnaðarmaiina Uttekt fari fram á útlánatöpum tveggja banka Sjö vara- þing- menn á Alþingi SJO varaþingmenn eiga nú sæti á Alþingi og hafa átt síðustu viku. Þeir ei*u Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir sem sit- ur fyrir Magnús Árna Magnússon þingmann Al- þýðuflokks í Reykjavík, Olafur Hannibalsson sem situr fyrir Einar Odd Kri- sljánsson þingmann Sjálf- stæðisflokks í Vestfjarða- kjördæmi, Þuríður Back- man sem situr fyrir Hjör- leif Guttormsson þing- mann Austurlandskjör- dæmis í þingflokki óháðra, Jörundur Guðmundsson sem situr fyrir Ágúst Ein- arsson þingmann jafnaðar- manna úr Reykjaneskjör- dæmi, Bryndís Guðmunds- dóttir sem situr fyrir Kristínu Halldórsdóttur þingmann Samtaka um kvennalista í Reykjanes- kjördæmi, Drífa Hjartar- dóttir sem situr fyrir Þor- stein Pálsson þingmann Sjálfstæðisflokks úr Suður- landskjördæmi og að lok- um Lilja Rafney Magnús- dóttir sem situr fyrir Kristin H. Gunnarsson þingmann utan flokka úr Vestfjarðakjördæmi. MIKIL óánægja með framkvæmd kjaramála og starfsmannastefnu Ríkisspítala kom fram á fundi sem stjórn Bandalags háskólamanna efndi til með háskólamenntuðum starfsstéttum á Ríkisspítölum á Landspítalanum í gær. Á fundin- um gerðu fulltráar aðildarfélaga BHM grein fyrir stöðu kjaramála í sinum félögum og í máli þeirra kom fram að í fæstum tilfellum væru kjarasamningar sem gerðir voru fyrir einu og hálfu ári komnir á lokastig. Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, sagði á fundinum að flestir gætu verið sammála um að eitt- hvað mikið væri að á stofnun sem lítið heyrðist frá nema óánægju- raddir, og á tímum spamaðar hefðu stjómendur Ríkisspítala lit- ið á starfsmenn sína sem einhverja afgangsstærð. Stjómendur spítal- ans yi-ðu að horfast í augu við þá staðreynd að þeir fengju ekki meira út úr starfsfólkinu en þeir greiddu fyrir. „Rikisspítalar þurfa að endur- skoða starfsmannastefnu sína. Þeir eru í samkeppni við einka- reknar rannsóknarstöðvar, einka- rekna heilbrigðisþjónustu og ekki síst erlendan vinnumarkað,“ sagði Björk. Algjör sérstaða Ríkisspítala Hún sagði að ekki yrði framhjá því litið að það ætti sér stað at- gervisflótti frá Ríkisspítölum, en slíkt gerðist þegar fjárhagsvandi stofnunarinnar væri leystur ár eft- ir ár með því að beina honum gegn JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar á Alþingi í gær um að viðskiptaráðherra láti fara fram úttekt á útlánatöpum Landsbanka íslands og Búnaðar- banka Islands á árunum 1993 til 1997. Skal úttektin framkvæmd af hlutlausum fagaðilum og beinast sérstaklega að því að fínna skýra ástæðu fyrir útlánatöpum bankanna á þessum áium sem námu, að sögn Jóhönnu, tæpum 14 milljörðum kr. Vitnaði hún þar í ski-iflegt svar við- skiptaráðherra fyrir tveimur áram. „Jafnframt skal [með úttektinni] kanna hvort um óeðlilega fyrir- greiðslu eða hagsmunaárekstra hafi verið að ræða við veitingu þessara lána eða ófullnægjandi tryggingar," sagði Jóhanna, en meðflutnings- starfsmönnum. „En það era ekki bara kjörin sem starfsfólk Ríkisspítala er að horfa til. Fólk getur ekki sætt sig við að gerðir voru kjarasamningar fyrir bráðum einu og hálfu ári síð- an sem enn eru ekki komnir til framkvæmda. Það eru tæpir átta mánuðir frá úrskurði og enn á fólk að bíða eftir kjarabótum. Sums staðar er staðan jafnvel enn á byrjunarreit, en sem betur fer víða á lokareit. Það hefur ekki verið staðið við tímaákvæði samningsins og ekki heldur röðun í launaflokka samkvæmt úrskurði. Ríkisspítalar hafa þama algjöra sérstöðu hvað þetta varðar. Hjá öðrum ríkis- stofnunum hefur nýja launakerfið verið tekið inn án töluverðra vand- ræða og hefur skilað starfsmönn- maður hennar er Ásta R. Jóhannes- dóttir, Þingflokki jafnaðarmanna. I máli Jóhönnu kom fram að beð- ið væri um þessa úttekt vegna eftir- litsskyldu þingsins með fram- kvæmdavaldinu. „Þingið er að sinna sínu eftirlitshlutverki með því að biðja um skýringar og ástæður fyrir 14 milljarða kr. útlánatapi sem er um sínum umtalsverðum kjarabót- um. Hér á fólk að bíða, en starfs- fólk getur ekki endalaust beðið eft- ir kjarabótum. Sérstaklega ekki á meðan aðrar ríkisstofnanir og al- mennur markaður hafa hækkað laun háskólamenntaðra til muna,“ sagði Björk. Einhenda sér í að flýta samningnm Eftir að hafa hlýtt á málflutning fulltrúa aðildarfélaga BHM á fundinum sagði Guðmundur G. Þórarinsson, formaður stjórnar Ríkisspítala, að haíl honum ekki verið það ljóst að óánægja væri á Ríkisspítölum þá væri honum það ljóst nú og að samningar hefðu dregist allt of lengi. Hann sagði að ráðgjafarfyrir- sama og allur nettó tekjuskattur einstaklinga á einu ári,“ sagði hún og tók jafnframt fram að skatt- greiðendur í landinu sem borguðu fyrir þessi útlánatöp ættu rétt á því að fá „skýringu á svona miklum út- lánatöpum". I umræðum um tillöguna kom m.a. fram að Finnur Ingólfsson við- tæki hefði verið fengið til að hanna kerfi sem m.a. ætti að framkvæma starfsmat og frammistöðumat, þannig að eðlilega geti gengið yfii- allt starfslið og hlutlægir þættir verði sem réttast metnir. Sagði hann kerfi þetta verða reynt á nokkram deildum Ríkisspítala á næstunni, og stjórnendur stofnun- arinnar myndi einhenda sér í að flýta samningum við starfsfólk. „En menn mega ekki grípa til aðgerða sem mölva niður þann grunn sem þjóðfélag okkar stend- ur á, jafnvel þó þeir verði óþolin- móðir. Við verðum að sameinast í að reyna að leysa vandamálin, og ef menn virða ekki reglur, samn- inga eða lög, þá er allt um þrotið sem við stöndum á,“ sagði Guð- mundur. Stjórnendur endurskoði starfsmannastefnu Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem segir m.a. að vaxandi óánægja með launakjör og aukið vinnuálag hafi þegar valdið því að margir starfsmenn Ríkisspítala hafi hrakist frá störfum. Flótti sér- menntaðs starfsfólks af sjúkra- stofnunum bitni að ósekju á þeim sem þurfi á þjónustu þeirra að halda og geti að óbreyttu leitt til hruns heilbrigðisþjónustunnar í landinu. „Fundurinn skorar á stjórnendur Ríkisspítala að sjá til þess að kjarasamningar komist að fullu til framkvæmda og endur- skoða jafnframt starfsmanna- stefnu sína hið fyrsta,“ segir í ályktuninni. skiptaráðherra teldi að Jóhanna væri að skaða bankana með þessum málflutningi. „Ég hef ekkert á móti því að þessi tillaga fari til skoðunar í nefnd og að þar verði metið hvort rétt sé að ráðast í umræddar rann- sóknir. Ég bendi hins vegar á að nú er gjörbreytt landslag frá því sem var þegar bankamir vora reknir í öðra formi og þegar aðrir stjórn- endur voru. [Áhugi almennings á hlutabréfum] í Landsbankanum og nú í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins staðfestir að þjóðin hefur trú á þessum stofnunum. Rannsókn sú sem hér er lögð til er því ekki til þess að styrkja þær stoðir sem þurfa að vera undir þessum fyrir- tækjum þannig að þjóðin fái sem mesta fjármuni fyrir sínar eignir,“ sagði ráðherra. Athugun á málfari í út- varpi kynnt á Málrækt- arþingi Á MÁLRÆKTARÞINGI, sem ís- lensk málnefnd og Utvarpsréttar- nefnd standa fyrir á laugardag, verða meðal annai-s kynntar niður- stöður athugunar á notkun íslensks máls í 11 útvarpsstöðvum. Athugunin var unnin af 11 nem- endum Ara Páls Ki-istinssonar, for- stöðumanns Islenskrar málstöðvar, í námskeiði í íslensku á námsbraut í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Is- lands. Á sama tíma fóstudaginn 23. október hlustaði hver nemendanna á eina útvai-psstöð í samtals 45 mín- útur, 15 mínútur í senn, og skráði hvernig tíminn skiptist milli talmáls og tónlistar. Ekki var hlustað á fréttir, þar sem þær voru fluttar. Málnotkun útvarpsfólks og viðmæl- enda þess var athuguð, m.t.t. fram- burðar, orðanotkunar, málvillna, slettna úr erlendum málum o.fl. Á blaðamannafundi sem aðstand- endur Málræktai'þings héldu í gær fengust ekki upplýsingar um niður- stöðurnar, sem kynntar verða á laugardag, að öðru leyti en því að á einni ótiltekinni útvarpsstöð hefði tal verið flutt í 6,01 mínútu á þeim tíma, sem athugunin náði til; þar af voru 25% óþýtt viðtal á ensku en 75% á íslensku. Tvo þriðju hluta þess tíma, sem talað var á íslensku, var amerískur menningarheimur til umræðu, en íslenskur veruleiki þriðjung tímans. Þær fjórar og hálfu mínútu sem íslenska var töluð heyrðust 5 slettur og 3 málvillur. Efla ljósvakamiðlar íslenska tungu? Tónlist var flutt í 33,24 mínútur, þar af íslensk tónlist í 4,14 mínútur. Ai4 Páll Kristinsson sagðist telja að þessi ótiltekna útvarpsstöð hefði ekki skorið sig úr heildinni. Nánar verður gerð grein fyrir athuguninni á Málræktarþingi á laugardag. Athugunin náði til útvarpsstöðv- anna Rásar 1, Rásar 2, Bylgjunnar, Stjörnunnar, FM 95,7, Lindarinn- ar, Mono 87,7, Matthildar 88,5, Gulls 90,9, Klassíkur 100,7 og X-ins 97,7. Málræktarþing ber að þessu sinni yfirskriftina: Efla ljósvaka- miðlar íslenska tungu. Auk marg- nefndrar athugunar ávarpar menntamálaráðherra þingið. Þá flytur Ai'i Páll Kristinsson erindi um mál í útvarpi og sjónvarpi þar sem hann fjallar um málið sem tjáningartæki og fyrirmynd. Haldnar verða pallborðsumræður og sigurvegarar í upplestrarkeppni barna síðastliðið skólaár lesa ljóð. Þingið verður haidið í Borgartúni 6 á laugardag frá klukkan 11-14.30. Ráðstefnugjald er 500 krónur. FJÖLDI háskólamenntaðra starfsmanna Ríkisspítala kynnti sér stöðuna í samningamálunum á fundi BHM. Fundur stjórnar BHM með háskólamenntuðum starfsstéttum Ríkisspítala Mikil óánægja með fram- kvæmd kjarasamninga Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, sljórnarformaður Ríkisspítala, hlýðir á málflutning á fundi BIiM um kjaramál á Rikisspítölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.