Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Opinn fundur menningarmála-
nefndar Sjálfstæðisflokksins
Morgunblaðið/Kristinn
BJÖRN Bjarnason segir að í nýju útvarpslögunum sé gert ráð fyrir því
að menntamálaráðherra geti stuðlað að stafrænum útsendingum enda
sjái ráðandi ljósvakafjölmiðlar ekki hag sinn í því að koma þeim á fót.
Menning í þágu
byggðastefnu
FUNDARMENN á opnum fundi
menningarmálanefndar Sjálfstæð-
isflokksins í fyrrakvöld voru sam-
mála um það að uppbygging menn-
ingarmiðstöðva á landsbyggðinni
gæti orðið áhrifaríkur þáttur í
byggðastefnunni og að kanna ætti
hvort ekki ætti að gera hana að
kosningamáli Sjálfstæðisflokksins í
komandi Alþingiskosningum.
Fjölbreyttara framboð heima
fyrir á ýmiss konar menningu gæti
bæði orðið til þess að draga úr
löngun fólks til að flytja af lands-
byggðinni til menningarmiðstöðv-
arinnar á höfuðborgarsvæðinu og
til þess að styrkja ferðaþjónustu.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra kynnti á fundinum það
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
komið í verk í menningarmálum á
kjörtímabilinu og áhersluatriði
næstu ára. Hann tók undir það að
hluti af því fé sem nú fer til
byggðamála ætti að renna til
menningarstarfsemi á landsbyggð-
inni. Þess utan taldi hann að eink-
um ætti að leggja áherslu á þrennt
í menningarmálum. I fyrsta lagi að
nýta möguleika upplýsingatækn-
innar, í öðru lagi uppbyggingu
Listaháskólans og í þriðja lagi staf-
ræna tækni í sjónvarps- og út-
varpsútsendingum.
Stafrænar útsendingar
bylting
Björn sagði að í nýjum útvarps-
lögum yrði gert ráð fyrir því að
menntamálaráðherra gæti stuðlað
að rekstri stafrænna fjölmiðla,
enda sæju ráðandi ljósvakafjöl-
miðlar ekki hag sinn í því að koma
slíkum rekstri af stað þar sem þeir
sætu nú þegar að bestu útsending-
arrásunum. Hann sagðist telja að
stafrænar útsendingar myndu
gjörbylta fjölmiðlaheiminum.
Prófkjör sjálfstæðismanna á Reykjanesi
Kosið á morgun
PROFKJÖR sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi fer fram á
morgun, laugardaginn 14. nóvem-
ber.
Á fundi sem yfirkjörstjórn í
Reykjaneskjördæmi átti með fram-
bjóðendum 28. október sl. var
dregið um röðun þeirra á prófkjör-
seðlinum. Röðun þeirra verður
þannig: Ámi R. Arnason, Kópa-
vogi, Gunnar I. Birgisson, Kópa-
vogi, Markús Möller, Garðabæ,
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Hafn-
arfirði, Kristján Pálsson, Reykja-
nesbæ, Stefán Þ. Tómasson, Hafn-
arfirði, Jón Gunnarsson, Kópavogi,
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir,
Sandgerði, Árni M. Mathiesen,
Hafnarfirði, Helga Guðrún Jónas-
dóttir, Kópavogi, og Sigríður Anna
Þórðardóttir, Mosfellsbæ.
„Kjósa skal 6 frambjóðendur,
hvorki fleiri né færri. Kjósa skal
með því að láta tölustaf frá einum
upp í sex fyrir framan nöfn fram-
bjóðenda í þeirri röð sem óskað er
að þeir skipi endanlega á fram-
boðslista," segir í fréttatilkynn-
ingu.
Kjörfundur hefst klukkan 10
Kjörfundur hefst 14. nóvember
kl. 10 og lýkur kl. 21. Kosið verður
á 11 stöðum í kjördæminu: 1, Hlé-
garði, Mosfellsbæ, fyrir Mosfells-
bæ, Kjalarnes og Kjós, 2. Sjálf-
stæðishúsinu, Austurströnd 3, 3.
hæð, Seltjarnarnesi, 3. Sjálfstæðis-
húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð,
Kópavogi, 4. Garðatorgi 7, Garða-
bæ, 5. Iþróttamiðstöðinni, Bessa-
staðahreppi, 6. Víðistaðaskóla,
Hafnarfirði, 7. Verkalýðshúsinu,
Grindavík, 8. Sjálfstæðishúsinu,
Hólagötu 15, Njarðvík, og Vestur-
braut 17, Keflavík, 9. Miðhúsum,
Suðurgötu 19, Sandgerði, 10. Sam-
komuhúsinu, Garði, og 11. Glað-
heimum, Vogum.
Kjörfundi lýkur kl. 21 og þá
verður opið hús í Félagsheimili
KópavOgs. Talning atkvæða fer
fram í Félagsheimili Kópavogs,
Fannborg 2. Yfirkjörstjórn hefur
aðsetur í Félagsheimili Kópa-
vogs. Fyrstu tölur verða lesnar
upp kl. 21.05.
Góð aðsókn að sýningu
landslagsarkitekta
AÐSOKN að sýningu Félags
landslagsarkitekta í Ráðhúsi
Reykjavíkur hefur verið góð að
sögn Reynis Vilhjálmssonar for-
manns félagsins, en sýningin var
opnuð síðdegis á laugardag í tilefni
af 20 ára afmæli félagsins.
Á sýningunni eru sýnishorn af
verkum íslenskra landslagsarki-
tekta síðustu 45 árin eða allt frá því
Jón H. Björnsson hóf störf hér á
landi fyrstur íslenskra landslags-
arkitekta. Þetta er jafnframt fyrsta
sýningin sem haldin er eingöngu á
verkum landslagsarkitekta hér á
landi.
Markmið sýningarinnar er fyrst
og fremst að kynna starfsvettvang
landslagsarkitekta og benda á gildi
góðrar umhverfishönnunar, segir
Reynir og tekur fram að 40 manns
séu í félaginu hér á landi. Enn fleiri
séu hins vegar að læra landslags-
arkitektúr. „Þetta er því ört vax-
andi starfsgrein," segir Reynir.
Sýningin stendur til 18. nóvember
næstkomandi.
Morgunblaðið/Kristinn
SÝNINGIN spannar sögu landslagsarkitektúrs á Islandi síðustu 45 ár-
in. Hér má sjá hvernig sýningin er sett upp en teikningar og plön eru
hengd á skilrúm og texti fyrir neðan útskýrir það sem þar má sjá.
íslendingar í hnattferð með Heimsklúbbi Ingólfs
HÓPUR Islendinga,
sem nú er í heims-
reisu með Heims-
klúbbi Ingólfs, er um
þessar mundir á ferð
frá Suður-Afrfku
áleiðis til Astralíu og
er Sydney næsti
áfangastaður.
Ferðafólkið hitti í
fyrradag nánustu
aðstoðarmenn Nel-
sons Mandela, for-
seta Suður-Afríku,
en forsetinn, sem
boðist hafði til að
hitta hópinn sjálfur,
forfallaðist á síðustu
stundu.
Ingólfur Guð-
brandsson, farar-
stjóri hópsins, tjáði
Morgunblaðinu að
hópurinn hefði í
vikutíma notið sum-
arblíðu og fegurðar
á ferð sinni um Suð-
ur-Afríku og m.a.
heimsótt Góðrarvon-
arhöfða og farið
blómaleiðina svo-
nefndu til Höfða-
borgar. „Heimsókn í
þinghús Suður-Af-
ríku í Höfðaborg og
bústað og einka-
skrifstofu Nelsons
Mandela forseta verður
ast hápunktur ferðalags
þessa," sagði Ingólfur, „
FERÐALANGAR í hnattferð með Heimsklúbbi Ingólfs ræddu við nánustu aðstoðarmenn
Nelsons Mandela forseta Suður-Afríku í Höfðaborg. Frá vinstri: Margrét Margeirsdóttir,
Ahmed Katrada, Patric Tariq Mellet og Ingólfur Guðbrandsson forsljóri Heimsklúbbsins.
Hittu nánustu aðstoðar-
menn Mandela forseta
að telj- var okkur ákaflega vel tekið af
ins til nánustu samstarfsmönnum for-
og þar setans, þeim Ahmed Kathrada,
sem var þjáningabróðir Mand-
ela og sat í fangelsi með hon-
um í 27 ár og er nú nánasti
samstarfsmaður
hans, og Patric
Tariq Mellet, en
hann veitir forstöðu
upplýsingaskrifstofu
forsetaembættisins."
Mandela
forfallaðist
Hann hélt erindi
fyrir hópinn um
stjórnmál landsins og
þær breytingar sem
orðið hafa í Iandinu
eftir að aðskilnaðar-
stefnuni lauk. Ingólf-
ur sagði forsetann
hafa boðist til að
taka á móti hópnum í
eigin persónu, „en
hann forfallaðist á
síðustu stundu svo
aðstoðarfólk hans
tók á móti okkur í
staðinn með virkt-
um."
I hópi ferðalang-
anna er meðal ann-
arra Margrét Mar-
geirsdóttir, sem
skrifaði bókina Suð-
ur-Afríka, paradís
ferðamannsins. „Það
var von Margrétar
að geta afhent Nel-
son Mandela forseta
bókina eigin hendi
en þess í stað skrifaði hún hon-
um stutt bréf með heillaóskum
frá íslandi."
Kjördæmisþing Fram-
sóknar á Reykjanesi
Efstu menn
kosnir á
morgun
EFSTU menn á lista Framsóknar-
flokksins á Reykjanesi, sem koma
til með að leiða listann í alþingis-
kosningunum í vor, verða kjörnir á
aukakjördæmisþingi flokksins á
morgun. Nokkuð ljóst þykir að al-
þingismennirnir Siv Friðleifsdóttir
og Hjálmar Arnason, sem voru í
fyrsta og öðru sæti listans síðast,
verða þar áfram.
Þau sem þegar hafa lýst því yfir
að þau sækist eftir næstu sætum á
listanum eru auk Sivjar og Hjálm-
ars, Drífa Sigfúsdóttir, Olafur
Magnússon, Páll Magnússon, Unn-
ur Stefánsdóttir og Þorsteinn
Njálsson. Hægt er að bjóða sig
fram alveg fram að þinginu og því
kunna fleiri nöfn að bætast við.
í síðustu alþingiskosningum var
Drífa í þriðja sæti og Unnur í
fjórða. Reiknað er með að hinir
frambjóðendurnir sæki fast að
þeim. Ólafur er formaður umhverf-
issamtakanna Sól í Hvalfirði. Páll er
fyrrv. bæjarfulltrúi í Kópavogi og
Þorsteinn og bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði.
Á milli 400 og 500 manns eiga at-
kvæðisrétt á kjördæmisþinginu.
Það fer fram í íþróttahúsinu í
Kaplakrika í Hafnarfirði.