Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 ÞJOÐARBUSKAPURINN MORGUNBLAÐIÐ Ný skýrsla Seðlabankans um stöðu og horfur í efnahags- og peningamálum Yiðskiptahalli o g vöxtur út- lána verulegt áhyggjuefni Mikill og vaxandi viðskiptahalli er alvar- legasti veikleikinn í stöðu þjóðarbúsins um þessar mundir að mati Seðlabankans. Spáð er að hallinn verði nærri 40 milljarð- ar kr. í ár eða 6,6% af landsframleiðslu. I haustskýrslu bankans, sem kemur út í dag, segir að brýnasta verkefni við hagstjórn sé að koma böndum á mikinn vöxt innlendrar eftirspurnar með auknu aðhaldi hins opinbera og aðgerðum sem örva sparnað og draga úr miklum útlána- vexti lánastofnana.Ómar Friðriksson kynnti sér skýrsluna. „Ekki er hægt að búast við að jafnöflugur hagvöxtur og verið hef- ur síðustu þrjú ár geti til lengdar farið saman við lága verðbólgu,“ segir í inngangskafla haustskýrslu Seðlabankans um þróun, horfur og stöðu í efnahagsmálum og peninga- málum sem út kemur í dag. Að mati Seðlabankans er brýnasta verkefni við innlenda hagstjórn um þessar mundir að koma böndum á mikinn vöxt innlendrar eftirspurnar með auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og í fjármálum sveitarfélaga, og með aðgerðum sem örvi sparnað einka- aðila og að dregið verði úr miklum útlánavexti lánastofnana. Seðlabankinn ætlar á næstunni að kanna leiðir til að draga úr út- lánaþenslunni og eiga viðræður við stjórnendur lánastofnana til að brýna fyrir þeim árvekni bæði varðandi útlán og fjármögnun þeiiTa. Hagvöxtur keyrður áfram af fjárfestingu og einkaneyslu Verðbólguspá „ Arsfjórðungs - Spað breyting á Árs- breyt. ársgrundv. breyt. 1998-1 0,4% 1,6% 2,1% 1998-2 0,7% 2,7% 2,2% 1998-3 -0,4% -1,5% 1,1% 1998-4 0,2% 0,7% 0,9% 1999-1 0,3% 1,3% 0,8% 1999-2 0,5% 2,2% 0,7% 1999-3 0,7% 3,0% 1,8% 1999-4 0,4% 1,7% 2,0% Breyting á Breyting milli ára jan.-jan. 1997 1,8% 2,2% 1998 1,6% 0,6% 1999 1,3% 2,0% Skyggð svæði sýna verðbólguspá Helstu þjóðhagsstærðir Spá í mars Spá í okt Spá Árlegar magnbreytingar 1997 1998 1998 1999 Einkaneysla 6,0% 5,5% 10,0% 5,0% Samneysla 2,6% 3,0% 3,0% 3,0% Fjármunamyndun 11,2% 11,6% 27,3% -10,3% Þjóðarútgjöld 5,4% 6,1% 12,8% 1,5% Útflutningur vöru og þjónustu 5,6% 3,1% 1,5% 8,5% Innflutningur vöru og þjónustu 8,5% 7,2% 22,6% 0,0% Verg landsframleiðsla 4,4% 4,6% 5,2% 4,6% Þjóðartekjur 5,2% 4,7% 7,1% 4,1% Viðskiptajöfnuður, hlutfall af VLF -1,6% -2,9% -6,6% -4,0% | Heimild: Þjóðhagsstofnun fall af landsframleiðslu hefur hækk- að nokkuð frá þeirri tímabundnu lægð sem hún fór í árið 1994 og er áætlað að hlutfallið verði u.þ.b. 61,7% í ár eða svipað og árið 1989. Þar sem hagvöxtur hefur verið um- talsverður hefur einkaneysla á mann hækkað verulega og er á þessu ári komin rúmlega 4% um- fram fyrra sögulegt hámark á árinu 1987,“ segir í skýrslunni. Aukning einkaneyslunnar er tvö- falt meiri en spáð var í október í fyrra. Fram kemur í skýrslunni að heimilin hafa aukið skuldir sínar enn á þessu ári og er áætlað að skuldir heimilanna muni aukast um 43 milljarða á öllu árinu. Fjárliagur sveitarfélaga í varasömum farvegi „Afkoma sveitarfélaganna í land- inu vh’ðist hafa versnað talsvert á síðasta ári og halli hafa aukist úr 0,5 ma.kr. 1996 í rúma 2 ma.kr. 1997 skv. mati Þjóðhagsstofnunar, og er talinn minnka í um 1 1/2 ma.kr. á þessu ári,“ segir í skýrsl- unni. „Fjárhagur sveitarfélaganna er í öðrum og varasamari farvegi um þessar mundir en fjárhagur rík- issjóðs og halli 3-4% af tekjum. Myndi það svara til 5-7 ma.kr. halla hjá ríkissjóði. Umsvif sveitarfélag- anna jukust verulega á ánmum 1996 og 1997, þegar þau tóku að fullu við rekstri grunnskólanna. Heildarútgjöld jukust þá úr rúmum 8% af landsframleiðslu í tæp 10%, en eru talin aukast heldur hægar en landsframleiðsla á þessu ári og hinu næsta," segir þar ennfremur. Áætlað að hagvöxtur verði 4,6% á næsta ári Allt útlit er nú fýrir að árið 1998 verði þriðja ár mjög öflugs hagvaxt- ar og Þjóðhagsstofnun spáir því að næsta ár verði það fjórða. Hagvöxt- ur í ár verður 5,2% en 4,6% á því næsta samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. Þá munu þjóðarútgjöld aukast um 12,8% á yfirstandandi ári og þarf að fara aftur til ársins 1987 til þess að finna viðlíka aukningu þjóðarútgjalda á einu ári, að því er fram kemur í skýrslu Seðlabankans. „Slíkt ætti að vera áhyggjuefni, enda var árið 1987 tímabil mikillar of- þenslu í þjóðarbúskapnum. Það ái’ var þó hlutur einkaneyslu og neyslu hins opinbera töluvert íTkari þáttur í uppsveiflunni en nú er,“ segh’ í skýrslunni. Óbreytt spá um að verðbólga haldist uni 2% í skýrslunni segir að öflugur hagvöxtur um þessar mundir sé keyrður áfram af fjárfestingu og einkaneyslu. Sérfræðingar bankans benda á að þrátt fyrir öflugan hag- vöxt og enn kröftugri vöxt inn- lendrar eftirspumar hafi tekist að halda verðbólgu í lágmarki að und- anfömu. Aðhaldssöm peninga- stefna eigi mikinn þátt í þessum ár- angri en einnig hafi hagstæð ytri skilyrði hjálpað tif. Ymis hættumerki era þó á lofti. Viðskiptahallinn er talinn alvarleg- asti veikleikinn í stöðu þjóðarbúsins um þessar mundir. Spáð er að hall- inn verði nærri 40 milljarðar kr. í ár eða sem nemur 6,6% af lands- framleiðslu og er það mesti viðskiptahalli þjóð- arbúsins í rúm 15 ár. Mikinn viðskiptahalla er ekki hægt að skýra með tímabundnum áhrifum stóriðjufjárfestingar, að mati Seðlabankans. Telja sérfræðingar bankans að um sé að ræða undirliggjandi halla sem geti numið um 3% af landsfram- leiðslu. Undirliggjandi vandi sé að öllum líkindum ónógur þjóðhags- legur spamaður enda sé gert ráð fyrir að hann verði við sögulegt lág- mark í ár og á næsta ári, eða rétt rúm 15% af landsframleiðslu. „Því er mjög brýnt að efla þjóð- hagslegan sparnað og draga þannig úr viðskiptahallanum. Það eru því vonbrigði að afkomubati ríkissjóðs á þessu og næsta ári virðist minni en hagsveiflan gefur tilefni til og af- koma sveitarfélaga er mun verri en æskilegt getur talist. Mjög mikil- vægt er að framlag opinbema aðila til þjóðhagslegs sparnaðar verði aukið,“ segir í skýrslunni. títlán innlánsstofnana jukust um 18,5% á 12 mánuðum Hraður vöxtur útlána bankakerf- isins er sérstakt áhyggjuefni, að mati Seðlabankans, en 12 mánaða aukning útlána innlánsstofnana til loka septembermánaðar sl. var um 18,5%. „Mikill vöxtur útlána að undanfömu er verulegt áhyggju- efni af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi ýtir hann undir vöxt innlendrar eftirspurnar og stuðlar þannig að auknum viðskiptahalla og/eða meiri verðbólgu. I því efni má benda á mjög mikinn vöxt einka- neyslu samfara ttukinni skuldsetningu. í öðru lagi sýnir reynsla ann- ama þjóða að mikilli út- lánaþenslu í framhaldi af auknu frelsi og samfara vaxandi samkeppni á lánamarkaði getur fylgt mikil áhætta. Lánastofnanir kunna að leiðast út í áhættusamari lánveit- ingar sem skila ekki tilætlaðri ávöxtun þegar í bakseglin slær í þjóðarbúskapnum. Frá þjóðhags- legu sjónanniði verður áhætta tengd útlánaþenslu meiri en ella ef hún er í umtalsverðum mæli fjár- mögnuð með erlendu lánsfé til skamms tíma og ef halli er á við- skiptum við útlönd," segir í inn- gangskaíla skýrslunnar. Vísað er til reynslu annama þjóða af erfíðleikum innan fjár- málakerfa sem vítis til varnaðar hvað vai’ðar hraðan vöxt útlána. „Einkenni aðdraganda fjár- málakreppna er gjarnan mikil aukning útlána á skömmum tíma, sem leiðir til hækkunar hlutfalls út- lána lánakerfisins af landsfram- leiðslu, og mikil notkun erlends lánsfjár sem kann að stuðla að auk- inni verðbólgu eða þenslu eigna- verðs. Útlán lánastofnana á grand- velli bólgins eignaverðs era ótrygg- ari en ella. Margt getur hrint af stað fjármálakreppu en ævinlega er um að ræða að markaðsaðilar end- urmeta skyndilega hagvaxtarhorf- ur eða átta sig á að innlend eigna- verð eða gengi gjaldmiðilsins eru orðin óraunhæf. Því er mikilvægt að lánastofnanir hyggi vandlega að gæðum og ör- yggi útlána og slaki ekki á þeim kröfum sem gera þarf til útlána og lánsþega. Sérstaklega þurfa lána- stofnanir að huga að áhættu sem tengd er gjaldeyrisviðskiptum, ekki síst stuttum erlendum lánum, þar sem framboð slíkra lána getur dregist saman með stuttum fyrir- vara eins og reynsla margra þjóða undanfarin misseri er dæmi um,“ segir í kafla skýrslunnar um pen- inga-, gjaldeyris- og fjármagns- markaði. Mikillar árvekni þörf Seðlabankinn hefur fylgt að- haldssamri stefnu í peningamálum að undanfórnu og tekið er fram að peningamálastefnan verði áfram aðhaldssöm svo lengi sem vöxtur innlendrar eftirspurnar er mun meiri en til lengdar geti samrýmst verðstöðugleika og þjóðarbúið er við mörk fullrar nýtingar á bæði vinnu- og vörumörkuðum. „Horft lengra fram á við er hins vegar hugsanlegt að öndverð alþjóðleg þróun muni hægja á hagvexti sem ásamt bættri afkomu hins opinbera gæti skapað tilefni til minna að- halds í peningamálum. Mikillar ár- vekni er því þörf við mótun pen- ingastefnunnar á næstu mánuðum og misserum," segir í skýrslunni. Hagstæð ytri skilyrði Uppsveiflan í efnahagslífinu að undanfömu hefur að mestu verið knúin áfram af innlendri eftirspurn, bæði með aukinni einkaneyslu og fjármunamyndun, en einnig hafa ytri skilyrði verið hagstæð á þessu ári, að mati Seðlabank- ans. Markaðsstaða ís- lenskra sjávarafurða er sterk og verðlag í heild með hæsta móti. Hins vegar er þó bent á að ef efnahagskreppan í Asíu og Rússlandi heldur áfram og breiðist út, gæti það leitt til svo mikils samdráttar í neyslu sjávaraf- urða í löndum sem efnahagskrepp- an næði til að framboð inn á aðra markaði aukist verulega og verð lækki þar einnig. I það heila tekið telur Seðlabankinn stöðu atvinnu- veganna tiltölulega góða um þessar mundir, þó ljóst sé að hún sé mun betri í sjávarútvegi en í öðrum at- vinnugreinum. Spáð að skuldir heimila aukist um 43 milijarða á árinu Varað er sérstaklega við miklum vexti einkaneyslu að undanförnu í skýrslunni. „Einkaneysla sem hlut- Útlit er íyrir að verðbólga á þessu ári verði lægri en á síðasta ári, að mati Seðlabankans. Ymsir óvissuþættir eru þó sem fyrr í verð- lagsspám. I október sl. spáði Seðla- bankinn 1,6% verðbólgu milli árs- meðaltala 1997 og 1998 og 0,6% yfir árið. Á næsta ári er spáð 1,3% verð- bólgu milli ára og 2% verðbólgu yfir allt árið 1999. Gert er ráð fyrir að laun hækki um 3,7% skv. kjara- samningum í janúar næstkomandi og að launaskrið á næsta ári verði 2%. Á móti kemur að gert er ráð fyrir rúmlega 2,5% framleiðniaukn- ingu vinnuaflsins. Sérfræðingar Seðlabankans telja því að launa- kostnaður á framleidda einingu ætti að hækka um nálægt 3% milli ára. Spáin í sein- asta mánuði gerði ráð fyrir að gengi krónunnar héldist stöðugt og að er- lent verðlag hækkaði um 1% í erlendri mynt. Tekið er fram í skýrslunni að for- sendur spárinnar varðandi stöðugt gengi hafi þegar raskast þar sem gengi krónunnar var þann 4. nóv- ember sl. orðið nærri 1 1/2% lægra en miðað var við í októberspánni. Lögð er áhersla á það í skýrsl- unni að ef ekki tekst að draga úr viðskiptahallanum á næstunni, geti hann veikt tiltrú markaðsaðila á ís- lenska hagkerfinu og grafíð undan fastgengisstefnunni og langtíma- stöðugleika. Aftur á móti er á það bent að ljóst sé orðið að trúverðug- leiki markmiðs peningastefnunnar sem fylgt hefur verið um lága verð- bólgu hafi aukist umtalsvert að undanförnu. Einkaneysla komin 4% um- fram sögulegt hámark 1987 Seðlabankinn kannar leiðir til að draga úr útlánaþenslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.