Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um Kyoto-bókunina Undirritum ekki nema Island nái sínu fram ÚTILOKAÐ er að ísland undirriti Kyoto-bókun- ina við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðana nema þau sjónarmið í því sambandi sem íslenzk stjórnvöld hafa fært fram á ráðstefnunum í Kyoto í fyiTa og nú síðast í Buenos Aires hljóti almenna viðurkenningu. Þetta sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra í erindi sem hann fiutti í Konrad-Adenauer-stofnuninni í Bonn í fyrradag og staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær. Bandarísk stjórnvöld undirrituðu í gær Kyoto- bókunina og Islendingar eru því eina iðnvædda ríkið sem enn á eftir að gera það. Staðfestingu þjóðþings þarf þó til að undirritun sé gild, og að sögn Halldórs Þorgeirssonar, eins fulltrúa Is- lendinga á ráðstefnunni í Buenos Aires, hefur sú staðfesting enn sem komið er aðeins fengist í tveimur löndum. Stuart Eizenstat, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekki yrði leitað staðfestingar þingsins fyir en þróun- arlönd hefðu skuldbundið sig til að taka með af- gerandi hætti þátt í því að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Engin þörf á undirritun strax „Það er komið fram, eins og ráðstefnan [í Bu- enos Aires] endaði hvað okkur varðar,“ sagði Da- víð í samtali við Morgunblaðið í gær, „að okkar þætti málsins er eiginlega frestað.“ Því sé að svo komnu máli engin þörf fyrir að íslendingar skrifí undir samkomulagið. „Við erum ennþá með í þessu ferli og okkar sjónarmið verða tekin upp aftur núna í marzmánuði." I erindinu í fyrradag sagði Davíð meðal annars að „engin þjóð myndi gefa - með alþjóðlegum samningi - upp á bátinn möguleika á að bæta lífs- kjör íbúanna." Á íslandi liggi þessir möguleikar í því að nýta frekar orkuauðlindir sínar. Þá sagði hann að margar þær þjóðir sem und- irritað hefðu Kyoto-bókunina og hafizt handa við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um nokkur prósentustig hefðu heilmikið svigrúm til að gera slíkt. í mörgum tilvikum nægi að loka mengandi iðnaðarverksmiðjum, sem hvort eð er hefði þurft að úrelda. Sambærilegt svigrúm væri ekki til staðar á Islandi. Þau tíu prósent, sem Is- lendingar hefðu samið um að mega auka losun umræddra lofttegunda á tímabilinu fram til árs- ins 2008-2010, miðað við losun ársins 1990, væru langt frá því að geta veitt Islandi nauðsynlegt svigi-úm til að byggja upp meiri orkufrekan iðnað og „auka þar með fjölbreytni efnahagshfsins". Davíð áréttaði þetta í samtali við Morgunblað- ið: „Það mundi engin þjóð gefa eftir hagsmuni sína, sérstaklega ef sú eftirgjöf byggðist á ósann- gjömum reglum.“ Tillaga íslands hefur ekki fordæmisgildi Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra flutti í gær ræðu á þinginu í Buenos Aires. Hann lagði þár meðal annars áherslu á að binding gróðurhúsalofttegunda í jarðvegi með land- græðslu yrði tekin með í útreikningum, en ekki aðeins binding með skógrækt. Hann minnti á ósk íslendinga um undanþágu fyrir lítil ríki vegna losunar frá iðnaði sem nýtti hreina, endurnýjan- lega orku og lagði áherslu á að sú undanþága hefði ekki fordæmisgildi. Hann sagði að hafna skyldi tilraunum til að nýta tillögu íslendinga sem fordæmi til þess að fá undanþágur vegna losunar sem hefði ekki skýran ávinning fyrir heimsbyggðina. Guðmundur vísaði að lokum til þeirrar reynslu sem fengist hefði af nýtingu orku úr jarðhita og vatnsföllum og sagði að íslendingar væru reiðu- búnir til að miðla þeirri reynslu til annarra, eins og þegar hefði verið gert með starfrækslu Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna síðustu tutt.ugu árin. í Morgunblaðinu í gær var sagt frá frétt í ástr- alska dagblaðinu Sydney Morning Herald þess efnis að áströlsk stjórnvöld hefðu lýst stuðningi við undanþágubeiðni íslendinga vegna þess að þarlend fyrirtæki hyggðust fjárfesta í magnesíumverksmiðju hér á landi. Halldór Þor- geirsson segist hafa borið þessar fréttir undir fulltrúa Ástrala á ráðstefnunni í Buenos Aires og þeir hafi sagt þær með öllu tilhæfulausar. „Mál- efnin sem hér er fjallað um eru allt of mikilvæg til þess að menn láti stöku verksmiðjur ráða af- stöðu sinni,“ segir Halldór. — Kvenmanns- nafnið Hlökk samþykkt MANNANAFNANEFND hef- ur fellt þann úrskurð að kven- mannsnafnið Hlökk fullnægi skilyrðum 1. málsgreinar 5. greinar laga um mannanöfn og verði fært á mannanafnaskrá. Tildrög þess að málið kom til kasta nefndarinnar voru þau að Þröstur Helgason og Hrönn Marinósdóttir ákváðu að skíra dóttur sína nafninu Hlökk. Hagstofa íslands neitaði hins vegar að skrá nafnið þar því það væri ekki til á mannanafnaskrá Hagstofunnar sem eiginnafn og ákvað Hagstofan að vísa máhnu til Mannanafnanefndar. Tvær konur hér á landi bera hins veg- ar nafnið Hlökk sem millinafn. „Ég beið alveg rólegur eftir niðurstöðu nefndarinnar. Þetta er íslenskt nafn og ég leit svo á að nefndin gæti ekld hafnað því, það væru engin málfræðileg eða málsöguleg rök fyrir því að hafna nafninu," segir Þröstur í samtali við Morgunblaðið. Að sögn hans er nafnið Hlökk fengið úr Grímnismálum Eddu. „Þetta er valkyrjunafn og getur merkt orrusta. Orðið kemur líka fyrir í skáldskaparmálum Snon-a-Eddu en það var notað í kenningum í dróttkvæðum kveðskap," segir Þröstur. Morgunblaðið/Ásdís Superman með Sinfóníunni Dæmi um 40.000 kr. gjald fyrir heilsdagsvistun DÆMI eru um að dagmæður taki rúmlega 40 þúsund kr. á mánuði fyr- ir heilsdagsvistun eins bams. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að mikill skortur er á dagmæðrum, einkum í vesturbænum og miðbænum. Olga Björk Omarsdóttir dagmóðir, sem á sæti í stjóm Samtaka dagmæðra, segir ófremdarástand ríkja í þessum málum. 34 böm era á biðlista eftir vistun og foreldrar og aðstandendur bama yngri en tveggja ára era fam- ir að falast eftir vistun haustið 1999. Olga Björk hefur starfað sem dag- móðir í fimmtán ár og segir að ástandið hafí oft verið slæmt en aldrei eins og núna. Hún segir að foreldrar séu að koma með böm til sín úr Grafarvogi, Kópavogi og Sel- tjamamesi. Skorturinn á dagmæðr- um sé því ekki bundinn við einstök hverfí. Olga Björk starfar með annarri dagmóður og leigja þær húsnæði undir starfsemina á Oldugötu. Þar hefur verið sótt um vistun fyrir 34 böm 1. janúar næstkomandi. „Eins og staðan er nú kemst ekki eitt ein- asta bam inn,“ sagði Olga Björk. Þrátt fyrir fulla nýtingu segir hún reksturinn varla standa undir sér. Hingað til hefur verið miðað við að dagmæður megi að hámarki hafa fimm böm í vistun. Olga Björk segir að nú standi til að heimila þeim að hafa sex börn. Frjáls verðlagning Olga Björk segir að einnig sé skortur á dagmæðrum í Grafarvogi. „Það kom kona hingað í gær og hún var grátandi. Þetta er fólk sem ætl- ar að stunda nám eða vinnu en hef- ur engin úrræði.“ Dagmæður ráða sjálfar hve hátt vistunargjaldið er. „Eg hef heyrt að vistun kosti allt frá 26 þúsund kr. á mánuði upp í rámar 40 þúsund kr. Sumir eru tilneyddir til að taka þessu. Það er eins og stefnan sé sú að gera fólki erfitt fyrir að eiga fjöl- skyldu í stað þess að hlúa að því,“ segir Olga Björk. Niðurgreiðslur frá borginni á hvert barn er 5 þúsund kr. fyrir gifta foreldra fyrir 4-5 tíma vistun en 10 þúsund kr. fyrir allan daginn. Fyrir böm einstæðs foreldris eða námsfólks er niðurgreiðslan 22 þús- und kr. á mánuði fyrir heilan dag. EINNI helstu hefju yngstu kyn- slóðarinnar, Superman eða Ofur- menninu, er fátt óviðkomandi og í vikunni hefur hún troðið upp á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. Eru þeir ætlaðir nemendum í efstu bekkj- um grunnskóla og framhalds- skólanemum. Efnisskráin er sniðin með þenn- an aldurshóp í huga en það er í verki H.K. Grubers, Franken- stein, sem Ofurmennið lætur að sér kveða - sprettur raunar fram við hamskipti Frankensteins. Textinn sem hetjan, leikin af Bergþóri Pálssyni, syngur er eftir þýska ljóðskáldið Artmann í þýð- ingu Sjóns. Ennfremur koma fram með hljómsveitinni tvær stúlkur úr Menntaskólanum við Harmahh'ð, Guðríður Þóra Gísla- dóttir og Salka Guðmundsdóttir, sem syngja lag Bjarkar, Bachelor- ette. Nemi úr Iðnskólanum í Reykjavík, Máni Þorfinsson, dans- ar „breakdans“ við tónlist Atla Heimis Sveinssonar og hljóm- sveitarstjórinn, Bemharður Wilk- inson, rappar við undirleik hljóm- sveitarinnar í Kanon eftir Pachel- bel. ristján Pálsson ^JþiJrgismadgr * Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember nk. Morgunblaðið/Kristinn Útför Magnúsar IJTFÖR Magnúsar Torfa Ólafssonar, fyrrverandi ráðherra, var gerð frá Langholtskirkju í Reykja- vík í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Halidór Reynisson jarðsöng og organisti var Reynir Jónas- Torfa Ólafssonar í son. Ur kirkju báru kistu hins látna þau Karl Jón- j asson, Anna Einarsdóttir, Sveinn Ólafsson, Einar Bragi, Gunnar Eyjólfsson og Ingimundur Magnús-1 son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.