Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 * fit-föslut\*jy oj fOk$yMh/<r Á A\(/LAV KL. ? Fyrsta tækifæri til að sjá nýjustu stórmyndina frá Disney (með ísl. tali). 2 fyrir I á Forefdragildruna kl. 3 og 5.20 AÐSENDAR GREINAR Að vera Islendingur í HAUST var um- ræðuþáttur í sjónvarp- inu um hvað það er að vera Islendingur. Þessi þáttur vakti mig mjög til umhugsunar. Allir þátttakendur voru sam- mála um að tungumálið væri það sem framar öðru gerir okkur að Is- lendingum á tímum þar sem fjölmiðlun og hluti listsköpunar fer fram á erlendum tungumálum. Krakkar kunna snemma að bjarga sér á ensku vegna þess að þeir nota tölvuna og horfa á sjónvarp þar sem að miklu leyti er notuð enska. Þetta er sjálfsagt „eðlilegt". Ekki ætla ég að hvetja til þjóðarrembu eða annarrar nesjamennsku, en hvar eiga þessir krakkar sem eru að vaxa úr grasi þessa dagana að æfa sig í íslensku? Finna bestu leið- ina til að lýsa því sem þau heyra, sjá og hugsa? Þá varð mér hugsað til míns áhugaleikfélags, Hugleiks. Þar er hópur höfunda sem les og ræðir ný handrit hópsins og eitt þeirra er tekið til sýningar árlega. Þegar handritið er komið í hendur leikstjóra þá byrjar hann á því ásamt tuttugu til þrjátíu manna hópi áhugaleikara að æfa þetta leikrit með höfund- inn/höfundana sér við hlið. Textinn er skoðaður enn á ný. Ymsu er breytt eða lagað til á æfingatímabilinu, allir leggja orð í belg og hafa skoðanir á því hvemig má orða hugs- un og athöfn. Höfund- urinn hlustar og metur hvort eitthvað megi betur fara. Tónlist er samin við nýja texta og þar koma til enn aðrir félagar leikfélagsins sem setja saman vísur á íslensku. Loks reynir leikstjórinn að kenna hópnum hvernig á að bera fram orðin svo þau hljómi út í horn á stórum sal. Söngstjórinn leiðbeinir um fram- Starf áhugaleikfélag- anna, segir Sigrún Óskarsdóttir, eflir íslenska tungu. burð texta í söng, fyrir utan auðvit- að hvernig á að syngja. Allt er slíp- að til og reynt að forðast málvillur og ambögur. Enginn kemst upp með að tala rangt mál, nema til þess sé ætlast til að gera grín að persónunni. Nú hef ég tekið dæmi frá mínu leikfélagi en gleymið ekki að á Is- landi eru um áttatíu virk áhugaleik- félög. Þar fer fam öflug starfsemi á hverju ári þar sem eru samin ný verk, erlend verk þýdd, rýnt í þýð- ingar og skoðað hvort þær dugi fyr- ir nútímann. Þar eru virkir félagar allt frá börnum og upp í gamalt fólk. Allir leggjast á eitt til að gera sína leiksýningu metnaðarfulla. Og síðan koma leikhúsgestir og horfa og hlusta, fara heim og rifja upp, læra nýja texta og spila geisla- diskinn með tónlistinni. Leiðið nú hugann að því hvað þetta starf áhugaleikfélaganna eflir íslenska tungu og hve mikinn þátt þau eiga í að knýja félaga sína til umhugsunar um hvernig tungumál- ið þjóni best þeim tilgangi sínum að orða hugsun og tilfinningar á lif- andi og skemmtilegan hátt. Lærum af öðrum þjóðum, lærum ný tungumál en gleymum ekki tungumálinu okkar sem gerir okk- ur einstök, gerir okkur að Islend- ingum. Eflum íslenskt áhugaleik- hús. Höfundur er forstöðukona í Reykjavík. Sigrún Óskarsdóttir I tilefni dagsins ÞEGAR kvöldin fara að lengjast og vetrar- myrkrið leggst yfir landið fer áhugaleikhús- fólk að hugsa sér til hreyfings. Hin skæða leikhúsveira sem legið hefur í dvala yfir sumar- ið fer á kreik og um allt land má sjá fólk úr ólík- ustu starfstéttum, hóp- ast í leikhúsin til að æfa leikrit. Fyrst eru haldn- ir fundir, það þarf að ráða leikstjóra, velja leikrit og síðan hefjast æfingar. Yfirleitt stend- ur æfingatímabilið um það bil sex vikur og er æft sex daga í viku, fjóra tíma í senn. En það þarf fleiri í leikhúsið en leikara og leikstjóra, þeir sem vinna baksviðs eru ekki síður mikilvægir, það þarf að smíða og mála leikmynd, sauma búninga, útvega leikmuni, hanna lýsingu, vinna að leik- skrá, auglýsa sýning- una og sjá um smink, hárgreiðslu, miðasölu, sviðstjórn og ýmislegt sem tilheyrir einni upp- færslu á Ieikriti. Eftir hveiju er fólk að sækjast í leikhúsinu? Hvað kemur manni til að eyða frítíma sín- um í áhugaleikhúsi, fara eftir langan vinnu- dag, stundum um lang- an veg, til að æfa leikrit og fá ekki einu sinni borgaða eina krónu fyrir? Jú, það er svo gaman og það er svo gefandi að vinna með öðrum sem hafa sama brennandi áhugann, og það er lærdómsríkt og spennandi að vinna með góðum leikstjóra og Sigríður Karlsdóttir Hin skæða leikhúsveira sem legið hefur í dvala yfir sumarið, segir Sig- ríður Karlsdóttir, fer á kreik þegar haustar. sjá leikritin lifna á leiksviðinu. Við áhugaleikarar höfum með okkur landssamband, Bandalag íslenskra leikfélaga, við höldum landsfundi tvisvar á ári og ræðum okkar mál, á þeim vettvangi styrkjum við sam- stöðuna og þar skapast vináttubönd sem eru afar mikils virði. Þegar upp er staðið er það sennilega vinátta alls þess góða fólks sem maður kynnist í leikstarfinu, sem gefur því mest gildi. Um leið og ég sendi öllu áhugaleikhúsfólki á Islandi baráttu- kveðjur í tilefni dagsins, hvet ég alla sem hafa tök á því, til að mæta í Ráðhús Reykjavíkur í dag klukkan 14, en þar verður haldið málþing um áhugaleikhús. Höfundur er tanntæknir á Selfossi. Dagur áhugaleikhússins á Islandi er morgun! í tilefni dagsins verður haldið málþing um stöðu og horfur áhugaleikhússins í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14 Avarp og setning: Einar Rafn Haraldsson, formaður Bandalags ísl. leikfélaga Framsöguerindi: „Gildi áhugaleikstarfs fyrir manneskjuna og samfélagið," Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur „Raunveruleiki áhugaleikstarfs dagsins í dag/' Bjarni Guðmarsson, sagnfræðingur og ritstjöri Stutt erindi: Björn Bjarnason, menntamálaraðherra, Vilhjálmur l>. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, fulltrúi Menningarmála-nefndar ReykjavTkurborgar. Pallborðsumræður, leikþættir, kaffi og skemmtilegheit! Mætum öll!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.