Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PLO mótmælir útboði á smíði húsa handa gyðingum í A-Jerúsalem Saka Israela um brot á friðarsamninarum lem. Reuters. ^ ■■ * Jerúsalem. Reuters. STJÓRN ísraels bauð í gær út smíði 1.025 íbúða í umdeildu hverfi gyð- inga í Austur-Jerúsalem daginn eftir að hafa staðfest samninginn um frekari brottflutning ísraelskra her- sveita frá Vesturbakkanum með nokkrum fyrirvörum. Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) mótmæltu útboðinu harðlega og sögðu það ganga í berhögg við friðarsamninga þeirra við ísraela. Hassan Asfour, samningamaður Palestínumanna, sagði að útboðið sýndi að Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Israels, legði meiri áherslu á að sefa íbúa gyðingabyggð- anna á hernumdu svæðunum og hægrisinnaða andstæðinga friðar- samninganna en að standa við skuld- bindingar sínar í nýja samningnum. Ehud Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði að útboðið hefði komið á slæmum tíma og virt- ist vera „pólitískar sárabætur til ráð- herra í stjóminni sem eru andvigir samningnum". Stjómin birti auglýsingu í dag- blaði í gær þar sem hún óskaði eftir tilboðum frá verktökum vegna smíði húsa í Har Homa, sem nefnist Jabal Abu Ghneim á arabísku. Jarðvegs- framkvæmdir hófust á staðnum í mars 1997 og þær leiddu til 19 mán- aða þráteflis í friðarumleitunum Israela og Palestínumanna, sem lauk ekki fyrr en nýi samningurinn var undirritaður í Washington fyrir mánuði. PLO hvatti íbúa Austur-Jer- úsalem til að sniðganga borgar- stjórnarkosningar, sem fram fóra í Jerúsalem á þriðjudag, en Likud- maðurinn Ehud Olmert var þá end- urkjörinn borgarstjóri með 61,4% at- kvæðanna. Olmert hefur þótt ganga jafnvel harðar fram en Netanyahu í þeirri viðleitni að treysta tök Israela á borginni. Utanríkisstefna Kínverja kynnt Deilur ríkja verði ekki leystar með hótunum um hernað WANG Yingfan, varautanríkisráð- herra Kína, hélt í gær fyrirlestur um utanríkisstefnu Kínverja í Norræna húsinu á vegum alþj óðamálastofn- unar Háskóla Is- lands. Hann sagði að kínverska stjórnin legði megináherslu á að standa vörð um fullveldi Kína og stuðla að var- anlegum friði, hótunum um hernaðaraðgerðir. Kín- verjar hefðu aldrei þröngvað hug- sjónum sínum upp á aðra og ætluð- ust til þess að aðrar þjóðir reyndu ekki að þröngva eigin hugmynda- fræði eða þjóðskipulagi upp á þá. „Kínverska stjórnin framfylgir óháðri utanríkisstefnu og megin- mai'kmið hennar verður alltaf að standa vörð um fullveldi Kína og hagsmuni kínversku þjóðarinnar.“ Reuters Leigubáta- stjórar í verkfalli GONDÓLARÆÐARI siglir fram hjá flota leigubáta, sem tepptu umferð um nokkur síki Feneyja í gær. Voru skipstjórarnir í samúðarverkfalli með leigubíl- stjórum í Róm. Efnt var til verk- fallsins, sem lauk reyndar í gær, vegna fyrirætlana yfíi-valda um að gefa leigubílaakstur frjálsan. Vildu leigubátasljórarnir leggja áherslu á kröfur sínar um óbreytt fyrirkomulag með mót- mælunum í Feneyjum. Lafontaine til Brussel? Bonn, París, Brussel. Reuters. TALSMENN Gerhards Schröders, kanslara Þýska- lands, sögðu í gær ekkert til í þeim fréttum að þýsk stjórnvöld beittu sér nú mjög fyrir því að Þjóðverji tæki við stöðu forseta framkvæinda- stjórnar Evrópu- sambandsins árið 2000. Voru uppi háværar getgát- ur um það að fjármálaráðherr- ann Oskar Lafontaine hygði á flutning til Brussel en tals- maður Schröders sagði þær fregn- ir „fáránlegar vangaveltur.“ Þýsk dagblöð greindu frá því í gær að franskir og þýskir emb- ættismenn hefðu nýlega rætt sam- an um þann möguleika að sljórn- völd landanna tveggja kæmu sér saman um tilnefningu í embættið og bar nafn Lafontaine fljótlega á góma í því samhandi. Gætu Frakkar að öllum líkindum vel sætt sig við Lafontaine enda talar hann frönsku og þekkir vel til Iands og þjóðar. Væri tilnefningin hluti af til- raunum flokka sósíalista og jafn- aðarmanna, sem nú halda um stjórnartaumana í þrettán af fímmtán aldildarlöndum ESB, til ýrkt'k* EVROPA% Reuters Oskar Lafontaine að auka hlut- deild sína í æðstu valdastöð- um ESB. Þeirri spurningu var hins vegar ósvaraði í gær hvers vegna Lafontaine, sem ekki tók við embætti fjár- málaráðherra í Þýskalandi fyrr en í síðustu viku, ætti strax að vera farinn að liugsa sér til hreyfíngs. Jacques Sant- er, núverandi forseti fram- kvæmdastj ór nar ESB, hefur lýst því yfir að hann vilji gjarnan starfa áfram þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Líkur eru hins vegar taldar á að honum verði velt úr sessi enda kemur hann úr röðum mið-hægriflokks kristilegra demóki-ata í Lúxem- borg. Hefur Romano Prodi, fyrr- verandi forsætisráðherra Italiu, verið nefndur til sögunnar sem líklegur arftaki Santers. Sjálfur gerði Lafontaine lítið úr vangaveltum þessum í gær. „Orðrómur er aldrei neitt nema orðrómur og getgátur. Stað- reyndin er sú að ég hef áhuga á starfi Jóhannesar Páls páfa - þið ættuð að segja lesendum ykkar frá því.“ Vill ná líkum upp úr Estonia Stokkhólmi. Reuters. HÁLFOPINBER nefnd í Svíþjóð hefur lagt tO, að reynt verði að ná upp líkum þeirra, sem fórast með ferjunni Estonia í Eystrasalti 1994. Með ferjunni fórast 852 menn og hafa lík 757 þeirra ekki fundist. Talið er, að þau séu flest enn um borð í skipinu. Aðeins 95 komust lifandi af í þessu mesta sjóslysi í Evrópu frá stríðslokum. Liggur skipið á um 100 metra dýpi. Ættingjar hinna látnu voru mjög óánægðir með þá ákvörðun sænsku stjórnarinnar 1994 að reyna ekki að ná líkunum upp en hafa nú fagnað niðurstöðu nefndarinnar. Er hún til athugunar hjá ríkisstjórninni. Það verður mikið og erfitt verk að ná líkunum upp og ólíklegt að unnt verði að bera kennsl á þau öll. Yrðu þau þá grafín saman í einni gröf að sögn formanns nefndarinnar. WANG Yingfan stöðugleika og hagsæld í heiminum. Wang sagði að ekki yrði auðvelt að koma í veg fyrir stíðsátök og tryggja varanlegan frið og hagsæld. Heims- byggðin stæði frammi fyrir mjög erf- iðum úrlausnarefnum, svo sem efna- hagskreppu í Asíuríkjunum. Hann kvaðst vongóður um að ríkj- um heims tækist að binda enda á kreppuna og sagði að kínverska stjómin hefði lagt sitt af mörkum til þess. Kínveijar hefðu veitt andvirði rúmra 300 milljarða króna í aðstoð við nágrannaríkin og hvergi hvikað frá þeirri stefnu að fella ekki gengi gjaldmiðOs síns, yuansins, þótt hún hefði kostað þá sjálfa miklar fórnir. Ekkert, eitt ríki hafi drottnunarvald Varautanríkisráðherrann sagði að ánægjuleg þróun hefði orðið í heims- málunum á síðustu árum í þá átt að draga úr áhrifum fárra ríkja eða ríkjabandalaga. Kínverska stjórnin legði áherslu á að ekkert eitt ríki eða bandalag ætti að hafa drottnunar- vald í heiminum og að öll ríki, þ.á m. Island, ættu að geta haft áhrif á framvindu heimsmálanna. Wang sagði að kínverska stjórnin styddi sjálfsákvörðunarrétt þjóða og vildi að deilur milli ríkja yrðu leystar með friðsamlegum hætti, ekki með Metnaður í starfi ráðsins Ósló. Morgunblaðið. „NORÐURLANDARÁÐ ætlar sér að gefa tón- inn og hafa framkvæðið,“ segir Berglind Ásgeirs- dóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn, þegar hún er innt eftir hlutverki ráðsins. í gær lauk þingi þess í Osló. Við þinglok í gær var kosinn nýr forseti ráðsins, Gun Hellsvik þingmaður sænska Hægri- flokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hún sagði í ávarpi í gær að Norðurlandaráð væri brúin milli Evrópusambandsins og Rússlands. Berglind bendii- á að minnt hafi verið á að fyrir fimm árum hafi verið komið nokkurt holhljóð í umræður á Norðurlandaráðsþingi. „Umræðurn- ar nú sýna að það er metnaður í starfi ráðsins. Hér era nánast engin mál til umræðu, sem ekki hafa alþjóðlega skírskotun. Að þessu leyti hefur orðið bylting innan írá í starfsemi ráðsins undan- farin ár.“ Sem dæmi bendir Berglind á umræður um alþjóðlegt samkomulag um fjárfestingar. Sem dæmi um hvernig ráðið geti verið með í að gefa tóninn á vettvangi utan Norðurlanda bendir Berglind á umræður þingsins um neytendamál. „Sú umræða endurspeglar glögglega að málefni neytenda era miklu ofar á blaði hjá okkur en í Evrópusambandinu. Á þessum vettvangi getum við beitt okkur fyrir að koma þessum norrænu áherslum áfram innan ESB.“ Á þinginu fóru fram hörkuumræður um vam- ar- og öryggismál og í fyrsta skipti fundaði for- Berglind Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri skrifstofu Norð- urlandaráðs segir byltingu hafa orðið á starfsemi ráðsins á síðustu árum. sætisnefnd ráðsins með nomænu utanríkisráð- herranum. Berglind segir ljóst að þetta samstarf muni þróast og talað hefur verið um að koma upp formlegri ráðherranefnd í utanríkismálum. fslendingar móti menningarsamstarfið Fjárlög Norðurlandaráðs hljóða upp á um 7,5 milljarða íslenskra króna. Um helmingur þess fjár fer í mennta-, menningar- og rannsóknar- mál. „Það kom fram á þinginu að þar mætti vera meiri metnaður, fyrst svo miklir fjármunir fara til þessara mála,“ segii’ Berglind. Á þinginu var samþykkt rammaáætlun um samstarf á þessu sviði, en það mun koma í hlut Islendinga, sem fara með formennskuna í Norð- urlandasamstarfinu næsta árið, að móta inni- haldið. „Tungumálasapstarf var einnig til um- ræðu og þar þurfa Islendingar að leggja sig fram við að uppfylla væntingar þingsins.“ „Þingið á að leggja línurnar fram á við,“ segir Berghnd. Liður í því er að Norðurlandaráð hefur verið ötult við að skapa nýjan vettvang í tengsl- um við Norðurlöndin. „Að frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra voru lögð drög að Heimskautsráðinu. Norðurlandaráð hefur undirbúið og er í raun skrifstofa fyrir þing- mannasamstarf Eystrasaltsríkjanna. Nú erum við að leggja di'ögin að Barentsþingmannasam- starfi. Ráðið hefur því verið driffjöðrin í að skapa nýjan vettvang allt í kringum okkur.“ Berglind bendir á að mikilvægi þessa verði seint ofmetið, til dæmis með það í huga að þegar ESB stækki muni svæðasamstarfið þar verða æ mikilvægara. Dæmi um starf í þessa veruna er að í febrúar 1999 stendur Norðurlandaráð fyrir ráð- stefnu ásamt þingmannasamtökum Eystrasalts- ríkjanna, þar sem þingmenn og ráðhemar munu ræða norræna vídd ESB, öryggi við Eystrasaltið og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Annað framtak ráðsins er ráðstefna í Stokk- hólmi 7.-8. desember um málefni bama í Eystr- saltslöndunum og nærsvæðunum. Hún verður í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og verður Vigdís Finnbogadóttir, fyi'rverandi for- seti, ráðstefnustjóri. „Ráðstefnan er gott dæmi um að Norðurlandaráð talar ekki aðeins, heldur framkvæmh' líka. Það er pólitískt torg, sem nýt- ist fleiram en Norðurlandabúum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.