Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sveitahótelið í Svein- bjarnargerði opnað Morgunblaðið/Kristján ANNY Larsdóttir í veitingasal Sveitahótelsins í Sveinbjarnargeröi á Svalbarðsströnd. Bæjarráð Akureyrar Ein milljón í Norður- pólinn BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær erindi frá Ferða- málamiðstöð Eyjafjarðar vegna fjár- hagsáætlunar vegna Norðurpólsins- jólaævintýiis á Akureyri. Heimilaði bæjarráð umhverfís- deild bæjarins að aðstoða við fram- kvæmd verkefnisins, en kostnaður deildarinnar vegna þessa má þó ekki fara yfir eina milljón króna. Þessum kostnaði á að mæta með aukafram- iagi á liðinn: „Jólaskreytingar hjá umhverfisdeild." Oddur H. Halldórsson fulltrúi L- lista bókaði á fundinum að hann væri á móti þessari afgi’eiðslu. ---------------- Samkór Svarfdæla Tónleikar að Rimum SAMKÓR Svarfdæla heldur tón- leika sunnudagskvöldið 15. nóvem- ber kl. 21. að Rimum í Svarfaðardal. Sungin verða lög eftir Sigfús Halldórsson, skandínavískar trú- badoravísur og syrpa af sjómanna- lögum svo fátt eitt sé nefnt. Tón- leikagestir geta fengið sér kaffí og smákökur í boði kórsins á meðan á tónleikum stendur. Einsöngvarar með kórnum eru Kristjana Arn- gi’ímsdóttir og Þórarinn Hjartarson. Undirleikari er Daníel Þorsteinsson og stjórnandi er Rósa Kristín Bald- ursdóttir. SVEITAHÓTELIÐ í Sveinbjarnar- gerði á Svalbarðsströnd verður opn- að formlega á morgun, laugardag. Hjónin Anny Larsdóttir og Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði eiga og reka Sveitahótelið, en þau hófust handa í marsmánuði síðast- liðnum að breyta kjúklingaslátur- húsi á staðnum í gistiheimili. Alls eru 12 herbergi á Sveitahótelinu, öll tveggja manna og með baði. „Við vildum kappkosta að gera allt sem best úr garði, það þýðir ekki að fara út í rekstur af þessu tagi nema gera þetta vel,“ sagði Anny, en hún kvaðst hafa kynnt sér málið vel og m.a. stundaði hún nám við ferðamálabraut Bændaskólans á Hólum og útskrifaðist sem búfræð- ingur þaðan síðastliðið vor. Hún sagðist hafa rætt við fjölda manns sem stunda ferðaþjónustu, heyrt af reynslu þeirra og kynnt sér rann- sóknir og kannanir. Notalegt afdrep á kvöldin Auk herbergjanna er rúmgóður matsalur á hótelinu og góð setu- stofa þar sem m.a. er hægt að sitja I rólegheitum við arineld. Þá er stór verönd framan við setustofuna með útsýni yfír Eyjafjörð. „Ferðamenn vilja hafa gott afdrep á kvöldin, þar sem þeir geta setið á kvöldin og slappað af. Ég held að það hafí kannski verið lagt of lítið upp úr þeim þætti hjá okkur við uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar," sagði Anny. Þó hótelið verði opnað formlega nú gátu þau tekið á móti gestum síðasta sumar og gekk vel. „Við lögðum allt kapp á að ljúka við breytingar og gera herbergin klár fyrir sumarið og það tókst,“ sagði hún. Hún sagði framtíðina leggjast vel í sig, en þegar er upppantað allt næsta sumar og munu m.a. hópar frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar gista þar. Nú í desember ætla þau hjón að bjóða upp á jólahlaðborð um helgar. Það verður að sögn Annýar hefð- bundið Norðurlandaborð, að sveitas- ið. Salurinn tekur 60-70 manns í sæti. Tónlistarmenn munu mæta með hljóðfæri sín og leika fyrir gesti og harmonikkan verður þanin. Óli G. sýnir Um helgina verður opnuð sýning á verkum Óla G. Jóhannssonar i Sveitahótelinu. Sýnir Óli nýjar myndir, um tuttugu talsins, allar lxl metri á stærð. Yfirskrift sýn- ingarinnar er „f villubirtu hug- myndanna". Landssíminn á Norðurlandi eystra Guðmundur ráðinn þjón- ustustjóri GUÐMUNDUR Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Straumrásar á Akur- eyri, hefur verið ráðinn þjónustu- stjóri Landssím- ans á Norður- landi eystra, með aðsetm- á Akur- eyri. Guðmundur var valinn úr hópi 25 umsækj- enda en hann tekur við __ stöð- unni af Ársæli Magnússyni, sem nýlega lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guðmundur sem hefur verið með eigin atvinnurekstur frá árinu 1985, sagði að nýja starfið legðist vel í sig, enda væru sími, tölvur og fjarskipti sitt áhugasvið. Þjónustufulltrúi hefur yfirumsjón með sölu- og markaðsstarfi Lands- símans á svæðinu og nýrri verslun sem opnuð verður á Akureyri innan tíðar. Þjónustufulltrúi hefur einnig yfirumsjón með tækniþjónustudeild á staðnum, fyrirtækjaþjónustu og er eftirlitsaðili við endursölu- og samstarfsaðila á svæðinu. Guðmundur tekur við nýja starf- inu strax eftir helgi en hann mun áfram eiga í Straumrás, ásamt fyrir- tækinu Sandblæstri og málmhúðun. Guðmundur er kvæntur Evu Ing- ólfsdóttur og eiga þau fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Spurninga- keppni SPURNINGAKEPPNI á vegum Kvenfélagsins Baldursbrár verður í safnaðarsal Glerárkirkju föstudag- inn 13. nóvember og hefst kl. 21. Að þessu sinni keppa trillukarlar, eldri borgarar, prestar, Frostrásin, Dagui’, Vélsmiðja Steindórs, Ásprent og Karlakór Akureyrar-Geysir. Aðgöngumiðinn kostar 400 krón- ur og gildir jafnframt sem happ- drættismiði, í hléi verða seldar veit- ingar. Allur ágóði rennur til kaupa á búnaði við tölvur sem gera langveik- um bömum kleift að fýlgjast með námi í skólanum sínum. ------♦-♦-♦---- Akurey rarkirkj a Kirkjudagur KIRKJUDAGUR verður í Akureyr- arkirkju næsta sunnudag, 15. nóv- ember, í tilefni af vígsluafmæli kirkjunnar. Dagski’áin hefst með sunnudaga- skóla kl. 11 um morgunin, en hátíðar- messa verður kl. 14. Prestar kirkj- unnar annast messugjörð en Kór Akureyrarkirkju syngur ásamt Barna- og unglingakór kirkjunnar. Kvenfélag kirkjunnar gengst íyrir kaffisölu að lokinni messu, þar verður einnig basar og sala á lukkupökkum. Dr. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, flytur íyrirlestur í kirkjunni ld. 17_en hann nefnist „Þekking og trú“. í fyrirlestrinum mun dr. Páll fjalla um starf háskóla og kirkju, sölulegar rætur þeirra og hlutverk í samtímanum. Fyrirlesturinn er ílutt- ur í minningu sr. Þórhalls Höskulds- sonar, fyrrverandi sóknai-prest við Akureyrarkirkju. Umræður um efnið verða að loknum fyririestri. aksjón 13. nóvember, föstudagur 12.00^Skjáfréttir 18.15^-Kortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15,19.45,20.15 og 20.45. 21.00k-Kók í bauk Kvikmynd eftir Svein Thorarensen. (e) 22.00^-Blak 1. deild KA-Þróttur Fjöl- breytt sýning HÁRSNYRTISTOFAN Medulla á Akureyri á tíu ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því efndi starfsfólk hennar í samvinnu við fleiri til mik- illar sýningar í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju um helgina. Auk þess að sýna allt það nýjasta í hárgreiðslu var heilt brúðkaup sett á svið og sýnt allt sem því tilheyr- ir. Þá stigu ungir break- dansarar dans og þjálfarar á Bjargi fóru í leikfimi svo eitthvað sé nefnt af fjöl- breyttri dagskrá. Morgunblaðið/Kiistján Eiður Jónsson um áskorun um tilfærslu á hreppamörkum í Ljósavatnshreppi Hreppsnefnd hafn- aði áskoruninni HREPPSNEFND Ljósavatns- hrepps í S-Þingeyjarsýslu átti í vik- unni fund með fulltrúum þeirra sveitunga sinna í Norður Köldukinn, sem skrifuðu á dögunum undir áskorun til hreppsnefndar þess efnis að hreppamörkin yrðu færð til suð- urs. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu nýlega vilja íbúar á bæjum norðan Ljósvetningabúðar og norð- ur að Björgum segja skilið við Ljósa- vatnshrepp og ganga til liðs við Áðal- dælahrepp, austan Skjálfandafljóts. Helga Erlingsdóttir, oddviti Ljósavatnshrepps, sagði að þar sem málinu væri ekki lokið af hálfu hreppsnefndar væri ekkert um það að segja á þessari stundu. Eiður Jónsson í Árteigi, einn þeirra sem skrifuðu undir sagði að hreppsnefnd Ljósavatnshrepps hefði hafnað því á fundinum að verða við áskoruninni. „Næsta skref í stöðunni er óvíst en við munum áfram vinna að málinu. Við vonumst jafnframt til að eitthvað fari að ger- ast í sameiningarmálum og þá mun- um við velja þann kostinn að fara hér austur." Alls skrifuðu 42 kosningabærii’ íbúar á áðurnefndu svæði undir áskorunina en þar búa um 80 manns, eða um þriðjungur íbúa Ljósavatnshrepps. Helsta ástæða áskorunarinnar snýr að skólamál- um. Börnin sem búa nyrst í Köldu- kinn hafa gengið í Hafralækjarskóla í Aðaldal en nú vill hreppsnefnd að börnin gangi í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnshreppi. Þeir sem skrif- uðu undir áskorunina una þvi ekki og vilja að börnin gangi áfram í Hafralækjarskóla eins og þau hafa gert síðastliðin 26 ár. Landsbankaglugginn Felagar lír Samlag- inu sýna KYNNING á verkum félaga Sam- lagsins stendur yfir í Landsbanka- glugganum á Akureyri. Sýningar- glugginn er inni í aðalútibúi bankans og varir hver kynning í fjórar vikur. Samlagið er gallerí í Grófargili þar sem list- og listhandverk er selt. Álls eru félagar 13 talsins, en þrír til fjór- ir félagar verða með verk sín í glugg- anum í viku í senn en þá er skipt um. Allir félagarnir í Samlaginu em af Eyjafjarðarsvæðinu. Verk þeirra eru af ýmsum toga, gi-afík, textíll, mál- verk, keramík, vatnslitamyndir og verk unnin með blandaðri tækni. verk sín I byrjun desember er ár liðið frá því Samlagið var formlega stofnað og af því tilefni verður efnt til að- ventusýningar þar, en hún hefst 28. nóvember næstkomandi. -----♦-♦-♦--- Sýningu lýkur SÝNINGU Drafnar Guðmundsdótt- ur í Galleríi Svartfugli í Grófargili lýkur um helgina. Verkin á sýning- unni eru unnin í gler og kallar hún sýninguna Land-s-lag. Galleríið er opið frá kl. 14 til 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.