Morgunblaðið - 13.11.1998, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 13.11.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 57 AÐSENDAR GREINAR Ingibjörg Sólriin - Á SÍÐASTA borg- arstjórnarfundi vakti undiiritaður athygli á því að Ingibjörg Sól- rán borgarstjóri hefur þegið nær 1,5 milljónir króna í laun fyrir að sitja sex fundi hafnar- stjórnar. Á þeim fundi svaraði borgarstjóri litlu um málið. Hún staðfesti að þetta væri rétt og vakti athygli á því að Markús Örn hefði verið duglegur að mæta á fundi hafnar- stjómar en taldi að Davíð Oddsson hefði ekki mætt jafnvel! Daginn eftir neitaði Ingibjörg Sól- rún að ræða við fréttamenn um málið en lét þess í stað aðstoðar- mann sinn um það. Margt vakti athygli í málflutn- ingi aðstoðarmanns Ingibjargar og skulu helstu rök hans fyrir fjarvist- um borgarstjórans rakin hér og þeim svarað þar sem við á. í fyrsta lagi taldi aðstoðarmað- urinn að borgarstjóri ynni mjög mikið að málefnum hafnarinnar og bæri mikla ábyrgð á þeirri stofnun og þar af leiðandi væri eðlilegt að hún fengi greiðslur fyrir alla þessa ábyrgð og vinnu í kringum yfír- stjórn hennar. Það er skemmst frá því að segja að í 2. gr. hafnarreglugerðar fyrir Reykjavíkurhöfn, nr. 130/1986, kemur fram að: „Borgarstjórn fer með stjórn hafnarmála undir yfir- umsjón samgönguráðuneytisins, en framkvæmdastjórn skal falin hafn- arstjórn og hafnarstjóra." Ekki borgarráði og borgarstjóra. Borg- arstjóri hefur því sömu „ábyrgð" á Reykjavíkurhöfn og t.d. Hitaveit- unni, Rafmagnsveit- unni, Vatnsveitunni og öðrum stofnunum Reykjavíkurborgar en hann fær einungis laun frá Reykjavíkur- höfn enda er hann ein- ungis í stjórn þeirrar stofnunar en ekki ann- arra. I öðru lagi hélt að- stoðaimaðurinn því fram að borgarstjóri hefði einungis rétt til setu í stjórninni en ætti ekki sæti í henni. I hafnarreglugerð- inni kemur fram að: „Auk hinna kjörnu fulltrúa eiga borgarstjóri, borgar- verkfræðingur og hafnarstjóri sæti í hafnarstjórn með málfrelsi og til- lögurétt." Skýrara getur það ekki verið, borgarstjóri á sæti í hafnar- stjóm. I þriðja lagi hélt aðstoðarmaður- inn því fram að sérstaða Reykjavík- urhafnar fælist meðal annars í því að höfnin greiddi ekki arð í borgar- sjóð eins og margar aðrar stofnanh- borgarinnar og því greiddi hún hluta af launum borgarstjóra! Guðlaugur Þór Þórðarson dapurlegt yfírklór Borgarstjóri hefur þegið hálfa aðra milljón króna, segir Guðlaugur Þdr Þórðarson, fyrir að sitja sex fundi í hafnarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurhöfn greiðir til Reykjavíkurborgar kostnað vegna endurskoðunar og fleiri þátta en það kemur fram í hafnarlögum 9. gr. að: „Hafnarsjóðir skulu undan- þegnir hvers konar sköttum til sveitarsjóða." Með öðmm orðum ef Reykjavíkurhöfn greiddi einhvers- konar arð í borgarsjóð hvort sem það væri í formi launa borgarstjóra eða einhvers annars þá væri Reykjavíkurborg að brjóta lög. (Þess má geta að arðgreiðslur stofnana borgarinnar í borgarsjóð nema meira en milljarði króna og ótrúlegt að einhverjum skuli detta í hug að tæplega 370.000 króna greiðsla á ári fyrir nefndarstörf sé á einhvern hátt sambærileg við arðjgreiðslur.) A síðasta áratug ákvað borgar- stjórn launakjör borgarstjóra. Þau em sömu laun og forsætisráðherra hefur. Embættismenn borgarinnar (hvorki borgarstjóri né aðrir) fá sérstakar greiðslur fyi-ir setu í nefndum enda htið svo á að starfs- skyldur margra þeirra felist í því að sitja tiltekna fundi eins og t.d. í borgarráði. Þetta gildir hinsvegar ekki um þá embættismenn sem eiga sæti í hafnarstjórn. Þeir fá all- ir sömu greiðslu og gildir um kjöma fulltrúa í hafnarstjórn á grandvelli 2. gr. reglugerðarinnar um að þeir eigi sæti í hafnarstjóm. Með öðmm orðum borgarstjóri fær nefndarlaun frá Reykjavíkur- höfn í hverjum mánuði vegna þess að hann á sæti í hafnarstjórn en það tengist ekki launakjörum hans að öðra leyti á neinn hátt. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. • • JAKKAFOT & FRAKKAR STK 9.900 SKYRTUR FRÁ 1.790 Ath. OPE) SUNNUDAG 13-17 Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731 LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.