Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 15 Andlitslyfting á Hótel Örk Hveragerði - Undanfarið hefur ver- ið unnið að því að endurbæta vistar- verur á Hótel Örk. Búið er að skipta um gólfteppi á öllum göngum og sölum hótelsins og nú prýðir ganga gólfteppi sem er sérofið í Bretlandi með merki Lykilhótelakeðjunnar. Ennfremur er verið að mála og lagfæra herbergi hótelgesta. Að sögn Sigurðar Tryggvasonar er stöðugt unnið að endurbótum á hót- elinu, enda nauðsynlegt að hóteli eins og Örkinni sé haldið vel við til að gestirnir séu ánægðir. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Bestu myndir verðlaunaðar Drangsnesi - Efnt var til ljósmynda- samkeppni um bestu mynd Bryggju- hátíðar sem haldin var á Drangsnesi í sumar. Þema ljósmyndasamkeppn- innar var myndir teknar á Bryggju- hátíðinni. Bárust margar mjög góðar myndir í keppnina. Nýlega voru verðlaun afhent í Ijósmyndasamkeppninni. Verð- launin, veglegar ljósmyndabækur, voru gefín af Sparisjóði Stranda- manna. Fyrstu verðlaun hlaut Anna Guðrún Höskuldsdóttir, Ak- urgerði í Ölfusi. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir ANNA Guðrún Höskuldsdóttir við verðlaunamynd sína. \, Vcrðlaun Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ÞAÐ var glatt á hjalla í Föndurhúsinu þegar fréttaritari leit þar inn á dögunum. Basar á Dvalar- heimilinu Asi Hveragerði - Árlegur jólabasar heimilisfólksins á Dvalarheimilinu Ási/Ásbyrgi, Hveragerði, verður haldinn í fóndurhúsinu Frumskóg- um 6b sunnudaginn 15. nóvember. Opið verður milli klukkan 13 og 16. Á basamum verður margt góðra muna sem allir eru unnir af heimil- isfólkinu. Má þar meðal annars nefna pijónavöru ýmiss konar, tré- muni og útsaum ásamt ýmsu sem tengist jólunum. Milli 20 og 30 manns mæta reglulega í Föndurhúsið til að sinna hinum ýmsu hugðarefnum sínum en leiðbeinendur eru þær Elísabet Kiistinsdóttir og Þórdís Öfjörð. Líf og fjör hjá séra Sveini Tálknafirði - Á hverjum sunnu- dagsmorgni streymir fjöldi barna og fullorðinna að prest- setrinu á Tálknafirði til þess að sækja kirkjuskólann hjá sr. Sveini Valgeirssyni. í kirkjuskólanum er líf og fjör, og á presturinn auðvelt með að ná athygli gestana með leik og söng. Hann bregður sér í mörg hlutverk m.a. er brúðu- leikhús á dagskránni. Þá gríp- ur hann gítarinn og syngur af innlifun „kirkjuskólalögin" og allir taka undir. Aðsókn að kirlquskólanum hefur verið sérlega góð í haust og því til staðfestingar þarf ekki annað en að líta upp í kirkjuskólaloftið, þá skina við stjörnur, gylltar og silfraðar, ein fyrir hvern gest. Sijörnurn- ar hafa börn og fullorðnir hjálpast að við að gera og festa upp, eftir að hver og einn hefur merkt sér eina. , Morgunblaðið/Finnur Pétursson SERA Sveinn aðstoðar börnin við að festa stjörnur á „himininn". Morgunblaðið/Ingimundur NEMENDUR og kennarar Grunnskólans í Borgarnesi gengu fylktu liði um bæinn með kröfuspjöld og sungu vímuvarnarlög í lok þemaviku skólans. Þemavika í Grunn- skólanum í Borgarnesi Borgarnesi - Stundaskrá var lögð til hliðar í Grunnskólanum í Borg- arnesi vikuna 26.-30. október sl, en timinn helgaður vináttu, sam- skiptum og vímuvörnum. Við- fangsefnum nemenda var skipt eftir aidri. Fjöiluðu verkefni yngri nemenda fyrst og fremst um vin- áttu, samvinnu og samkennd. Nemendur 1.-4. bekkjar unnu saman í blönduðum hópum út frá sjálfum sér og sögunni um „Dýrin í Hálsaskógi" eftir Thorbjörn Egner. Áður en til þess starfs kom höfðu kennarar skólanna í Borg- arbyggð lagj á sig mikla vinnu til þess að undirbúningur yrði eins og best væri á kosið. Tókst það vel í alla staði og skilaði sér þegar til verkefnsins kom. Nemendur í 5.-7. bekk unnu saman í átta blönduð- um hópum á mismunandi stöðvum og heimsóttu þeir hveija stöð einu sinni. Þar var umræðustöð um til- fínningar sem nefndist vellíðan en einnig myndgerð, listasmiðja, leik- list, danslist, sund- og gönguhópur sem fór „söguhringinn" í Borgar- nesi með leiðsögumönnum. Þar var fræðst um uppbyggingu Borg- arness frá komu Skalla-Gríms til okkar daga. Unglingarnir ákváðu að semja fræðsluefni fyrir jafnaldra sína uni skaðsemi allra ávana- og fíkni- efni. Þeir unnu saman í litlum liópum innan hvers árgangs. Var þessi vika ævintýri líkust að mati nemenda og starfsfólks grunn- skólans. Þarna fékk sköpunar- gleði og hugmyndaauðgi nemenda að njóta sín í hvívetna. Nokkrar stuttmyndir voru gerðar, leikrit samin, blöð gefin út um fræðslu- efni, skoðananakannanir gerðar og nemendur sömdu sögur og ijóð. Þá lögðu nemendur mikla vinnu í gerð auglýsingaskilta með slag- orðum gegn vímu- og fíkniefnum. Var síðan farin skrúðganga um bæinn þar sem nemendur og kennarar gengu fylktu liði með þessi spjöld og sungu vímuvarnar- lög af mikilli innlifun. Um kvöldið var haldinn dansleikur í Félags- miðstöðinni Óðali fyrir eldri nem- endur skólans og jafnaldra þeirra úr Varmalandsskóla. Sá hljóm- sveitin Skítamórall um að halda uppi fjörinu. 1 vikunni á eftir voru verkefnin kynnt foreldrum á sér- stökum bekkjarkvöldum. Tókust þau vel og var mæting foreldra mjög góð, sem og undirtektir. Þessi þemavika er hluti af sam- starfsverkefni Borgarbyggðar, SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins um forvarnir og forvarnarstarf í Borgarbyggð. Veðurspá- maður á vit feðranna Hnausum í Meðallandi -1 vetrar- byrjun hefur lengi verið spáð fyrir veðri hér í Meðallandi og lengi hef- ur Morgunblaðið birt spádóminn undir nafnleynd. En nú er þessu lokið og við dauðann að sakast. Er nafn- birting nú viðeig- andi að leiðarlok- um. Gísli Erasmus- son í Kotey, en sá var spámaður- inn, lést í hjúkrunarheimilinu Klausturhólum 23. september sl., 79 ára gamall. Gísli spáði í gamir og var auk þess sérfræðingur í notkun gamla sveitasímans. Stóð þar ekki á svör- um þegar spurt var um hvort ekki mætti vænta veðurbreytingar og ef gagnrýni kom fram á spádóminn. Eg, Vilhjálmur á Hnausum, skrifaði minningargrein um Gísla sem kom í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 22. október. Er því ekki lengur að vænta vetrarspádóma út- gefinna af Gísla Erasmussyni í Kotey. Gfsli Erasmusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.