Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 55 — heldur það áfram, umbreytir sér og Þorgeir kom af stað þessari hreyfingu í okkur, það er hreyfing í okkur sem við skilum áfram... og áfram... eitthvað víbrar í andrúmsloftinu, eitthvað titrar en það er nóg, það er komið af stað, - Seinna þegar ég veiktist á svipaðan hátt og Þorgeir fann ég það hvað þetta var sárt, innilokunin, útskúfunin, geðveikin lokar á tilfinningar, lífsaflið, maður festist í skelfilegum hugmyndaheimi, sem tærir mann upp, nagar inn að beini, maður fuðrar upp, brennur út, vegna þess að það er of sárt að finna til, það er enginn til að taka á móti svona skelfilegum sársauka, svo sársaukinn ræðst á mann sjálfan og læsir mann í neti hugmyndanna, flækir mann þar og maður flýgur ekki, maður flýgur ekki lengur, maður er í kremju, en bara að maður fái eina hugmynd enn, eina helvítis hugmyndina í staðinn fyrir að finna til, því það er engin útrétt hönd í myrkrinu og þó hún væri treystir maður ekki hendinni, treystir ekki snertingunni, maður er hræddur við snertinguna... að snerta eigin sársauka, svo maður lokar hann inni í hugmyndanetinu. Við snertingu tengist maður, og er bara ekkert vanur því, hefur ekki lært það, hvað er svona ægilegt við snertingu... segðu mér það, jú maður er til, hafnar ekki lengur lífinu eða sjálfum sér, tekur þátt í lífinu, verður hluti af því, blómunum, manneskjunum, veðrinu, og kann það ekki heldur, hræddur við strauminn, blossann sem kemur við snertingu. Blossi sem lýsir upp myrkrið. Svo maður skilur... og skilningurinn getur verið ægilegur og það þarf líka að deila honum. Deila styrk, reynslu og vonum. Og við snertingu rennur maður saman við eitthvað. Maður er hræddur við samruna. Trúir að maður glatist. Samruni getur ekki verið neitt annað en ást. Kannski finnst manni ástin svona skelfileg. Og afhverju? Þá verður maður til, opnast. Ekki lokun, ekki ritskoðun. Eða hvað? Maður kemst ekki að því fyrr en maður þorir að elska. Það er vítahringurinn sem verður að gangast á vald til að geta brotist úr. Maður verður að eiga vin sem skilur ... og þú, Þorgeir, varst svo góður... svo góður, þegar ég var á spítalanum, enginn var betri en þú og það hélt í mér lífinu, hjálpaði mér... að fá þessar ótrúlegu sendingar, uppátækin, lífsmark utan úr geimnum, og ég vildi að ég hefði getað bjargað þínu, en ég brást þér einsog svo margir, við brugðumst þér svo mörg Þorgeir, því við kunnum ekki, gátum ekki verið svona einsog þú, svona lítil og stór, einsog þú gast verið en mig langar að læra það í framtíðinni. I framtíðinni skilurðu. Núna. Allt var hengiflug hjá þér, þú kastaðir þér fram af í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur, gafst þig allan, ýmist flaugst eða brotlentir. En hvílík náðargáfa að geta gefið svona mikið. Og svona skrautlega. Hatturinn, klúturinn, blikið, sveiflan. Og við gátum gert grín að veikindum okkar: Finnst þér ekld sætt af mér að hafa farið í maníu þér til samlætis? Jú, það munar öllu. Og fórstu uppí sjónvarp? Já, en bara til að segja þeim að Island væri Ijón. Og guð var góður við þig, að hann sendi þér engil, hana Rúnu, sem elskaði þig þótt þú værir veikur, og einsog tónlistin elskaði þig var þér sendur engill, og þú elskaðir, þú gast elskað þetta síðasta ár. Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Látinn er fyrir aldur fram vinur minn, skólabróðir og samferðamaður Þorgeir Rúnai' Kjai-tansson sagnfræðingur. Þrátt fyrir að hafa alist upp í sömu götunni og verið samferða allan bama- og unglingaskólann tókust ekki kynni með okkur Þorgeiri fyrr en leiðir okkar lágu saman á skólabekk í Menntaskólanum við Tjömina sem þá hét. Kom þá fljótlega í ljós að í drengnum bjó leiftrandi frjór hugur og sterk kímnigáfa, sem smitaði frá sér á þann hátt að auðvelt var að hrífast með í því sem Þorgeir tók sér fyrir hendur. Nemendur treystu honum til áhrifastarfa innan skólafélagsins bæði sem ármanni þess og í ritstjóm skólablaðsins og hópurinn í kring um forkólfinn var stór. Námið var á þessum áram ekkert aðalatriði og það stundaði Þorgeir ekki af neinu kappi. Það duldist þó engum að hann var gæddur ágætum námshæfileikum og þá átti hann eftir að nota síðar. Líf líðandi stundar og gleðin yfir því að vera til var mikilvægara þeim kröfum að standa sig og lífið þurfti að kryfja til mergjar. Eftir nám í París og hér heima, lauk Þorgeir prófi í sagnfræði og starfaði m.a. sem framhaldskólakennari við gamla menntaskólann sinn, sem leiðsögumaður og sem þáttagerðar- og fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Þorgeir tók sér ýmislegt fyrir hendur og gerði það vel sem hann hafði áhuga á og eins og hans var von og vísa. En það fylgdi böggull skammrifi. Þorgeir tók að kenna sjúkdóms sem átti eftir að móta h'f hans það sem eftir var. Það tók okkur félaga hans og vini nokkum tíma að átta okkur á því hvað var að gerast og það var sárt að sjá þennan hæfileikaríka mann verða á stundum heltekinn þessum sjúkdómi og fá ekkert að gert. Sjúkdómi sem braut allt niður og kom í veg fyrir að hæfileikar hans fengju notið sín sem skyldi. Þó svo að leiðir hafi skilið og hvor hafi farið sína, þá roftiuðu aldrei þau bönd vináttu sem bundust á skólaáranum og fyrir það vil ég þakka. Þeir sem næst stóðu Þorgeiri vissu að áhugamál hans snérast ekki alfarið um sagnfræðileg efni. Tónfist og skáldskapur vora þær greinar sem hann hafði einna mestar mætur á. Hann fékkst sjálfur við að semja, bæði tónsmíðar og Ijóð en hann var feiminn við að koma á framfæri þessum hugarfóstram. Eftir hann liggur þó ein ljóðabók og hljómdiskur með gleðisveitinni Júpíters sem Þorgeir átti stóran þátt í að skapa. Þorgeii- sagði eitt sinn: „Eg á eftir að segja, komdu og skoðaðu í kistuna mína,“ og sýndi mér ofaní gamla og lúna ferðatösku sneisafulla af skrifuðum ljóðum og sögum. Þorgeiri auðnaðist ekki nema rétt að rifa lokið af kistli sínum þegar annar harðvítugur sjúkdómur greip hann þeim tökum að honum varð ekki lengri lífdaga auðið. Ég vil votta aðstandendum Þorgeirs mína dýpstu samúð og þá sérstaklega Valgerði móður Þorgeirs og Rúnu sambýliskonu hans sem stóðu við hlið hans og studdu á erfiðum tímum. Ég vil þakka Þorgeiri samfylgdina, megi hann hvíla í friði. Viktor Smári Sæmundsson. Þeir voru ekki árennilegir Júpítersmenn þegar þeir stóðu á sviði og á manni skullu voldugar brasskviður, satýrískar sýrufléttur í bland við þungstígt tja-tja-tja: hún var full af ofsafenginni gleði og tömdu frelsi þessi músík, full af fysnum, full af eldi og myrkri og örvæntingu; og þeir stóðu þama í röð þungir á brún með rörin sín menn á öllum aldri, sumir markaðir lífsreynslu og aðrir með bamsandlit, sumir skartlega búnir og aðrir í snjáðu leðri og Goggi í miðjum hópnum með sólgleraugu og blés eins og hann ætti lífið að leysa með þessum sára háskatóni innblásnum af Dexter Gordon, John Colfrane og Gato Barbieri, þessum tóni sem gaf Júpítershljómnum svo sérstakan lit. Þá var hann hamingjusamur: það sem til áhorfenda streymdi og það sem hann heyrði inni í sér var í undursamlegri einingu. Þá var hann hamingjusamur. Þeim kom eins og sagt er misjafnlega saman honum og heiminum. Þessi næma sál tók á sig mörg gervi á stuttri ævi. Um tvítugt tók hann sig til og gerðist saxófónleikari eins og okkur nágrönnum hans er í fersku minni, strófumar ómuðu dögum, rikum, mánuðum og loks áram saman um Karfavoginn og allt í einu var hann kominn með þennan tón. Hann var líka vandaður sagnfræðingur, hafði frábær tök á lausamáli, orti sterk og tjáningarrík Ijóð, gat rímað eins og hann lysti, flutti greinargóða fréttapistla frá París í útvarp, var vellátinn kennari í menntaskóla; og aldrei virtist hann þurfa ýkja mikið að hafa fyrir neinu - hann var geysifljótur að átta sig og átti afar auðvelt með að tjá sig. I Þorgeiri bjuggu svo margir menn, svo miklir hæfileikar á svo ólíkum sviðum, hann kom svo víða við, að hægt yrði að skrifa margar og ólíkar greinar um hann. Sjálfur þekkti ég hann einungis náið sem bam í Karfavoginum. Hann var tveimur áram eldri en ég, elstur í hópnum, foringinn sem kom og fór og hvarf okkur loks á unglingsáranum. Við höfðum lítið saman að sælda sem fulltíða menn en þegar við hittumst hafði hann alltaf sömu sterku áhrifin á mig og þegar við voram drengir og við voram vinir. Ég leit upp til hans eins og ég hafði alltaf gert. Augu hans vora svo sterk að jafnvel á þéttsetnum stað drógu þau mig eins og segull til sín, lágmælt röddin var full trúnaðar og ákefðar og allt skipti máli sem hann sagði - hann kallaði umsvifalaust fram í manni skýlausa einlægni, afvopnaði mann kaldhæðni og hversdagsfasi. A slíkum stundum var Þorgeir maður sem undurgott var að vera nálægt. Astvinum votta ég mína innilegustu hluttekningu. Guð blessi minningu Þorgeirs Kjartanssonar. Guðmundur Andri Thorsson. Fingur hreyfast ekki lengur. Saxinn er þagnaður, en minningin lifir. Minning um góðan dreng sem átti tón. Tón sem hreif fjöldann en var svo brothættur. Þorgeir var vinur vina sinna. Hann var gleðigjafi hvort heldur var í líflegum samræðum um ótrúlegustu málefni eða sem spunameistari með titrandi blað milli tanna. Hann var kollegi okkai- í MS í nokkur ár og var vinsæll mjög meðal kennara og nemenda, enda afburða fróður og víðlesinn. Við nutum hæfileika hans í allt of stuttan tíma, en eram betri menn eftir. Nemendur sakna hans, við söknum hans. Fyrir hönd samstarfsmanna í Menntaskólanum við Sund, Ársæll, Gísli og Hákon. • Fleiri minningargreinar um Þor- geir JRiínar Kjartansson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ODDNÝJAR GUÐBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Digranesvegi 54, Kópavogi. Karl Jóhann Gunnarsson, Þórður Karlsson, Þórsteina Pálsdóttir, Jón Ólafur Karlsson, Elísabet Sigurðardóttir, Gunnar Már Karlsson, Matthildur Jónsdóttir, Ása Kristbjörg Karlsdóttir, Þröstur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS SIGURÐSSONAR fyrrv. byggingarfulltrúa, Ljósheimum 1, Reykjavfk, verður gerð frá Langholtskirkju mánudaginn 16. nóvember kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigurður Bjarni Gunnarsson, Ásta Gunnarsdóttir, Björn Reynir Friðgeirsson, Ásthildur Kristín Björnsdóttir, Gunnar Ingi Björnsson. t Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim fjöl- mörgu sem sýndu okkur samúð sína og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, systur og vinkonu, ÁSTU HALLDÓRSDÓTTUR, Mjóuhlíð 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur, deild 7A. Guð blessi ykkur öll. Erla Óladóttir, Fernando Mendonca, Matthew Wakefield, Natalie Wakefield, Sólveig Óladóttir, Sveinn Rúnarsson, Snorri Örn Sveinsson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Björg Óladóttir, Óli Páll Ómarsson, Ragnar Halldórsson, Sverrir Halldórsson, Oddný Erla Valgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. t Hugheilar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR ÞÓRDÍSAR INGIMARSDÓTTUR. Hildur Kristín Jakobsdóttir, Gunnar V. Sigurðsson, Sigurjóna Jakobsdóttir, Jón Þórarinsson, Oddný Jakobsdóttir, Grettir Pálsson, Halldóra Karlsdóttir, Katrín Helga Karlsdóttir, Steingrímur V. Björgvinsson, Edda Jónsdóttir, Karl Davíðsson, Margrét Eyfells, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS R. ÞORVARÐARSONAR fyrrv. brunavarðar, áðurtil heimilis í Hólmgarði 27, Reykjavík. Sérstakar þakkirtil starfsfélaga Brunavarðafé- lags Reykjavíkur og alls starfsfólks Sjúkra- húss Sauðárkróks. Þórhildur Kristjánsdóttir, Eggert Bogason, Sigríður Kristjánsdóttir, Viðar Vilhjálmsson, afabörn og langafabörn. t Færum öllum hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, stuðning og hlýhug við andlát og út- för sambýliskonu minnar, móður, dóttur og systur, SIGRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitas, lækna og hjúkrunarfólks deildar A-7 á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og Hildar Stefánsdóttur. Einar Óskarsson, Ólafur ísak Friðgeirsson, Lilja Gunnlaugsdóttir, Ólafur Gunnarsson og bræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.