Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 59
■............ .............. *
Fimmta rammaáætlun
ESB - mörg sóknarfæri
TENGSL íslenskra
vísindamanna við starfs-
bræður þeirra í Evrópu
hafa stórauMst frá því
þátttaka hófst í ramma-
áætlun Evrópusam-
bandsins (ESB) um
rannsóknir og tækniþró-
un. A sama tfrna halda
áfram mikil og vaxandi
samskipti við starfs-
bræður vestanhafs og á
Norðurlöndunum. Aukin
þátttaka í evrópsku vís-
indasamstarfi á vegum
Evrópusambandsins er
gagnleg viðbót við al-
þjóðleg tengsl íslend- Eiríkur
inga á sviði vísinda og Baldursson
tækni. Samstarfið innan
fjórðu rammaáætlunar ESB, sem við
höfum tekið vfr’kan þátt í frá gildis-
töku samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES), er umfangsmest.
Þátttaka í samstarfi Evrópuríkja
íslendingar hafa tekið
þátt í vel yfir 100 verk-
efnum, segir Eiríkur
Baldursson, innan 4.
rammaáætlunar ESB á
undanförnum árum.
hefur sett mark sitt á vísindastarf-
semi á Islandi þar sem umtalsverður
hluti vísindasamfélagsins metur
kosti og galla á því að taka aukinn
þátt í samstarfi sem opnar íslensk-
um aðilum markað þar sem hægt er
að selja og kaupa hugmyndir og
hugvit víðsvegar í Evrópu. Þátttak-
an er fjárfesting í samstarfi.
Fjallað er um áhrifin af þessu sam-
starfi á vísinda- og tæknistaifsemi á
Islandi á Evrópudögum sem standa í
Perlunni 13.-15. nóvember 1998.
Fimmtu rammaáætlun ESB um
rannsóknir og tækniþróun verður
skipt í þema- og þveráætlanir.
Verða þemaáætlanirnar fjórar en
þveráætlanir þrjár. I hverri þemaá-
ætlun verður viðfangsefnum skipt í
lykilaðgerðir. Að auki verður í
hverri áætlun varið fé til rannsókna
á grunntækni og gaumur verður
gefinn að innviðum rannsóknanna.
Þemaáætlanir eru fjórar og er um
að ræða stór margþætt viðfangsefni
sem skilgreind verða í samræmi við
þarfir þegna, atvinnulífs og þjóða
fremur en rannsóknarsviða og at-
vinnugreina. Viðfangsefnin geta
samtímis spannað bæði hagnýt
verkefni - þróunarvinnu - og leit að
grunnþekkingu ef á henni þarf að
halda til að leysa verkefnin.
Þveráætlanirnar þrjár ganga
þvert á þemaáætlanirnar fjórar og
lykilaðgerðir þeirra. Viðfangsefnum
í þveráætlunum er ekki, með einni
undantekningu þó, skipt í lykilað;
gerðir eins og þemaáætlunum. í
áætluninni Bættur mannauður til
rannsókna - betri félags- og hag-
fræðiþekking er um að ræða rann-
sóknarþjálfun og samskipti vísinda-
manna sem ganga þvert á lykilað-
gerðir þemaáætlana og einnig er í
henni sérstök lykilaðgerð sem fjall-
ar um félags- og hagrannsóknir.
Þátttaka eða ekki?
íslendingar hafa tekið þátt í vel
yfír 100 verkefnum innan 4. ramma-
áætlunar ESB á undanförnum ár-
um. Vísindamenn hjá fyrirtækjum
og stofnunum hafa sýnt og sannað
að hér á landi fer fram vísinda- og
tæknistarfsemi sem er í flestum
greinum samkeppnishæf við það
sem gerist í aðildarlöndum ESB. I
byrjun virtist sem rannsóknastofn-
anir tækju fyrstar við sér, en há-
skólastofnanir og atvinnulífið hafa
fylgt fast á eftir og gefið tækifærum
í þessu samstarfi vaxandi gaum.
í fimmtu rammaáætluninni
1998-2002 má gera ráð fyrir að ekki
verði um færri tækifæri að ræða fyr-
ir íslenska aðila en vonj í hinni
fjórðu. Það er dýrt að
leggja stund á rann-
sóknir og samstarf á
því sviði er einnig dýrt
þó að þannig megi
dreifa áhættu einstakra
þátttakenda. Mestu
máli skiptir þó að fyrir-
tæki ráðist ekki í að
leggja út í rannsóknar-
starfsemi rannsókn-
anna vegna. Fyiirtækin
verða að hafa skýr
markmið með rann-
sóknunum þar sem
helsta réttlæting kostn-
aðarins sem þau leggja
í, er fólgin í þeirri von
að skapa sér sterkari
stöðu en áður. í dag
eru fleiri dæmi um það en áður að
íslendingar sjái að þetta er hægt.
Þemaáætlanir og þveráætlanir
Hér á eftir verða listaðar upp
undiráætlanir og viðfangsefni
fimmtu rammaáætlunarinnar. Gerð
er tilraun til þess að íslenska heiti
viðfangsefna og lykilaðgerða og er
tillögunum ýtt á flot. Er mikilvægt
að þeir sem að þessu starfi koma
reyni að leita heita sem falla vel að
íslenskri tungu:
1. Lífsgæði og lífrænar auðlindir
Lykilaðgerðir: Heilbrigði,
fæða og umhverfi
Smitsjúkdómar
Frumuverksmiðjan (líftækni)
Sjálfbær landbúnaður, fiskveiðar
og byggðaþróun
Öldrun
2. Upplýsingasamfélagið
Lykilaðgerðir: Upplýsinga-
veitur og þjónusta
Rafræn viðskipti og nýskipan
starfa
Margmiðlun, efni og búnaður
Grunntækni og innviðir
3. Samkeppni og sjálfbær vöxtur
Lykilaðgerðir: Nýsköpun,
vörur, aðferðir og skipulag
Samþættar og sjálfbærar
samgöngur
Landflutningar og sjávartækni
Flug- og geimferðatækni
4. Verndun vistkerfa
Lykilaðgerðir: Vatnsbúskap-
ur/vatnsgæði
Hnattrænar breytingar, loftslag,
lífskrúð (líffræðileg fjölbreytni)
Sjálfbær vistkerfi sjávar
Borg framtíðar og menningar-
arfur
Hreinar orkulindir
Hagkvæm og samkeppnishæf
orka
Þveráætlanir:
5. Alþjóðlegt hlutverk r&þ starf
semi ESB
Viðfangsefni:
Samstarf við umsóknarlönd; sam-
starf við NIS og CEEC lönd sem
ekki hafa sótt um aðild; við Miðjarð-
arhafslönd, þróunarlönd, ríki í S-A
Asíu og önnur iðnríki. Samstarf við
alþjóðasamtök og stofnanir, m.a.
COST, EUREKA,
6. Nýsköpun og aukin þátttaka
smárra og meðalstórra fyrir
tækja (SMF)
Viðfangsefni:
Nýsköpun; aukin þátttaka SMF;
nýting á niðurstöðum úr rannsókn-
um á vegum ESB; nýjar leiðir við
tækniyfirfærslu; miðlun upplýsinga;
einkaréttannál; aðgangur að
áhættufjármagni; tilurð nýsköpun-
ar- og sprotafyrirtækja.
7. Bættur mannauður til rann
sókna - betri félags- og hag
fræðiþekking
Viðfangsefni:
a) Bættur mannauður til rann-
sókna: Stuðningur við þjálfun og
skipti á vísindamönnum; netverk
fyrir þjálfun vísindamanna;
Marie Curie styrldr; bættur að-
gangur að stórum rannsóknar-
tækjum, einstök vísinda- eða
tækniaðstaða; vísindaráðstefnur;
viðhorf almennra borgara o.fl.
b) Bættur grunnur félags- og hag-
fræðiþekkingar: Framvinda og
félagslegar breytingar; tækni,
samfélag og atvinna; stjórnun og
þegnskapur; ný líkön til að þróa
atvinnutækifæri og hagvöxt;
stuðningur við mótun vísinda- og
tæknistefnu í Evrópu; greining á
pólitískum deiluefnum; sam-
ræmdur grunnur hagtalna vís-
inda, tækni og nýsköpunar o.fl.
Höfundur er amiar vísinda- og
menntamálafulltrúa menntamála-
ráðuneytis við sendinefnd íslands
hjá framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins í Brussel.
Nú er lag að
auka hlut kvenna
í stjórnmálum
A SIÐASTLIÐNU
vori samþykkti Alþingi
þingsályktun um
fræðslu- og kynningar-
átak til að auka hlut
kvenna í íslenskum
stjórnmálum. I fram-
haldi af því hefur fé-
lagsmálaráðherra nú
fyrir skömmu skipað
nefnd til að skipu-
leggja aðgerðir í því
skyni að bæta hlut
kvenna á vettvangi
stjórnmálanna. Nefnd-
in er skipuð fulltrúum
allra stjómmálaflokk-
anna sem sæti eiga á
Alþingi auk fulltrúa
Jafnréttisráðs og Kvenréttindafé-
lags Islands. Það er ástæða til að
fagna þessu átaki og vonandi verða
það ekki orðin tóm.
Þróun þessara mála hefur verið
miklu hægari hér en á hinum
Það er ekki aðeins
nauðsynlegt heldur
líka sjálfsagt, segir
Salome Þorkeisdóttir,
að auka hlut kvenna
_______í íslenskum__________
stjórnmálum.
Norðurlöndunum. Nokkuð hefur.
þó miðað fram á leið ef haft er í
huga að það er aðeins hálfur ann-
ar áratugur síðan konum fjölgaði á
þingi frá því að vera 3 í 17 sem nú
eiga þar sæti. Um sl. helgi hófst
svo auglýsingaherferð á vegum
nefndarinnar með nokkuð nýstár-
legum hætti, þar sem forystu-
menn stjórnarflokkanna birtust í
auglýsingum á léttari nótunum, en
með alvarlegu ívafi. Ekki hefur
fram að þessu komið fram á opin-
berum vettvangi viðhorf þeirra til
þess hvort það skipti máli að auka
Salome
Þorkelsdóttir
hlut kvenna í stjórn-
málum. Nú hafa for-
ystumenn tekið af
skarið. Það er ekki
aðeins nauðsynlegt
heldur líka sjálfsagt
að auka hlut kvenna í
íslenskum stjórnmál-
um.
Nú gefst tækifæri
til að
gera bragarbót
Framundan er
prófkjör á vegum
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi.
Ellefu frambjóðendur
gefa kost á sér í próf-
kjörinu, 6 karlar og 5 konur. Allt
er þetta prýðisfólk en ekki geta
allir verið fremstir. Nú gefst
tækifæri til að bæta hlut kvenna,
gera bragarbót frá prófkjöri fyrir
fjórum árum þegar konur fengu
svo slæma útreið, að aðeins ein af
þremur sem í framboði voru náði
kosningu í öruggt sæti, hinar
tvær lentu í tveimur neðstu sæt-
unum (8. og 9. sæti). Það var
vissulega afturför frá kjörtímabil-
inu þar áður þegar þrjár konur
skipuðu 2., 3., og 6. sæti á fram-
boðslistanum. Ég hef aldrei verið
meðmælt því að það beri að kjósa
konu eingöngu vegna kynferðis,
öðru nær, það ber að meta hæfi-
leika þeirra á jafnræðisgrundvelli
við karla.
Þær þrjár ungu konur, sem nú
gefa kost á sér í fyrsta sinn,
Helga Guðrún, Hólmfríður og
Þorgerður, auk þeirrar sem fyrir
er á þingi, Sigríðar Önnu, eru all-
ar traustsins verðar og skora ég
nú á þátttakendur í prófkjörinu
að veita þeim brautargengi og
með því tryggja aukinn hlut
kvenna á framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjaneskjördæmi í
kosningum til Alþingis í maí á
næsta ári.
Höfundur er fyrrv. forseti Alþingis.
Áhugaleikfélög -
og heilnæmur
hugmyndabanki
félagsskapur
FYRIR rúmum
tveimur áium ákvað
ég að söðla um í lífinu
og fór í 1. bekk Kenn-
araháskóla íslands.
Meirihluta nemend-
anna í bekknum mín-
um hefði ég getað átt
sjálf, aldursins vegna.
Fyrstu mánuðirnir
voru erfiðir, enda all-
nokkur ár síðan ég sat
síðast í skóla. Bekkjar-
félagar mínir voru
stórkostlegir og virtist
aldur ekki skipta þá
neinu máli. Mér leið
frá fyrsta degi vel í fé-
lagsskap þeirra. Svo
fóru verkefnin að hellast yfir, löng
og stutt, einstaklings- eða hópa-
verkefni. Ég man aldrei eftir að
hafa þurft að vinna verkefni með
einhverjum öðrum í skyldunámi
eða menntaskóla. Það sem bjarg-
aði mér yfir erfiðasta hjallann í
þessu samvinnudæmi var vinna
mín með áhugaleikfélaginu mínu.
Á hverju ári var settur upp kabar-
ett, þar sem þeir sem vildu gátu
komið og látið ljós sitt skína.
Þarna skipti samvinnan öllu máli.
Allur pakkinn sem unninn er til að
Katrín
Ragnarsdóttir
úr verði leiksýning
var á höndum einstak-
linga sem höfðu eitt
markmið; að koma
leiksýningu á fjalirn-
ar. Fólk sem unnið
hefur í slíkum félags-
skap á oft betra með
að setja sig í spor ann-
arra, er umburðar-
lyndara, en jafnframt
gagnrýnið á eigin
störf og annaiTa.
Þegar líður nú á
þriðja árið í KHÍ er
stress nýnemans farið
að minnka og ég er
farin að tengja ýmis
verkefni sem vinna
þarf við fyrri reynslu og störf. Þá
finn ég, að það er ekkert sem
kemur að eins góðu gagni og vinna
mín hjá gamla góða leikfélaginu
norður í Eyjafirði,- Sem dæmi um
það þá get ég nefnt verkefni sem
ég sit yfir þessa stundina, en það
er kennsla í kristnum fræðum. Ég
byrja á því að hugsa hvað það sé
sem mér finnist mikilvægast í
þeirri kennslu og hvað ég vilji
leggja áherslu á. Jú, það er hvað
þessi fræði eru samofin menningu
okkar sem lifum í kristnu samfé-
Það sem hefur komið
mér að mestu gagni í
skólanum, segir
Katrín Ragnarsdóttir,
er vinna mín við
áhugaleiklistina í
landinu.
lagi, hvort sem við erum trúuð eða
ekki. Málverk, ljóð, leikrit, söng-
leikir, fjölbreytt úi-val innan þessa
ramma sýnir okkur á margan hátt
vísun til þeirra atburða sem sýnd-
ir eru á spjöldum Biblíunnar. Það
er hægt að kenna þessa sögu á
fjölbreyttan hátt án þess að það
eigi nokkuð skylt við trúboð. Því
ákveð ég að nota þessa tengingu
sem inngang að því efni sem ég
ætla að nota í kennslunni. Sýna
nemendum myndir, ljóð og síðan
ætla ég að leita í smiðju leikfélags-
ins og sýna þeim texta úr Jesus
Christ Superstar og spiia fyrir
þau tónlistina þannig að þau geti
sungið með. Þetta er kjörið efni til
að vekja áhuga nemendanna á
þessum fræðum - tengja þátíð við
nútíð og leyfa þeim að finna hvað
við byggjum margt á gömlum
meþg.
Á skrifstofu Bandalags íslenskra
leikfélaga má fá upplýsingar um
flest þau ieikrit sem sýnd hafa ver-
ið hér á landi, hversu langt, fjöldi
leikenda o.fl. Það er hægt að fá lán-
að og setja upp í skólunum, annað-
hvort í fullri lengd eða hluta. Þau
eru því mjög nytsamleg og þægileg
þessi tengsl kennara og áhugaleik-
hússins.
Ég ítreka að það sem hefur
komið mér að mestu gagni í skól-
anum er vinna mín við áhugaleik-
listina í landinu. Það tekur fram
allri þeirri vinnu sem ég hef unnið
um ævina, ekkert hefur komið
mér að jafn góðu haldi starfslega
og félagslega. Starf með áhuga-
leikfélagi er óþrjótandi hug-
myndabanki og það besta við það
er að kjarninn í þessum banka er
innra með manni sjálfum ef starfið
með leikfélaginu hefur verið eitt-
hvað til að byggja á. Fyrir svo ut-
an það að innan þessarar hreyf-
ingar safnast fyrir allt skemmti-
legasta fólkið í landinu.
Höfundur er nemi við Kennarahá-
skóla íslands.