Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 • -. ■' ■ I ■ ■ '■■■■ I I ■ . . .. ..... MINNINGAR + Unnur Guðjóns- dóttir var fædd í Vestmannaeyjum 25. júní 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að- faranótt 1. nóvem- ber sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jónsson frá Sandfelli í Vest- mannaeyjum og- Ingveldur Unadótt- ir. Foreldrar Guð- jóns voru Jón Valdason og Þuríð- ur Jónsdóttir frá Steinum. For- eldrar Ingveldar voru Uni Run- ólfsson og Elín Skúladóttir. Systkini Unnar voru Þorvaldur, Hallgrímur, Amý, Þuríður og Hún Unnur móðursystir mín er látin. Lífshlaup hennar verður ekki tíundað í þessum fátæklegu orðum né tala forfeðra eða niðja. Hefði ég sagt henni að ég ætlaði að lýsa henni frá mínum bæjardyrum, draga fram nokkur minningabrot frá liðinni tíð, þá hefði hún sjálfsagt sagt: „Settu "Vyfír greinina lúkurnar úr sjónvarp- inu sem vara börn og viðkvæmt fólk við efninu." Samskipti heimilis míns og móður- systra minna voru sterk og innileg. Eg kynntist Unni og Þuríði best vegna búsetu þeirra í Eyjum. Ekki var hægt að gera upp á milli systr- anna, svo ólíkar sem þær voru og stórkostlegar hvor á sinn hátt. Unnur kemur úr stórum systkina- hópi sem kenndur er við Sandfell í Vestmannaeyjum. Bræður hennar og faðir, Guðjón Jónsson, stunduðu sjó við þær aðstæður sem Islending- ar þekkja, á bátum sem ekki voru búnir fyrir veðravíti og opið haf. Segja tölur frá árum áður um skips- skaða meira en allt annað. Þrátt fyr- ir válynd veður í daglegu lífi var fjörugt mannlíf á Sandfelli, ættar- setrinu eins og Unnur sagði stund- um. Sögur þeirra systra frá æsku- heimilinu hverfa í tímans straum, en lifandi túlkun Unnar á mönnum og málefnum skilur eftir sterkara minni en ella, og sú sérgáfa að tína upp smáatriði sem jafnvel aðrir taka ekki eftir skilur stundum á milli í frásögn- inni, t.d. spegilbrotið sem þær systur notuðu á Sandfelli þegar þær bjuggu sig upp á, því ekki voru þar spegla- ^alir. Faðir þeirra fylgdist grannt með búnaðinum og tautaði stundar- hátt: „Hold er mold, hverju sem það klæðist.“ I þá daga voru dansleikir haldnir á Eiðinu svokallaða sem skil- ur á milli hafnar og hafs. Þótti það töluverður gangur frá bæ. Unnur fullyrti að aðsókn á skemmtanir þessar hefði byggst töluvert á skótaui heimamanna og þegar hún rifjaði upp þessa tíma þegar flestir áttu lítið sem ekkert brosti hún þessu sælubrosi sem hefði slegið Mónu Lísu úr rammanum hefði hún verið viðstödd. Þegar dansleiknum á Eiðinu var lokið undir morgun brást það ekki að móðir þeirra, Ingveldur Unadóttir, sem var vakin og sofín yf- _ jr börnum sínum á nóttu sem degi, %tóð við útidyrnar, eins og systurnar sögðu, og kom með sína lögskipuðu setningu: „Steinþegiðu, hann pabbi þinn sefur.“ Sama setning var notuð á heimilisköttinn þegar hann mætti úr sinu reglubundna næturgöltri. Um listfengi Unnar, ótrúlegan kjark, ásamt vinnu við Leikfélag Vestmannaeyja, treysti ég mér ekki að tíunda að neinu marki. Hún lék, leikstýrði, saumaði búninga ásamt mörgum öði’um verkefnum á sviði leiklistar. Hún var driffjöður listalífs í Eyjum í mörg ár. Sumt af því unga . fólki sem byrjaði á fjölunum með AJnni eru landsfrægir leikarar í dag. Má þar nefna Andrés Sigurvinsson, Pétur Einarsson og Elvu Ósk Ólafs- dóttur, trúi ég að hún hafí átt þar einhvern þátt. Mér er minnisstætt leikrit sem Leikfélag Vestmannaeyja sýndi á Seltjamarnesi fyrir mörgum árum. t^Af hverju munum við frekar eftir at- Jónína, öll látin. Unnur eignaðist tvö böm, þau Ragn- ar Björnsson í fyrra hjónabandi og Katrínu Sigfúsdótt- ur með eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigfúsi Sveinssyni. Þá ólu þau Unnur og Sigfús upp Inga Pétursson, en hann lést af slysförum langt uin aldur fram. Ragnar á þrjú böm og Katrín eignaðist þijú böm, en eitt þeirra er dáið. Utför Unnar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. burðum sem fara úr böndunum? Því miður man ég ekki hvað leikritið heitir en efnið er minnisstætt. Unn- ur lék þar skúringakellingu sem kemur upp um morð af kvenlegri forvitni, glæpamennirnir voru á hæl- unum á henni á sviðinu þegar raf- magnið fór af húsinu. Dauðaþögn ríkti í troðfullum salnum. í sama mund heyrist í skúringakellingunni: „Nú láta þeir verða af því að drepa mig í alvöru." Ég hef ekki vit á því hvort stykkið féll en sýningargestir fóru brosandi heim. Húmorinn var í lagi, hvort sem hann var í rullunni eða ekki. Unnm- fór aldrei troðnar slóðir. Ekkert verkefni var svo stórt að ekki mætti gera betur þótt það kost- aði erfíði og svita. Lýsingin á meist- ara Chaplin og list hans var meðal annars sú, að hann lét þjófínn ekki detta um bananahýðið heldur hoppa yfir það og falla ofan í brunninn. Fyrir allmörgum árum veiktist Unnur alvarlega. í veikindum sínum sýndi hún sama kjark og æðruleysi sem fyrr. Þegar hún var laus af sjúkrahúsinu fórum við saman í Kr- ingluna, sátum á bekk við gosbrunn- inn þegar konu eina úr Eyjum bar að. Var nokkur hávaði frá brunnin- um og kallaði konan til Unnar og spurði um veru hennar í borginni. Unnur sagði farir sínar ekki sléttar og konan spurði hvað væri að. „Krabbi,“ hrópar Unnur. Mér fannst þessi orð smjúga í gegnum gos- brunninn og Kringlusvæðið. „Úr ein- hverju verður maður að drepast," bætti hún við. Konan bað guð að hjálpa sér og hvarf á braut við bænir sínar. Ég hef ekki trú á að þessi kona hafí spurt fleiri spurninga um heilsufar þann daginn. Það skal tekið fram að Únnur komst yfír sjúkdóm- inn og þótt glannalega sé farið með efnið þá er þetta ekki raunsönn mynd af Unni. Hún hafði stórt hjarta. I sorginni var hún ekki síður á réttum stað og á réttum tíma. Það geta margir borið um sem hún gerði gott. Þú áttir ekki upp á pallborðið hjá henni Guðjónsdóttur ef henni fannst sér í einhverju misboðið. Væluháttur og ranglæti voru eitur í hennar beinum. í trúmálum var hún staðfóst, fyrirleit heimatilbúna trú sem stríddi á móti Biblíunni og sannri guðstrú. Ég má til með að nefna götuna sem hún Unnur og hann Fúsi bjuggu við. Þetta er Heiðarvegurinn, ein fal- legasta gatan í bænum. Hugsið ykk- ur þessa tíma, Binni í Gröf, Oddgeir Kristjánsson tónskáld og Svava, Helga í verkó, Unnur og Fúsi, Ási í Bæ skammt frá, ásamt hinum hvunndagshetjunum. Þessi þúfa er fyrir löngu komin á landakortið, um það sáu íbúarnir sjálfir. Ó, gamla gatan mín, blessuð sé minning þeÚTa allra. Unnur var síðasti hlekkurinn í systkinakeðjunni, hún var persónu- leiki sem seint gleymist. Við systk- inabörn hennar og frændgarður söknum hennar svo sannarlega, en samúðin er hjá börnum hennar, Ragnari og Katrínu, og Unni Sigur- jónsdóttur, barnabarni sem Unnur og Sigfús ólu upp að hluta. Fúsi minn, þinn harmur er mest- ur. Þið voruð og eruð okkur svo mik- ils virði. Minningin lifir. Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Ellý Þórðardóttir. „Ég hendi þá kjúklingnum aftur í frystinn og þið étið hann bara seinna,“ sagði Unnur þegar ég neyddist til að afþakka hjá henni matarboð vegnajiess að sjálf átti ég von á gestum. Eg hef nagað mig í handarbökin síðan, því heilsu Unnar hrakaði efth' þetta og stóð þá matar- boðið ekki aftur til boða. Reyndar átti þetta að vera meira en matarboð því Unnur var í stuði og áttum við hjónin að taka með okkur mynd- bandsupptökutæki og ætlaði hún að taka rispur með nokkrum þein'a kynlegu kvista sem hún hafði kynnst á langri ævi, og sem hún lék á alveg óborganlegan hátt. - Þeir sem flytja sólskinið til ann- arra komast ekki hjá því að það skíni á þá sjálfa. Ég var unglingur þegar ég kynnt- ist Unni Guðjóns, eða Unni leikkonu eins og hún var oftast kölluð hér áð- ur fyrr, og mér þótti hún verulega töff. Hún varð ósjálfrátt aðalmann- eskjan hvar sem hún kom. Fram- koma hennar var ákaflega aðsóps- mikil og svo bráðfyndin var hún að einungis einstakir fýlupokar veltust ekki um af hlátri þegar hún sagði frá. Hún krítaði liðugt og notaði óspart orð sem bönnuð voru ungum bömum. Hún var ákaflega lítið gefín fyrfr alla væmni og faldi iðulega eig- in viðkvæmni með sérstöku látleysi eða jafnvel með kaldhæðni og frem- ur hörkulegri framkomu. Unnur leikkona var leikkona af Guðs náð. I mörg ár hafði það svipuð áhrif að rekast á hana á götu og berja Bessa Bjarna augum. Maður fór ósjálfrátt að skellihlæja. Hún var frábær grínleikkona en fór líka ein- staklega vel með önnur hlutverk. Ég lék einu sinni ör-hlutverk á móti henni í stykki þar sem hlutverk hennar var að leika forsmáða eigin- konu. Strax í fyrsta þætti átti það ekki að fara framhjá neinum leikhús- gesta að verkið var alvarlegs eðlis og Unnur Iéki það hlutverk sem samúð gesta ætti að beinast að, samt hlógu flestir meira og minna fram að hléi. Unnur varð auðvitað hundfúl því hún lék hlutverkið mjög vel, að venju. Málið var bara einfaldlega að það að sjá hana kitlaði hláturtaugar leik- húsgesta. Maður áttaði sig fljótlega á því hver réð í leikhúsinu. Auðvitað var bæði gott og nauðsynlegt að hafa leikstjóra, en bráðfyndna, skarpa frekjan hún Unnur var sú sem öllu réð. - Þau sár sem blæða inn eru hættulegust. Lífið hafði ekki alltaf farið um hana Unni silkimjúkum hönskum enda þótt hún minntist aldrei á það í mín eyru. Ég vissi að ung að árum mátti hún reyna það að missa frá sér ófullburða fóstur oftar en nokkur kona sem ég þekki. Eftir að hún ætt- leiddi soninn Inga Péturs tókst henni loks, eftir langa rúmlegu, að fæða fullburða barn, hann Ragga. Stuttu seinna varð hún einstæð móð- ir, þurfti þá að láta annan drenginn frá sér og það voru Þura systir henn- ar og Magnús maður hennar sem tóku þá Ragga að sér og hjá þeim ólst hann upp. Seinna kynntist Unn- ur honum Fúsa, þeim væna manni, og eignuðust þau saman hana Kötu. Inga Péturs misstu þau þegar hann var ungur maður og var það ákaflega sár reynsla fyrir litlu fjölskylduna. Kata flutti til Danmerkur með börn- in sín þrjú, þau Inga Péturs yngri, Unni litlu og Sidda, fyrir u.þ.b. þremur áratugum. Þegar Unnur heimsótti fjölskylduna einhverjum mánuðum seinna voru Kata og syn- irnir hin ánægðustu með vistaskipt- in, en Unni litlu leiddist mikið. „Hún þreifst ekki þarna úti,“ sagði Unnur „svo ég tók hana bara með mér heim.“ Eftir það ólst Unnur litla upp hjá afa og ömmu og reyndist þeim sem besta dóttir. Eflaust hefur Kata maldað í móinn, þegar Unnur ákvað að taka þá stuttu með sér heim, en mótmæli tók Unnur einfaldlega ekki gild ef þau mæltu gegn hennar eigin sannfæringu. Fyrir nokkrum árum lést Ingi Péturs yngri, sem hafði ver- ið sykursjúkur frá því á unglingsár- um. Utför hans vai' gerð héðan frá Landakirkju og í athöfninni stóð Unnur amma á fætur og las upp Ma- ístjörnuna. Fæstir kirkjugesta sátu þá með þurra hvarma. Stuttu efth' jarðarfórina vorum við hjónin matar- gestir hjá þeim Unni og Fúsa. Yfír matnum sagði Unnur okkur frá því hvernig síðasti lífsdagur Inga Péturs hefði verið og hve sár reynsla það hefði verið fyrir Sidda að koma að líki bróður síns. Unnur sat þráðbein, sagði rólega frá og beygði aldrei af, á meðan við hin sátum hnípin og þynntum sósuna með tárum. Það var ekki tilfinningakulda að kenna að hún sat þarna þurreygð, hún brynj- aði sig einfaldlega eins og ávallt þeg- ar tilfinningarnar vora að bera hana ofurliði. Síðustu árin voru Unni erfíð, og þá varð hún sínum nánustu erfið. Hún þoldi ekki að vera upp á einhverja komin með svo að segja allt, varð einfaldlega bál-öskuill, enda skap- mikil fram á síðasta dag. Unnur verður jarðsett í dag, tæpum tveim- ur vikum eftir andlátið, ég heyri hana í anda segja á sinn sérstaka hátt: „Hvernig er það, á ekki að fara að moka yfír líkið?“ Við Snorri sendum Fúsa, Kötu, Unni litlu, Sidda, Ragga og börnum okkai- innilegustu samúðarkveðjur. Unnur mín, þegar minn tími kem- ur veit ég að þú kippir kjúklingnum úr frystinum. Kallaðu þá endilega líka á Jónu og Þuru. Þá verður sko hlegið! Hrefna. Unnur Guðjónsdóttir er látin. Mikill kvenskörungur er fallinn frá. I örfáum orðum langar okkur fjöl- skylduna að kveðja þessa mætu konu, sem í gegnum lífið gaf okkur svo mikið og var hrókur alls fagnað- ar, hvar sem hún kom. Unnur vai' mikil félagsmálamanneskja og nutu Vestmanneyingar krafta hennar, hvort heldur um var að ræða í mál- efnum bæjarfélagsins, þar sem hún tók virkan þátt og sat bæði bæjar- stjórnarfundi fyrir Alþýðuflokkinn sem og i hinum ýmsu nefndum. Þar ber einna hæst starf hennar í félags- málaráði og framlag hennar í mál- efnum aldraðra. Það leið ekki sá dagur að Unnur liti ekki inn á Hraunbúðir, heimili aldraðra, og var þá oftast mikið fjör, því alltaf var Unnur til í að gefa af sér, eins og henni var einni lagið, jafn glöð og hress sem hún var. Leikfélag Vest- mannaeyja naut krafta hennar svo sannarlega, en þar var hún heiðurs- félagi og má segja að saga leikfélags- ins og lífshlaup Unnar hafí verið samofið. Hvert hlutverkið af öðru lék Unnur fyrir leikfélagið og bæjarbúa og er ekki ofsagt að í hverju einu og einasta þeirra fór hún á kostum. Hún átti hug allra, hvort sem hún lék á leiksviði leikhússins eða á leik- sviði lífsins. Það fínnst kannski ein- hverjum, sem ekki þekkir til, að hér sé djúpt í árinni tekið, en svo er ekki. Þeir sem þekktu Unni og urðu þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni og hennar verkum vita að hér er ekkert ofsagt. Við getum aldrei þakkað fyrfr allt það sem hún gaf og gerði fyrir okkui'. Þar voru hlutirnir ekki skammtaðfr. Um leið og við kveðjum Unni og þökkum samfylgdina viljum við senda Fúsa, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Það er huggun harmi gegn að eiga minninguna um góða konu og vel má ætla að nú séu fagnaðar- fundir hjá systrunum frá Sandfelli, þar sem þær hittast að lokum í Guðsríki, sem þær trúðu svo sann- arlega á. Megi góður Guð varðveita þig, kæra ömmusystir, frænka og vinur. Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, Guðmundur Þ. B. Ólafsson og fjölskylda. í dag kveðjum við ástkæra frænku og vinkonu, Unni Guðjónsdóttur. Minningarnar hrannast upp þegar ég lít til baka og reyni að festa á blað það sem fer í gegnum hugann. Unnur var sjálfstæð og ákveðin kona, síung í anda en umfram allt al- veg bráðskemmtileg. Hún var kraft- mikil og fjölhæf, góður leikari, saumakona, listakokkur, Týrari og krati af Guðs náð. Hún lagði sitt af mörkum á öllum þessum sviðum og setti svip sinn á bæjarlífið hér í Eyj- um á árum áður. Það var gaman að koma á Heiðar- veginn til Unnar og Fúsa. Fyrstu heimsóknir mínar voru þegar ég sem barn fékk að fara þangað með mömmu er við vorum á ferð í Eyjum. Ég man hve spennandi mér þótti að hún væri leikkona og mér fannst æv- intýri líkast að fá að skoða myndir af henni í hinum ýmsu hlutverkum. Sem unglingur fékk ég að vera hjá Unni og Fúsa sumarlangt og eftir að ég flutti til Eyja og eignaðist mína eigin fjölskyldu urðu samverustund- irnar enn fleiri og skemmtilegri. Unnur var börnum mínum mjög góð og þó að það væri kannski ekki hennar uppáhald að hafa vælandi ki'akkaoiTna í kringum sig, þá voru þær nú skemmtilegar „vögguvísm-n- ar“ sem hún huggaði þau með. Þau gláptu líka á hana stórum augum þegar hún sagðist vera langafasystir þeirra. Þeim fannst hún nú eiginlega ekki nógu gömul til að bera svo virðulegan titil, Það var notalegt að skjótast inn í kaffísopa til Unnar, smella sér upp á eldhúsbekkinn og spjalla á meðan hún skellti einhverju góðgæti í pott- ana á stóru eldavélinni. Ekki var síð- ur skemmtilegt að skreppa í heim- sókn að kvöldi til. Þá var umsvifa- laust staðið á fætur, slökkt á sjón- varpinu og slegið í spilaslag, oft langt fram á nótt. Það var notalegt að vera nálægt þeim hjónum og fínna hve mikla væntumþykju og virðingu þau báru hvort fyrir öðru. Eftir að heilsu Unn- ai' fór að hraka og sjónin minnkaði verulega, var aðdáunarvert að sjá hvernig Fúsi varð hennar „leiðar- ljós“. Hann bar hana á höndum sér og gerði þeim kleift að vera heima á Ljósalandi eins lengi og hægt var, með dyggri aðstoð Unnar litlu, dótt- urdóttur þeirra, sem var ömmu sinni einstaklega góð. Síðasta árið reyndist Unni minni erfitt. Þessi sjálfstæða og ákveðna kona átti erfitt með að sætta sig við að missa krafta sína og heilsu og vera upp á aðstoð annarra komin. Hanni var alla tíð betur lagið að gefa en að þiggja. Það er gott að eiga núna allar góðu minningar um Unni frænku. „Margt býr í þokunni,“ nú sé ég þær fyrir mér systurnar saman á ný syngjandi gamansöngva með stríðn- isglampa í augum. Ég og fjölskylda mín kveðjum ást- kæra frænku og vinkonu með virð- ingu og þakklæti og sendum öllum ástvinum hennar samúðarkveðjur. Þóra Guðmundsdóttir. Að ætla sér að kveðja hana Unni með örfáum orðum er erfítt, því minningarnar flykkjast að, bæði úr leikhúsinu og ekki síður frá því þeg- ar komið var við á Ljósalandi, setið yfir kaffibolla og spjallað. Þá bauð hún gjarnan upp á „tertu-kuntu“ eða „gimbrarláfu" með. Gullkornin og sögurnar sem þar ultu fram, og und- irritaður engdist sundur og saman af hlátri, verða ekki rifjaðar upp hér. - „Það er ekki við hæfí, svona í öðrum sóknum,“ eins og hún hefði sagt sjálf. Ég ætla því bara að kveðja hana með þremur versum úr uppáhalds sálminum mínum: Enginn þarf að óttast síður en guðsbarna skarinn fríður, fugl í laufi, innsta eigi ekki stjarn’ á himinvegi. Engin neyð og engin gifta úr hans faðmi má oss svipta, vinur er hann vina bestur, veit um allt er hjartað brestur. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna guð, er lúður gjallar. (ÞýðFr.Fr.) Kæri Fúsi minn, Unnm- yngri, Kata, Ragnar og aðrir aðstandendur. Ég sendi ykkur einlægar kveðjur. Guð blessi minningu hennar Unn- ai' Guðjóns. Sigurjón Guðmundsson. • Fleiri minningargreinar um Vnni Guðjónsdóttur bíða birtingar og niunu birtast í blaðinu næstu daga. UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.