Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 1
259. TBL. 86. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Tareq Aziz segir Bandarikj amenn eiga sök á því hvernig komið er í íraksdeilunni
Talið æ ólíklegTa að
friðsamleg lausn finnist
Washington, Bagdad, New York. Reuters.
BANDARÍKIN sendu í gær enn
meiri liðsafla til Persaflóa vegna yf-
irvofandi hernaðarátaka við írak.
Var m.a. um að ræða tólf B-52
sprengjuflugvélar og tólf F-117 or-
ustuþotur en William Cohen, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
varaði Iraka við því í gær að yrði
tekin ákvörðun um hernaðaríhlutun
mættu þeir eiga von á „umfangs-
miklum" loftárásum á höfuðborgina
Bagdad.
Hvöttu stjórnvöld í Kanada,
Bretlandi og Þýskalandi ríkisborg-
ara sína til að yfirgefa Irak við
fyrsta tækifæri vegna hernaðar-
átaka sem gerast líklegri með degi
hverjum.
Lítill sáttatónn í Irökum
Lítill sáttatónn var í Tareq Aziz,
aðstoðarforsætisráðherra íraks,
sem í gær hélt blaðamannafund í
Bagdad þar sem hann sagði að
Irakar hefðu allt frá lokum Flóabar-
daga fyrir sjö og hálfu ári sýnt
vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna
(UNSCOM) samstarfsvilja en að
það hefði enn ekki orðið til þess að
SÞ aflétti viðskiptabanni á írak.
Kvað hann ástæðuna þá að Banda-
ríkin kærðu sig einfaldlega ekki um
að banninu yrði aflétt. Sagði Aziz að
Irakar hefðu misst trúna á að því
yrði nokkurn tíma aflétt, UNSCOM
setti ávallt nýjar og nýjar hindranir
í veginn og hagaði sér á allan hátt
óheiðarlega. Irakar hefðu á þessum
forsendum slitið samstarfi við
UNSCOM. „Það verður ekki um
friðsamlega lausn á þessari deilu að
ræða nema Bandaríkin samþykki í
grundvallaratriðum að viðskipta-
banninu verði aflétt."
Bandaríkjamenn gerðu hins veg-
ar lítið úr þessum orðum og sagði
James Rubin, talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins, að tilraunir
Aziz til að kenna Bandaríkjamönn-
um um þá alvarlegu stöðu sem kom-
in er upp í vopnaeftirlitsdeilunni
væru dæmdar til mistakast „alger-
lega og örugglega". Bætti Joe
Lockhart, talsmaður Hvíta hússins,
því við að ummæli Aziz sýndu al-
gera einangrun fraka.
Annan ekki á leið til íraks
A fréttamannafundi sínum sagði
Aziz að írakar væru ekki mótfallnir
því að Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri SÞ, beitti sér fyrir lausn á
deilunni en sagði að írakar myndu
ekki sjálfir leita ásjár hans. Sögðu
fulltrúar SÞ að öryggisráð SÞ væri
mótfallið því að senda Annan til
Bagdad og er Annan sjálfur ekki
spenntur iyrir slíkri för, en í febrú-
ar tókst honum á síðustu stundu að
afstýra átökum með því að eiga við-
ræður við Saddam Hussein, forseta
íraks, í Bagdad.
Benti Joe Lockhart á að ekki yrði
um samningaviðræður að ræða við
íraka, þeir yrðu einfaldlega að hlíta
einróma skilaboðum alþjóðasamfé-
lagsins og taka aftur upp samstarf
við UNSCOM.
Fögnuðu talsmenn Bandaríkja-
stjórnar yfirlýsingu átta arabaríkja
í gær þar sem þau sögðu íraka bera
ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri
komin upp vegna þess að þeir hlíttu
ekki kröfum SÞ. Var í yfirlýsing-
unni jafnframt tekið fram að Irakar
yrðu einnig að bera ábyrgð á þeim
afleiðingum sem af þessari deilu
kynnu að hljótast.
Reuters
BIÐRAÐIR mynduðust þegar farið var að dreifa gasgrímum til íbúa
ísraels vegna hættunnar á að Irakar svari árásum bandamanna með
því að gera Israel að skotmarki sínu með efnavopnaskotflaugum.
Meðganga
eykur
gáfurnar
MEÐGANGA virðist auka
gáfur kvenna og hugsanlega
til frambúðar. Hefur það kom-
ið í ljós við rannsóknir á dýr-
um, að kynhormónarnir, sem
mikið er af meðan á með-
göngu og brjóstagjöf stendur,
efla þær heilastöðvar, sem
fást við nám og minni.
Kom þetta fram á ráðstefnu
taugasérfræðinga í Los Ang-
eles og að því er segir í blað-
inu Los Angeles Times er
kvenheilinn svo næmur fyrir
breytingum á hormónamagni,
að þess sjást merki meðan á
tíðum stendur í mánuði hverj-
um. Það voru þó fyrst og
fremst áhrif hormónanna á
nám- og minnisstöðvar heil-
ans, sem vöktu athygli.
Með myndum hefur verið
sýnt fram á, að fjöldi svokall-
aðra taugagriplna, sem flytja
boð á milli taugafrumna, tvö-
faldaðist við meðgöngu og
brjóstagjöf og svo var líka
með taugatraðirnar, sem eru
taugafrumunum til styrktar.
Voru rannsóknirnar gerðar á
kvenmúsum og við þessar að-
stæður voru þær djarfari, for-
vitnari og duglegri en ella.
Þær réðu betur en áður við
ýmsar þrautir, urðu á færri
mistök og svo virtist sem þessi
aukna geta væri varanleg.
Allt á útopnu
„Þegar líða tekur á með-
gönguna er heilinn í kvendýr-
um ekki ólíkur leikfangaverk-
smiðju í jólaösinni," sagði einn
sérfræðinganna, Craig H.
Kinsley. „Þar er allt á útopnu.
Verið að taka við pöntunum
og búa sig undir enn meira
pantanaflóð."
Jeltsín átti fund með forsætisráðherra Japans
Stjórn norsku miðflokkanna í vanda
Hætti við kvöldverðar-
boð á síðustu stundu
Slitnar upp úr
fj árlagaviðræðum
Moskvu. Reuters.
HEILSUFAR Borís Jeltsíns, for-
seta Rússlands, var sem fyrr aðal-
umræðuefnið að loknum tveggja
klukkustunda löngum fundi hans
með Keizo Obuchi, forsætisráð-
herra Japans, í Kreml í gær en
þangað hefur Jeltsín ekki komið í
tvær vikur. Þótti forsetinn stirður í
hreyfingum og afar þrútinn í andliti
og hélt hann aftur til sveitaseturs
síns að fundinum loknum í stað
þess að mæta í opinberan kvöld-
verð Obuehi til heiðurs, eins og
áætlað hafði verið.
„Þetta hefur ekkert með heilsu
hans að gera,“ sagði talsmaður
Kremlar og bætti því við að Jeltsín
liði ágætlega. Ónafngreindur heim-
ildarmaður úr sendinefnd Japana
bar hins vegar brigður á þetta og
sagði fjarveru Jeltsíns hafa komið
þeim að óvörum. „Það er alls ekki
satt að það hafi verið fyrirfram
ákveðið að Jeltsín
kæmi ekki.“
Á sama tíma og
Jeltsín hélt heim á leið
staðfesti Gennadí Ku-
lík, aðstoðarforsætis-
ráðherra Rússlands, að
stjórnvöld í Moskvu
hygðust senda form-
lega beiðni til Evrópu-
sambandsins um 500
milljóna bandaríkja-
dala aðstoð, 35 millj-
arða ísl. kr., til mat-
vælakaupa.
Á fundi sínum
ræddu Jeltsín og
Obuchi um deilur ríkj-
anna vegna Kúrileyja, sem Japanir
gera kröfu til. Hafa þessar deilur
m.a. komið í veg fyrir formlegan
friðarsamning milli Rússa og
Japana vegna seinni heimsstyrjald-
arinnar. Talsmaður
Obuchis sagði hins
vegar í gær að fundur-
inn hefði verið afar
gagnlegur og að Jeltsín
hefði lýst vilja sínum til
að hraða gerð friðar-
samnings, og að mark-
miðið væri nú að leysa
landamæradeilur ríkj-
anna fyrir árið 2000.
Jeltsín verður að
fara varlega í að af-
henda Japönum yfirráð
yfir Kúríleyjunum,
sem ' Sovétherir
hertóku í stríðslok
1945, á ný vegna and-
stöðu á rússneska þinginu en Jap-
anir hafa hins vegar boðið umtals-
verða efnahagsaðstoð á eyjunum
sem hugnast mjög stjórnvöldum í
Moskvu.
Ósló. Reuters.
SLITNAÐ hefur upp úr samninga-
viðræðum norsku ríkisstjórnarinnar
við Verkamannaflokkinn um fjárlög
næsta árs en áður höfðu viðræður
stjórnarinnar við Hægriflokkinn og
Framfaraflokkinn siglt í strand.
Sagði Einar Steensnæs úr Kristi-
lega þjóðarflokknum að fjárlaga-
gerðinni yrði haldið áfram. Tillit
yrði tekið til þeirra krafna flokk-
anna sem komið hefðu fram við við-
ræðurnar og reynt að leggja fram
frumvarp sem minnihlutastjórn
miðflokkanna gæti fengið sam-
þykkt. Að öðrum kosti blasir við
stjórnarkreppa.
„Vandinn verður leystur en ég
veit ekki hvernig,“ sagði Steensnæs
í samtali við norska dagblaðið
Aftenposten í gærkvöldi.
Ástæða þess að viðræðurnar við
Verkamannaflokkinn sigldu í strand
er fyrirhugaðar foreldragreiðslur
stjórnvalda til þeirra er kjósa að
vera heima hjá börnum sínum, en
Verkamannaflokkurinn hafnar slík-
um hugmyndum.
Hins vegar slitnaði upp úr við-
ræðunum við hægriflokkana vegna
þess að of mikið bar í milli hvað
varðar skatta og ríkisútgjöld.
Hægriflokkurinn og Framfara-
flokkurinn krefjast þess að mun
meira verði dregið úr útgjöldum
ríkisins en stjórnin er reiðubúin að
fallast á, auk þess sem flokkarnir
eru ósáttir við fyrirhugaðar skatta-
hækkanir.
Stjórnin hefur aðeins á að skipa
42 þingsætum af 165 á norska þing-
inu og hefur því reitt sig á stuðning
hægiáflokkanna á því eina ári sem
hún hefur setið. Nú bendir hins veg-
ar margt til þess að fjárlögin verði
til að fella stjórnina, eins og margir
spáðu er hún tók við völdum.
Borís Jeltsín