Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR + Anna Þórhalls- dóttir söngkona fæddist á Höfn í Hornafirði 27. sept- ember 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. nóv- ember síðastliðinn á 95. aldursári. Anna var áður til heimilis á Birkimel 8b, Reykjavík. Anna var næstelst átta ^ barna þeirra hjóna, Ingibjargar Frið- geirsdóttur frá Garði í Fnjóskadal, f. 1873, d. 1934, og Þórhalls Danielssonar kaupmanns og út- gerðarmanns á Höfn í Horna- firði, f. á Hafursá á Völlum 1873, d. 196L Börn þeirra hjóna og systkini Önnu eru: 1) Geir, f. 1902, fór 1926 til Kanada og bjó þar alla sína ævi, ókvæntur. Hann lést árið 1974. 2) Olga Ágústa Margrét, f. 1903, d. 1963, gift Kristjáni Þorgeiri Jakobssyni lögfræðingi, f. 1900, d. 1942. 3) Anna Guðrún, f. 1904, d. 5.11. 1998, ógift, fóstur- dóttir hennar er Jóhanna Gerð- ur Kristjánsdóttir, dóttir Olgu og Kristjáns. 4) Ásta Sigríður, f. 1907, d. 1983, gift Guðmundi Gíslasyni stórkaupmanni, f. 1903, d. 1983. 5) Bertha Þóra Bína, f. 1911, d. 1932, gift Vig- fúsi Sigurgeirssyni ljósmynd- ara, f. 1900, d. 1984. 6) Svava Þorgerður, f. 29.6. 1912, gift John Thulin Johansen fulltrúa, f. 1907, d. 1975. 7) Hulda Frið- rikka, f. 1912, d. 1981 (tvíbura- jjvstir Svövu Þorgerðar), gift Knúti Kristinssyni lækni, f. 1894, d. 1972. 8) Gunnar Daníel útgerðarmaður, f. 1913, d. 1991, kvæntist Dagmar Fanndal, f. 24.9. 1915. Uppeldissonur Þór- halls og Ingibjargar er Haukur Anna frænka, eins og við kölluð- um hana ævinlega, var ömmusystir okkar systkina og var hún á margan hátt sérstök og eftirminnileg kona. Við umgengumst hana mikið, enda höfðu málin þróast þannig í gegnum tíðina að hún leitaði mikið til pabba okkar varðandi flest sín mál. Hún var ákaflega stoltur íslendingur og var óþrjótandi við að dásama land og þjóð. Sérstaklega unni hún æsku- TÍögunum, Höfn í Hornafírði, og það- an átti hún margar góðar minning- ar. Bók hennar um Brautryðjendur á Höfn í Hornafirði ber gott vitni um áræði hennar og dugnað og stolt hennar yfir fjölskyldu sinni og átt- högum. VORURMEÐ ÞESSUMERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkiö hjálpar þér aö velja þær vörur sem skaöa síöur umhverfiö. Þannig færum við verömæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ HOLLUSTUVERND RÍKISINS m W Dan skipstjóri, f. 29.10. 1923, kvænt- ur Önnu Heiðdal, f. 25.9. 1930 (hann er sonur Olgu og Kri- stjáns Þorgeirs). Anna var ógift og barnlaus, en tók í fóstur systurdóttur sína Jóhönnu Krist- jánsdóttur sem býr í Ameríku. Anna starfaði fyrstu árin á heimili foreldra sinna, fór fljótlega í það starf sem kalla má ævi- starf hennar sem var landsíma- kona. Anna var tvo vetur í Kvennaskólanum í Reykjavfk og einn vetur (1923) í Kaup- mannahöfn að læra söng. Árið 1945-7 nam hún söng við Juilli- ard tónlistarskólann í New York. Hún var fyrsti stöðvar- stjóri landsímastöðvarinnar á Höfn. 1928 til 1938 starfaði hún sem gjaldkeri og bókari hjá bæjarsíma Reykjavíkur. Síðan í 12 ár gjaldkeri og loks fulltrúi á aðalskrifstofu Landsimans. Anna helgaði líf sitt söng og spili og söng hún með fjölda kóra og var fyrsti langspilsleik- ari Islands. Anna gaf út tvær hljómplötur og var önnur helguð íslenskum sjómönnum. Einnig gaf Anna út bókina Brautryðjendur á Höfn í Hornafirði árið 1972. Anna var elsti starfandi félagi í Rebekku, kvennastúku Oddfellow. Loks má geta þess að sólmyrkva- myndir sem Anna tók árið 1954 hafa vakið athygli víða um heim og eru á söfnum í Amer- íku. Utför Onnu Hafnarkirkju á fírði í dag og klukkan 13.30. fer fram frá Höfn í Horna- hefst athöfnin Anna var atorkusöm, skapfóst og fylgin sér. Hún hafði ákveðnar skoð- anir, var opinská og skemmtilega hreinskilin um alla hluti, ekki síst um það sem snerti okkur systkinin beint, svo sem ástarh'f, holdafar, gáf- ur o.s.f'rv. Hún mat einnig söng- hæfni okkar og annarra fjölskyldu- meðlima út frá því hvort viðkomandi væri með söngeyra eða ekki. Tónlist var Önnu mjög hugleikin og lærði hún söng ung að árum. Hún nam söng bæði í Kaupmannahöfn og New York ásamt því syngja hér heima m.a. á eigin hljómplötur. Hún tók sérstöku ástfóstri við langspilið, hið gamalgróna hljóðfæri sem henni fannst ekki sýnd nægjanleg virðing. Hún lét smíða sér langspil eftir fyr- irmynd frá árinu 1770, sem varð- veist hafði á dönskum söfnum. Langspilið tengist í huga okkar krakkanna jólaboðunum hjá Önnu, þegar hún spilaði og söng hátt og snjallt bæði jólalög og íslensk þjóð- lög, og auðvitað áttum við öll að syngja með. Þessi jólaboð voru engu lík, og skipa þau stóran sess í minn- ingum okkar. Anna var í raun fastur punktur í jólahaldinu hjá okkur, því hún var með okkur öll aðfangadags- kvöld nema síðastliðið ár vegna las- leika. Anna fylgdist vel með öllu, bæði þjóðmálum og heimsmálum, og hafði gaman af því að ræða þau og skipt- ast á skoðunum allt fram á síðasta dag. Hún var óvenju em og þakkaði það „heilaleikfiminni" sem hún sagð- ist stunda reglulega. Að hennar sögn fólst þessi leikfimi í því að hugsa og rifja upp ýmsa hluti. Henni var mikið í mun að við menntuðum okkur og lærðum erlend tungumál. Þannig átti hún til að ávarpa okkur fyi-irvaralaust á t.d. ensku eða dönsku til að kanna getu okkar. Áhugi hennar á tækninýjungum var mikill allt fram á síðustu ár. Hún fékk sér til dæmis geislaspilara fyrir nokkrum árum og talaði hún oft um það síðustu árin að hún þyrfti endilega að fá sér tölvu. Einnig hafði hún fengið pabba okk- ar til að grafa upp frumútgáfu hljómplatna sinna til þess að koma þeim yfir á geisladiska, því það það hlustaði enginn á „hæggengar LP plötur" lengur. Eftirminnilegur er áhugi Önnu á ljósmyndun og kvikmyndun. Hún var alltaf með myndavélina á sér og tók myndir af flestum þeim atburð- um sem á vegi hennar urðu og hún hafði áhuga á. Á tímabili tók hún einnig nokkuð af kvikmyndum og hélt hún stundum sérstök sýningar- kvöld fyrir okkur fjölskylduna. Anna tók mynd af sólmyrkvanum árið 1954 sem þótti mjög athyglisverð. Að leiðarlokum viljum við þakka Önnu frænku samfylgdina. Nú hefur hún fengið hvíldina frá lúnum lík- ama eftir langa og viðburðaríka ævi og er nú komin á fund genginna ást- vina sem hún var farin að hlakka til að hitta aftur. HJORTUR SIG URÐSSON , Hjörtur Sig- fæddist + 1 | urðsson í Lundarbrekku í Bárðardal 13. nóv- ember 1938. Hann lést af slysförum 19. október siðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavík- urkirkju 24. októ- ber. Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins í síma 568 8848, heimasföa: www.hollver.is I dag, 13. nóvember, hefði Hjörtur Sigurðs- son föðurbróðir minn orðið sextugur ef hann hefði lifað. Hjörtur ólst upp á venju- legu sveitaheimili þess tíma, margir í heimili og fleiri fjölskyldur búsettar í sama íbúðarhúsi. Hann ólst upp með foreldrum sínum, þeim Marínu Bald- ursdóttur og Sigurði Sigurgeirssyni, og þrem bræðrum, þeim Sigurgeiri, Baldri og Atla. Hjörtur var fjörmikill sem drengur og þurfti ætíð að hafa nóg fyrir stafni. Miklar breytingar urðu á Lundarbrekkuheimilunum á uppvaxtarárum hans, bæði í búskap- arháttum og einnig urðu þessi heim- ili fyrir því, að tveir móðurbræður hans létust langt um aldur fram á unglingsárum hans. Hjörtur hlaut sína barnaskólamenntun í farskóla, sem var til skiptis á nokkrum bæjum í sveitinni. Síðar var hann einn vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum. Eftir það tók við skóli lífsins. Næstu árin var Hjörtur mest heima á Lundar- brekku við almenn bú- störf. Upp úr 1960 fer hann að keyra mjólk til Húsavíkur í félagi við Gunnar Þórólfsson frá Stórutungu. Mjólkur- flutingar þess tíma voru ekkert líkir því sem er í dag. Læt ég hér fara með frásögn Sigurðar Eiríkssonar frá Sandhaugum: „Um miðjan janúar 1965 komu tveir ungir menn, þeir Hjörtur á Lundarbrekku og Aðalsteinn í Stórutungu, til okkar, höfðu þeir farið með mjólk til Húsa- víkur einum eða tveimur dögum áður á vörubíl þess tíma sem Aðalsteinn átti, sjö eða átta tonna Bedford, bara afturdrifinn. Hjörtur hafði farið með honum út í dal á stórum traktor, en dráttarvélar þess tíma voru bara aft- urdrifnar og óyfirbyggðar, svo það var kuldalegt farartæki á vetrum. Þeir vöktu okkur upp síðla nætur, hraktir og mjög kaldir og Hjörtur ákaflega blautur af dráttarvélinni. Vélina hafði hann átt lengra norður í dalnum. Blindhríð var og vonlaust að halda áfram. Þeir sváfu hér í nokkra klukkutíma, vöknuðu síðan hressir og höfðu góða lyst á kaffi eins og vera bar. Akveðnir voru þeir í að Blessuð sé minning Önnu Þór- hallsdóttur. Ásbjörn, Ásta, Guðmundur, Gunnlaugur og Ólafur. Anna Þórhallsdóttir söngkona frá Höfn í Homaftrði er komin heim. Hennar hinsti áfangastaður er um- vafinn homfirskum fjöllum; blámi jöklanna er ólýsanlegur eins og hann blasir við frá þorpinu sem hún ólst upp í og þar var hugurinn alltaf þrátt fyrir áralanga fjarvist. „Eg á Homa- fjörð,“ sagði hún gjarnan kímin á svip og sannanlega átti Hornafjörð- ur hana. Þess vegna var það ósk hennar að snúa aftur, loksins, til þess að fá að njóta birtunnar og um- hverfisins af hólnum framan við kirkjuna. Hana dreymdi stundum á seinni ámm að koma heim og halda tónleika í fallegu kirkjunni sinni og nú rætist loks óskin þegar himnarnir hljóma í undirleik við lokasöng nátt- úrubarnsins Önnu Þórhallsdóttur. Anna var einstök kona og fas hennar allt svo einlægt og eðlilegt að þeir sem kynntust henni hlutu að hrífast af persónunni. Hún heiðraði minningu foreldra sinna, Ingibjargar Friðgeirsdóttur og Þórhalls Daníels- sonar kaupmanns, á fagran hátt með bók sinni Brautryðjendur á Höfn í Hornafirði. Einnig stóðu afkomend- ur þeima hjóna fyrir því að gerður var minnisvarði um þau og stendur hann í skrúðgarði Hornfirðinga. Þar er líka bautasteinn um frægðarfór Eriks Nelsons sem fyrstur flaug yfir hafið til íslands og lenti á Hornafn-ði 2. ágúst 1924. Hornfirðingar fylgd- ust af aðdáun með komu flugvélanna í þessu heimsflugi Bandaríkjamanna og ung hornfirsk mær færði flug- kappanum blóm að gjöf. Það var kaupmannsdóttirin og æ síðan var hún óþreytandi að halda á lofti minn- ingu um þennan merka atburð í ís- lenskri flugsögu. Nálægðin við sjóinn og útgerð Þórhalls mótaði systkinin á margan hátt eins og flesta aðra er alast upp við slíkar aðstæður. Anna bar alltaf mjög hlýjan hug til þeirra fjölmörgu sjómanna sem réru frá Hornafirði og lofaði starf þeirra og baráttuþrek í ræðu og riti en ekki síður með söng sínum. Anna Þórhallsdóttir sýndi æskuslóðum sínum mikla • ræktar- semi í gegnum árin og síðast á eitt hundrað ára afmæli byggðar á Höfn sendi hún byggðasafninu gjafir; málverk, myndir og íslensku bún- ingana sína. Hún var einn af ft-um- burðum þessa byggðarlags og nærri því jafnaldri þess. Ekki voru mörg tækifæri til þess að sýna henni halda áfram á dráttarvélinni með það allra nauðsynlegasta en sjálfsagt var að skilja bílinn eftir með aðalhlassið. Ég gekk með þeim niður á veginn u.þ.b. 200-300 metra. Það sá ekkert í bílinn að heiman, þetta var öskubyl- ur. Þeir tóku á traktorinn það sem þeir gátu flutt og Hjörtur lagði af stað, þó vélin gengi mest á afturhjól- unum, þvi hún var orðin svo aftur- þung, en ég tók minn farangur heim og sá ekkert til bæjar þegar við skildum. En svo er smá sýnishom af því hvernig þessu var tekið. Þetta var um miðjan vetur og Hjörtur taldi ráðlegra að óska strax gleðilegs sum- ars, ef þeir hreyfðu ekki bílinn, fyrr en eftir sumarmál, ekkert var kvart- að. Ekki liðu nema tvær til þrjár vik- ur þar til þeir komu aftur, settu bíl- inn í gang, þá hafði hlánað.“ Ýmsar voru ferðir Hjartar í svip- uðum dúr og kom hann stundum ekki heim dögum saman, og var þá farið með mjólkina á móti honum þangað sem hann komst hverju sinni. I janúar 1966 fæddist þeim Hirti og Veru Kjartansdóttur frá Víðikeri sonur. Þá um haustið flutti Vera nið- ur í Lundarbrekku með Egil litla, Sigurður Hreinn fæddist svo 1967. Fyrstu árin þeirra á Lundarbrekku stundaði Hjörtur mjólkurflutninga en fór síðan alfarið út í búskap. Árið 1972 fluttu þau til Húsavíkur, þar sem Hjörtur starfaði nær óslitið hjá KÞ við ýmis störf. Nokkur ár keyrði hann flutningabíl milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Nú síðustu ár starfaði hann í kornvörudeild Kaupfélagsins. Tvö yngri böm þeirra hjóna fæddust á Húsavík, Víðir Lundi 1976 og Sig- urbjörg 1981. þakklæti á móti en þó heiðraði hreppsnefnd Hafnarhrepps hana á 40 ára afmæli sveitarfélagsins árið 1986. Bæjarstjóri og bæjarstjórn Hornafjarðar þakka henni nú að leiðarlokum. Hornfirðingar færa Önnu Þór- hallsdóttur að lokum bestu þakkir fyrir samfylgdina í tæpa öld. Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar. Mig langar til að minnast vinkonu minnar, Önnur Þórhallsdóttur. Hún var fædd og uppalin á Hornafirði. Þegar komið var inn í herbergi hennar á Hrafnistu blöstu við á veggjum innrömmuð heiðursskjöl sem henni höfðu hlotnast um ævina. Virðing sem henni hefur verið sýnd fyrir ýmis afrek. Sem dæmi má nefna skjal heiðursborgara Hafnar í Hornafh'ði. Hún lærði söng á yngri árum. Árið 1945 tók hún sér ferð á hendur til New York og innritaðist í Juilliard-tónlistarskólann þar. Inn- rammað skjal frá þessum skóla hangir einnig á vegg hjá henni þar sem henni er veitt mikil viðurkenn- ing. Anna var ein af þremur fyrstu konum sem vígðust í Oddfellowregl- una, í Rebekkustúkluna nr. 1, Berg- þóru, sem var stofnuð 21. maí 1929. Hún sýndi stúku sinni mikla um- hyggju. Sem dæmi um framtaks- semi hennar hélt hún söngskemmt- un í Gamla bíói árið 1945 með undir- leik Ástu Einarsson. Ágóðann notaði hún til að stofna sjóð innan stúku sinnar sem hún nefndi sjúkrasjóð. Hann var ætlaður til að syrkja fatl- aða og lamaða og er talið að innan vébanda stúkunnar sé að finna fyrstu hjálparstarfsemi fyrir þá á fé- lagslegum grundvelli. Anna tók sér einnig fyrir hendur að koma langspilinu á framfæri, hinu forna þjóðarhljóðfæri sem hafði að mestu gleymst. Stúkustarfið heillaði Önnu mjög. Má t.d. nefna, að þegar hún heyrði að verið væri að stofna nýja Rebekkustúku, fyrir tveimur árum, vildi hún styrkja þá stúku með því að gefa henni píanóið sitt. Gaf hún það til minningar um fyrstu konuna á íslandi, sem vígðist í Oddfellow- regluna, Soffíu Jónsdóttur Claessen, enda var þessi nýja stúka nefnd eftir henni, Rebekkustúkan nr. 10, Soffía. Anna var eftirminnilegur persónu- leiki sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Blessuð sé minning minnar vin- konu, með kveðju frá okkur Guð- mundi. Kristín Claessen. Margar minningar hafa leitað á þessa síðustu daga. Hjörtur var mér indæll frændi og þurftum við ekki alltaf að hafa mörg orð í samskiptum okkar. I æsku leitaði ég mikið til hans, eitt sinn var ég að læra kross- saum og þurfti að beygja í útsaumn- um, þá bauðst Hjörtur til að hjálpa mér. Eftir það mátti enginn annar beygja í útsaumsstykkinu nema hann. Hjörtur var fjölhæfur maður og gat gert flest sem honum datt í hug. Hann spilaði á harmoniku, þó mest fyrir sjálfan sig, gaman hafði hann af söng og söng sjálfur hin síðari ár með karlakórnum Hreim. I frístund- um seinni ára dundaði hann við að smíða tölur í lopapeysur, bæði úr tré og horni. Að leiðarlokum þökkum við systur: undirrituð, Marína og Guð- rún, og fjölskyldur okkar Hirti fyrir alla hans aðstoð við búskap foreldra okkar, þar átti hann mörg handtök, einnig þökkum við honum fyrir alla hans greiðvikni við okkur og fjöl- skyldur okkar og sendum Veru, Agli, Sigga Hreini og hans fjölskyldu, Víði Lunda og Sibbu okkar innilegustu samúðarkveðju og biðjum guð að varðveita þau. Ég þakka góðum guði, vinur kæri, þá gæfu að hafa eignast þig að vin. Sú ástarþökk, sem á ég, þér og færi í orðum hþómar líkt og endurskin. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í Ijóssins friðar-heimi svo ffið eilíft brosi móti þér. (Ingibj. Sig.) Friðrika Sigurgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.