Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gamanleikurinn Tveir tvöfaldir frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í kvöld ÖRN Árnason í hlutverki Orms Karlssonar alþingismanns, sem er ger- samlega brjálaður í ungan og glæsilegan ritara heilbrigðisráðherra, Ástríði Thomsen, sem Margrét Vilhjálmsdóttir leikur. HÓTELSTJÓRINN, Randver Þorláksson, er alveg hættur að botna í þvf hver er kona hvers. Umvafin hand- klæði lengst til vinstri er Margrét Vilhjálmsdóttir, í hlutverki Ástríðar, á hana mænir Ormur, Örn Árnason, og til hægri með handklæði um sig miðjan stendur Hilmir Snær í hlutverki Hreins Lúðvíks Björnssonar. „Lygi er ekki lygi nema haugalygi sé“ Gamanleikurinn Tveir tvöfaldir eftir breska leikritahöfundinn Ray Cooney verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir átti spjall við leikstjórann og tvo úr hópi leikara um farsa og einlægni, lygi og haugalygi. Morgunblaðið/Kristinn HILMIR Snær Guðnason í hlutverki aðstoðarmannsins hreinlynda, Hreins Lúðvfks Björnssonar, sem átti ekki von á því að þingmannsfrú- in Pálína, Edda Heiðrún Backman, gleymdi biömiðanum og þyrfti að koma aftur heim á hótel. Á milli þeirra er Randver Þorláksson í hlut- verki hótelstjórans. LÞINGISMAÐURINN Ormur Karlsson, formaður íjárlaganefndar, og Pálína kona hans búa um stundar- sakir á hóteli, þar sem þau eru búin að selja ofan af sér og nýja húsið er enn ekki tilbúið. Þingmaðurinn er ekki við eina fjölina felldur og til þess að geta átt leynilegan ástarfund með Ástríði Thomsen, ungum og glæsilegum rit- ara heilbrigðisráðherra, fær hann að- stoðarmann sinn, Hrein Lúðvík Bjömsson, ritara fjárlaganefndar, til þess að bóka fyrir þau annað herbergi á hótelinu. Ekki vill betur til en svo að eina herbergið sem laust er á hótelinu er við hliðina á svítu þingmannsins og ekki bætir heldur úr skák að stjómar- andstöðuþingmaðurinn Þrúður Hróð- marsdóttir, sem er ekki par hrifín af íhaldsþingmanninum Ormi, hefur fengið sér herbergi á sama hóteli og skýtur upp kollinum þegar síst skyldi. Þrúður berst með oddi og egg gegn klámi og í þinginu stendur einmitt fyrir dymm umræða um frumvarp hennar gegn siðspillingu í samfélag- inu. Aðstoðarmaðurinn hreinlyndi klúðrar málum lítillega, svo flétta Orms gengur ekki upp og þar með er hrandið af stað ótrúlegri atburðarás. ,Á þessum eftirmiðdegi lærir þessi hreinlyndi aðstoðarmaður að ljúga, eins og það sé nauðsynlegur þáttur í þvi að verða góður stjómmálamað- ur, “ segir leikstjórinn, Þór H. Tulini- us, og vitnar í orð Orms: „Eins og við segjum í flokknum: Lygi er ekki lygi nema haugalygi sé.“ Með hlutverk Hreins Lúðvíks Björnssonar fer Hilmir Snær Guðnason, Örn Árnason leikur stjómarþingmanninn Orm Karlsson og Pálínu konu hans leikur Edda Heiðrún Backman. „Hann elskar sína konu og er mjög hrifinn af henni. En það blundar í honum eitthvert fól, eitthvert lítið dýr sem hann þarf að fá útrás fyrir. Eg held að ástæðan fyrir því að hann gerir þetta sé að hann er alveg öruggur með sína konu. Hún granar hann alls ekki um græsku og það er það sem Ormur er svo kátur með. Þess vegna finnst honum hann alveg geta gert þetta í þetta eina skipti, bara aðeins að hlaupa útundan sér. En svo gerir hann afdrifarík mistök, sem hann réttlætir með því að hann sé bara með mannlega bresti," segir Örn, sem kvaðst annars halda að Ormur væri ágætur stjórnmálamaður. „Hann er svolítið blindur en ekki gerspilltur,“ segir hann. „Það er sagt um stjómmálamenn sem byrja af hugsjón og ætla að bæta samfélagið að áður en þeir komist á endanum til valda séu þeir búnir að selja svo oft sálu sína til þess að komast þangað að það séu ekki eftir nema svona tuttugu prósent af hugsjóninni. Hann er orðinn það þroskaður þegar hann segir að lygi sé ekki lygi nema haugalygi sé að hann trúir því ákveð- ið að það sé rétt,“ segir Þór. Hennar tími mun koma Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir er í hlutverki þingmannsins Þrúðar Hróðmarsdóttur, sem er nýbúin að horfa á klámefni á myndböndum í heila átján tíma til þess að búa sig undir siðspillingarumræðuna í þing- inu. „Hennar tími mun koma,“ segir Lilja, „hún er með pottþétt mál, er vel undirbúin og búin að vinna að þessu lengi. Hún heldur að þarna komi hún virkilegu höggi á andstæð- inginn, þannig að eftir verði tekið. En svo bregðast krosstré sem önnur tré,“ segir hún. „Þetta er eins og stjórnarandstaðan hefur verið, sér- staklega núna síðastliðin fjögur ár. Hún er svo vanmáttug þó að hún standi saman, stjómin er svo sterk að stjórnarandstaðan kemur engum málum í gegn,“ segir Lilja. „Þetta er þrælpólitískt verk!“ segir Öm - „eins og allir farsar,“ bætir Lilja við. í hlutverki Ástríðar Thomsen, við- halds Orms, er Margrét Vilhjálms- dóttir og með hlutverk eiginmanns Hennar, Þórðar Thomsen, sem hún hefur verið svo snjöll að senda til Akureyrar á skíði svo hún geti átt sinn ástafund með Ormi í friði, fer Kjartan Guðjónsson - en hann kemur hins vegai’ óvænt heim fyrr en áætlað var. Starfsfólk hótelsins hefur mikil- vægum hlutverkum að gegna í flækj- um farsans, ekki síst nýbúamir tveir, júgóslavneski þjónninn sem Bergur Þór Ingólfsson leikur og norska her- bergisþeman, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir. Eins og gefur að skilja koma tungumálaörðugleikar þar mjög við sögu. Hótelstjórinn, Randver Þor- láksson, og Fjóla móttökustjóri, sem Ragnheiður Steindórsdóttir leikur, eiga líka erfitt með að botna í sífellt flóknai-i tengslum hótelgesta. Höfundur Tveggja tvöfaldra er breska gamanleikjaskáldið Ray Coon- ey og íslensku þýðinguna gerði Ámi Ibsen. Þau Lilja, Öm og Þór era sam- mála um að Áma hafi tekist stórvel að þýða og staðfæra verkið að íslenskum veraleika dagsins í dag. Leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson, búninga hannaði Helga I. Stefánsdóttir og lýs- ingu annast Páll Ragnarsson. Ray Cooney er eitt vinsælasta gamanleikjaskáld Breta á seinni hluta þessarar aldar. Auk þess að hafa sent frá sér fjölda leikrita, einn eða í samvinnu við aðra, á hann að baki langan feril sem leikari, leik- stjóri og leikhússtjóri. Hann er fæddur árið 1932 og var aðeins fjórt- án ára þegar hann lék sitt fyrsta hlutverk í leikhúsi. Fyrsta leikritið sem hann skrifaði, ásamt Tony Hilton, One for the pot, sló í gegn og urðu sýningarnar rúmlega fimmtán hundruð talsins. Upp frá þessu sendi Cooney frá sér hvert leikritið á fæt- ur öðru og hafa verk hans nú verið þýdd á yfir tuttugu tungumál og leikin víða um heim. Tveir tvöfaldir er annað leikritið eftir hann sem sett er upp í Þjóðleikhúsinu en árið 1985 var þar sett upp verk hans Með vífið í lúkunum. Sama ár setti Leikfélag Reykjavíkur upp Sex í sama rúrni eftir Cooney. Sjálfur leikur hann gjai-nan fyrst í leikritum sínum í litl- um leikhúsum á landsbyggðinni í tvær til þrjár vikur í uppfærslum sem hann leikstýrir sjálfur. Með því móti getur hann skynjað viðbrögð áhorfenda og betrambætt verkin áð- ur en þau eru sett upp í London. Verður að nálgast gamanleik á sama hátt og harmleikinn „Þetta er nú með þykkari fórsum sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Örn, sem telur farsann tvímælalaust eitt flóknasta form leiklistar sem til er. „Og það langerfiðasta," bætir Lilja Guðrún við. „Það sem þarf í alía leiklist er einlægni, og það hefur stundum loðað við farsana að menn hafa sleppt einlægninni. Þá hefur það bara verið ærslaleikur en ræturnar vantað," segir Þór og bætir við: „I farsa þarf einlægni og svo þarf feiki- lega mikla tækni. Það er nokkuð sem farsinn hefur fram yfir harmleikinn. Svo þarf líka mikið næmi og ná- kvæmar tímasetningar." Þór segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann leikstýrir eiginlegum farsa. „Það er ekki heiglum hent að leikstýra farsa,“ segir Örn. „Það er ekki hægt að segja um Þór að hann sé kómíker. En það er bara svo skrýtið að það þarf ekkert endilega að vera lykillinn að því að geta sett upp farsa að vera gamanleikari sjálfur," heldur hann áfram. „Það era mjög margir sem segja að það verði að nálgast gaman- leik á sama hátt og maður nálgast harmleikinn, til þess að ná í einlægn- ina. Og við höfum nálgast þetta al- gjörlega þannig," segir Þór. Lilja bendir á að sem leikstjóri hafi Þór mjög víðtækan bakgi’unn. „Hann er líka ahnn upp í frönsku leikhúsi, þar sem hann hefur bæði unnið og numið. Það hefur geysimikið að segja og gef- ur vissa fágun í öll ærslin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.