Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 47 þai- höfðu þá leiðir þeirra legið sam- an, er hann var þar við tímabundin störf. Pótti okkur þetta hin gleðileg- asta frétt. Bæði voru þau mann- kostafólk, glaðvær og skemmtileg og áttu vel saman. Gylfí var afar traustur og hressilegur félagi, sem hreif alla með lífsgleði sinni og höfð- ingsskap og hún Sigga litla lumaði á stórbrotnum hæfíleikum sem mynd- arleg húsmóðir þannig að ljóst var að framtíðin yrði þeirra. Gylfí lenti ungur í erilsömum störfum í viðskiptalífínu. En árið 1981 varð hann starfsmaður SH. Dvöldust þau hjón um sex ára skeið í Hamburg á vegum þess fyrii-tækis þar sem Gylfí byggði upp sölukerfi þess í Þýzkalandi. Er þau komu heim aftur varð Gylfí einn framkvæmdstjóra SH og hafði með höndum sölu- og mark- aðsmál fyrirtækisins víða um heim. Fyrir þremur árum var hluti SH fluttur til Akureyrar og var Gylfi fenginn til forstöðu þar. Gylfí hafði til að bera mikla háttvísi, var afar mannbiendinn og átti auðvelt með að umgangast fólk. Þessi hæfileiki kom sér nú vel í störfum hans hér í bæ. Þótti okkur, sem tengd voru þeim hjónum, nú ekki ónýtt að fá þau norður. í kringum þau var lífsgleðin alltaf við völd og þau kunnu svo sannar- lega að miðla henni til annarra. Ófá- ar urðu samverustundimar með þeim og börr.um þeirra, Magnúsi Þór og Helgu Björgu. Þetta var samrýnd og hamingjusöm fjöl- skylda, sem gaman var að umgang- ast. Erilsamt starf og ábyrgðarmikið varð hlutskipti Gylfa hjá þessu stærsta fyrirtæki landsins. Þurfti hann mikið að vera á viðskiptaferð- um, þannig að hann var æði oft fjar- verandi, ýmist var hann nýkominn að utan eða nýfarinn. Síðastliðið sumar flutti fjölskyld- an aftur til Reykjavíkur, þar sem Gylfa var þörf. Hann dvaldist í Moskvu á þriðja mánuð við öflun söluverkefna fyrir íslendinga. Eftir heimkomu hans fyrir nokkrum vik- um fluttu þau fyrst í framtíðaríbúð sína í Reykjavík og hann hlakkaði til þess að takast á við verkin hér heima, þar sem frá var horfið. En þá kom kallið, sem við verðum öll að hlýða, svo gjörsamlega óvænt, fyrirvaralaust og svo óvægið. Þessi góði drengur var hrifinn á brott frá fjölskyldunni sinni og okkur, sem tengdust honum vinaböndum. Eftir stöndum við hnípin, og á slíkum augnablikum skilur maður ekki rök tilverunnar, enda okkur líklega ekki ætlað slíkt. Við reynum að hugga okkur við þá von, að ný störf bíði slíkra manna á æðri sviðum. Minningarnar, sem við eigum um þennan glaða og reifa dreng, munu þó lýsa okkur í myrkrinu, sem um- lykur okkur þessa erfiðu daga. Við biðjum góðan Guð að styrkja þá sem eftir standa, Siggu Dóru og bömin þeirra svo og aldraða móður og systkin, svo sem tengdafólk annað. Við þökkum Gylfa Þór alla birtuna, lífsgleðina og hlýju faðmlögin hans, sem yljuðu okkur alltaf svo mikið í sálinni, og biðjum honum blessunar Guðs á nýjum vegum. Far í friði, vinur sæll. Svanur og Erla. Það að skrifa bók er eins og að veita við flögum, voru orð skáldsins um leið og það fletti upp gömlum gólfflísum með öðrum fætinum. Nú þegar staldrað er við og hugsað til baka þá flettist upp hvert minninga- lagið af öðru þar til komið er að fyrstu kynnum okkar Gylfa Þórs, besta drengs sem ég hef kynnst og einlægasta vinar sem ég hef átt. Það var í landsprófi í þá tíð. Strax í menntaskóla styrktust vinaböndin og voram við í fiestu saman hvort sem var innan skóla sem utan. Okk- ur fannst líka í þá daga félagar okk- ar í X-bekknum í MR vera hver öðr- um betri - og það hefur ekkert breyst. A þessum árum notuðum við sumrin vel til tjaldferða og útivistar ásamt Guðmundi Agústssyni frænda hans, sem einnig hefur feng- ið vænan skerf af góðu genunum sem Gylfa prýddu. Þó svo að við værum mikið saman á þessum tím- um ræktaði Gylfi vel aðra vini sína, s.s. skátana og fleiri og naut ég þess að vera tekinn með í hópinn sem brúklegur „ballskáti". Góðar minningar frá Þýskalandi kallast nú fram, þegar hann heim- sótti mig, þar sem við nutum „Schlofibeleuchtung“ í Heidelberg og hlýira sumarnátta á skrafi um fortið, nútíð, framtíð og heimspeki- legar bollaleggingar um lífíð og til- veruna. Hann á leið til vinnu í Munchen í stúdentaskiptum en ég á leið til íslands til sumai-vinnu og ævintýra. Að hausti hittumst við aft- ur á sama stað, hann með reynslu- sögur úr Munchen en ég að heiman. Ef vináttan hafði ekki verið treyst áður, þá var hún það þama. Ekki er hægt að rifja þetta skeið upp án þess að nefna hve gott var að koma á æskuheimili vinar míns í Barmahlíðinni, hjá Sigríði Benónýs- dóttur og Magnúsi Guðbjartssyni, og varla þyngdist ísskápm-inn við heimsóknir okkar í eldhúsið. Þau hjónin tóku öllum vinum Gylfa sem jafningjum og af hlýju. Þegar við sem þetta skrifum felldum hugi saman varð Gylfi strax sami vinur okkai- beggja. Því var það okkur einlæg gleði þegar hann kynnti okkur ávöxt Akureyrardval- ar sinnar - hana Siggu Dóru. Frá fyrstu kynningu varð vinskapur úr. Við sáum strax hve vel þau áttu saman og kynni okkar af foreldrum hennai-, Björgu og Jóhanni, segja okkur að svo hlaut að vera. Fjölskyldurnar sem við höfðum stofnað stækkuðu. Gleði okkar og sorgir í barnaláni voru að nokki'u líkar framan af. Magnús Þór og Helga Björg eru stolt Siggu Dóru og Gylfa og góðir ávextir ástar þeirra og umhyggju. Á síðustu vor- dögum heyrðumst við og hittumst oftar í tilefni 35 ára stúdentsafmælis okkar og þar með X-bekkjarins áð- urnefnda þar sem við flestir hitt- umst hjá einum félaga okkar. Nokki'um dögum síðai' hringdi hann til að segja að þau Sigga Dóra myndu flytja á Lynghagann frá Akureyri - hans orð: „Við hlökkum til að flytja þangað, það er stutt til mömmu, við getum þá líka alltaf hitt tengdaforeldrana. Það verður gott að fara að trimma með Depil á Ægi- síðunni og þið eruð þama skammt frá.“ Við hittumst fyrir rúmri viku ásamt öðrum og heilsuðumst við Gylfi að okkar venju með því að taka vel hvort utan um annað. Hann sat hjá okkur hjónunum, án Siggu Dóru og var skemmtilegur eins og alltaf. Aður en borðhaldi lauk hvísl- aði hann að okkur: „Eg ætla að lauma mér burt, til að hitta Siggu Dóru,“ og þannig hvarf hann okkm'. Sigga Dóra og fjölskyldan var hon- um ætíð efst í huga. Engin bók hef- ur hér verið skrifuð á blað, aðeins nokkrar minningar ski'áðar. Minn- ingabók hugans er lögð aftur um sinn og flögunum velt til baka. Nú hefur Gylfa vini okkar orðið að ósk sinni með síðasta flutningi fjölskyld- unnar og lokið sinni göngu á Ægi- síðunni með Depli. - Guð geymi Gylfa Þór -. Við og börnin okkar biðjum Al- mættið að veita styrk Sigríði Dóru, Magnúsi Þór, Helgu Björgu og Sig- ríði, móður hans, Elísbetu, systm- hans, tengdaforeldrunum, Björgu og Jóhanni, og öðrum ættingjum. Við viljum að vinátta okkar hald- ist svo sem Gylfi okkar Þór vildi leiða hana. Arndís og Erlingur. „Mér þykir svo gaman að vera kominn aftur af fullum krafti inn í stjórnunarhópinn, kominn að norð- an, kominn frá Moskvu og búinn að koma mér almennilega fyrir,“ sagði Gylfi Þór við mig í samtali okkar daginn fyrir andlát sitt. „Það er svo margt spennandi að gerast og ég er tilbúinn að hella mér í þessi verkefni og ef það er eitthvað, sem ég get gert til að taka af þér eitthvað af þínu amstri, láttu mig þá endilega vita,“ hélt hann áfram. Daginn eftir fylgdi hann sérstak- lega úr hlaði umræðum um verkefni deildar sinnar til næstu vikna og mánaða á fundi okkar stjórnenda fé- lagsins með nánustu samstarfs- mönnum hans. Hann var brennandi af áhuga og lagði málin fyrir af þeirri lipurð en um leið af þeirri festu, sem honum var einum lagið. Hann kom til mín síðdegis með gögn til að fylgja þeim málum enn frekar eftir og sagði mér, að þetta væri gott lesefni fyrir mig í flugvél- inni og að við myndum svo fara bet- ur yfir þau, þegar ég kæmi heim aft- ur. Um kvöldið var hann allur. Vegir Guðs era órannsakanlegir og fyrir því hljóta að vera ríkar ástæður hjá æðri máttarvöldum að kalla Gylfa Þór frá okkur svona fljótt og svona fyrirvaralaust. Hann lauk góðu dagsverki, en samt átti hann svo margt ógert í mannheim- um að honum hljóta að vera ætluð mikilsverð verkefni á æðri vett- vangi, verkefni sem ekki máttu bíða. Gylfi Þór Magnússon var um flest einstakur maðui'. Hann var prúð- menni svo af bar, lipur og skilnings- ríkur í mannlegum samskiptum, en þó fastur fyrir. Hann var vinnusam- ur og einstaklega samviskusamur og hjálpsamur. Það sem prýddi þó Gylfa Þór mest var sú einlæga trú- mennska og traust í öllum dagleg- um samskiptum, smáum og stórum, að við fáa er saman að jafna. Gylfi Þór hóf störf fyrir SH í Hamborg árið 1981 og stofnaði þar söluskrifstofu SH og stýrði henni í sex ár, þangað til hann var beðinn að koma til Islands aftur og verða framkvæmdastjóri markaðssviðs SH í Reykjavik. Síðan tók hann við stöðu framkvæmdastjóra erlendra verkefna fyrir rúmu ári og gegndi henni til dauðadags. Þegar SH flutti hluta starfsemi sinnar til Akureyrar tók Gylfi Þór sig upp með fjölskyldu sinni og sinnti, auk annarra starfa, forstöðu skrifstofu SH þar. Þegar hann flutti suður aft- ur, eftir þriggja ára dvöl á Akur- eyri, hljóp hann í skarðið fyrir sam- starfsmann sinn í Moskvu um tveggja mánaða skeið, en þar var hann öllum hnútum kunnugur frá áratuga löngu starfi að markaðs- málum í þeim heimshluta. Öllum þeim störfum er Gylfi Þór tók að sér gegndi hann af einstakri alúð. Hann kom heim frá Moskvu í sept- emberbyrjun og tók til við verkefn- in hér heima, þar sem frá var horf- ið, jafnframt því sem hann og fjöl- skylda hans komu sér fyrir í nýjum heimkynnum á Lynghaga. Gylfi Þór var í hópi reyndustu Islendinga á sviði sölu- og markaðsmála á er- lendum vettvangi. í aldarfjórðung hafði hann helgað þeim verkefnum staiískrafta sína og skapað sér mjög gott orð. Hann var virtur jafnt af samherjum sem keppinaut- um fyrir drengilega framkomu í viðskiptum, sem skapaði honum traust og vináttu viðskiptavina. Sterkur liðsmaður er horfinn, en víða standa minnisvarðar um verk hans. Gylfi Þór var einstakur félagi, til- litssamur, hugmyndaríkur og glað- sinna og umfram allt jákvæður. Það streymdu frá honum sterkir já- kvæðir straumar. Við vinir hans og samstarfsmenn munum ætíð minn- ast hans með miklu þakklæti fyrir samfylgdina, sem mildð skilur eftir. En Gylfi Þór stóð ekki einn. í Siggu Dóru átti hann dýrmætan og skiln- ingsríkan lífsförunaut og félaga. Því fengum við að kynnast hjá SH. Sigga Dóra, Magnús Þór og Helga Björg, mikill er missh' ykkar, en dýi'mæt er sú minning sem lifir að eilífu um yndislegan og farsælan fjölskylduföður, sem allir voru stolt- ir af að eiga fyrir vin. Við Ólöf þökk- um fyrir samfylgdina við Gylfa Þór og biðjum algóðan Guð að styrkja og blessa ykkur og alla ástvinina. Friðrik Pálsson. Góður félagi, bekkjarbróðir og vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Á snöggu augabragði var Gylfi Þór Magnússon hrifinn frá okkur. I hjörtum okkar ríkir tóm- leiki, sorg og söknuður. Svipmyndir liðins tíma koma í hugann. Við átt- um samleið í skátahreyfingunni á æsku- og unglingsárunum og vor- um bekkjarbræður í Menntaskólan- um í Reykjavík. Vel á þriðja áratug höfum við hist reglulega ásamt nokkrum vinum, sem störfuðu sam- an í Heimdalli og SUS fyrr á árum. Gylfi Þór var vinsæll maður og fé- lagslyndur. Hann var glaðvær og geðprúður. í samstarfi var hann ósérhlífinn og þess vegna eftirsóttur jafnt í vinnu og félagsstörfum. Gylfi var gæfumaður í einkalífi sínu. Þeg- ar hann starfaði um skeið ungur maður á Akureyri kynntist hann Sigríði Dóru Jóhannsdóttur. Þau stofnuðu til hjúskapar og eiga tvö böra, Magnús Þór og Helgu Björgu. Sigga Dóra og Gylfi vora samhent og samband þeirra hamingjuríkt. Heimili þehra, hvort sem það var hérlendis eða erlendis, bar smekk- vísi þeirra glöggt vitni og stóð ætíð opið vinum og kunningjum enda gestrisni þeirra við brugðið. Þau höfðu þann hæfileika að láta öllum líða vel í návist sinni. Hugurinn hvai-flar til æskuár- anna, þegar Gylfi bjó í foreldrahús- um í Bai-mahlíðinni. Ég minnist gleðistundanna í hópi skólafélag- anna. Heimsókn til þeirra hjóna, þegar þau bjuggu í Hamborg, er mér ógleymanleg. Þrátt fyrir eril í dagsins önn hafði Gylfí ætíð tíma fyrir vini sína. Það er bjart yfir minningunni og hvergi bregður fyr- ir skugga. Það er sárt þegar skyndilega er höggvið skarð í vinahópinn. Og það er svo erfitt að skilja hvers vegna menn eru kallaðir burt í blóma lífs- ins. Við félagarnir í Miðvikudags- klúbbnum söknum vinar, en við er- um jafnframt þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast góðum félaga og njóta vináttu hans og samveru- stunda. Hugui- okkar allra er hjá þeim, sem syrgja eiginmann, fóður og son. Við biðjum góðan Guð að styrkja ástvini Gylfa Þórs í sorg þeitra. I okkar hópi mun minningin um góðan dreng lifa. Friðrik Sophusson. Mikill drengskaparmaður í blóma lífsins er skyndilega kallaður yfir móðuna miklu. Á svipstundu er sem heimurinn breytist. Allt sem áður var svo sjálfsagt og eðlilegt er farið og kemur ekki aftur. Og fjölskyldan, vinimir og starfsfélagar sitja hljóðh' eftir og reyna að ná nýjum áttum. Minningamar hrannast upp. Eftir áratuga vináttu sem spann- ar tímann frá menntaskólaárunum til gærdagsins leitar margt á hug- ann. Árin í menntaskóla og háskóla voru tími glaðværðar og stai'fið með ungum sjálfstæðismönnum á við- reisnarárunum var spennandi. Þar bundust félagar tryggðarböndum sem aldrei hafa rofnað. Síðan tók al- vara lífsins við. Fjölskyldur voru stofnaðar og hver og einn fann sinn farveg í fjölbreyttu þjóðfélagi nú- tímans. Gylfi Þór Magnússon var allra vinur. Gilti einu hvert hann fór um heiminn í starfi sínu eða hvar þau hjónin bjuggu heimili sitt, Gylfi Þór stofnaði alls staðai' til vinskapar. Hver sem kynntist honum hlaut að verða vinur hans. Hann var félagslyndur maður með afbrigðum. Kom hann víða við. Ungur gekk hann til liðs við Frí- múrararegluna og þar sem annars staðar var honum vel fagnað. Hann naut ríkulega samvista við bræður í reglunni og þeir fólu honum tránað- arstörf. Svo var reyndar hvar sem hann fór. Hann sóttist ekki eftir trúnaðarstörfum en þau hlóðust á hann. Trúmennskan og samvisku- semin vora honum í blóð borin. Gylfi Þór naut trúnaðar vegna hæfileika sinna og hógværðar. Hann var maður hófsemdar og vissi að hafa skal aðgát í nærveru sálar. Hann var einnig sá kærleiksríki sem ávallt var fyrstur til að rétta hönd fram til aðstoðar öðrum. Og nú er þessi einlægi, glaði og já- kvæði vinur fallinn frá. Hinn hæsti höfuðsmiður hefur kallað til sín dyggan þjón sinn. Okkur, sem eftir stöndum, finnst kallið ótímabært. Svo margt var ógert og ósagt. En fá- ir hafa ræktað garðinn sinn jafn vel og Gylfi Þór Magnússon. Og fáir eru því jafn vel undirbúnir að mæta kall- inu mikla þegar það kemur. Á þessari stundu leitar hugurinn til fjölskyldunnar, til Siggu Dóru og bamanna, til móður og tengdafor- eldra. Mikill er harmur þein-a og söknuður. Við Guðrán biðjum algóð- an Guð að styrkja þau og blessa. Valur Valsson. Að kveldi föstudagsins 6. nóvem- _ ber barst mér sú harmafregn til Am- eríku að vinur minn Gylfi Þór Magn- ússon væri látinn. Fréttin olli mér djúpri sorg, söknuði og eftirsjá og minningarnar streymdu fram í hug- ann. Við Gylfi kynntumst upp úr 1980 þegar báðir störfuðu erlendis, Gylfi í Hamborg fyrir Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og undirritaður í Englandi fyrir Sjávarafurðadeild Sambandsins. Báðir fluttum við heim árið 1987, Gylfi til þess að taka við krefjandi starfi framkvæmda- stjóra sölumála hjá Sölumiðstöðinni og ég til að taka við starfi aðstoðar- framkvæmdastjóra Sjávarafurða- deildar. Fyrirtækin tvö voru á þeim tíma sameiginlega ábyrg fyrir sölu á freð- fiski frá Islandi til Sovétríkjanna samkvæmt rammasamningi land- anna og þar sem við félagamir bár- um ábyi’gð á sölumálunum, hvor hjá sínu félagi, hófst mikil og náin sam- vinna okkar á milli í viðskiptunum við Rússland. Fljótlega eftir að samvinna okkar Gylfa hófst varð mér ljóst að ég hafði ekki bara eignast góðan félaga og samstarfsmann í viðskiptum heldur einlægan vin, sem er mikil gæfa og ég mun meta mikils allt mitt t* líf. Þessi vinátta, sem aldrei bar skugga á, leiddi einnig til þess að eiginkonur okkar kynntust og þannig margfaldaðist vinskapurinn. Við félagamii', eins og við kölluð- um okkur oft, ferðuðumst reglulega saman til Rússlands og dvöldum þar oft talsvert lengi við flókna samn- ingagerð, enda viðskiptin stór í snið- um. Einu sinni reiknuðum við það út að við hefðum setið saman í flugvél- um í um 140 klukkutíma og saman- lagt mátti mæla samveruna í Rúss- ^ landi í mánuðum. Aldrei man ég eft- ir því að okkur leiddist þótt samn- ingar tækju langan tima og mikill tími færi í að bíða og ná athygli við- semjandans. Oft var reyndar biðin stytt með ánægjulegum og eftir- minnilegum samskiptum við Tómas Tómasson, sendiherra í Moskvu, Gunnar Flovenz og Einar Bene- diktsson hjá Síldarátvegsnefnd og aðra heiðursmenn sem voru í svipuð- um erindagjörðum og við í Moskvu. Þegar svo hagar til að menn vinna saman, ferðast saman og búa saman á hótelum í framandi löndum í lengri tíma reynir á samvinnu og vinskap og menn kynnast vel. Ég mun ætíð minnast þess frá þessum tíma hversu glaðlyndur og lipur Gylfí var í öllum samskiptum og hversu gott var að vinna með hon- um. Ég mun einnig minnast þess hversu nærgætinn hann var, vand- virkur og hvað framkoman öll var falleg. Vinnusemi og fagmennska var ætíð til staðar og í öllum þeim átökum sem fylgja viðskiptum sýndi hann ætíð drenglyndi og viðskipta- vininum virðingu og naut mikillar virðingar á móti. Ég vona að okkar litla þjóð, sem byggir afkomu sina að rniklu leyti á útflutningi og sölu sjávarafurða og samskiptum við er- lenda viðskiptamenn, fái notið fleiri slíkra heiðursmanna í framtíðinni því við þurfum á þeim að halda. Þegar hefðbundnum viðskiptum ' við Rússland lauk upp úr 1990 varð samvinna okkar félaganna minni en vináttan stóð áfram óhögguð. Eftir að Gylfi flutti með fjölskyldu sinni til Akureyrar hittumst við sjaldnar en við báðir hefðum viljað og það harma ég nú og hugsa sem svo að aldrei skuli vinarfundum frestað. Þeir verða þó að bíða að sinni, en ég hugga mig með því að sá sem öllu ræður fagni vini mínum og gæti hans vel. Elsku Sigga Dóra og böm. Við Sif sendum ykkur okkar innilegustu kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur og þökkum fyrir að fá að deila með ykkur minningunni um góðan dreng og kæran vin. Benedikt Sveinsson • Fleiri minningargreinar um Gylfa Þór Magnússon bíóa birtingar og munu birtast ibiaðinu næstu daga. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.