Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ GAMLA safnahúsið á horni S0lvgade og 0ster Voldga- de er eins og söfn áttu að vera á þeim tíma þegar það var opnað 1896. Glæsileg, kassalaga bygging, sem fyllti gest- inn ákveðinni lotningu, en bauð ekki upp á langtíma viðveru í safninu eða aðra nálgun listarinnar en bara að skoða listaverkin. Listunnendur nú- tímans vilja annað og meira. Þeir kjósa ekki aðeins fagurfræðilega opinberun í sjálfu húsinu, heldur tækifæri til að hitta annað fólk yfir kaffibolla og bókabúð til að sökkva sér frekar niður í listina. Og börnin þurfa líka sitt. Allt þetta hefur verið haft í huga þegar loksins var ráðist í að stækka og endurskipuleggja gamla safnahúsið eftir margra ára- tuga vangaveltur. Niðurstaðan verður vísast að hluta umdeild, en það var nautn að reika um salina dagana fyrir hina opinberu opnun, njóta gamla hússins upp á nýtt, kynnast því nýja, njóta nýs útsýnis yfir garðinn að baki hússins og hlakka til þegar farið verður að halda tónleika og aðrar uppákomur í safninu. Einkasafn verður almenningssafn Flest þjóðlistasöfn byggja á söfn- um kónga og keisara og sama á við um danska þjóðlistasafnið. Dönsku kóngarnir eignuðust og söfnuðu listaverkum, sem höfð voru í höilum þeirra. Tvisvar hefur konunglega safninu verið bjargað úr logunum. Fyrst þegar fyrsta Kristjánsborg- arhöllin brann 1794 og svo þegar sama höll, endurreist, brann aftur 1884. Listasafn sem gaf borgurun- um tækifæri til að skoða hina kon- ungiegu list var líka farið að tii- heyra því sem almennilegt ríki átti að bjóða upp á í lok síðustu aldar. Það kom í hlut hins virta og eftir- sótta arkitekts Vilhelms Dahlerups að teikna safnið. Innblástur sótti hann í hina einu sönnu viðmiðun þess tíma, klassíska byggingarlist Grikkja og Rómverja. Inni í and- dyrinu lágu tilkomumiklar tröppur með listaverkum upp í súlnagöngin á annam hæð og handan þeirra voru salirnir. A tröppunum var því ekki aðeins listin til sýnis, heldur einnig listunnendurnir sjálfir er þeir liðu upp og niður stigana. Það leið þó ekki á löngu þar til safnahúsið sýndi sig vera of lítið og við tóku endalausar vangaveltur um hvað til ráða væri. A sjöunda ára- tugnum var arkitektunum Evu og Nils Koppel falið að gera tillögu til endurbóta, en forsendan var að ekki yrði byggt neitt nýtt, heldur aðeins að gamla byggingin yrði betur nýtt. Þegar safnið var opnað eftir endur- byggingu 1969 voru gömlu tröpp- umar horfnai- og í staðinn kominn lyftu- og tröpputum í einfóldum stíl þess tíma og allt húsið var einfald- ara útlits en áður. Birta og opið rými Þetta varð þó aldrei meira en bráðabirgðalausn. Þegar menning- arár Kaupmannahafnar 1996 var í augsýn hljóp kraftur í nýjar áætlan- ir. Ljóst var að ekki dygði lengur að lappa upp á gamla húsið. Viðbygg- ing var nauðsynleg. 1 alþjóðakeppni um hana bámst 134 lausnir, en fyrstu verðlaun hlaut djarfleg tilllaga frá C.F. Moller, danskri teiknistofu, sem ítalsk-danski arki- tektinn Anna Maria Indrio átti veg og vanda af. Lausn hennar fólst í stórri, ein- faldri og hvítri byggingu að baki gamla safnahússins, en þó vandlega tengd því, annars vegar með göngu- brúm frá efri hæðinni, hins vegar með nokkurs konar yfirbyggðri götu og húsagarði á neðri hæðinni. Þarna skapast því feikilegt rými lína og ljóss að ofan, auk þess sem stórir gluggar veita heillandi útsýni yfir garðinn, 0stre Anlæg og húsin handan hans við Stockholmsgade. Hin fallega húsalína þar nýtur sín ekki jafnvel nokkurs staðar að. Að ýmsu leyti er útgangspunktur ný- byggingarinnar klassísk form, líkt og endurspeglast í gamla húsinu, en í nýrri og nútímalegri útgáfu eins og við er að búast. Inngangurinn í safnið er einnig HIÐ nýja safn: Statens Museum for Kunst. Ljósmynd/Torben Eskerod GAMALT SAFNI NÝJUM BIJNINGI Statens Museum for Kunst, danska ríkislistasafnið, hefur fengið nýja viðbyggingu og gamla byggingin hefur verið endurskipu- lögð. Niðurstaðan er glæsilegt og aðlaðandi safn, sem hefur __________allt til að bera sem nútíma listunnendur óska,____________ segir Sigrún Davíðsdóttir. Ljósmynd/Hans Petersen KRISTUR á krossinum eftir Andrea Mantegna. nýr. Aðkoman að safninu er eins og áður, en þegar inn kemur blasir við birta frá nýbyggingunni, sem opnað hefur gamla húsið upp, lyft því og létt. Gest- urinn dregst því inn í upphafið rými og birtu, sem strax býður upp á íhugun og athygli. Slíkt á að einkenna söfn, segir safnstjórinn Allis Hell- eland, þó þar eigi líka að vera rými fyrir atburði og uppákomur. Það verður spennandi að fylgjast með móttök- unum, því Danir eru oft gagnrýnir á nýjungar. Fyrirfram héfur nýbygg- ingiri verið gagnrýnd fyr- ir að vera alltof stór og mikil miðað við garðinn og gamla húsið. Og svo særði það ýmsa Austur- brúinga að safnið var byggt yfir einu sleða- brekku hverfisins, þó veðurfar leyfi annars sjaldan sleðaferðir. Kaffistofa, bókabúð og barnasafn Nýbyggingin hefur að sjálfsögðu gefið tækifæri til að draga inn nýja þætti í safnið og breyta allri upp- röðun þess. í stað kaffistofuholu er komin stór og björt kaffistofa, sem einkennist af einföldum, sterkum formum og litum. Sumir höfðu orð á að hún væri ekki hlýleg og það er rétt. Hér ríkja engin gamaldags notaiegheit, en þess í stað birta og skýrleiki. Það voru aðeins fáir staddir þarna er blaðamönnum gafst kostur á að skoða húsakynnin. Það sem helst gæti unnið gegn vellíðan kaffistofugesta er að þar er firna hátt til lofts og allt mjög bert, svo hugsanlega verður þarna þreyt- andi glamur, þegar margt er. Sjón- rænt séð var hún þægileg, en miðað við kaffistofuna í hinu nýuppgerða Moderna Museet í Stokkhólmi þá vantar hrífandi útsýnið þaðan, því gluggamir eru litlir miðað við stærð og fremur hátt uppi. Ekki virðist kostur á því að sitja úti á sumrin og fá sér hressingu og ef svo er væri það verra. Nú er aðbúnaður bókabúðarinnar allur annar og reyndar fleira selt þar en bækur. Sjálft anddyrið er mun meira aðlaðandi en áður sökum þess hve það er opið og bjart. Safn- verðimir eru í nýjum búningum, rauðum vel sniðnum jökkum, sem einn þekktasti skraddari og hönn- uður Dana af gamla skólanum, Ceiii Freifeldt hefur hannað. Ein helsta nýjungin er barnasafnið, þar sem verða verkstæði fyrir böm, sérstak- ar sýningar og kvikmyndir. Þessi þjóðþrifastarfsemi til að rækta upp nýja listunnendur er einstaklega vel til fundin og mikill metnaður í hana lagður. Endurfæðing gamla hússins Endurfæðing gamla hússins felst meðal annars í því að salir þess, sem hýsa eldri list, bæði danska og erlenda, hafa allir verið málaðir upp á nýtt. Horfinn er hvíti kuldalitur- inn og í stað komin litasinfónía, sem tengjast á verkunum í hverjum sal. Elsta endurreisnarlistin hangir á sterkdumbrauðum veggjum, síðan taka við grænbláir, gráir, blágráir og ijósbláir, allt eftir því hvaða tímabil eiga í hlut, en auðvitað er hver salur allur í sama lit og Ioftið er alls staðar hvítt. Þetta tiltæki mun vísast verða mjög umdeilt. Þó deila megi um litatónana og hversu réttir þeir séu var útkoman mjög áhrifamikil. Myndimar lifna við, bæði á litabakgrunninum og eins af því að uppröðun þeirra hefur tekist einstaklega vel. Myndir, sem hafa hangið þama um árabil hafa fengið nýja nágranna, nýtt samhengi og hljóta fyrir vikið nýja skírskotun og nýja merkingu. Það er því ánægjuleg reynsla að heimsækja gömlu listina í endumýjuðum sölunum og ekki úr vegi að hafa í huga að þessar myndir voru málaðar á þeim tímum þegar hvítir veggir voru nánast óþekktir. Þarna gefur að líta heillandi úrval dönsku Skagen-málaranna frá því fyrir og eftir aldamótin og hinn þögla Vilhelm Hammershpi, svo fátt eitt sé nefnt. Höfuðverk í eldra safninu er mynd endurreisnarmálarans Andrea Mantegna . af þjáðum Kristi, en þar gefur einnig að líta hrífandi hollensk 17. aldar verk og síðan verk Henri Matis- se, svo eitthvað sé nefnt. Nýja listin er hins vegar í skjannahvítu, einfóldu nútíma umhverfi. Þannig er rými fyrir vídeólist, en einnig fyrir risa- stór verk Picabia og annarra, sem krefjast rýmis. Man Ray á einnig verk þarna. Nýbyggingin er fremur mjó og kannski spurning hvort nýju salarkynnin eru helst til mjóslegin, en það á eftir að koma betur í ljós við frekari heimsóknir þangað. Ljósakerfi hússins hefur allt ver- ið endurnýjað. Þar skiptist á dags- ljós og rafljós og safnráðendur halda því fram að ljósakerfið sé hið fullkomnasta í heimi, því hver mynd hafi í raun ljós fyrir sig og kerfið allt hið sveigjanlegasta. Á torginu í nýju byggingunni er gert ráð fyrir að hægt verði að hafa tónleika og aðrar uppákomur í djúpri gryfju torgsins. Það var verið að prófa hljóðkerfi hússins á heimsóknar- daginn. Áhrifin voru þannig að tón- leikar þar hljóta að vera mikið til- hlökkunarefni, ef þetta fyrsta próf stenst og hljómburðurinn er eins og hann virtist vera. Með þessu nýja safni hefur Kaup- mannahöfn orðið enn meira aðdrátt- arafl en áður fyrir listunnendur. Safnið er lokað á mánudögum, ann- ars opið 10-17, en til 20 á miðviku- dögum. Aðgangseyrir er 30 krónur danskar, en ókeypis inn fyrir böm yngri en sextán ára. Á miðvikudög- um er aðgangur ókeypis. Öperan Tristan og Isolde hjá Wagner- félaginu RICHARD Wagner-félagið sýnir óperuna Tristan og Isolde í Norræna húsinu laugardaginn 14. nóvember kl. 13. Þórður Harðarson, prófessor og yfirlæknir, mun fjalla um óperuna í stuttu máli áður en sýningin hefst. Sýnd verður uppsetning frá Festspielhaus í Bayreuth frá árinu 1982. Hljómsveitar- stjóri er Daniel Barenboim. Leikstjóri, sviðs- og búninga- hönnuður er Jean-Pieme Ponnelle. í helstu hlutverkum eru René Kollo, Matti Sal- minen, Johanna Meier, Her- mann Becht, Robert Schunk og Hanna Schwarz. Sýnt verður af leysidisk á stórum skermi án skjátexta en auk þess á sjónvarps- skermi með enskum skjá- texta. Aðgangur að sýning- unni er ókeypis og öllum heimill. Gerð verða tvö 15 mínútna hlé á sýningunni, sem mun standa í u.þ.b. fjóra tíma með hléum. Lúðraveitin Svanur fær safn dixe- land-nótna að gjöf GUÐJÓN Einarsson básúnu- leikari og Kristján Kjartans- son trompetleikari hjá Lúðra- sveitinni Svani munu afhenda Vilborgu Jónsdóttur, núver- andi formanni, safn dixeland- nótna laugardaginn 14. nóv- ember kl. 20.30 í Lindargötu 48. Tilefnið er 68 ára afmæli Lúðrasveitarinnar Svans. Guðjón er einn af „gull- drengjum" Svans, en það nefnast þeir sem hafa verið virkh- meðlimir í 30 ár eða lengur og hefur hann safnað þessum nótum á löngum ferli sem tónlistarmaður. Guðjón hefur hlotið sérstaka viður- kenningu frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FIH) og hlaut nafnbótina öðlingur. Dixeband Svans leikur nokkur lög við athöfnina. Kynning á Sumrinu ‘37 ÁÐUR en sýning hefst á leikritinu Sumrinu ‘37 eftir Jökul Jakobsson hjá LR í kvöld, föstudag, mun Jón Viðar Jónsson, leikhús- fræðngur og gagnrýnandi, flytja erindi um stöðu Jökuls í íslenskri leikritun. Hann mun fjalla um helstu verk Jökuls og leggja sérstaka áherslu á Sumarið ‘37. Jón Viðar þekkir vel til verka Jökuls Jakobssonar, hann annaðist heildarútgáfu þeirra og bjó þau til prentunar árið 1994. Kynningin fer fram á Leynibar Borgarleikhússins kl. 19 og er aðgangur ókeypis. Að lokinni sýningu mun Jón Viðar stýra umræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.