Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 35 LISTIR Hamingju- ránið í Bæjarsveit HILDA Pálmadóttir og Gro 0vland í hlutverkum sínum. LEIKDEILD Umf. íslendings frumsýnir í Brún, Bæjarsveit, Hamingjuránið eftir Bengt Ahl- fors laugardaginn 14. nóvember kl. 21, en þann dag er Bandalags- dagur íslenskra leikfélaga. Bengt Ahlfors er einna þekkt- astur í heimalandi sínu fyrir reví- ur og létta gamanleiki. Hann hef- ur samið á þriðja tug sviðsleik- rita, sjónvai'psleikrita og revía. Nokkur verk hans hafa verið sýnd hér á landi, m.a. Eru tígris- dýr í Kongó, hjá Alþýðuleikhús- inu, Leikfélag Akureyrar sýndi revíuna Marbletti, og leikgerð Bengts á Umhverfís jörðina á 80 dögum, byggða á sögu eftir Jules Verne, sýndi Lilla Theatern í Helsinki í Þjóðleikhúsinu á Lista- hátíð 1972. Hamingjuránið er byggt á sögu sem kunningi Bengts sagði honum. Nafngreindur náungi sem lifði fábrotnu lífí kynntist aðlaðandi konu á ferðalagi er- lendis. Hann taldi henni trú um að hann væri milljónamæringur og byggi í fagurri höll. Þegar kvenmaðurinn birtist síðan óvænt seldi hann allar eigur sín- ar, leigði svítu á glæsihóteli og bjó lúxuslífi í eina viku. Höfund- urinn átti í erfiðleikum með sögulokin og eru sögulokin því þrenn, hver á eftir öðrum; róm- antísk, raunsæ og yfírnáttúruleg. Hamingjuránið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1996. Félagið hefur sett upp leikrit með jöfnu millibili allt frá 1976, m.a. Gísl, Leynimelur þrettán, Þorlákur þreytti og Sfldin kemur, sfldin fer. Hamingjuránið er 12. verk- efni leikdeildarinnar og leikstýr- ir Viðar Eggertsson verkinu. í helstu hlutverkum eru Elmar Þór Gilbertsson, Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, Rósa Marinós- dóttir og Bernharð Arnarson. Birna Þorsteinsdóttir sér um tón- listarstjórn. Heimamenn hafa hannað sérstakt tölvuforrit til að stýra ljósunum. Næstu sýningar verða þriðju- daginn 17. nóvember, föstudag- inn 20. nóvember, laugardaginn 21. nóvember kl. 21 og sunnu- daginn 22. nóvember kl. 15. Nýjar hljómplötur RÚSSÍBANAR • ELDDANSINN er önnur hljóm- plata hljómsveitarinnar Rússibanar og hafa þeir sjálfir útsett lögin. Fyrri glatan, Rússíbanar, kom út í fyrra. I hljómsveitinni eru Einar Kristján Einarsson, gítar, búsúkí; Guðni Franszon, klarínettur; Jón skuggi, kontrabassi; Kjartan Guðnason, trommur og slagverk, og Tatu Kantomaa, harmonika. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Áskell Más- son, darabuka, Szymon Kuran, fiðla, og Eyþór Gunnarsson, cong- ur. Lögin á plötunni eru þrettán, fjörug salsa- og gyðingatónlist 1 bland við ungverska dansa og finnska slagara. Meðal lagahöfunda eru Rimsky-Korsakow, J. Brahms og Einar Kristján Einarsson. Útgefandi er Mál og menning. Stjórn upptöku: Eyþór Gunnarsson. Ljósmynd á plötukápu er eftir Ein- arFal Ingólfsson. Verð: 1.980 kr. í tilefni útgáfunnm- efna Rússí- banar til tónleika í íslensku óper- unni á morgun, laugardag, kl. 20.30. Hallgrímur Helgason, rithöfundur og ljóðskáld, flytur ljóð áður en tón- leikarnir hefjast, Forsala aðgöngu- miða er í Óperunni og í Bókabúð Máls og menningar. Nýjar bækur Sumar í lífí ungs Islendings • PARÍSARHJÓL er fyrsta skáldsaga Sigurðar Pálssonar. I kynningu segir: „I þessari áhrifamiklu og fallegu sögu segir frá sumri í lífi ungs íslensks myndlistannanns, Viktors Karlssonar. Hann tekst á við mikla sorg þegar sú manneskja sem stendur honum næst deyr skyndilega. Á þeim tímamótum heldur hann til Parísar og kynnist þar sérkennilegum persónum: nági’annanum Alex, Botticelli-systrum, Símoni heimspekingi, Sabrínu sem dansar nakin, að ógleymdri Delphine sem verður brátt hin aðalpersónan í sögunni. Morgunbænin sem Símon kennir honum, verður leiðarstefið í leit Viktors að því sem gefur lífinu Sigurður Pálsson gildi: „Guð, gefðu mér gleði, kjark og góða samvisku...“ Sigurður Pálsson hefui- sent frá sér fjölmargar ljóðabækm- og leikrit bæði fyrir leiksvið og sjónvaip og er auk þess ötull þýðandi franskra bókmennta. Hann var framleiðandi kvikmynda Kristínar Jóhannesdóttm-, Á hjara veraldar og Svo á jörðu sem á himni. Árið 1990 sæmdi menningarmálaráðherra Frakklands hann Riddaraorðu bókmennta og lista. Urval ljóða hans kom út í franskri þýðjngu í París áiáð 1994. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 188 bls., prentuð í Odcla hf. Hönnun á kápu eftir Steingi-ím Eyfjörð Kristmundsson. Verð: 3.680 kr. Fyrirlestrar í MHÍ ANNA Fjóla Gísladóttir, ljós- myndari, heldur fyrirlestur í Laugarnesi, mánudaginn 16. nóvember kl. 12.30. Fyrirlest- urinn fjallar um nokkrar þekktar konur úr ljósmynda- sögunni. Ósk Vilhjálmsdóttir, mynd- listarmaður, heldur fyi’irlestur í Barmahlíð, Skipholti 1, mið- vikudaginn 18. nóvember kl. 12.30. I fyrirlestrinum fjallar Ósk um eigin myndlist og sýn- ir skyggnur. Steinvör Bjarna- dóttir sýnir í Galleríi Jörð STEINVÖR Bjarnadóttir opnar sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Gallerí Jörð, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, á morgun, laugar- dag. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 29. nóvember. Súrefiilsvörup Karin Herzog • vinna gegn öldrunareinkennuin • endnruppbyggja liúðúia • vinna á appelsínuhúð og sliti • vinna á unglingabólum • viðludda ferskleika lníöarinnar Ferskir vindctr í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Fjarðarkaups Apóteki, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur 21609, 41-46 Svart leður Verð kr. 6.900 ascormoiier herraskór í úrvali mjúkir og þægilegir Ath.: Nýtt kortatímabil Póstsendum samdægurs 61409, 40-46 Svart SKÆM Kringlunni -1. hæð. S. 568 9345. Húsbréf húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. nóvember 1998. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.113.179 kr. 111.318 kr. 11.132 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 982.800 kr. 98.280 kr. 9.828 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.966.542 kr. 196.654 kr. 19.665 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.827.947 kr. 182.795 kr. 18.279 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.066.770 kr. 1.613.354 kr. 161.335 kr. 16.134 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.442.170 kr. 1.488.434 kr. 148.843 kr. 14.884 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.672.913 kr. 1.334.583 kr. 133.458 kr. 13.346 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.550.927 kr. 1.310.185 kr. 131.019 kr. 13.102 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. diíb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.