Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 35

Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 35 LISTIR Hamingju- ránið í Bæjarsveit HILDA Pálmadóttir og Gro 0vland í hlutverkum sínum. LEIKDEILD Umf. íslendings frumsýnir í Brún, Bæjarsveit, Hamingjuránið eftir Bengt Ahl- fors laugardaginn 14. nóvember kl. 21, en þann dag er Bandalags- dagur íslenskra leikfélaga. Bengt Ahlfors er einna þekkt- astur í heimalandi sínu fyrir reví- ur og létta gamanleiki. Hann hef- ur samið á þriðja tug sviðsleik- rita, sjónvai'psleikrita og revía. Nokkur verk hans hafa verið sýnd hér á landi, m.a. Eru tígris- dýr í Kongó, hjá Alþýðuleikhús- inu, Leikfélag Akureyrar sýndi revíuna Marbletti, og leikgerð Bengts á Umhverfís jörðina á 80 dögum, byggða á sögu eftir Jules Verne, sýndi Lilla Theatern í Helsinki í Þjóðleikhúsinu á Lista- hátíð 1972. Hamingjuránið er byggt á sögu sem kunningi Bengts sagði honum. Nafngreindur náungi sem lifði fábrotnu lífí kynntist aðlaðandi konu á ferðalagi er- lendis. Hann taldi henni trú um að hann væri milljónamæringur og byggi í fagurri höll. Þegar kvenmaðurinn birtist síðan óvænt seldi hann allar eigur sín- ar, leigði svítu á glæsihóteli og bjó lúxuslífi í eina viku. Höfund- urinn átti í erfiðleikum með sögulokin og eru sögulokin því þrenn, hver á eftir öðrum; róm- antísk, raunsæ og yfírnáttúruleg. Hamingjuránið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1996. Félagið hefur sett upp leikrit með jöfnu millibili allt frá 1976, m.a. Gísl, Leynimelur þrettán, Þorlákur þreytti og Sfldin kemur, sfldin fer. Hamingjuránið er 12. verk- efni leikdeildarinnar og leikstýr- ir Viðar Eggertsson verkinu. í helstu hlutverkum eru Elmar Þór Gilbertsson, Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, Rósa Marinós- dóttir og Bernharð Arnarson. Birna Þorsteinsdóttir sér um tón- listarstjórn. Heimamenn hafa hannað sérstakt tölvuforrit til að stýra ljósunum. Næstu sýningar verða þriðju- daginn 17. nóvember, föstudag- inn 20. nóvember, laugardaginn 21. nóvember kl. 21 og sunnu- daginn 22. nóvember kl. 15. Nýjar hljómplötur RÚSSÍBANAR • ELDDANSINN er önnur hljóm- plata hljómsveitarinnar Rússibanar og hafa þeir sjálfir útsett lögin. Fyrri glatan, Rússíbanar, kom út í fyrra. I hljómsveitinni eru Einar Kristján Einarsson, gítar, búsúkí; Guðni Franszon, klarínettur; Jón skuggi, kontrabassi; Kjartan Guðnason, trommur og slagverk, og Tatu Kantomaa, harmonika. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Áskell Más- son, darabuka, Szymon Kuran, fiðla, og Eyþór Gunnarsson, cong- ur. Lögin á plötunni eru þrettán, fjörug salsa- og gyðingatónlist 1 bland við ungverska dansa og finnska slagara. Meðal lagahöfunda eru Rimsky-Korsakow, J. Brahms og Einar Kristján Einarsson. Útgefandi er Mál og menning. Stjórn upptöku: Eyþór Gunnarsson. Ljósmynd á plötukápu er eftir Ein- arFal Ingólfsson. Verð: 1.980 kr. í tilefni útgáfunnm- efna Rússí- banar til tónleika í íslensku óper- unni á morgun, laugardag, kl. 20.30. Hallgrímur Helgason, rithöfundur og ljóðskáld, flytur ljóð áður en tón- leikarnir hefjast, Forsala aðgöngu- miða er í Óperunni og í Bókabúð Máls og menningar. Nýjar bækur Sumar í lífí ungs Islendings • PARÍSARHJÓL er fyrsta skáldsaga Sigurðar Pálssonar. I kynningu segir: „I þessari áhrifamiklu og fallegu sögu segir frá sumri í lífi ungs íslensks myndlistannanns, Viktors Karlssonar. Hann tekst á við mikla sorg þegar sú manneskja sem stendur honum næst deyr skyndilega. Á þeim tímamótum heldur hann til Parísar og kynnist þar sérkennilegum persónum: nági’annanum Alex, Botticelli-systrum, Símoni heimspekingi, Sabrínu sem dansar nakin, að ógleymdri Delphine sem verður brátt hin aðalpersónan í sögunni. Morgunbænin sem Símon kennir honum, verður leiðarstefið í leit Viktors að því sem gefur lífinu Sigurður Pálsson gildi: „Guð, gefðu mér gleði, kjark og góða samvisku...“ Sigurður Pálsson hefui- sent frá sér fjölmargar ljóðabækm- og leikrit bæði fyrir leiksvið og sjónvaip og er auk þess ötull þýðandi franskra bókmennta. Hann var framleiðandi kvikmynda Kristínar Jóhannesdóttm-, Á hjara veraldar og Svo á jörðu sem á himni. Árið 1990 sæmdi menningarmálaráðherra Frakklands hann Riddaraorðu bókmennta og lista. Urval ljóða hans kom út í franskri þýðjngu í París áiáð 1994. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 188 bls., prentuð í Odcla hf. Hönnun á kápu eftir Steingi-ím Eyfjörð Kristmundsson. Verð: 3.680 kr. Fyrirlestrar í MHÍ ANNA Fjóla Gísladóttir, ljós- myndari, heldur fyrirlestur í Laugarnesi, mánudaginn 16. nóvember kl. 12.30. Fyrirlest- urinn fjallar um nokkrar þekktar konur úr ljósmynda- sögunni. Ósk Vilhjálmsdóttir, mynd- listarmaður, heldur fyi’irlestur í Barmahlíð, Skipholti 1, mið- vikudaginn 18. nóvember kl. 12.30. I fyrirlestrinum fjallar Ósk um eigin myndlist og sýn- ir skyggnur. Steinvör Bjarna- dóttir sýnir í Galleríi Jörð STEINVÖR Bjarnadóttir opnar sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Gallerí Jörð, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, á morgun, laugar- dag. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 29. nóvember. Súrefiilsvörup Karin Herzog • vinna gegn öldrunareinkennuin • endnruppbyggja liúðúia • vinna á appelsínuhúð og sliti • vinna á unglingabólum • viðludda ferskleika lníöarinnar Ferskir vindctr í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Fjarðarkaups Apóteki, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur 21609, 41-46 Svart leður Verð kr. 6.900 ascormoiier herraskór í úrvali mjúkir og þægilegir Ath.: Nýtt kortatímabil Póstsendum samdægurs 61409, 40-46 Svart SKÆM Kringlunni -1. hæð. S. 568 9345. Húsbréf húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. nóvember 1998. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.113.179 kr. 111.318 kr. 11.132 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 982.800 kr. 98.280 kr. 9.828 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.966.542 kr. 196.654 kr. 19.665 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.827.947 kr. 182.795 kr. 18.279 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.066.770 kr. 1.613.354 kr. 161.335 kr. 16.134 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.442.170 kr. 1.488.434 kr. 148.843 kr. 14.884 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.672.913 kr. 1.334.583 kr. 133.458 kr. 13.346 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.550.927 kr. 1.310.185 kr. 131.019 kr. 13.102 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. diíb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.