Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson JÓN Bjarni Geirsson rannsóknarlögreglumaður situr hér hjá bjarginu skömmu áður en það var sprengt. Slapp naumlega und- an 30 tonna bjargi LJÓST er að andartak hefur skilið á milli feigs og ófeigs er Jón Bjarni Geirsson, rannsóknarlög- reglumaður á fsafirði, slapp ómeiddur, þegar um 30 tonna bjarg lenti rétt fyrir aftan bifreið hans um áttaleytið í gærmorgun. Jón Bjarni var á leið inn ísa- íjaröardjúpiö og ók fyrir fjallið Ós- horn, þegar grjótskriða féll úr Ós- hh'ðinni og laskaði bifreiðina mik- ið. Gijóthnullungar ú stærð við mannshöfuð og aðrir hnullungar þaðan af minni mölvuðu rúður far- þegamegin bifreiðarinnar, bæði í framsætinu og aftursætinu og beygluðu hægri hlið bifreiðarinn- ar. Jón Bjarni vissi strax hvað til sfns friðar heyrði og jók ferðina til að komast út úr hríðinni, sem hann giskar á að hafi spannað um tíu metra langan kafla á veginum. Hann segir að skriðan hafi fallið úr um 30-40 metra hæð fyrir ofan veginn, en bjargið stóra, sem valt út á veginn, kom úr mun minni hæð. Litlu mátti muna að bjargið merði bifreið Jóns Bjarna þegar það valt út á veginn fyrir aftan bif- reiðina með miklum dynk. Sprengja þurfti bjargið vegna stærðar þess og var brotunum sóp- að fram af vegbrúninni. „Það var glettileg ferð á grjót- fluginu og ég varð einskis var fyrr en hnullungarnir dengdust yfir mig,“ segir Jón Bjarni. „Það var skæðadrífa af gijóti af öllum Á LEIÐINNI til Isafjarðar næddi inn um bifreiðina, enda allar hliðarrúður möl- brotnar, en ekkert gijót lenti á Jóni Bjarna. stærðum framan og aftan við bfl- inn og sumir hnullungarnir voru mjög stórir og skildu eftir sig gíga í veginum. Ég steig bflinn í botn uns ég var kominn út úr skriðunni, og nam ekki staðar fyrr en ég kom inn á Isafjörð. Það næddi inn um bflinn á leiðinni, enda rúðurnar brotnar frammi í og aftur í.“ Jón Bjarni segist hafa gert sér fulla grein fyrir því sem gæti gerst við þessar aðstæður, enda hefur hann séð á ferli sínum afleiðingar slysa vegna gijóthruns. Flugrekstrarstjóri Atlanta um flugleyfíð til Peking Sótt var um leyfi 17. júlí FLUGREKSTARSTJÓRI Atlanta segir það alrangt sem Morgunblaðið hafði eftir heimildum frá Kína í blað- inu í gær, að Atlanta hafi sótt of seint um leyfi vegna leiguflugsferðar félagsins fyrir Urval-Utsýn til Kína. Segir hann félagið hafa fyrst sent upplýsingar 5. maí í vor til tengi- skrifstofu erlendra flugfélaga í Pek- ing og aftur 17. júlí. I bréfínu, sem var sent Foreign Airlines Service Co. 5. maí, er til- greint hvenær óskað væri að fá heimild til flugs til Peking, hvaða vél yrði í för, fjöldi farþega, sem væru íslenskir ferðamenn, og að hug- myndin væri að vélin stæði á flug- vellinum í Peking meðan á dvöl far- þega í landinu stæði. Var óskað upp- lýsinga um hvaðeina er snerti af- greiðslu flugs og farþega. Aftur er skrifað 17. júlí og formleg umsókn send með nauðsynlegum upplýsing- um og þá til flugmálayfírvalda lands- ins. Kom þar einnig fram að flugá- ætlun gerði ráð fyrir viðkomu í Moskvu með klukkustundar dvöl. Sú umsókn var send tengiskrifstofunni, sem átti að koma henni áfram innan kerfisins og þar með talið til flug- hersins. Hafþór Hafsteinsson, flugrekstr- arstjóri Atlanta, segir umsóknirnar hafa verið ítrekaðar og þegar leyfið hafi ekki verið komið 6. nóvember var kínverska sendiráðið á Islandi fengið til að kanna málið. Eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá tengiskrif- stofunni því mánudaginn 9. nóvem- ber, sólarhring fyrir áætlaða brott- fór, hafi hún sent Atlanta símbréf þar sem segir að flugmálayfirvöld hafi neitað félaginu um lendingar- leyfi i Peking. Með góðri aðstoð Helga Agústs- sonar í utann'kisráðuneytinu segir Hafþór leyfi hins vegar hafa fengist áður en flugið hófst og því sé það ekki rétt sem fram hafi komið í fjöl- miðlum að hvorki Rússar né Kín- verjar hafi veitt leyfi sitt. Sótt um leyfi til Rússa 23. júlí Sótt var um flugleyfi til Rússlands vegna millilendingar 23. júlí, sem veitt var í tíma. Það hafi síðan verið afturkallað að morgni 10. nóvember þegai’ fjórar stundir voru til brottfar- ar. Ekki hafi tekist að afla leyfis á ný frá Rússum og því var brugðið á það ráð að senda farþega með öðrum fé- lögum eins og firam hefur komið, en Atlanta fiaug með þá til London. Nauðsynlegt var að millilenda í Moskvu vegna eldsneytistöku og jafnvel þótt svo hefði ekki verið hefði samt sem áður þurft að afla yfirflugs- heimildar hjá Rússum. Annars hefði orðið að fljúga um sunnanverða Asíu, sem lengt hefði leiðina veralega, og nokkra daga hefði tekið einnig að afla flugheimilda eftir þeirri leið. Hafþór sagði farþega nú dvelja í góðu yfirlæti í Kína. Flestir þeirra eða 215 þáðu boð um eins dags fram- lengingu en tuttugu manns halda heim 17. nóvember eins og upphaf- lega var ráðgert. Koma þeir heim með SAS gegnum Kaupmannahöfn. Hinn hópurinn fer með Air China til Zúrich í Sviss og þaðan flytur þota Atlanta hópinn heim. Fingraför á líkamsræktarstöðvum Líklegt að tölvu- nefnd skoði málið TÖLVUNEFND mun að öllum lík- indum athuga hvort notkun búnaðar sem skráir viðskiptavini líkamsrækt- arstöðvanna World Class og Hreyf- ingar stríði gegn lögum um persónu- vemd. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að í búnaðinum er sérstakur nemi sem leggur fingrafar viðskipta- vina á minnið og tengir það nafni við- skiptavinarins og sérstöku númeri um leið. „Það ræðst fyrst og fremst af þvf hvernig búnaðurinn er notaður hvort hann stríði gegn lögum um persónu- vemd. Það er hægt að fara með svona búnað með ýmsum hætti og það getur skipt sköpum um hvort Tölvunefnd hefur eitthvað við hann að athuga eða ekki,“ sagði Sigrún Jó- hannesdóttir, framkvæmdastjóri tölvunefndar. Næsti fundur nefndarinnar er 24. þessa mánaðar. Sigrún kveðst telja afar líklegt að málið verði skoðað. „Við skoðum hvað þessir aðilar gera með fingrafórin, hvemig þeir nota þau, hvaða upplýsingar eru tengdar við þau og hve lengi þau em geymd. Þegar þessar staðreyndir liggja fyrir verður málið metið og tekin ákvörð- un um hvort ástæða sé til athuga- semda,“ sagði Sigrún. Ný og enn haldbetri a verkfæri Öruggara grip iéttir vinnuna nn nnrir hana ána>ninlnnri Fæst í ölfum betri byggingavöruverslunum Úr könnun Félafsvísindastofnunar HÍ 6.-11. október 1998: 1500 manna úrtak, á aldrinum 12-80 ára, búsett á landinu öllu. Svarhlutfall 68,7%. Hverjir voru það sem sögðust nota Netið . . . . Karlari 151 % Greint ettir Kyni Konur 40% Búsetu Búa á höfuðborgarsvæðinu I Búa úti á landi C ]51% Greint eftir aldri 12-19 ára 20-24 ára 25-34 ára 35-49 ára 50-67 ára 68-80 ára Stétt Stjórnendur, sérfræðingar □ H Ös M É£ 'irA\ Skrifstofufólk, tæknist. | □ 55% Iðnaðarmenn, verkamenn, afgreiðslufólk i □ 33% Ekki útivinnandi 1 144% Mánaðarlaun 49 þús. kr. eða lægri ■■ 141% Trkilim Mánaðarl. 50-99 þús. kr. I 130% ‘ Mánaðarl. 100-149 þús. kr. þl I 43% Mánaðarlaun 150 bús. kr. eða hærri I □ 58% Könnun á notkun fólks á Netinu Fleiri heimsækja vef Morgunblaðsins Notar þú Internetið/Netið? Hversu oft heimsækir þú mbl.is og visir.is á Netinu? Einungis þeir spurðir sem nota Netið. f~~l Daglega/oft á dag I 11-3ímán. I I 4-6 sinnum í viku □ Sjaldnar □ 1-3sinnumíviku F1 Aldrei FLEIRI heimsækja vef Morgunblaðsins á Netinu mbl.is en visirás, sem er vefur Fijálsrar fjölmiðlunar. 53,4% heimsækja mbl.is en 46,6% heimsækja visir.is. Þetta kemur fram í fjölmiðlakönnun sem Félagsvísindastofn- un gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin leiðir einnig í ljós að 45% svarenda segjast nota Netið. I könnuninni voru þátttakendur spurðir hversu oft þeir heimsæktu mbl.is og vís/r.is. Af þeim sem sögðust nota Netið sögðust 24,4% heimsækja mbl.is oftar en einu sinni í viku, en 23,1% sagðist heimsækja visir.is oft- ar en einu sinni í viku. 38,1% sagðist heimsækja vef Morgunblaðsins oftar en einu sinni í mánuði en sam- svarandi tala fyrir visir.is var 34,2%. 46,6% af þeim sem heimsækja Netið sögðust aldrei heimsækja vef Morgun- blaðsins, en 53,4% sögðust aldrei heimsækja visir.is. 20,8% þeirra sem spurðir voru heimsóttu aldrei mbl.is en 23,8% aðspurðra heimsóttu aldrei visir.is. 45% af þeim sem spurðir voru sögðust nota Netið. Notkun meðal karla var umtalsvert meiri eða 50,6%, en 39,6% kvenna sögðust nota Netið. 51,3% íbúa á höfuð- borgarsvæðinu sögðust nota Netið, en 36,8% fbúa á landsbyggðinni. Yngra fólk notar Netið meira en það eldra. Notkun í aldurshópunum fram að fimmtugu er um eða yfir 50%, en 22,3% fólks á aldrinum 50-67 ára sögðust nota Netið. Mest notkun á Netinu var hjá fólki sem vinnur sljórn- unar- og sérhæfð störf eða yfir 70%, en minnst hjá fólki sem vinnur iðn- eða verkamannavinnu eða er við af- greiðslustörf eða 33%. Notkun eykst eftir því sem fólk er með hærri tekjur. Notkun á Netinu hjá fólki sem hefur 50-99 þúsund krónur í tekjur á mánuði er tæplega 30%, en yfir 57% hjá fólki sem er með yfir 150 þúsund á mánuði í tekjur. Könnunin var gerð dagana 6.-11. október. Um var að ræða símakönnun sem náði til 1.500 manna á aldrinum 12-80 ára um allt landið. Svarhlutfall var 70%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.