Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 65 NOKKUR verka Ingibjargar Lárusdóttur, Guðfinnu Hinriksdóttur og Bjargar Þorkelsdóttur. Kertasala Leoklúbba um helgina LEOKLÚBBARNIR á íslandi standa fyrir sölu á kertum til styrkt- ar börnum með geðræn vandamál helgina 13.-15. nóvember. NoiTæna Leohreyfingin hefur verið með átak í gangi til styrktar börnum með sjúkdóma. Islenska Leohreyfingin ákvað að málefnið sem yrði styrkt hér á landi yi’ði „Börn með geðræn vandamál". Agóðinn verður notaður til tækja- kaupa fyiár barna- og unglingageð- deild Landspítalans. Talið er að eitt af hverjum fimm börnum eigi við ýmiss konar geðræn vandamál að stríða, misalvarieg. Þessi málaflokk- ur hefur farið frekar leynt og því vilja Leofélagar gera sitt til þess að bæta úr ástandinu með þessu átaki. Kertin sem verða seld fást í jóla- litunum rauðum, gi’ænum og fjólu- bláum og eru af venjulegri stærð sem passar í aðventukransa. Þau eru seld í pakkavís og kostar 10 kerta pakki (einlit) 500 krónur. Leo- félagar munu vera við helstu stór- markaði og verslanir á höfuðborgar- svæðinu við sölu, auk þess sem Leo- félagar úti á landi munu njóta að- stoðar Lions við sölu í sínum byggð- arlögum. Leo er hreyfmg ungs fólks sem er í nánum tengslum við Lions. Allar upplýsingar um verkefnið og Leohreyfinguna má fá á heimasíðu Leo á Islandi, sem er http://www.tv.is/lions/leo/ Morgunblaðið/Golli FJÓLA Hrönn Guðmundsdóttir og Jón E. Guðmundsson í versl- un sinni í Mosfellsbæ. Ný DoReMi verslun í Mosfellsbæ DoReMi opnaði nýja verslun í Kjarnanum í Mosfellsbæ fimmtu- daginn 5. nóvember. Þetta er sjötta DoReMi barna- fataverslunin en fyrir eru DoReMi verslanir á tveimur stöðum í Reykjavík, á Laugaveginum og í Faxafeni, og að auki eru DoReMi verslanir í Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum. Opnunartilboð munu verða í versluninni um helgina. Samkeppni á vegum Heil- brigðistækni- félags Islands HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG Islands, HTFÍ, efnir til samkeppni um besta fræðilega erindið í heil- brigðistækni. „Vinningashafinn verður styrktur til að fara með erindi sitt á 11. nor- rænu-baltísku ráðstefnuna í heil- brigðistækni sem haldin verður 6. til 10. júní 1999 í Tallinn, Eistlandi. Nánari upplýsingar um sam- keppnina má finna á heimasíðu HTFÍ: httpý/www.nei’vus.is/htfi/ Nánari upplýsingar um 11. nor- rænu-baltísku ráðstefnuna má finna á: http://www.cb.ttu.ee/nbc99/ Síðasti skilafrestur útdrátta (abstracts) er 21. desember 1998,“ segir í fréttatilkynningu frá HTFI. Elliheimilið Grund Handunnir munir til sölu HEIMILISFÓLK á Elliheimilinu Grund verður með sýningu og sölu á munum sem það hefur unnið laugar- daginn 14. nóvember frá kl. 13-17. Þar verða til sölu munir sem tálg- aðir hafa verið úr beini og tré, saum- aðir, prjónaðh- og unnir úr ull. Hand- verk heimilismanna er mikil alþýðu- list og á basarnum verða seldir sokk- ar, treflar, listmunir og jólavörur. Kaffiveitingar verða á staðnum. Allir eru velkomnh'. Morgunblaðið/Ásdís RUTH Melsted og Krislján E. Einarsson á ljósmyndastofu sinni. Ný ljósmynda- stofa á Sel- tjarnarnesi KRISTJÁN E. Einarsson og Ruth Melsted hafa opnað ljósmyndastofu á Seltjarnarnesi. Kristján hefur starfað við ljós- myndun frá árinu 1978 og hann var fréttaljósmyndari hjá Morgunblað- inu. Eftir nám í ljósmyndun í Gauta- borg í Svíþjóð starfaði Kristján sem ljósmyndari hjá Fróða hf. við tíma- ritaljósmyndun og var ljósmyndari Gestgjafans frá 1987 til 1996. Und- anfarin ár hefm- hann í auknum mæli fengist við hefðbundnar persónu- myndatökur, s.s. brúðkaups-, ferm- ingar-, barna- og fjölskyldumynda- tökur. Kristján og Ruth eru búsett á Sel- tjarnarnesi. Ljósmyndastofa Seltjamarness er á Eiðistorgi og opin frá kl. 12-18 alla virka daga. Erindi um ný- myndun próteina ÁSGEIR Björnsson, sérfræðingur á rannsóknarstofu Islenskrar erfða- gi-einingar, mun halda erindi sem hann nefnir: Hvernig stöðvast ný- myndun próteina? að Lynghálsi 1, laugardaginn 14. nóvember. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kost- ur á að skoða rannsóknarstofur Is- lenskrar erfðagreiningar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrám leyfir. I erindi sínu mun Ásgeir fjalla um prótein sem aðal efnahvata lifandi frmnna. Ásgeir Björnsson, Ph.D. tók BS- próf í líffræði frá Háskóla íslands 1984 og lagði stund á fjórða árs verk- efni árið 1985 undir handleiðslu pró- fessors Guðmundar Eggertssonar. Að því loknu hóf hann doktorsnám við örverufræðideild í Uppsalahá- skóla en lauk því við Stokkhólmshá- skóla 1994. Að námi loknu vann Ás- geir að áframhaldandi rannsóknum við Stokkhólmsháskóla en síðustu tvö árin lagði hann stund á rann- sóknir varðandi þrívíddarbyggingu próteina við háskólann í Ái’ósum í Danmörku. Jólakort Islandsdeildar Amnesty International ÍSLANDSDEILD Amnesty International er að hefja sölu á jóla- kortum ársins 1998 og vonast sam- tökin til að sem flestii’ sameini stuðn- ing við brýnt málefni fallegri jóla- kveðju með kaupum á kortum frá Amnesty International. Mörg undanfarin ár hefur Islands- deild Amnesty International gefið út listaverkakort og hefur sala þeirra verið ein helsta fjáröflunarleið deild- arinnar. Islandsdeildin hefur ætíð leitast við að fá verk viðurkenndra íslenski'a listamanna til að prýða kortin. Að þessu sinni varð myndin „Strákar á hjóli“ eftir Jóhannes Geir fyrir valinu. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa nú starfað í rúm 37 ár, þeim voru m.a. veitt friðar- verðalun Nóbels árið 1977 og gegna mikilvægu hlutverki í verndun mannréttinda. íslandsdeildin vai' stofnuð árið 1974 og byggir hún á vaxandi starf- semi sína á félagsgjöldum, frjálsum framlögum einstaklinga, samtaka og fyrii'tækja, ásamt sölu jólakorta. Samtökin þiggja aldrei opinbert fé. Ákveðið hlutfall af sölu jólakorta íslandsdeildar Amnesty International rennur í „hjálparsjóð" en það fé sem safnast í þann sjóð er nýtt til endurhæfíngar fórnarlamba pyndinga og veitt aðstoð við að- standendur „horfinna" og stuðning við fólk sem sætt hefur mannrétt- indabrotum. Kortin eru seld á skrifstofu sam- takanna í Hafnarstræti 15 í Reykja- vík. Förðunarkeppni á Kaffi Reykjavík HIN árlega Förðunai’keppni Make up for ever verður haldin í fimmta sinn laugardaginn 14. nóvember nk. á Kaffi Reykjavík í samvinnu við út- varpsstöðina FM 95,7 og Farða ehf. Að þessu sinni er þema keppninn- ar Madonna. Er þar vísað til hinnar heimsþekktu söngkonu. Þetta er í fimmta sinn sem fórðun- arkeppni Make up for ever er haldin og hefur ákveðið þema verið notað fyrh- hverja keppni. Keppendur fá 90 mínútur til að ljúka fórðun sinni en módelið má vera fullbúið að öðru leyti. Keppnin er öllum opin, hvort heldur förðunar- eða snyrtifræði- menntuðu fólki eða öðru áhugafólki um förðun. Ekkert þátttökugjald er í keppnina. Fimm manns skipa dóm- nefnd og verður dæmt fyrir heildar- útlit, þ.e. samspil förðunar, fatnaðar og hárs. Formaður dómnefndar er Anna Toher hjá Make up for ever. Kaldá hefur jólakortasölu LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfn-ði er um þessar mundir að hefja árlega jólakortasölu og eins og undanfarin jól mun allur ágóði renna til líknarmála. Kortið prýðh' teikning eftir Ingi- björgu Eldon Logadóttur en hún hefur myndskreytt jólakort Lions- klúbbsins og er þetta þriðja árið í röð. Framtakið hefur jafnan fengið góðar viðtökur og vonast klúbbfélag- ar til að svo verði einnig í ár. Jólakort Rauða- krosshússins RAUÐAKROSSHÚSIÐ, neyðarat- hvarf fyi'h' börn og unglinga, hefur gefið út jólakort í fjáröflunarskyni og er um að ræða kort eftir Halldór Pét> ursson sem áður var gefið út árið 1963. Fjóla Sigmundsdóttir, ekkja listamannsins, veitti góðfúslegt leyfi til að gefa kortið út að nýju án endur- gjalds. „Rauðakrosshúsið veitir þrenns konar þjónustu fyrir börn og ung- linga um ailt land: Athvarf, húsa- skjól, fæði og hvatningu þeim sem ekki eiga í önnur hús að venda, ráð- gjöf um hvað sem unglingum kann að liggja á hjarta og stuðning og góð ráð. Þjónustan er fyi'ir alla 18 ára og yngri. Hún er opin allan sólarhring- inn. Jólakortasalan er eina íjáröflun Rauðakrosshússins. Jólakortið er 10,5x19,5 sm að stærð og fylgir um- slag hverju korti. Tekið er við pönt- unum hjá Rauða krossi Islands," seg- ir í fréttatilkynningu. Hvolsvöllur Fundur um Njálu í HLÍÐARENDA á Hvolsvelli verð- ur í kvöld kl. 21 opinn fundur um Njálu, þar sem Jón Böðvarsson ís- ienskufræðingur mun fjalla um efnið. Þessi fundur er í fundaröð sem Árni Johnsen alþingismaður stendur fyi'ir um þessai' mundir á Suðurlandi. Árni mun á fundinum fjalla um Njálusetrið. Framsögumenn munu síðan svara íyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Boutique bleu á Eiðistorgi NÝLEGA var opnuð á Eiðistorgi kvenfataverslunin Boutique bleu. _ Áhersla er lögð á vandaðan og þægi- legan fatnað í öllum stærðum. Einnig eru á boðstólum Dyrberg kern-skartgi'ipir og ítalskar leður- töskur. Eigandi verslunarinnar er Ágústa Emilsdótth'. Verslunin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11 til 18, föstu- daga frá kl. 11 til 19 og laugardaga frá ki. 11 til 16. Jólakort Gigtar- fólags Islands komin út JÓLAKORT Gigtarfélags íslands eru komin út. Á kortunum í ár eru myndir eftir listamennina Sólveigu Eggerz Pétursdóttur og Brian Pilk- ington. F élagið hefur einnig til sölu önnm’ kort og eldri. Kortin eru seld á Skrif- stofu félagsins i Ármúla 5 en einnig er hægt að panta kort og fá þau send heim. Allur ágóði af sölu kortanna rennm’ til styrktar starfsemi félags- ins. Gigtarfélag íslands er félag áhuga- fðlks um baráttu við gigtarsjúkdóm- um. Félagið rekur gigtanniðstöð í ’ Armúla 5 í Reykjavík. Þar er boðið upp á fræðslu um gigtarsjúkdóma og hópaþjálfun fyrir gigtarfólk, sér- hæfða þjónustu í sjúkra- og iðjuþjálf- un og gigtarsérfræðingar hafa þar aðstöðu. „Gigtarfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem stutt hafa starfsemina undanfai’in ár. Stuðningur einstak- linga og fyrirtækja er félaginu mikils vh’ði,“ segir í fi’éttatilkynningu. Camelot Skartgripir Gæðavara á góóu verði Heildsölubirgóir EINCO EHF. Skúlagötu 26. sími 893 1335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.