Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 65

Morgunblaðið - 13.11.1998, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 65 NOKKUR verka Ingibjargar Lárusdóttur, Guðfinnu Hinriksdóttur og Bjargar Þorkelsdóttur. Kertasala Leoklúbba um helgina LEOKLÚBBARNIR á íslandi standa fyrir sölu á kertum til styrkt- ar börnum með geðræn vandamál helgina 13.-15. nóvember. NoiTæna Leohreyfingin hefur verið með átak í gangi til styrktar börnum með sjúkdóma. Islenska Leohreyfingin ákvað að málefnið sem yrði styrkt hér á landi yi’ði „Börn með geðræn vandamál". Agóðinn verður notaður til tækja- kaupa fyiár barna- og unglingageð- deild Landspítalans. Talið er að eitt af hverjum fimm börnum eigi við ýmiss konar geðræn vandamál að stríða, misalvarieg. Þessi málaflokk- ur hefur farið frekar leynt og því vilja Leofélagar gera sitt til þess að bæta úr ástandinu með þessu átaki. Kertin sem verða seld fást í jóla- litunum rauðum, gi’ænum og fjólu- bláum og eru af venjulegri stærð sem passar í aðventukransa. Þau eru seld í pakkavís og kostar 10 kerta pakki (einlit) 500 krónur. Leo- félagar munu vera við helstu stór- markaði og verslanir á höfuðborgar- svæðinu við sölu, auk þess sem Leo- félagar úti á landi munu njóta að- stoðar Lions við sölu í sínum byggð- arlögum. Leo er hreyfmg ungs fólks sem er í nánum tengslum við Lions. Allar upplýsingar um verkefnið og Leohreyfinguna má fá á heimasíðu Leo á Islandi, sem er http://www.tv.is/lions/leo/ Morgunblaðið/Golli FJÓLA Hrönn Guðmundsdóttir og Jón E. Guðmundsson í versl- un sinni í Mosfellsbæ. Ný DoReMi verslun í Mosfellsbæ DoReMi opnaði nýja verslun í Kjarnanum í Mosfellsbæ fimmtu- daginn 5. nóvember. Þetta er sjötta DoReMi barna- fataverslunin en fyrir eru DoReMi verslanir á tveimur stöðum í Reykjavík, á Laugaveginum og í Faxafeni, og að auki eru DoReMi verslanir í Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum. Opnunartilboð munu verða í versluninni um helgina. Samkeppni á vegum Heil- brigðistækni- félags Islands HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG Islands, HTFÍ, efnir til samkeppni um besta fræðilega erindið í heil- brigðistækni. „Vinningashafinn verður styrktur til að fara með erindi sitt á 11. nor- rænu-baltísku ráðstefnuna í heil- brigðistækni sem haldin verður 6. til 10. júní 1999 í Tallinn, Eistlandi. Nánari upplýsingar um sam- keppnina má finna á heimasíðu HTFÍ: httpý/www.nei’vus.is/htfi/ Nánari upplýsingar um 11. nor- rænu-baltísku ráðstefnuna má finna á: http://www.cb.ttu.ee/nbc99/ Síðasti skilafrestur útdrátta (abstracts) er 21. desember 1998,“ segir í fréttatilkynningu frá HTFI. Elliheimilið Grund Handunnir munir til sölu HEIMILISFÓLK á Elliheimilinu Grund verður með sýningu og sölu á munum sem það hefur unnið laugar- daginn 14. nóvember frá kl. 13-17. Þar verða til sölu munir sem tálg- aðir hafa verið úr beini og tré, saum- aðir, prjónaðh- og unnir úr ull. Hand- verk heimilismanna er mikil alþýðu- list og á basarnum verða seldir sokk- ar, treflar, listmunir og jólavörur. Kaffiveitingar verða á staðnum. Allir eru velkomnh'. Morgunblaðið/Ásdís RUTH Melsted og Krislján E. Einarsson á ljósmyndastofu sinni. Ný ljósmynda- stofa á Sel- tjarnarnesi KRISTJÁN E. Einarsson og Ruth Melsted hafa opnað ljósmyndastofu á Seltjarnarnesi. Kristján hefur starfað við ljós- myndun frá árinu 1978 og hann var fréttaljósmyndari hjá Morgunblað- inu. Eftir nám í ljósmyndun í Gauta- borg í Svíþjóð starfaði Kristján sem ljósmyndari hjá Fróða hf. við tíma- ritaljósmyndun og var ljósmyndari Gestgjafans frá 1987 til 1996. Und- anfarin ár hefm- hann í auknum mæli fengist við hefðbundnar persónu- myndatökur, s.s. brúðkaups-, ferm- ingar-, barna- og fjölskyldumynda- tökur. Kristján og Ruth eru búsett á Sel- tjarnarnesi. Ljósmyndastofa Seltjamarness er á Eiðistorgi og opin frá kl. 12-18 alla virka daga. Erindi um ný- myndun próteina ÁSGEIR Björnsson, sérfræðingur á rannsóknarstofu Islenskrar erfða- gi-einingar, mun halda erindi sem hann nefnir: Hvernig stöðvast ný- myndun próteina? að Lynghálsi 1, laugardaginn 14. nóvember. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kost- ur á að skoða rannsóknarstofur Is- lenskrar erfðagreiningar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrám leyfir. I erindi sínu mun Ásgeir fjalla um prótein sem aðal efnahvata lifandi frmnna. Ásgeir Björnsson, Ph.D. tók BS- próf í líffræði frá Háskóla íslands 1984 og lagði stund á fjórða árs verk- efni árið 1985 undir handleiðslu pró- fessors Guðmundar Eggertssonar. Að því loknu hóf hann doktorsnám við örverufræðideild í Uppsalahá- skóla en lauk því við Stokkhólmshá- skóla 1994. Að námi loknu vann Ás- geir að áframhaldandi rannsóknum við Stokkhólmsháskóla en síðustu tvö árin lagði hann stund á rann- sóknir varðandi þrívíddarbyggingu próteina við háskólann í Ái’ósum í Danmörku. Jólakort Islandsdeildar Amnesty International ÍSLANDSDEILD Amnesty International er að hefja sölu á jóla- kortum ársins 1998 og vonast sam- tökin til að sem flestii’ sameini stuðn- ing við brýnt málefni fallegri jóla- kveðju með kaupum á kortum frá Amnesty International. Mörg undanfarin ár hefur Islands- deild Amnesty International gefið út listaverkakort og hefur sala þeirra verið ein helsta fjáröflunarleið deild- arinnar. Islandsdeildin hefur ætíð leitast við að fá verk viðurkenndra íslenski'a listamanna til að prýða kortin. Að þessu sinni varð myndin „Strákar á hjóli“ eftir Jóhannes Geir fyrir valinu. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa nú starfað í rúm 37 ár, þeim voru m.a. veitt friðar- verðalun Nóbels árið 1977 og gegna mikilvægu hlutverki í verndun mannréttinda. íslandsdeildin vai' stofnuð árið 1974 og byggir hún á vaxandi starf- semi sína á félagsgjöldum, frjálsum framlögum einstaklinga, samtaka og fyrii'tækja, ásamt sölu jólakorta. Samtökin þiggja aldrei opinbert fé. Ákveðið hlutfall af sölu jólakorta íslandsdeildar Amnesty International rennur í „hjálparsjóð" en það fé sem safnast í þann sjóð er nýtt til endurhæfíngar fórnarlamba pyndinga og veitt aðstoð við að- standendur „horfinna" og stuðning við fólk sem sætt hefur mannrétt- indabrotum. Kortin eru seld á skrifstofu sam- takanna í Hafnarstræti 15 í Reykja- vík. Förðunarkeppni á Kaffi Reykjavík HIN árlega Förðunai’keppni Make up for ever verður haldin í fimmta sinn laugardaginn 14. nóvember nk. á Kaffi Reykjavík í samvinnu við út- varpsstöðina FM 95,7 og Farða ehf. Að þessu sinni er þema keppninn- ar Madonna. Er þar vísað til hinnar heimsþekktu söngkonu. Þetta er í fimmta sinn sem fórðun- arkeppni Make up for ever er haldin og hefur ákveðið þema verið notað fyrh- hverja keppni. Keppendur fá 90 mínútur til að ljúka fórðun sinni en módelið má vera fullbúið að öðru leyti. Keppnin er öllum opin, hvort heldur förðunar- eða snyrtifræði- menntuðu fólki eða öðru áhugafólki um förðun. Ekkert þátttökugjald er í keppnina. Fimm manns skipa dóm- nefnd og verður dæmt fyrir heildar- útlit, þ.e. samspil förðunar, fatnaðar og hárs. Formaður dómnefndar er Anna Toher hjá Make up for ever. Kaldá hefur jólakortasölu LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfn-ði er um þessar mundir að hefja árlega jólakortasölu og eins og undanfarin jól mun allur ágóði renna til líknarmála. Kortið prýðh' teikning eftir Ingi- björgu Eldon Logadóttur en hún hefur myndskreytt jólakort Lions- klúbbsins og er þetta þriðja árið í röð. Framtakið hefur jafnan fengið góðar viðtökur og vonast klúbbfélag- ar til að svo verði einnig í ár. Jólakort Rauða- krosshússins RAUÐAKROSSHÚSIÐ, neyðarat- hvarf fyi'h' börn og unglinga, hefur gefið út jólakort í fjáröflunarskyni og er um að ræða kort eftir Halldór Pét> ursson sem áður var gefið út árið 1963. Fjóla Sigmundsdóttir, ekkja listamannsins, veitti góðfúslegt leyfi til að gefa kortið út að nýju án endur- gjalds. „Rauðakrosshúsið veitir þrenns konar þjónustu fyrir börn og ung- linga um ailt land: Athvarf, húsa- skjól, fæði og hvatningu þeim sem ekki eiga í önnur hús að venda, ráð- gjöf um hvað sem unglingum kann að liggja á hjarta og stuðning og góð ráð. Þjónustan er fyi'ir alla 18 ára og yngri. Hún er opin allan sólarhring- inn. Jólakortasalan er eina íjáröflun Rauðakrosshússins. Jólakortið er 10,5x19,5 sm að stærð og fylgir um- slag hverju korti. Tekið er við pönt- unum hjá Rauða krossi Islands," seg- ir í fréttatilkynningu. Hvolsvöllur Fundur um Njálu í HLÍÐARENDA á Hvolsvelli verð- ur í kvöld kl. 21 opinn fundur um Njálu, þar sem Jón Böðvarsson ís- ienskufræðingur mun fjalla um efnið. Þessi fundur er í fundaröð sem Árni Johnsen alþingismaður stendur fyi'ir um þessai' mundir á Suðurlandi. Árni mun á fundinum fjalla um Njálusetrið. Framsögumenn munu síðan svara íyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Boutique bleu á Eiðistorgi NÝLEGA var opnuð á Eiðistorgi kvenfataverslunin Boutique bleu. _ Áhersla er lögð á vandaðan og þægi- legan fatnað í öllum stærðum. Einnig eru á boðstólum Dyrberg kern-skartgi'ipir og ítalskar leður- töskur. Eigandi verslunarinnar er Ágústa Emilsdótth'. Verslunin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11 til 18, föstu- daga frá kl. 11 til 19 og laugardaga frá ki. 11 til 16. Jólakort Gigtar- fólags Islands komin út JÓLAKORT Gigtarfélags íslands eru komin út. Á kortunum í ár eru myndir eftir listamennina Sólveigu Eggerz Pétursdóttur og Brian Pilk- ington. F élagið hefur einnig til sölu önnm’ kort og eldri. Kortin eru seld á Skrif- stofu félagsins i Ármúla 5 en einnig er hægt að panta kort og fá þau send heim. Allur ágóði af sölu kortanna rennm’ til styrktar starfsemi félags- ins. Gigtarfélag íslands er félag áhuga- fðlks um baráttu við gigtarsjúkdóm- um. Félagið rekur gigtanniðstöð í ’ Armúla 5 í Reykjavík. Þar er boðið upp á fræðslu um gigtarsjúkdóma og hópaþjálfun fyrir gigtarfólk, sér- hæfða þjónustu í sjúkra- og iðjuþjálf- un og gigtarsérfræðingar hafa þar aðstöðu. „Gigtarfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem stutt hafa starfsemina undanfai’in ár. Stuðningur einstak- linga og fyrirtækja er félaginu mikils vh’ði,“ segir í fi’éttatilkynningu. Camelot Skartgripir Gæðavara á góóu verði Heildsölubirgóir EINCO EHF. Skúlagötu 26. sími 893 1335

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.