Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLABIÐ SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR + Sólveig Hjálm- arsdóttir fædd- ist á Akureyri 23. október 1951. Hún lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 7. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar liennar voru Sólveig Eyfeld f. 17. apríl 1924, d. 12. maí 1981 og Hjálmar B. Júlíus- son f. 16. september 1924. Sólveig átti fimm systkin. Þau eru; Þórdís f. 1950, Unnur María f. 1953, Jón Björn f. 1956, Kolbrún f. 1957, d. 1978 og Hjálmar f. 1963. Sólveig var í sambúð með Jó- el Kristni Ríkarðssyni og eign- uðust þau tvö börn; Svein Rík- arð f. 13. janúar 1973, eigin- kona hans er Guðrún Dóra Cl- arke og og Sigrúnu Sif f. 14. febrúar 1975, sambýlismaður hennar er Vernharð Þorleifs- son, þeim fæddist sonur 28. október síðastliðinn, en fyrir átti Sigrún soninn Jóel Kristin Hrafnsson f. 24. júní 1993. Sólveig og Jó- el skildu. Árið 1984 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum Gunnari Bergmann, kennara við Verkmennta- skólann á Akureyri. Sólveig starfaði við kennslu m.a. á Stokkseyri og Hrís- ey. Síðustu tvö ár stundaði hún nám við kennaradeild Háskólans á Akur- eyri. Hún söng með ýmsum kórum, síðustu tvö ár m.a. með Kirkjukór Akureyr- arkirkju. Lagði hún stund á söngnám, m.a. á Selfossi, Reykjavík og Akureyri, en hún lauk 8. stigi söngnáms frá Tón- listarskólanum á Akureyri. Þá lét hún leiklist einnig til sín taka og starfaði með Leikfé- lagi Dalvíkur og fleiri félög- um. Utför Sólveigar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, föstu- daginn 13. nóvember kl. 13.30. Elsku Solla systir. Manstu þegar þú hoppaðir upp í fangið á pabba og hann söng „Eg berst á fáki fráum fram um veg“? Þegar við lékum okkur í fjörunni á Dalvík, teiknuðum heilu blokkirnar og glæsileg einbýlishúsin í sandinn. Hoppuðum í parís, fórum í yfir, upp fyrir öllum og í pflu um hálfa Dal- vík. Manstu hestana, kindurnar og endurnar hans pabba? Já, og svo þegar við systurnar og mamma tgengum með hrífurnar og snerum heyinu og hlustuðum á Palla á Ufs- um syngja hástöfum við slátt á næsta túni. Manstu bófaleikina sem ég hafði svo gaman af? Jæja, þú varðst nú aldrei góð í þeim! Árin liðu og áður en við vissum af vorum við báðar komnar í sambúð, þú með tvö börn en ég sex. Enn liðu árin, þú varðst amma. Við Dísa systir fengum að heyra það að við værum ömmusystur, en ekki þú. Þú varst ótrúlega natin við litla dótturson- inn, sagðir sögur og hann teiknaði myndir og svo seinna snerist þetta við og hann sagði sögur og þú skrif- aðir. Já, elsku Solla, oft var erfitt hjá okkur, en við vorum sammála um það að láta gleðina hafa vinn- inginn. Oft söngst þú þig frá öllu leiðinlegu og gerðir það vel. Þú varst bjartsýn og glettin og við munum það. Elsku Gunnar, Svenni og Gunna Dóra, Signin og Venni, Jóel og hnoðri litli, sem amma gamla náði að faðma áður en hún dó, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu dög- um. „Lífið heldur áfram og ekkert er lagt á okkur sem við ekki stönd- um undir.“ Þetta vorum við Solla systir vanar að segja hvor við aðra þegar á móti blés. Enn leitar margt á hugann en hér er gott að stoppa. Mér er huggun að vita að nú er friður og ró hjá þér, systir, eftir • erfiði síðustu mánaða. Við reynum að syrgja ekki, bara sakna. Þín systir, Unnur. Deyrfé, deyjafrændr, deyr sjálfur et sama; en orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr. (Ur Hávamálum) Þakka samfylgdina. Þín systir, Þórdís. Orð á blaði mega sín lítils þegar góður vinur fellur frá. Samt langar okkur til að þakka Sollu fyrir allar góðar stundir og allt sem hún gaf okkur meðan hún lifði. Um leið vilj- um við senda öllum sem sakna j hennar sárt kveðju í von um að við getum gefið hvert öðru styrk í sorg okkar og söknuði. Við vitum að Solla lifir í huga okkar og hjarta og þar á hún gott líf því minningar okkar um Sollu eru góðar minning- ar. Hjálmar, Guðbjörg, Salka Eyfeld og Hjálmar Óli. í sumar, eftir að sýnt var hve hörð glíma Sollu við erfíðan sjúk- dóm yrði og óvíst um hvort hefði betur, sóttu fast á mig minningar frá æsku okkar og uppvaxtarárum á Dalvík. Eins er mér farið nú. í frábærri ræðu sem var blanda af töluðu máli og söng, rifjaði hún upp á fertugsafmæli mínu hvernig við, þá smástelpur, kynntumst. Of- an frá Sunnuhvoli sá hún stelpu sem var að sippa af mikilli list á stéttinni við Garða. Hún fór á stúf- ana og úr varð vinátta sem entist meðan báðar lifðu. Þegar tvær stelpur verða vinkon- ur svo ungar þá fer ekki hjá því að þær hafi mótandi áhrif hvor á aðra. Við skiptumst á margs konar visku og reyndum að leiða hvor aðra inn á þær brautir sem okkur þóttu merkilegastar, eða skemmtilegast- ar, hverju sinni. Eg kom að sunnan snemma á vorin og gat einhverju miðlað þótt mér þætti lífið þar syðra heldur viðburðasnautt miðað við Dalvík. Á Dalvík hafði líka ein- lægt mikið gerst. Sett höfðu verið upp leikrit sem ég fékk nákvæma skýrslu um, einkum ef pabbi Sollu, Hjálmar Júlíusson, hafði verið beinn þátttakandi. Skólinn var vett- vangur spennandi uppákoma og mér varð ljóst hvflíkur reginmunur var á því að vera í skóla þar sem krakkarnir þekkja kennarana líka utan skólatíma. Svo voru bækur sem þurfti að lesa og ræða; textar og lög sem þurfti að syngja. Með góðu eða illu skyldi hin upplifa það sem skipti máli eins og þegar samn- ingur var gerður um það að Solla héldi sér vakandi til að heyra Twist and shout í Lögum unga fólksins en á móti hét ég því að lesa Kapitólu. Og þegar unglingsárin nálguðust þurftum við að ræða stráka, kosti þeirra og galla; útlit og innræti, milli þess sem við teiknuðum dúkkulísur. Við treystum vináttuböndin á fullorðinsárunum þegar við vorum báðar orðnar mæður, leitandi og áhugasamar um uppeldi barna okk- ar, hvaða bækur skyldi lesa, hvaða leikföng gefa? Og svo þurfti að sinna eigin þroska. Solla var alltaf leitandi og opin. Hún þroskaði frábæra söngrödd sína með námi og ögun. Hún var líka, eftir margra ára árangursríkt kennslu- starf, komin í formlegt kennara- nám við Háskólann á Akureyri. Vinátta okkar var alltaf formála- laus. Það skipti engu þótt við hefð- um ekki sést eða heyrst jafnvel ár- um saman. Umsvifalaust gátum við einhent okkur í spennandi umræð- ur um lífið og dauðann, um mann- legan styrk og veikleika, um mögu- leika andans yfir efninu, um bækur, leiklist eða tónlist og um börnin okkar. Því héldum við áfram allt fram á síðustu heimsókn á afmælis- degi Sollu nú í lok október. Oft dáðist ég að vinkonu minni fyrir það af hve miklu æðruleysi hún tókst á við lífið. Mest dáðist ég þó að henni fyrir það af hve miklum kjarki hún tókst á við banamein sitt. Þegar Solla er kvödd fer hluti af okkur með henni, og mikið óskap- lega er það sárt. En áhrifum vinátt- unnar höldum við efth' og minning- unum. Þannig lifir hún áfram með okkur og heldur áfram að gera líf okkar ríkara og betra. Fyrir það er ég þakklát. Fjölskyldu Sollu vottum við Jó- hann og drengirnir okkar dýpstu samúð. Svanfríður Jónasdóttir. Elsku Solla. Nú er komið að kveðjustund. Mín fyrsta minning um þig er síðan við vorum litlar stelpur, ég nýlega flutt til Dalvíkur í Sunnu- hvol, en þar hafðir þú áður búið. Náinn vinskapur okkar hófst á ung- lingsárunum og hefur varað æ síð- an. Við höfum gengið í gegnum marga gleðina saman og reyndar sorg líka. Unglingsárin voru áhyggjulaus, þú varst þó djúpt þenkjandi og veltir fýrir þér gangi „lífanna" og smitaðir mig reyndar með áhuga þínum. Unglingsárum okkar lauk á svip- uðum tíma, þótt ég væri tveimur árum yngri en þú, því með fárra mánaða millibili eignuðumst við okkar fyrstu börn. Stutt sambúð okkar byrjaði þar sem þú fluttir til bróður míns og barnsföður þíns en við bjuggum saman í fóðurhúsum okkar. Eg veit að við lærðum mikið hvor um aðra í þessari sambúð og sú innstæða sem þar varð til var lögð inn á þroskareikning okkar beggja. Eg ætla að minnast gleðistund- anna, kátínunnar, hlátranna, frost- pinnanna, söngsins og alls þess góða sem þú gafst af þér. Eg gleymi aldrei hvað við hlógum mik- ið á Nordisk Forum í Osló hérna um árið eða á Vestnorræna kvenna- þinginu á Egilsstöðum. Það er líka ógleymanlegt þegar við hlógum „niður úr“ með Brynju Grétars í eldhúsinu heima í Hólavegi. Mér finnst einhvern veginn að við höfum alltaf verið hlæjandi. Líf þitt hefur svo sem ekki alltaf verið dans á rósum. Þrátt fyrir það varstu glöð og söngst þig í gegnum það. Þú varst söngfugl. Söngurinn gaf þér mikið og þú gafst öðrum mikið með söng þínum. Þú söngst fyrir okkur Jón Baldvin þegar við giftum okkur. Þú söngst þegar Sveinn Ríkarður, sonur þinn, og Guðrún Dóra giftu sig. Þú hefur sungið fyrir okkur á tónleikum. Þú söngst enn, þegar þú varst á förum héðan úr þessum heimi. Solla, það var á Jónsmessunni 1993 að Sigi'ún Sif, dóttir þín, sæmdi þig heiðurs- nafnbótinni amma, þegar sólar- geislinn og stoltið þitt, Jóel Krist- inn, kom í þennan heim. Mikið varstu stolt. Þá grétum við gleði- tárum. Það var svo gaman að taka þátt í gleðinni með þér. Ég, þú og Jóna Stína gerðum okkur dagamun af tilefninu með því að fara á verts- hús til að fá okkur kakó og kruðerí. Okkur fannst þú alveg sérstaklega rík og ærin ástæða til að fagna. 28. október sl. fæddi Sigrún annan lít- inn sólargeisla í þennan heim. Þú varðst svo glöð þegar þú fékkst litla ömmuhnoðrann þinn í fangið. Nú er komið að leiðarlokum. Þú ert farin héðan. Það er mér ómetanlegt að hafa getað fylgt þér til hinstu stundar. Ég trái því eins og þú, að þó að þessu jarðlífi þínu sé lokið, þá eigum við eftir að verða aftur sam- an. Ég sakna þín og syrgi þig mjög mikið. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðm.) Elsku Gunnar, Svenni og Gunna Dóra, Sigrún, Venni, Jóel og litli hnoðri, Bommi og Jódís og aðrir ástvinh Sollu. Megi algóður Guð styi'kja ykkur í sorg ykkar. Solla, minningin um þig syngj- andi glaða lifir í hjarta mínu alltaf, megi góður Guð geyma þig. Þín frænka og vinkona, Margrét Ríkarðs. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör Guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englaböm. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar Guðs í Paradís. (DavíðStef.) Hún Solla okkar Hjálmars hefur þreytt flugið til Paradísar. Við kynntumst henni fyrst í Tónlistar- skólanum á Akureyri við söngnám. Þá urðum við „söngsystur“ og síðar félagar í „hinu íslenska Brussufé- lagi“. Hún kom utan úr Hrísey, í hvaða veðri sem var, til að syngja og við lærðum það fljótt að þessi kona lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Oft hafði verið lítill tími hjá henni til undirbúnings á söngverkefnum og þá gat komið sér vel hveru mikla leikhæfileika hún hafði af Guðs náð. Orð og textar skáldaðir á staðnum án nokkuiTa svipbrigða og þeir sem ekki þekktu verkin vissu ekki ann- að en þau ættu að vera svona. Solla átti mjög auðvelt með að bregða fyrir sig gríni og glensi og setja í leikrænan búning. Þannig gat hún samið og sett upp „öróper- ur“ fyrirvaralaust eða haldið uppi skemmtan í kórferðalagi svo allir viðstaddir veltust um af hlátri. Það gleymist öllum seint sem voru í fimmtugsafmæli einnar okkar fyrir ári sú dagskrá sem þar var fram borin, skipulögð og samin af undir- búningsnefnd sem Solla var pottur- inn og pannan í. Það varð okkur mikið áfall þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm fyrir rúmum tveimur og hálfu ári. Én sá viljastyrkur og það baráttu- þrek sem hún sýndi í sínum veik- indum var einstakt og fleytti henni í gegnum þessa raun svo eftir var tekið. Að sama skapi var gleði okk- ar einlæg þegar hún sagði okkur frá því í fyrravor að meðferðin hefði heppnast. Hún hafði á þessum tíma flutt ásamt manni sínum til Akureyrar og hafði hafið nám í kennaradeildinni við Háskólann á Akureyri. Það átti nú ekki við hana Sollu að sitja aðgerðarlaus á meðan á læknismeðferðinni stóð, það þurfti að nota tímann. Tónlistin var óaðskiljanlegur hluti af henni, nú var haldið á ný til söngs. Röddin hafði stækkað og þroskast. Ásamt því að sækja söng- tíma söng hún með kór Akureyrar- kirkju. Á námskeiði í júlí á síðasta ári í Reykjavík sat hluti okkar búst- inn af stolti í salnum þegar Solla söng á tónleikum í námskeiðslok með leikrænum tilþrifum og átti salinn. Henni þótti vænst um að þar voru nokkrir áheyrendur úr fjölskyldu hennar sem ekki höfðu heyrt hana syngja oft. I vetur sem leið var hún í námi í ljóða- og óp- erudeild TA og þá söng hún margar perlurnar. Við minnumst sérstak- lega söngs Rúsölku til mánans sem hún söng ógleymanlega í maí sl., á vortónleikum sem voru jafnframt þeir síðustu sem hún kom fram á sem einsöngvari. Svo kom stóra áfallið. Sjúkdóm- urinn hafði tekið sig upp, var þá orðinn óviðráðanlegur og eirði engu. Baráttan varð stutt en ströng. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt Sollu að vini. Hennar líf var ekki alltaf dans á rósum, en hún nýtti sér alla sína reynslu til þroska og hún miðlaði okkur af reynslu sinni bæði meðvitað og ómeðvitað. Með glaðværð sinni og lífsgleði tókst henni að leggja meiri birtu inn í líf okkar allra. Við sendum innilegar samúðai'- kveðjur til allra þeirra sem syrgja Sólveigu Hjálmarsdóttur og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Margi'ét (Maddý), Kristín (Stína), Þuríður, Guðný Erla, Erla Ingólfs, Elma, Rósa Kristín og Hildur. Hvað leitar á hugann þegar kær vinur á besta aldri deyr? Æði er það margt, en endar alltaf eins, af hverju hún, ung kona á besta aldri? Ég kynntist Sollu fyrir rúmum 20 árum er ég fluttist til Dalvíkur en Jóna mín og Solla hafa verið nær óaðskiljanlegar vinkonur frá barnæsku. Okkur varð strax vel til vina og hélst það alla tíð. Þegar hugurinn leitar til baka er mér minnisstætt hvað Solla var alltaf áhugasöm og natin við alla þá hluti sem hún tók sér fyrir hendur. Ef hún tók eitthvað að sér þá átti það hug hennar allan. Hún var vel lið- tæk í leiklist enda ekki langt að sækja þá hæfileika, söngfugl var hún einnig hinn mesti. Solla hafði mjög blíða sópranrödd sem breytt- ist töluvert þegar hún fyrir nokkrum árum fór að læra söng, þá fannst mér hún glata þýðunni í röddinni en enginn var glaðari en ég að heyra í henni þegar hún söng einsöng í Möðruvallakirkju á síð- astliðnu ári, þá var gamli góði blær- inn kominn aftur. Fyrir um 2 árum gi'eindist hún með illvígan sjúk- dóm, þrátt fyrir reiðarslag tók hún á því af stakri ró og æðruleysi stað- ráðin í því að sigra þennan vágest. Eftir aðgerð og erfiða lyfjagjöf virt- ist allt lofa góðu og Solla hélt áfram á þeirri braut sem henni var hug- leikin en það var að afla sér mennt- unar til kennslu. En hún hafði kennt á undanþágu bæði á Eyrar- bakka og í Hrísey. Hún flutti ásamt eiginmanni frá Hrísey til Akureyr- ar og stundaði nám við Háskólann. Það var eins með það, hún fór á kostum þegar hún var að lýsa skólastarfinu það var svo gaman hjá henni. En svo dró aftur fyrir sólu, í júníbyrjun á þessu ári fékk hún þann úrskurð að sjúkdómurinn hefði tekið sig upp og að það væri engin von um bata. Ekki sást það á henni að hún bugaðist heldur var alltaf sama jákvæðnin hún ætlaði að sigra. En þessi óhugnanlegi sjúkdómur er sterkur og fór svo að Solla var lögð inn á FSA fyrir rám- um mánuði. Það dró smám saman af henni en alltaf var baráttuviljinn og húmorinn á sínum stað. Jóna mín hefur oft sagt, hvað skyldi hjúkrunarfólkið hafa haldið þegar hlátrasköllin bárust frá þeim vin- konum. Einnig átti hún yndislegar stundir með pabba sínum þar sem þau tóku lagið saman. Solla var ótráleg, við höfum margoft hugsað hvernig getur hún þetta. Hvað skyldi hún hafa hugsað þegar Jóel litli kom að kveðja ömmu sína eða þegar hún fékk nýfætt barnabarn sitt lagt í fangið. Solla hræddist ekki dauðann, sagði hann spenn- andi upphaf á einhverju nýju og kepptist við að segja Jónu frá og lýsa því sem fyrir augu hennar bar. Nú er kominn tími til að kveðja. Við hér í Möðrusíðunni þökkum þér, elsku Solla, alla ást og hlýju í okkar garð, þín er sárt saknað. Við óskum þér velfarnaðar á nýjum leiðum og biðjum algóðan Guð að leiða þig og styrkja með englunum sínum. Elsku Gunnar og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan Guð að styi'kja ykkur í ykkar miklu sorg. Guð geymi ykkur öll. Lárus, Kristín Jóna, Róbert og Gunnlaugur. • Fleiri minningargreinar um Sólveigu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.