Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ UM FÁTT hefur verið meira rætt að undanfómu en stefn- una í stóriðjumálum og náttúruspjöll á hálend- inu af völdum virkjana- framkvæmda. Við Is- lendingar búum við þær aðstæður að í landinu eru miklir möguleikar til vist- vænnar orkunýtingar í vatnsföllum og háhita- svæðum sem gjarnan er með réttu vitnað til sem undirstöðu fram- tíðar atvinnuuppbygg- ingar. Sem betur fer er þetta vafalaust satt og rétt, en hitt ber hins vegar að hafa i huga að þessir möguleikar eru eng- an veginn óþrjótandi og því skiptir miklu máli hvernig þeir eru nýttir. Oftast er horft til stóriðju í þessu sambandi og jafnvel til útflutnings á orku um sæstreng. Mér finnst hins vegar of lítið rætt um valkosti í þessu sambandi. Lítil og vistvæn . fyrirtæki eru ekki síður atvinnu- skapandi en fá fyrirtæki og stór. Staða Reykjaness Hér í Reykjaneskjördæmi eru miklir möguleikar til vistvænnar orkuvinnslu og raunar má segja að óvíða sé slík þróun jafnlangt komin AFI/AMMA allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13, sími 551 2136. og hér á suðvestur- horninu þegar á það er litið að öll hús eru hit- uð upp með vistvænni orku. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir okkur Reyknes- inga í þessu efni og hvemig eigum við að nýta okkar vistvænu orku? Ylræktarver Nýlokið er stækkun álversins í Straumsvík en áform um risaálver á Keilisnesi blunda um sinn ofan í skúffu. Væri nú ekki ráð að taka fram gömlu hugmyndirnar um ylræktarver á Reykjanesi og stilla þeim valkosti upp á móti Keilis- nesálverinu og bera saman atvinnu- sköpun, mengunaráhrif og efna- hagslega þýðingu? I þessu sam- bandi er fróðlegt að geta þess að lýsing í gróðurhúsum sem gerir þar fært að lengja ræktunartíma ým- issa tegunda, allt upp í það að gera ræktun þeirra mögulega allt árið um kring, hófst í tiltölulega smáum stíl fyrir nokkrum árum hér á landi. Hefur þetta framtak skapað rúm- lega 120 ný störf við ylrækt og í tengdum greinum. Bláa lónið Um 150 þúsund erlendir ferða- menn heimsóttu Bláa lónið á síð- asta ári og mikil uppbygging á sér þar stað svo hægt verði að taka á móti ennþá fleira fólki og veita því betri þjónustu. Gert er ráð fyrir að taka þá aðstöðu í notkun að hluta í apríl á næsta ári. Hvernig lítur slík uppbygging út í samanburði við ál- ver eða aðra stóriðju að því er varð- ar atvinnusköpun og öflun gjald- eyris? Vistvænn valkostur Hér að framan hefi ég rætt möguleika okkar kjördæmis í vist- vænni atvinnusköpun. Slíkn- val- kostir eru ekki síðri annars staðar á landinu og þá ætti ávallt að bera saman við aðra og mengandi kosti í atvinnuuppbyggingu. Með þessu er Við eigum, segir Unnur Stefánsdóttir, að leggja meiri áherslu á vistvæna atvinnu- möguleika. ég ekki að leggjast gegn stóriðju, hún getur átt rétt á sér, en það má ekki einblína á hana eins og mér finnst gert um of nú um sinn. Við eigum vissulega mikla orku, en hún er ekki óþrjótandi og við þurfum að vanda okkur í því hvernig við notum hana. Við þurfum ekki heldur að flýta okkur nein ósköp, orkulindirn- ar fara ekkert frá okkur og við eig- um að nýta þær eftir því sem við þurfum sjálf á að halda í okkar eigin atvinnuuppbyggingu. Þess vegna þarf að vanda allar ákvarðanir í þessu efni. Þær ákvarðanir sem við tökum í dag um stóriðju og virkjan- ir munu setja mark sitt á ásýnd landsins og þjóðlífið allt um langa framtíð. Er það sú ásýnd sem við viljum skila í arf til afkomenda okk- ar? Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi Grænir valkostir Unnur Stefánsdóttir Caritas safnar fyrir Reykjalund FLESTUM er sam- eiginlegt, hvort sem horft er þröngt í eigin barm eða vítt til samfé- lagsins í heild, að tryggja sér og sínum öi-yggi, nýta hug og hönd. Maðurinn lifir ekki á brauði einu sam- an. Hugvit hans hefur, sem betur fer, þróast í fleiri farvegi en þá, sem að brautstriti lúta, svo mikilvægir sem þeir þó eru. Hann leit- ast við að þróa líf sitt til fegurðar og fyllingar um listir, tónlist, bók- menntir, byggingalist og leiklist, o.s.frv. Þegar upp er staðið rís þó maðurinn hæst í líkn við samferðafólkið, til dæmis lækn- isfræði eða ræktun náungakær- leika. Við njótum svo margs vegna örlætis fólks sem hefur verið og er tilbúið að láta gott af sér leiða. Sl. október leitaði Reykjalundur til landsmanna eftir hjálp. Það er því sérstakt gleðiefni, að á komandi aðventu hefur Caritas Island (hjálp- arstofnun kaþólsku kirkjunnar) ákveðið að verja sinni árlegu að- ventusöfnun til að styrkja endur- hæfinguna á Reykjalundi. Upp- byggingin á Reykjalundi og það gagnmerka og þarfa starf sem þar er unnið hefur verið og er til hjálpar svo mörgum sem þarfnast endur- hæfingar og heilsubótar. Við fáar stofnanir hérlendis stendur þjóðin í jafn mikilli þakkarskuld og við það margþætta starf sem unnið hefur verið á Reykjalundi í röska hálfa öld. Það eru ófáir ein- staklingar sem endur- hæfingin á Reykjalundi hefur bjargað, í svartasta skammdeg- inu þegar myrkrið hef- ur verið mest, byggt upp þegar þeir vora að bugast, andlega og lík- amlega. Komið með hækkandi sól, vaxandi birtu, vísað veginn til vors og gróanda, og slíkt verður aldrei full- þakkað. Efnt verður til styrktartónleika Kristskirkju við Landakot, sunnudag- inn 15. nóvember kl. 17, þar sem landskunnir listamenn koma fram Sunnudaginn 15. nóv- ember verða styrktar- tónleikar í Kristskirkju við Landakot. Sigríður Ingvarsdóttir hvetur fólk til að sækja tónleikana. og gefa vinnu sína. Caritas-sunnu- dagurinn verður 29. nóvember og fer söfnunin fram í öllum kaþólsk- um kirkjum. Einnig verða seld jóla- merki. Gíróreikningur Caritas er 0900-196002. Höfundur starfar hjá Sotheby's og er formaður Caritas Island. Sigríður Ingvarsdóttir KRINGMN ...fyrir /Ifgreiðslutími: Món. - fim. frá Fös. frá Lau. frá 10.00 til 18.30 10.00 til 19.00 10.00 til 18.00 Skóverslanir Bossanova Hagkaup RR - skór Sautján Skæói Steinar Waage Snyrtivöruverslcmir Aveda Body Shop Clara Evita Hagkaup Hygea Krista Úra- og skartyripaverslanir Accessorize Demantahúsiö Jens Leonard Meba Silfurbúöin cUski4VÖri4verslanír Accessorize Blues Cara Centrum Cha*Cha Cosmo Deres Fantasía Gailabuxnabúöin Hagkaup Kókó Monsoon Morgan Oasis Olympia Polarn & Pyret Sautján Selena Smash Stefanel Vero Moda <RINGMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.