Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 53 SKÚLIBIRGIR KRIS TJÁNSSON + Skúli Birgir Ki'i- stjánsson sjó- maður fæddist í Reykjavili 15. febrú- ar 1946. Hann and- aðist á heimili sínu 5. ndvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þdrdís Magnús- ddttir og Jdn Finn- bogason, fyrrver- andi bdndi á Skálm- amesinúla. Systkini Skúla eru Finnbogi, f. 1950; Kolbrún, f. 1955, og Nanna Ás- laug, f. 1960. Arið 1982 kvæntist Skúli Steinunni Pétursddttur hjúkr- unarfræðingi, f. 1945. Þau eign- uðust. tvö börn; Pétur, f. 1977, og Steinunni, f. 1983. Fyrir átti Skúli Þdrdísi, f. 1970, og á hún tvö börn; Elsu Björgu, f. 1988, og Eyþör Fannar, f. 1998. títför Skúla fer fram frá Köpavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Skúli, mágur og frændi okkar, er látinn. Það er með trega sem við kveðjum hann sem hrifmn er burt frá fjölskyldu sinni langt um aldur fram. En minningamar munu lifa og um hann eigum við einungis góð- ar minningar. Skúli ólst upp á Skálmarnesmúla í Múlasveit sem nú nefnist Reykhóla- hreppur og var sá staður honum ákaflega kær, sem og sveitin öll. Hann var náttúruunnandi og sveita- maður í eðli sínu, hafði alist upp við sveitabúskap, selveiðar, dúntekju, lundaveiði og annað sem til féll á Skálmamesmúla og kunni vel við þau störf. Foreldrar hans hættu bú- skap á Skálmamesmúla árið 1975 og eftir það dvaldi fjölskyldan þar á sumrin meira og minna. Sjómennsku stundaði Skúli lengst af og átti bát- inn Helga SH 144 og gerði hann út mörg síðustu ár. Hentaði það honum vel þar sem hann unni útiveru. Hann var mjög traustur maður, rólegur og yfirvegaður, alveg laus við tilgerð og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var mikill fjölskyldumaður og eyddi mestum tíma sínum með fjölskyld- unni. Þá var hann ákaflega hjálp- samur og greiðvikinn og nutum við fjölskyldan oft góðs af því. Skúli var stríðinn á sinn góðlátlega hátt og hafði gaman af að glettast við börn og þau hændust að honum. Mikill áhugamaður var hann um sjávailit- vegsmál og lét sig þau varða. Hann var og vel heima í öllu því sem í kringum hann gerðist og fylgdist vel með fréttum. Skúli og Steinunn, kona hans, voru samhent hjón og báru virðingu hvort fyrir öðru og í samskiptum þeirra ríkti glettni og kankvísi. Heimili sitt áttu þau hjónin ásamt bömum sínum, Pétri og Steinunni, á Hraunbraut í Kópavogi og þangað var ætíð notalegt að koma og þiggja kaffisopa og spjalla. Jafnan bar Múlasveitina á góma, bæði í nútíð og fortíð, hún gekk sem rauður þráður í gegnum allar samræður hvenær sem við hittum Skúla, enda eru flestar minningar okkar um hann tengdar sveitinni. Voru þau hjón einnig góðir gestir. Þegar við stofnuðum heimili fengum við okkur gestabók og voru þau fyrsta fólkið sem skrifaði nafn sitt í hana. Það var orðin hefð fyrir því að Skúli kæmi til okkar á aðfangadag með jólagjafir, þá gaf hann sér tíma til að setjast niður og ræða málin á meðan beðið var eftir jólunum. Var hann jafnan síðasti gestur fyrii- jól og munum við ætíð minnast þess. Við þökkum Skúla samfylgdina og kveðjum hann með söknuði. Blessuð sé minning hans. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu aðkynnastþér. (Ingibjörg Sig.) Fjölskyldu hans sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að styrkja hana í sorg sinni. Þuríður Kristjáns- ddttir, Anna Freyja, Jdn og Auður Elín Finnbogabörn. Nú er vetur genginn í garð og þú sem unnir sveitinni þinni á einstakan hátt ert horfínn inn í eilífðina. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Erfítt er að sjá á eft- ir þér, kæri frændi, og allt of snemma hverfur þú frá okkur. Það er margs að minnast þegar hugsað er til baka. Þú varst ákaflega þægi- legur í umgengni og rólyndur mað- ur en hafðir jafnframt gaman af því að vera innan um fólk. Þú varst mikill athafnamaður og tókst virkan þátt í þeim fram- kvæmdum sem gerðar voru á Skálmarnesmúla. Þegar eitthvað þurfti að gera varstu ávallt hjálp- samur og reiðubúinn að leggja þitt af mörkum. Eins lengi og þú hafðir getu til varstu eitthvað að aðhafast. Þó svo að undir það síðasta væri það meira vilji en geta. Þegar ég var lítil stelpa minnist ég þess að ég hafði gaman af því að spjalla við þig. Þá oft heima á Skálmamesmúla þar sem þú varst mikið á sumrin. Það eru þessar inni- legu og látlausu stundir sem oft eru manni minnisstæðar. Þú unnir náttúrunni mikið og segja má að þú hafir þekkt hverja þúfu og hvem stein í landi Skálmar- nesmúla og sveitinni í kring. Þessi sveit átti stóran þátt í lífi þínu og þar dvaldistu oft með fjölskyldu þinni sem var þér mikils virði. Þar áttum við margar góðar samveru- stundir sem munu varðveitast í minningunni. Það fékk á okkur öll að vita af veikindum þínum og þein-i erfíðu baráttu sem þú þurftir að ganga í gegnum. I þessum erfíðleikum sýndirðu mikinn styrk og æðruleysi og stóðst þig eins og hetja and- spænis þessum erfíða sjúkdómi. Það er margt sem minnir mig á þig, kæri frændi, og sá tími sem þú varst hjá okkur verður ógleyman- legur. Þú deildir með okkur dýr- mætum stundum og minning þín mun lifa með okkur. Andartak og tíminn stendur kyrr. Örskömm stund og allt er augljóst. Svona tilfinning er óskiljanleg, eins og tíminn. Andrúmsloftið er doflð af þrúgandi tómleika og sársauka sem enginn fær lýst með orðum. (Þórdís Eva.) Lífsins faðm, ljóssins herra leiði þig um gæfu stig. Vonin sanna, vorið blíða, vefji kærleiks örmum þig. (E.B. Gíslason.) Ég mun alla tíð minnast þín með söknuði, frændi minn. Þórdis Eva. í dag kveð ég vin minn og félaga frá barnæsku, Skúla B. Kristjáns- son, frá Skálmarnesmúla í Austur- Barðastrandarsýslu en hann lést 5. þ.m. langt fyrir aldur fram fyrstur af okkur félögum af Múlanesinu en við vorum fímm, allir á svipuðum aldri. Við byrjuðum allir saman sem ungir drengir í barnaskóla og upp- frá því hélst vinátta sem aldrei bar skugga á. Skúli hefði ekki getað verið betri við okkur Fjarðarbræð- ur þótt bróðir væri. Skúla þótti vænt um sveitina, sveitastörfin vann hann mikinn hluta ævinnar. Margar smalaferðimar fórum við saman síðustu árin sem sveitin var í byggð. Skúla var margt til lista lagt, hann var grenjaskytta í sveitinni um árabil og fórst það vel úr hendi, eins ef þurfti að gera við vélar þá var hann snillingur á því sviði og er mér minnisstætt sumarið 1974, þá kom ég úr Reykjavík á rússajeppa með brotna grind og bað ég Skúla að hjálpa mér, því þjóðhátíðin í Vatnsfirði var daginn eftir, það stóð ekki á því og lá hann undir bílnum meirihluta nætur og sauð grindina og það svo vel að það gaf sig aldrei eftir það. Og á þjóðhátíðina komumst við. Já, hann Skúli var einstakur maður, aldrei sá ég hann reiðast eða rífast við nokkurn mann, alltaf jafn rólegur og honum virtist aldrei liggja neitt á, aldrei neitt fum eða flumbrugangur, þó gat hann gert allt sem hann ætlaði sér. Hann var góður verkmaður og afkasta- mikill til vinnu þó að hann færi hægt. Síðastliðin 20 ár rak hann sína eigin útgerð á 8 tonna bát, Helga SH 144, og marga sjóferðina fór hann einn hvort sem hann var á netum eða línu og það gera engir aukvisar. Það er mikil eftirsjá að slíkum manni sem Skúli var og munum við lengi eiga eftir að sakna hans úr hópi félaganna. Ég votta eiginkonu, börnum, foreldrum og systkinum innilega samúð, megi Guð blessa minningu Skúla B. Kristjánssonar. Einar Óskarsson. Við leiðarlok rifjast margt upp í samskiptum okkar Skúla. Við höf- um mikið til fylgst að í gegnum lífið, unnið saman á mörgum stöðum og á bátum. Tvö ár unnum við saman hjá Aðalbraut, síðan lágum við oft á grenjum í Múlasveitinni og var al- veg sama í hvernig samstarfí maður var með Skúla, alltaf var hann sami gæðamaðurinn. Eftir að búskap var hætt fyrir vestan heillaði sjó- mennskan hann mest og byrjaði hann í útgerð um svipað leyti og ég og hittumst við þá oft við höfnina og settumst við þá oft inn á Kaffivagn- inn. Þar voru málin rædd bæði í gamni og alvöru. Það verða mikil viðbrigði að sjá ekki þennan öðlingsmann koma þar oftar. Ég votta eiginkonu, börnum, foreldrum og systkinum mína innstu samúð. Guð blessi þau. Þórður Óskarsson. Skúli Kristjánsson, vinur minn, er fallinn frá langt um aldur fram, eftir erfíð veikindi. Við kynntumst fyrir um 15 árum og það var alltaf notalegt að vera nálægt Skúla. Skúli var harðduglegur og öruggur sjómaður, kunni vel til verka og var einkar ósérhlífinn. Hann fiskaði af lagni og ekki var hávaðanum fyrir að fara, enda líkaði öllum vel við Skúla, sem reru með honum. Þrátt fyrir að sjórinn hafí átt all- an hug Skúla, þá var hann einnig blikksmiður að iðn, því hann vann í mörg ár í blikksmiðju á haustin og þar til hann hóf róðra á vetrarver- tíðinni. Skúli þótti mjög góður verk- maður. Síðustu 12 árin stundaði hann eingöngu sjóinn á eigin bát, Helga SH, mest á netaveiðum. A haustin veiddi hann oft sel við Breiðafjörðinn og hann var einnig afburðaduglegur við þangskurð fyr- ir Þörungaverksmiðjuna á Reykhól- um, sem hann vann við tímabundið í sinni heimabyggð. Skúli var mjög hæglátur og oft á tíðum fámáll, en hann var víðlesinn og mjög vel að sér í öllu því, sem viðkom trillubátaútgerð og sjávar- útvegi almennt. Það var gaman að ræða við hann um báta og fiskveið- ar, enda var hann kunnugur á hin- um ýmsu miðum bæði í Faxaflóan- um og við Reykjanesið. Aldrei heyrði ég Skúla hallmæla nokkrum enda enda hafði hann mjög skemmtilegan húmor. Það var unun að sjá hve Skúli var nýtinn og hve vel hann hugsaði um bátinn sinn. Nánast allt viðhald vann hann sjálfur. Skúli var skarp- greindur eins og fjölmargir íslensk- ir sjómenn, sem ekki áttu þess kost að stunda langskólanám. Lengi stóð til að ég færi í róður með Skúla, en því miður verður ekkert af því. Skúla verður sárt saknað af vinum og félögum á Grandanum, en minn- ing um góðan dreng lifir. Ég votta fjölskyldu Skúla inni- lega samúð mína. Hilmar Viktorsson. Við sitjum saman hér á Kaffi- vagninum nokkrir félagar hans Skúla Kristjánssonar. Eflaust situr hann hjá okkur og slær úr pípunni sinni. Það eru fáar persónur sem maður hefur kynnst á lífsgöngunni jafn göfuglyndar og greiðviknar. Þú gerðir meira en gleðja okkur. Ró- lyndi þitt var mörgum gott fordæmi og sögur þínar frá Barðaströnd og nesjunum, sem voru þér svo kær. Fuglinn, selirnir og það einfalda líf sem þú fékkst að njóta í æsku. Við þökkum þér samveruna, sem stóð alltof stutt. Ættingjum vottum við virðingu og samúð. Fyrir hönd vina á Grandanum. Gunnar, Eiríkur, Hörður, Sævar, Arnar, Jón, Reynir, Helgi, Benedikt, Trausti, Sigþór og allir hinir félagarnir. Kallið er komiú, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hinn 5. nóvember síðastliðinn andaðist kær vinur okkar, Skúli Kristjánsson sjómaður, eftir stranga baráttu við harðskeyttan sjúkdóm. Hann háði sína baráttu á sinn hæga og Ijúfa hátt þótt auðvitað væru stundimar oft erfiðar, en Skúli kvartaði ekki. Eftir stöndum við sem þekktum hann og virtum með sorg í hjarta. Minningamar streyma til okkar ojf" " við söfnum þeim saman eins og perlum á band. Vinátta okkar hjón- anna er orðin löng, mennirnir hafa þekkst frá unglingsárum fyrir vest- an og við frá upphafi hjúkrunar- náms okkar. Skúla voru hugleiknar bemskustöðvaimar á Skálmarnes- múla og kom okkur Sunnlendingum í skilning um að veður væm alltaf betri fyrir vestan. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna og sam- heldnin mikil. Steina hefur staðið sem klettur við hlið Skúla í veikind- um hans, og það hefur verið aðdá-nr unarvert að fylgjast með þeim dugnaði og styrk sem fjölskyldan hefur sýnt við umönnun Skúla á þessum erfiða tíma. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Með þessum orðum viljum við þakka Skúla samfylgdina í gegnum árin. Það var gott að eiga hann að vini, hann var afar vel gerður maður og ávallt reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Elsku Steina, Pétur,^ Steinunn og Palli, hugur okkar er hjá ykkur. Þórdísi, foreldmm og öðmm ástvinum sendum við samúð- arkveðjur. Aðalsteinn, Laufey og Sigurður. t Elskuleg systir okkar og mágkona, SVANHVÍT EGILSDÓTTIR prófessor, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 12. nóvember. Einar Egilsson, Margrét Thoroddsen, Gunnþórunn Egilsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐJÓN ÞÓR ÓLAFSSON, Jörundarholti 170, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 13. nóvember, kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á líknarfélög. Jóna Kristín Ólafsdóttir, Ólafur Rúnar Guðjónsson, Hrafnhildur Geirsdóttir, Valur Þór Guðjónsson, Hulda Björg Birgisdóttir, Bryndís Ólöf Guðjónsdóttir, Júlíus Pétur Ingólfsson, Smári Viðar Guðjónsson, Guðlaug Margrét Sverrisdóttir, Garðar Heimir Guðjónsson Kristín Líndal Hallbjörnsdóttir, Hugrún Olga Guðjónsdóttir, Haraldur Helgason, Kristin Mjöll Guðjónsdóttir, barnabörn og iangafabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, EINAR SÍMONARSON fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, Ránargötu 2, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laug- ardaginn 14. nóvember kl. 13.30. Sólrún Guðmundsdóttir, Hjáimey Einarsdóttir, Halldór Leví Björnsson, Sigurpáll Einarsson, Valgerður Ragnarsdóttir, Helgi Einarsson, Bjarghildur Jónsdóttir, Guðmundur Einarsson, Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir, Erling Einarsson, Guðbjörg Ásgeirsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.