Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 •»— FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR Rannsóknir - nýsköpun - framfarir í atvinnulífi Á undanfómum áram hefur Sjálfstæðisflokk- urinn farið með stjóra mennta- og vísindamála í landinu. Með stöðug- leika í efnahagslífi hafa á þessum tíma opnast möguleikar á að efla rannsóknar- og þróun- arstarf og ötullega hef- ur verið unnið að því. Auknum hluta þjóðar- framleiðslu hefur verið varið til rannsókna og þróunar en fi'á árinu 1990 hafa opinber út- gjöld tfl málaflokksins hækkað úr tæplega 3,4 milljörðum í tæplega 5,6 mifljarða árið 1997. Þá hafa skilyrði verið sköpuð fyrir þátttöku í alþjóðlegu rannsóknar- samstarfi. Einkum er þar að nefna þátttöku Islands í rammaáætlunum Evrópusambandsins um rannsóknir og tækniþróun. Grundvallaratriði í stefnu núverandi ríkisstjómar hefur verið að atvinnulíf sé hér öflugt og stuðli að blómlegu mannlífi i landinu. Mikflvæg forsenda þess er að hér sé gróskumikið rannsóknar- og þróun- • arstarf. Góð menntun er grunnurinn Framundan bíða mörg spennandi verkefni og mikilvægt er að fyrirtæki á Islandi nýti sér þau tækifæri sem nú bjóðast til framþróunar á þessu sviði. Brýnt er að á næstu árum verði skapað hér enn ákjósanlegra starfs- umhverfi vísinda- og nýsköpunar- starfs, meðal annars með eflingu þeirra sjóða sem íslenskir vísinda- menn geta sótt styrki í. Grundvallar- breytingar eru nú að verða á at- vinnulífi landsmanna, þar sem hagvöxt má í vaxandi mæli rekja til þekkingar fremur en til náttúrulegra auðlinda. Fjölmörg ný fyrirtæki sem byggja á sérhæfðri tækniþekkingu hafa verið sett á laggirnar. Þessi fyrirtæki, sem í mörgum tilvikum eru stofnuð og starfrækt af ungu vísinda- og tækni- menntuðu fólki, skila nú vaxandi útflutningstekj- um og efla hlut Islands í síharðnandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuð- um. Sá mannauður sem felst í vel menntuðu fólki sMptir höfuðmáli í framfórum á öllum sviðum. Vel menntað fólk er grundvöllur bættrar framleiðni, ný- sköpunar og markaðsþróunar fyrir- tækja. Á undanfórnum árum hefur styrkum stoðum verið rennt undir ís- lenskt menntakerfi. Ný mennta- stefna grunn- og framhaldsskóla kemur tfl með að skila sér í bættri menntun æskufólks. Brýnt er að þessari stefnu verði framfylgt með markvissum hætti á næstu árum. Efla þarf samstarf háskóla og atvinnulífs Margt bendir til þess að samstarf háskóla og atvinnulífs á íslandi sé ekM eins miMð og ákjósanlegt er. Til þess að sú menntun sem framhalds- og háskólar landsins veita skili sér sem best út í atvinnulífið er nauðsyn- legt að efla svo um munar tengsl milli háskóla, rannsóknarstofnana og atvinnulífs. Hvetja þarf til sem víð- tækastrar þátttöku skóla, fyrirtækja Framundan bíða mörg spennandi verkefni, segir Sigríður Anna Þdrðardóttir, og mikil- vægt er að fyrirtæki á --7------------------- Islandi nýti sér þau tækifæri sem nú bjóð- ast til framþróunar. og einstaMinga í fjölþjóðlegu sam- starfi um rannsóknir og þróun. Með þátttöku í rammáætlunum Evrópu- sambandsins hafa Islendingar ekM einvörðungu átt kost á að afla sér dýrmætrar þekkingar heldur hafa með því skapast forsendur tfl aukins samstarfs við erlenda aðila á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Fimmtu rammaáætlun Evrópu- sambandsins verður hleypt af stokk- unum í byijun næsta árs. Ástæða er til að hvetja íslensk fyrirtæM og vís; indamenn til að taka þátt í henni. í þessu sambandi er jafnframt sjálf- sagt að kanna möguleika á auknu samstarfi íslands og Bandaríkjanna á sviði vísinda en Rannsóknarráð ís- lands hefur nú þegar lagt mikilvæg- an grunn að slíku. Á kjörtímabilinu hefur ötullega verið unnið að því að efla vísindi og rannsóknir. Mikilvægt er að við höld- um áfram á sömu braut. Ein helsta forsenda framfarasóknar í íslensku atvinnulífi er öflugt rannsókna- og nýsköpunarstarf. Höfundur er alþingismaður. Sigríður Anna Þórðardóttir Þess vegna er ég að andskotast í kvótamálinu ÞÓTT ég hafi mennt- un og þekMngu til að gagnast við að leysa fjölmörg viðfangsefni verður framboð mitt í prófkjöri Sjálfstæðis- . flokksins á Reykjanesi á laugardaginn óhjá- kvæmilega tengt bar- áttu minni innan Sjálf- stæðisfiokksins í kvóta- málinu. Ég hef fullyrt að í framseljanlegum einkakvóta fælist gjöf til þeirra sem fá hann ókeypis. Ég hef fullyrt að þótt framseljanlegur kvóti geti skapað hagnað upp á tug eða tugi milljarða á ári þá dugi einkaeign á fiskistofn- um ekki til að koma arðinum til al- mennings og komandi kynslóða. Ég hef bent á að án aðgerða muni hagræðing kvótakerfisins sMlja fjölda sjávarplássa og heimila eftir í rúst og að endurreisnin verði á kostnað almennings. Gjöfin Utgerðarmenn trúa því statt og stöðugt að þeim hafi ekki verið gefið neitt. Þeir hafi alltaf haft rétt til að sækja sjó og þess vegna hafi þeir átt sMlinn einkaréttinn þegar veiðar voru takmarkaðar. Þetta er misskilning- ur. Með kvótakerfinu fékk útgerðin rétt tfl að útiloka alla aðra frá veiðum og það er hafið yfir vafa að þessi útilok- unaraéttm- breytti út- gerð úr venjulegum rekstri í stórgróðafyrir- tæM, - svo lengi sem kvótinn er ókeypis. Það er þessi réttur og hann einn, sem gerir kvótann verðmætan. Þennan rétt bjó löggjafinn til, hann er ný verðmæti og þeirra verðmæta vil ég að allir Islendingar njóti. Við höfum ekkert sérstakt til þeirra unnið fremur en útgerðarmenn, en úti í miðju Atlantshafinu verðum við að nýta öll forskot til að búa bömunum okkar bestu lífskjör í heimi. Nýtist það þjóðinni? Ég veit að þeir félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum sem styðja gjafa- eða einkakvótann, hugsa sem svo: „Kvótakerfi með einkaeign byggist á eignarrétti (rétt!) og sam- keppni (rétt!) og slíkur atvinnurekst- ur bætir lífskjör almennings." Álykt- unin er röng, því samkeppnin í Ú1> gerð með eignarkvóta er sérstök. Samkeppni bætir hag fólks þegar Markús Möller MFA SÍMI 533 1818 • FAX 533 1819 Stutt námskeið fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA fyrirtæMn keppa um vinnuafl þess og viðsMpti þess. En samkeppnin í útgerð með eignarkvóta er í höfuð- atriðum samkeppni um kvóta. Sjáv- arútvegurinn notar of lítinn og minnkandi hluta af vinnuaflinu til að geta til langframa ráðið launum í landinu þótt hann geti búið tfl launa- sveiflur til skamms tíma. Sjávai'út- vegurinn er ekki að keppa um vinnu- afl. Hann er að losa sig við það. Framleiðsla sjávarútvegsins er seld til útlanda og ofan í kaupið á heims- markaðsverði. Sjávarútvegurinn keppir ekM um viðsMpti Islendinga. Venjuleg rök fyrir því að sam- keppni gagnist almenningi eiga því hreint ekM við um sjávarútveg með einkakvóta. Ég hef óttast, segir Markús Möller, að með stefnunni í kvótamálinu vinni flokkurinn minn spjöll á framtíð íslensku þjóðarinnar. Ég þarf umboð Þar sem eignarkvótinn dugar ekM til að koma auðlindaarðinum til al- mennings hefur mér þótt að með stefnu sinni í kvótamálinu ynni flokk- urinn minn alvarleg spjöll á framtíð íslensku þjóðarinnar. Horfur skánuðu að vísu þegar auðlindanefndin var sMpuð í vor. Oddamennimir í henni eru ekta og málið í rauninni í réttum farvegi. En það þarf að sjá til þess að í farveginn komi ekM Makastíflur. Ég fullyrði að ef ég fæ umboð frá kjós- endum Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi til að fylgja eftir hags- munum almennings muni stóraukast líkumar á að könnun auðlindanefnd- arinnar verði víðtæk og heiðarleg og það stóraukast líkumar á að mark verði teMð á niðurstöðum nefndarinn- ar. Hvað sem menn kunna að halda er það nefnilega hafið yfir vafa, að í Sjálfstæðisflokknum hefur umboð frá kjósendum gríðarlega vigt. Höfundur er hagfræðingur og sækist eftir 2. sæti íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins d Reykjanesi. Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Arna Mathie- sen í forystu! Jónas Þór Guðmundsson, lögfræðingur og 1. varaformaður SUS, skrifar: Mikilvægt er að hæfur einstakling- ur veljist til að leiða lista Sjálf- stæðisflokksins^ á Reykjanesi. Árni M. Mathiesen hef- ur marga þá kosti sem þurfa að prýða Jónas Þór slíkan einstakling. Guðmundsson Árni er dýralæknfr frá Edinborgarháskóla og fisksjúk- dómafræðingur frá Stirlingháskóla í Skotlandi. Áður en hann settist á þing aflaði hann sér haldbærrar reynslu í atvinnulífinu á þeim vett- vangi. Árni hefur setið á þingi í átta ár og hefur á þeim tíma öðlast fjöl- þætta reynslu í málefnum lands- manna, ekki síst Reyknesinga, bæði í almennum þingmannsstörfum og með setu í nefndum innan og utan Alþingis. Árni hefur starfað í Sjálfstæðis- flokknum frá unga aldri og jafnan valist til ábyrgðarstarfa. Árni er baráttuglaður framkvæmdamaður. Fáir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þekkja hagsmuni og þarfir íbúa á Reykjanesi betur en hann. Látum reynsluna ráða og veljum sterka for- ystu - veljum Árna Mathiesen í fyrsta sæti! ► Meira á Netinu Kristján verð- ur traustsins Sigurður Ingvarsson, oddviti Gcrða- hrepps, skrifar: Ég hef kynnst mörgum þing- mönnum í gegnum tíðina og margir hafa reynst okkur Garðmönnum vel. Það er mitt álit að Kristján Pálsson sé í hópi þeirra þing- manna sem staðið hafa sig hvað best í þjónustu fyrir okkur. Það hefur ver- ið einstaklega gott að leita til hans með málefnin. Hann hefur tekið á þeim af fullri alvöru og M-afti og leyst þau fljótt og vel. Það hefur skilað góðum árangri. Ég kann líka að meta það að Kri- stján þorir að hafa skoðanirjafnvel þótt þær falli ekki öllum í geð. Við þurfum á baráttumönnum að halda á Alþingi íslendinga. Ég hvet alla sem vilja hag Reykjaneskjördæmis sem mestan að kjósa Ki'sitján í 2. sætið á laugar- daginn. ►Meira á Netinu Stofnun Hafnasamlags Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Suðurnesja, skrifar: Kristján Pálsson hefur fyi-r með störfum sínum fyr- ir hafnirnar á Suð- urnesjum sýnt, að hann ber hag þeirra fyrir brjósti og má þar minna á stóran þátt hans í að koma af stað byggingu Helgu- víkurhafnar sem nú er orðin ein af mikilvægari loðnulöndunarhöfnum landsins. Ég get því með góðri sam- visku hvatt alla menn sem vflja kjör- dæminu vel að kjósa Kristján í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins 14. nóv. nk. því þar fer maður sem hefur sýnt að hann er trausts- ins verður. ►Meira á Netinu Markús Möller i 2. sæti Dr. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur í Mosfellsbæ, skrifar: Það er miMð fagnaðarefni að Markús Möller hagfræðingur í Seðlabankanum hefur gefið kost á sér í 2. sæti í próf- kjöri sjálfstæðis- manna í Reykjanes- kjördæmi. Markús er einstaMega traustur og duglegur. Hann hefur með málflutningi sínum sýnt svo ekM verður um villst að hann er einarður baráttumaður fyrir skoðunum sínum. Markús er því verðugur fulltrúi okk- ar sjálfstæðismanna á Alþingi. Markús var virkur í félagstarfi bæði í Menntaskólanum Reykjavík og Háskóla Islands. Hann hefur ver- ið virkur í fiokksstarfinu eftir að hann kom heim frá námi í Bandaríkj- unum og hefur beitt sér sérstaMega í sjávarútvegsmálum og landbúnaðar- málum. Hann er í stjórn Neytenda- samtakanna. Markús hefur því víð- tæka þekkingu og áhuga á bættum hag okkar. Ég hvet eindi-egið alla kjósendur í prófkjörinu á laugardaginn til þess að veita Markúsi Möller stuðning í 2. sætið. ►Meira á Netinu Árna M. til forystu Lúðvík Orn Steinarsson héraðsdóms- lögmaður skrifar: Laugardaginn 14. nóvember nk. verður haldið opið prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjaneskjör- dæmi. I framboði eru ellefu hæfír einstaMingar, en ljóst er að ekki verður nema hluti þeiraa útvalinn. Árni M. Mathiesen er einn þeirra þriggja sem sækjast eftfr fyrsta sæt- inu. Tel ég hann vera bestum kostum búinn til að leiða listann í þingkosn- ingunum á ári komanda. Ég hvet þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember nk. til að vanda valið við liðsuppstillinguna og hafa í huga að styrkur hlekkur í forystu flokksins í kjördæminu mun reynast affar- sælastur þegar til kosninga verður gengið í vor. ►Meira á Netinu Helgu Guð- rúnu i 5. sæti! Pétur Björnsson,, formaður Týs - f.u.s. íKópavogi, skrifar: Sj álfstæ ðisflokk- urinn í Reykjanes- kjördæmi efnir til opins prófkjörs 14. nóvember nk. vegna vals á fram- boðslista sínum fyrir komandi al- þingiskosningar. Æskilegt er að listann sMpi í bland fólk með reynslu af stjórnmálum sem og nýtt fólk með ferskar hugmyndir. Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmálafræðingur er einn nýliðanna sem gefa kost á sér í prófkjörinu. Reynsla hennar af at- vinnulífinu sem og skilningur á fjöl- skyldu- og velferðarmálum er einmitt það sem framboðslistinn þarf á að halda. Ég tel að Helga Guðrún muni ljá listanum nauðsynlega breidd og þess vegna veiti ég henni stuðning minn í 5. sætið og skora á aðra að gera það einnig. ►Meira á Netinu Hafsteinn Pálsson Lúðvík Órn Steinarsson Pétur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.