Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 74
74 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
________________________________FÓLK í FRÉTTUM_________________
KVIKMYNDIR/Sambíóin Álfabakka og Bíóborgín hafa tekið til sýninga myndina The
Avengers með Ralph Fiennes, Uma Thurman og Sean Connery í aðalhlutverkum
Gamlar
hetjur á nýj-
um tímum
HEFÐARMAÐURINN Steed
(Ralph Fiennes) og hörkukonan
Emma Peel (Uma Thurman).
ITHE Avengers eru endurgerðir
einhverjir vinsælustu sjón-
varpsþættir sjöunda áratugar-
ins, þættirnir um njósnaparið
Emmu Peel (Uma Thurman) og
John Steed (Ralph Fiennes). Þau
stökkva 30 ár fram í tímann og fara
að takast á við vandamál tíunda ára-
tugarins árið 1999.
Steed er kallaður í hina alleyni-
legustu leyniþjónustu Breta til þess
að rannsaka dularfulla atburði.
Veðrið er orðið stjómlaust. Það
geysa snjóstormar og risastórt
haglél fellur af himni. Hitastigið er
fsíbreytilegt úr hitabeltissvækju í
heimskautafrost. Einhver er að
reyna að ná stjóm á veðurfarinu og
böndin berast að hinum ríka, stór-
skrítna og stórgáfaða fyrrverandi
njósnara, sir August De Wynter
(Sean Connery).
ÞAÐ er óvenjulegt að sjá Sean Connery í hlutverki skúrks.
Steed hellir sér í slaginn og eins
og stundum áður sækir hann sér til
aðstoðar Emmu Peel, sem minnir
mest á ofurfyrirsætu en er í raun
meistari í jujitsu og doktor í veð-
urfræði.
A sjöunda áratugnum nutu
sjónvarpsþættirnir um Emmu
Peel og John Steed mikilla vin-
sælda í Bretlandi og Bandaríkj-
unum. Hörkukvendið Emma og
hefðarmaðurinn John Steed hrifu
áhorfendur í meira en 120 löndum.
Enn í dag eru þetta vinsælustu
sjónvarpsþættir, sem Bretar hafa
nokkm sinni selt á Bandaríkja-
markað. Einkenni sjónvarpsþátt-
anna var það andrúmsloft hefðar og
nýjunga sem einkenndi
sjöunda áratuginn í
Bretlandi. John Steed
er fulltrúi hefðarinnar,
breskur séntilmaður
fram í fingurgóma.
Emma Peel er nú-
tímakonan.
Handritshöfundur-
inn Don Macpherson
ákvað hins vegar að
færa atburðarásina
frá liðnum tíma og
til nútímans án þess
að kasta fyrir borð einu meginein-
kenni þáttanna. „Myndin gerist
1999 en í raun hefur sjöundi áratug-
urinn bara haldið áfram í þrjátíu ár.
Það var aldrei nein Margaret
Thatcher. Uppar eru ekki til og
ekki GSM-símar,“ segir hann.
Ralph Fiennes, sem er þekktur
úr Schindler’s List og Quiz Show,
segir um myndina: „Þetta er í raun
gamansamur tryllir. Styrkur þátt-
anna er líka styrkur handritsins
okkar; það er létt og fyndið. Það fet-
ar einstigið milli stælingar og ein-
hvers alvarlegs sem hefur róman-
tískan undirtón hvað varðar sam-
band aðalpersónanna. Áhorfendum
er haldið í spennu um samband
Steed og Emmu og, þótt þeir geti
ímyndað sér að eitthvað sé á milli
þeirra, fá þeir aldrei að vita hið
sanna.
Uma Thurman, þekkt úr Pulp
Fiction og Dangerous Liasons, seg-
ist strax hafa hrifist af handritinu:
„Það var eitthvað heillandi við það
og mér fannst mikið til um hvað það
var fágað. Eg hafði heyrt um að það
stæði til að gera þessa mynd fyrir
nokkrum árum og þegar þetta barst
mér aftur til eyma fannst mér eins
og þetta ætti eitthvert erindi við
mig. Ralph var fullkominn í hlut-
verk Steed og Emma er frábær
karakter _ jákvæð, greind, útsjón-
arsöm og sniðug, hálfgerð ofurkona.
En hún er andlega óháð og það að-
dráttarafl, sem hún hefur á karl-
menn, skiptir hana ekki máli.“
Þegar framleiðendumir höfðu
fundið hetjumar
vantaði þá fram-
bærilegan stór-
glæpamann. Sá
kom upp í hend-
umar á þeim í líki
stórleikarans Sean
Connery. Leikar-
inn, sem er frægur
fyrir að leika hetjur
á borð við James
Bond, tók að sér að
leika skúrldnn sir
August De Wynter.
Það þykja alltaf nokkur tíðindi þeg-
ar Connery sést á hvíta tjaldinu.
Framleiðandinn Jerry
Weintraub, sem hefur gert t.d.
Karate Kid-myndimar, þurfti að
hafa fyrir því að fá þennan góðvin
sinn til liðs við sig til að leika skúrk.
„Ég sendi honum handritið og hann
hringdi í mig og sagði: „Ég kem
ekki nálægt þessu.“ Ég sagði: „Þú
hefur bara gott af því.“ Síðan flaug
ég til Spánar, heim til Seans, og
hafði með mér Jeremiah [Chechik
leikstjóra, sem gerði Benny and
Joon] og Don [Macpherson hand-
ritshöfund] og framkvæmdastjór-
ann Susan Ekins. Við fómm að
móta persónuna sir August saman
og eftir þrjá daga var Sean búinn að
skrifa undir samning."
Hjertaris
mál!
ioo% hreint og lífrænt náttúruefni. Takir þú
NATEN þarfnast þú engra annarra vítamína eða
fæðubótarefna!
NATEN
-ernógl
Utsölustaðin Hagkaup, Nýkaup, Blómaval Akureyri og Reyk)avík, Apótekin,
verslanir KA, Kauplélögin, Urð Raufarhöfn, Homabaer Homafirði,
Lónið Þórshöfn, Heilsulindin Keflavík, Melabúðin Neskaupsstað.
Dreifing: NIKO ehf - sími 568 0945
Ástvaldur Magnússon
frv. skrifstofustjóri:
„Fyrir tæpum tveimur árum fór ég að nota
NATEN sem fæðubót og varð ég þá fljótlega
var við breytingu sem kom fram í mun bættri
meltingu. Annað varð mér þó meira
undrunarefni. Um árabil hafði ég talsverð
óþægindi af óreglulegum hjartslætti sem háði mér mikið i vinnu og
erfiðlega gekk að fá bót á. I dag nota ég engin lyf en borða NATEN
daglega og blessað hjartað mitt slær með takti og tempói hins
heilbrigða manns sem ekki kennir sér neins."
Frumsýning
:
Notaðu One Touch háreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg
aðferð sem skýrir vinsælair One Touch á Islandi í 12 ár.
OH€
DUCH
Svo einfalt er það
Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið
pað stðan afmeð rökum pvottaklút.
(Sjá leiðbeiningar.)
Húðin verður mjúk,
ekki hrjúf!
One Touch
er ofnæmisprófað
Margra ára reynsla segir sína sögu!
Útsölustaðir:
Apótek, Hagkaup, Nýkaup, Nóatún, kaupfélög og snyrtivöruverslanir.
Sensitive
fyrir
viðkvæma
húð
Regular
fyrir
venjulega
Bikini
fyrir
„bikini"
svæði
MYNPBÖNP
Enn af ofur-
lögmönnum
Grishams
Sætabrauðsdrengurinn
(The Gingerbread Man)_
Spennumynd
★★
Leikstjórn: Robert Altman. Aðalhlut-
verk: Kenneth Branagh, Embeth Da-
vidtz og Robert Downey jr. 107 mín.
Bandarísk. Háskólabíó, október 1998.
Bönnuð innan 16 ára.
ENDALAUS hellingur hefur
verið framleiddur af sjónvarpsefni
og kvikmyndum um lögfræðinga
sem flækjast inn í
glæpamál og má
segja að um sé að
ræða sérstaka
kvikmyndategund,
lögfræðingahasar-
inn. Skáldsagna-
höfundurinn John
Grisham hefur
borið konungstitil
greinarinnar um
nokkurt skeið og eru þeir ófáir
kvikmyndaleikstjóramir sem hafa
spreytt sig á að færa sögur hans á
filmu. Hér er það ekki ómerkari
maður en Robert Altman sem held-
ur um taumana og fetar þar m.a. í
fótspor meistara Coppola. Altman
er þekktur íyrir að fara eigin leiðir í
kvikmyndagerð og snúa upp á hefð-
ir og breyta formúlum kvikmynda-
tegunda sem m.a. hefur vakið at-
hygli á vélrænu eðli kvikmyndamið-
ilsins. Að þessu sinni fellur hann
hins vegar á kaf í þá þéttsetnu for-
argryfju að búa til sviplausa meðaL
mynd eftir ofnotaðri formúlu. í
sjálfu sér ekkert annað út á mynd-
ina að setja, því hún er fagmannlega
unnin að öllu leyti. Hún bætir hins
vegar litlu sem engu við hefðina,
eins og Altman hefur kennt fólki að
krefjast af myndum sínum, og fær
því meðaleinkunn.
Guðmundur Ásgeirsson
---------------
Ofbeldi á
Bretlands-
eyjum
Dad Savage
(ilæpamy nd
★★
Framleiðsla: Gwynneth Lloyd og Ro-
bert Jones. Leikstjórn: Betsan Morris
Evans. Handrit: Steve Williams. Kvik-
myndataka: Gavin Finney. Tónlist:
Simon Boswell. Aðalhlutverk: Patric
Stewart, Kevin McKidd, Helen McCr-
ory og Joe McFadden. 100 mín.
Bresk. Háskólabíó, október 1998.
Bönnuð innan 16 ára.
Þótt Quentin Tarantino sé um-
deildur leikstjóri eru áhrif hans á
kvikmyndagerð undanfarinna ára
ótvíræð. „Dad Savage“ er skýrt
dæmi um þetta.
Nánar tiltekið er
myndin undir
sterkum áhrifum
frá „Reservoir
Dogs“ (1992) ogað
vissu leyti eins og
ljósrit þessarar
fyrstu og bestu
myndar Tarantin-
os, á breskan
pappír. Sagan fer fram á tveimur
tímaskeiðum, annars vegar í upp-
gjöri nokkurra harðjaxla eftir glæp
og svik þeirra á milli, hins vegar á
meðan á atburðunum stendur.
Sögusviðin kasta smám saman ljósi
hvert á annað þar til blóðugt upp-
gjör er óumflýjanlegt. Persónur og
flétta eru ekki alveg nógu vel
heppnaðar til að myndin nái flugi,
en hún er þó að mörgu leyti athygli
verð og hin þokkalegasta afþreying.
Guðmundur Asgeirsson