Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 54
J>4 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ + * Ástkaer eiginkona mín, móöir okkar, dóttir, systir og amma, SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR, Drekagili 3, Akureyri, sem lést á FSA laugardaginn 7. nóvember, veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 13. nóvember, kl. 13.30. Gunnar Bergmann, Sveinn Jóelsson, Guðrún Dóra Clarke, Sigrún S. Jóelsdóttir, Vernharð Þorleifsson, Hjálmar B. Júlíusson, Jódís Kr. Jósefsdóttir, Þórdís Hjálmarsdóttir, Unnur M. Hjálmarsdóttir, Jón Björn Hjálmarsson, Brynja Þorvaldsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Magdalena Bergmann Gunnarsdóttir og barnabörn. + Ástkaer faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN INDRIÐASON, áður Lönguhlíð 21, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Leifur Á. Aðalsteinsson, Margrét Valgerðardóttir, Aðaisteinn Ó. Aðalsteinsson, Ásdís Elín Júlíusdóttir, Jóhanna G. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur .samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar SVERRIS ÞORLEIFSSONAR, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Guðrún Guðjónsdóttir, Hilmar Sverrisson, Fanney Þorsteinsdóttir, Guðjón Sverrisson, Rungnapa Channakorn, Sverrir Rúnar Hilmarsson, Sigríður Rut Hilmarsdóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, MAGNÚSAR G. GUÐMUNDSSONAR frá Sólbakka í Súðavík. Andrea Magnúsdóttir, Ólafur V. Ingimundarson, Daníel Magnússon, Einar Magnússon, Sussanna Budaí, barnabörn og systkini hins látna. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SUMARLÍNU MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Kleifum, Suðurgötu 6, Sandgerði. Börnin. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og fósturmóður, ÞURÍÐAR EGGERTSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Magnússon, Soffía Jóhannsdóttir. + Þorgeir Rúnar Kjartansson lést 6. nóvember á Land- spítalanum. Hann fæddist 26. nóvem- ber 1955, sonur Val- gerðar Jónsdóttur frá Skálholtsvík í Hrútafirði og Kjart- ans Jóhannessonar frá Heijólfsstöðum / Alftaveri. Kjartan er nú látinn. Þau bjuggu í Karfavogi 34. Unnusta Þor- geirs og sambýlis- kona var Rúna Knútsdóttir Tetzschner. Systir hans Kristrún Harpa Kjartans- dóttir, sonur hennar er Jerry Williams, maður hennar er Ingv- ar Pétursson. Látinn sonur Kristrúnar var Guðjón Kjartan Viggósson. Þorgeir Rúnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Tjömina, nam sögu í París og við Háskóla íslands, „Enginn veit allt sem Þorgeir gerði.“ Þessi orð féllu í vinahópi þegai- lát Þorgeirs Rúnars spurðist. Að morgni dags 6. nóvember féll hann fyrir krabbameini. Þá var stödd hjá honum ástin hans, Rúna, eins og hún hefði verið send af örlögunum til að fylgja honum síðasta æviskeiðið til að bæta fyrir það óverðskuldaða harðræði sem honum var skammtað. Þorgeir var góðgjam maður. Bernskuminningar úr Vogunum eru tengdar glaðværð, kröftugum krökkum, leikjum og námi í stórum skóla þar sem alltaf var mikið fyrir stafni. Þorgeir var vinsæll í hópi og eftirsóttur þegar eitthvað stóð til. Annríki æskudaga þyrlaði upp stórum og smáum ævintýrum. Leið tápmikilla drengja lá í Karfavoginn að ná í Gogga þegar efnt var í fjör, kvikan strák með snör augu og djörf úthlaup ef þurfti að verja mark. Krakkamir í hverfinu urðu alvöru táningar með þeim brýnu viðfangsefnum sem því ástandi fylgja. Svo birtist strætisvagn einn daginn til að færa þetta stóð niður í bæ að takast á við „alvöru lífsins"; ekki hætti fjörið; Þorgeir var lífið og sálin í kátum haug af Álafossúlpum aftast í vagninum. Við vomm á leið til móts við enn fleira fólk og stærri ævintýri í menntaskóla. Hlutirnir bara gerðust. Engin skipulagning eða formleg leyfi, nema kannski of seint. Allt iðaði af lífi, alla daga, öll kvöld, sumar, vetur, alltaf að og Þorgeir með. Skólablöð, skemmtanir, málfundir, kaffihús, bókmenntakynningar, sumarvinna, ferðalög, gleðskapur, kakópottur og rúnstykki í frímínútum, fleiri vinir, ógrynni kunningja. Kankvís og sposkur, orðheppinn og frjór, uppátektarsamur en aldrei meinfýsinn, forkur í félagslífi og misduglegur í námi. Miðpunktur í hópnum, spjallvinur í einrúmi. Það lá beint við að Þorgeir yrði ármaður skólafélagsins síðasta árið í MT. Næstu árin gerist ekkert í neinni sérstakri tímaröð. Hver í sína átt. Heimurinn krás. Framtíðin nægtaborð. Heilsað, kvatt, heilsað. Næturlestin til Parísar skilar okkur til Gogga, næst er hann að koma til London, við hittumst heima í Karfavogi, eða ... hvar sem er. Sami þyngdarpunktur þekkir hvorki tíma né rúm og dregur félagana saman, aftur og aftur. Og enn nú, þegar við göngum síðustu sporin með vini okkar. „... Mér þykir leitt að þurfa að skrifa þetta um vin okkar.“ Bréfið sem kom til Bandaríkjanna bar ótíðindi. Fyrstu einkenni af sjúkdómi Þorgeirs höfðu komið fram og valdið ugg. Var í blóma lífsins í París, vinmargur sem fyrr, sagnfræðin hleypti kappi í kinn, góður útvarpsmaður, kominn í þaðan lauk hann glæsiiegu prófi í sagnfræði, auk upp- eldis- og kennslu- fræði. Hann kenndi við Menntaskólann við Sund og Fjöl- brautaskóla Breið- holts. Mörg sumur var hann leiðsögu- maður erlendra ferðamanna. Þor- geir var fréttaritari útvarps um hríð, dagskrárgerðar- maður og blaðamað- ur, gerði fjölda út- varpsþátta og skrifaði greinar í blöð og túnarit. Hann tók virkan þátt í tónlistarlífi og lék meðal annars á saxófón með hljóm- sveitinni Júpiters. Eftir hann liggur ein Ijóðabók: Þar sem það er séð, 1997. títför Þorgeirs verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. slagtog við saxófóninn, atorkan og gleðin streymdi úr bréfum. Þegar hann kom heim eitt vorið brá vinum í brún. Hugurinn frjói lét ekki að stjórn. Hjá Þorgeiri voru vitsmunir og tilfínningar ekki andstæðir pólar heldur eitt. Næmur, en sjálfsagt næmari en okkur grunaði. Gáfaður, en sjálfsagt snjallari en við sáum. Hann greip saxann seint, en beygði fljótt undir listhneigð sína. Tók glæsilegt gróf í sagnfræði við Háskóla Islands með hæstu einkunn sem þá hafði verið gefin, leyfði sér samt að skrifa ritgerðir eins og hann vildi hafa þær. Agaði hugsun sína þegar hann kaus, sendi frá sér vandaða útvarpsþætti og góðar blaðagreinar, samdi lög og ljóð. Sleppti svo fram af sér beislinu. Vanahugsun og formfesta voru honum heilsuspillandi efni, en öðrum slíkum hafnaði hann ekki. Hvar sem var, hvenær sem var, alltaf var fólk sem laðaðist að Þorgeiri. Fljótur til endurgoldinna ásta. Ekki það að okkur vinum hans sumum hafi alltaf líkað þeir hnútar sem hann kaus að hnýta bagga sína. Breyskur var hann. Móður sinni erfiður. „... íyrir bestu ...“ skildi hann eins og andinn blés í brjóst og þar var von á ýmsu. Bölvuð var glíman sem hann tók þegar bálviðri hugans mögnuðust. Og grátbölvað að fá ekki langtímum saman að sjá hæfileika hans og frjómátt takast á við verðugri verkefni en þau verkjalyf sem læknavísindin skammta. Svo komu frábærir tímar. Nemendur hans í menntaskóla dáðu hann og virtu. I fremstu víglínu gleðisveitarinnar Júpíters með saxófóninn frammi fyrir dansandi skara var hann stolt vina og stjarna kvöldsins. En aðallega var hann góður maður. Og svo kemur sú ótrúlega frétt fyrir ári að ofan í þetta erfiða stríð sé nú komið krabbamein. ástin og umferðarslysin eiga það sameiginlegt afl gera ekki boð á undan sér annað veifið á þetta við um dauðann og stundum um getnaðinn og jafnvel fæðinguna en aldrei um dagrenninguna Þegar ljóðabók Þorgeirs kom út fyrir ári var ung kona við hlið hans. Nýja ástin í lífinu. Hún var líka við hlið hans þegar dagur rann þann sjötta nóvember. Búin að berjast með honum skref fyrir hvert þungbært skref. Rúna var kannski það eina góða sem kom fyrir Þorgeir í háa herrans tíð. Eins og til að bæta fyrir ofrausn þess sem aflaga fór sendi forsjónin hana. Manneskju sem skildi hann og elskaði eins og hann var. Það reyndum við, en hefði mátt takast betur. Samúð okkar er með Rúnu og Valgerði móður Þorgeirs. Hann lifir. Stefán Jón Hafstein. Þorgeir Kjartansson átti til- finningapúður í heila flugelda- verksmiðju. Hugmyndir hans voru eftir því, fagrar, háleitar, skrautlegar, óvæntar, ótrúlegar. Þær náðu að kristallast, á meðan hann lifði, í stórsveitinni Júpíters. Húmorinn sem spratt upp var líka svona, hitti beint í mark, smaug á milli, fór ótrúlega leið, skaust á bak við, bar gáfum hans og reynslu vitni, og þessi hlátur, ótrúlegi hlátur, ef maður hugsar um hann verður maður glaður, sambland af skrípahlátri, stráksskap og karlmannlegum hlátri, og þessi rödd, röddin maður minn, sem fékk mann til að bráðna að innan, þessi hljómur á röddinni, þessi styrki en titrandi hljómur, sem spratt einhverstaðar þaðan, þar sem var málmbrynja fyrir framan, röddin kastaðist á þessa málmbrynju og bergmálaði, rödd sem kom úr líkamanum, sem líkaminn bjó til, og þó hann væri stundum skjálfandi, þessar fallegu hreyfingar, en þessi líkami hafði umbreytingarkraft, þegar hann spilaði á saxófóninn lifnaði hann við og var sólkerfi og líkaminn hætti að vera líkami en umbreyttist í aðra krafta, orku, sálin geislaði í gegn og það var einsog hann væri, einsog hann væri... hann var tónlistin. Tónlistin elskaði hann svo heitt að hún leyfði honum að bráðna undan valdi sínu, umbreytast, spila einsog enginn annar gat spilað, hann var bestur, besti saxófónleikarinn í heiminum, þetta eru stór orð en um leið og maður heyrði Þorgeir spila vissi maður það, enginn spilaði betur, þetta er það sem hægt er að ná úr þessu hljóðfæri, sem hægt er að ná úr einum manni, tónlistin tók sér bólstað í honum, hún vissi að hann fann svo mikið til, hann reyndi allt á sjálfum sér, orðlausa sorg, óútskýranlega gleði, gáskann og háskann, barnsleg kætin, og auðmýktin, hvflík auðmýkt, að beygja sig fyrir valdi tilfinninganna og tjá þær. Það var beint samband á milli Þorgeirs og tilfinninga hans. Gneistandi rafmagn, skær blossi, helsært myrkur, óhuggandi hræðsla, og ekkert af þessu gat hann falið eða bælt, þetta braust út, braust út með þvflíkum krafti en líka hinum ofurlágu, viðkvæmu tónum, en krafturinn er líka svo viðkvæmur, það er nefnilega það, Þorgeir. Fyrst þegar ég sá Þorgeir var hann að spila á Júpítersballi. Ég féll í trans og meðan hann spilaði gerðist eitthvað í mér sem ég get sótt endalaust í. Guð var að búa til brunn og ég sæki í brunninn. Ég get horfið til þessarar stundar og fengið kraft, einsog ég hverf í huganum útí náttúruna og sæki kraft. Þorgeir var nefnilega náttúrukraftur. Ég veit ekki hvaða náttúrukraftur, hvort hann var eldurinn eða vatnið, kannski var hann hljómurinn. Seinna var ég svo heppin að kynnast honum. Hann var eins og bróðir, vinur, sálufélagi, hann gaf mér sum af fegurstu augnabhkum sem ég á, stofnaði fyrir mig lúðrasveit, stjórnaði með tónsprota og bleiku yfírvaraskeggi. Yið lékum á Tjarnarbrúnni, ungir synir mínir komu og þegar ég spurði hvernig þeim hefði fundist sögðu þeir: Ágætt en þessi geðveiki var bestur. Þá var Þorgeir heilbrigður en þeir vissu um veikindi hans sem fólki er svo oft útskúfað fyrir, en börnin sáu að hann var bestur og gátu sagt orðin. Orð sem má varla segja en verður að segja svo einhvern tíma breytist eitthvað, svo eitthvað fari á hreyfingu, því þá fáum við nýjan skilning og Þorgeir var snillingur í að koma hlutunum á hreyfingu, hann kveikti í augnablikinu, rafmagnaði það og skaut því á loft. Þar með var komið nýtt pláss. Ný hreyfing og ef eitthvað fer af stað ÞORGEIR RUNAR KJARTANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.