Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Pinochet í Bretlandi
Málflutn-
ingi lokið í
lávarða-
Jón Baldvin Hannibalsson fjallar um bandarísk stjórnmál og efnahagslíf
Spurning hvort ráðamenn átti
sig á valdastöðu Bandaríkjanna
deildinni
London, Róm. Reuters.
ÆÐSTI dómstóll á Bretlandi lauk
í gær við að hlýða á málflutning
um hvort handtaka Augustos Pin-
ochets, fyrrverandi einræðisherra
í Chile, í Bretlandi 16. október síð-
astliðinn hefði verið lögleg eða
ekki.
Sagði Slynn lávarður, yfirmaður
fimm manna lagadómstóls lávarða-
deildar breska þingsins, sem er
æðsta dómstig í Bretlandi, að úr-
skurður dómsins yrði kynntur „í
íyllingu tímans“.
Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði
í síðasta mánuði að handtaka Pin-
ochets hefði verið ólögleg því hann
nyti friðhelgi diplómata. Þessari
niðurstöðu var vísað til æðsta
dómstigs í Bretlandi, lávarðadeild-
arinnar, og bíða menn nú úrskurð-
ar hans, sem væntanlega ræður
því hvort Bretar verða við fram-
salskröfu frá Spáni eða hvort Pin-
ochet verður leyft að snúa aftur
heim til Chile.
Var greint frá því í gær að
ítalskir dómarar hefðu hafið rann-
sókn á mögulegri aðild Pinochets
að hvarfi þriggja ítalskra ríkis-
borgara meðan á valdatíma hans í
Chile stóð. Segja dómararnir hins
vegar að framhaldið hljóti að velta
á því hvort Bretar framselja Pin-
ochet til Spánar eða hvort einræð-
isherrann fyrrverandi verður
sendur heim á leið, því þar með sé
hann genginn þeim úr greipum.
BÝSNAVETUR í bandarískri póli-
tík er brátt á enda, að hyggju Jóns
Baldvins Hannibalssonar, sendi-
herra Islands í Washington, sem
flutti erindi um bandarísk stjórn- og
efnahagsmál á aðalfundi lands-
nefndar Alþjóða verslunarráðsins á
Hótel Sögu í gær. Bandaríkjamenn
væru nú í afgerandi forustuhlut-
verki 1 heiminum og sagði hann að
sér væri til efs að þeir gerðu sér
grein fyrir einstakri stöðu sinni.
Jón Baldvin hóf mál sitt á því að
rifja upp að 11. febrúar hefðu
bandarísku forsetahjónin boðað
milli tvö og þrjú hundruð banda-
ríska hugsuði til fundar. Þarna
hefðu verið heimspekingar, hag-
fræðingar, rithöfundar og vísinda-
menn og sendiherrar ríkja, sem
Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að
hafa samstarf við í tilefni af árþús-
undamótunum. Þarna hefði hann
sérstaklega tekið eftir tvennu. Ann-
ars vegar væri það honum til efs að
til væru þjóðhöfðingjahjón með
annarri þjóð, sem hefðu getað leikið
eftir Bill og Hillary Clinton að taka
þátt í umræðum á þessu stigi
þannig að eftir væri tekið. Hins veg-
ar hefði komið í ljós að þessi unga
þjóð væri með sögu á heilanum og
öll stjómmálaumræða hæfist á
stjórnarskránni og hvert mál væri
sett á mælistiku landsfeðranna.
Flúðu kúgun og
frömdu þjóðarmorð
Jón Baldvin fjallaði stuttlega um
það að innflytjendumir, sem komu
til Ameríku frá Evrópu, hefðu verið
að flýja kúgun og leita að tækifær-
Dagskráin þín er komin út
12.-15. nóvember
í allri sinni mynd!
Morgunblaðið/Kristinn
JÓN Baldvin Hannibalsson, sendiherra Is-
lands í Bandaríkjunum, talaði urn pólitiskan
býsnavetur þar í landi.
um og frelsi. Á þinginu
hefði komið fram að
Bandaríkin væra land
þversagna; Bandaríkja-
menn teldu sig forustu-
þjóð lýðræðis í heimin-
um, en þegar rýnt væri
í kosningaúrslit kæmi í
ljós að tveir af hverjum
þremur kærðu sig koll-
ótta um kosningar;
Bandaríkin væra land
einstaklingsfrelsis, en
óvíða væri regluveldið
meira; lýðræði ætti að
vera friðsamleg leið til
lausnar deilumála, en
Bandaríkin væra of-
beldisfullt þjóðfélag.
Ástæðan væri sú að
undirstaða einstak-
lingsfrelsisins hefði ver-
ið þrælahald og land-
nám Ameríku hefði
byggst á þjóðarmorði.
Bandarískt þjóðfélag
á leið gegnum
byltingu
Sendiherrann vék því
næst til nútímans og
sagði að bandarískt
þjóðfélag væri á leið í
gegnum byltingu. Þar
hefði nú staðið yfir sjö ára samfelld
uppsveifla, sem haft hefði í för með
sér gríðarlega auðsköpun. Um þess-
ar mundir væra 55% Bandaríkja-
manna í störfum, sem ekki hefðu
verið til árið 1980.
Allt sem ætti að snúa niður sneri
niður og allt sem ætti að snúa upp
sneri upp. Verðbólga væri í lág-
marki og reyndar héldi Alan Green-
span seðlabankastjóri því fram að
hún væri engin.
„Þegar maður virðir þetta fyrir
sér er alveg ljóst að bandaríska
efnahagsvélin er burðarás í hag-
kerfi heimsins," sagði hann. „Ef við
lítum á pólitíkina má orða það svo
að Bill Clinton sitji á seinna kjör-
tímabili sínu yfír Bandaríkjunum á
hápunkti sögu sinnar að því leyti að
þau hafa aldrei verið jafn auðug,
aldrei verið jafn voldug, tæknilega
séð stendur þeim enginn á sporði og
pólitísk áhrif era gríðarleg. Spurn-
ingin er bara sú hvort forasta
Bandaríkjanna gerir sér grein fyiir
því hversu einstök þessi staða er.
Það er stundum eins og manni finn-
ist að þeir átti sig ekki á því sjálfir
og kunni kannski ekki alveg með
þetta ofboðslega vald að fara.“
Hagsveiflan dauð eða bara
óvenju löng?
Jón Baldvin sagði að nú væra
uppi deilur um það hvort fram væri
komið nýtt hagkerfi og hagsveiflan
dauð, eða hvort á ferðinni væri
venjuleg hagsveifla. Rökin með
hinu fyrmefnda væra að öndvert
við gamla hagkerfíð gæti hagvöxtur
án verðbólgu haldið áfram í krafti
stórkostlega aukinnar framleiðni,
sem byggðist á breytingum há-
tækni, sem aðeins væri á byrjunar-
stigi. Ilann benti á að hagfræðing-
arnir á borð við Paul Ki'ugman og
Lester Thurow segðu að það væri
bull að hagsveiflan væri dauð. Þessa
löngu hagsveiflu mætti skýra með
ýmsum hætti og hún væri sambæri-
leg við það, sem gerðist fyrir olíu-
kreppu.
Kjör helmings vinnuafls lakari
en fyrir áratug
Ein skýring, sem Robert Reich,
fyrrverandi atvinnumálaráðherra í
stjóm Clintons, hefði sett fram, væri
sú að 47% manna á bandarískum
vinnumarkaði byggju við lakari kjör
en fyrir áratug á þessu mikla hag-
vaxtarskeiði Bandaríkjanna. Þar
kæmi þrennt til: stéttarfélög væru
veik, fólk óttaðist uppsagnir og
straumm1 ólöglegra og löglegra inn-
flytjenda héldi niðri þrýstingi launa-
fólks á aukna hlutdeild í kökunni.
Sendiherrann sagði að gríðarlegt
álag fylgdi lífsgæðakapphlaupinu í
Bandaiíkjunum, þar sem réttur at-
vinnurekandans væri nánast algjör.
Ollum bæri saman um að vinnusemi
og vinnuharka væri meiri en nokki’u
sinni. Spuming væri hve lengi menn
þyldu það álag, sem fylgdi þessaii
byltingu þar sem sumum gengi vel
en öðrum mistækist. Þá mætti
spyrja hver hlutur verkamanna yrði
í hinu nýja þekkingarþjóðfélagi þar
sem forsendan á vinnumarkaði væri
akademísk menntun og frumkvæði
á vinnustað.
Pólitískur býsnavetur
Jón Baldvin líkti rannsókninni,
sem staðið hefur yfir á sambandi
Clintons við Monicu Lewinsky þeg-
ar hún starfaði í Hvíta húsinu og
eftir það, við pólitískan býsnavetur.
Þessi mál hefðu verið með ólíkind-
um, en þeim væri nú að ljúka.
Hann fjallaði um úrslitin í kosn-
ingunum 3. nóvember og sagði
skondið að túlka þau þegar tillit
væri tekið til þess að miðað við það
að 200 milljónir manna væra á kjör-
skrá og aðeins 72 milljónir manna
hefðu kosið væri fylgi repúblikana
aðeins um 18 af hundraði eða svipað
og Framsóknarflokksins á góðu ári
og fylgi demókrata um 16 af
hundraði eða líkt og hjá Alþýðu-
flokknum þegai’ vel gengi.
Hann sagði að ástæðan fyrir því
að þetta hefði verið tap fýrir
repúblikana væri sú að Newt
Gingrich, hinn fallni leiðtogi þeirra,
hefði lýst því yfir að flokkurinn
bætti nægilega við sig í öldunga-
deildinni til að geta afstýrt málþófi
demókrata, sem ekki hefði gengið
eftir, og boðað að repúblikanar
bættu við sig 14 til 18 sætum í full-
trúadeildinni þar sem demókratar
hefðu bætt við sig fimm sætum.
Repúblikanar hefðu gert ráð fyrir
að geta aflað fylgis á kostnað vanda-
mála Clintons, en vopnið hefði snú-
ist í höndum Gingrich og nú væri
staða forsetans styrkt.
FRUMSÝNING
á Akureyri og í Reykjavík laugardag kl 10.00 - 18.00
'99 árgerð
UMBOÐIÐ
Undirhlíð 2, Akureyri, s. 462 2840.
Vélin HK þjónustan,
Funahöíða 17, sími 567 6155
(gengið inn frá Stórhöfða)