Morgunblaðið - 13.11.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hin sanna nútímatónlist
Morgunblaðið/Kristinn
HILMAR Jensson: „Ef við náum til fimm áheyrenda erum við ánægð-
ir, - okkur er alveg sama um þá tuttugu og fimm sem ganga út.“
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Smekk-
leysa er umsvifamikið fyrir þessi jól
og á meðal þess sem fyrirtækið gef-
ur út er röðin Frjálst er í fjallasal
með tilraunakenndri djasstónlist.
Tvær plötur eru komnar út í röðinni
og þrjár væntanlegar. Umsjónar-
maður útgáfunnar fyrir hönd
Smekkleysu er Hilmar Jensson,
sem einnig kemur við sögu á plötun-
um; leikur inn á fjórar þeirra.
Út eru komnar í röðinni diskur-
inn Kjár með spuna þeirra Skúla
Sverrissonar og Hilmars Jenssonar,
Traust með fyrirmælaverki eftir
Hilmar í flutningi hans, Kjartans
Valdimarssonar, Matthíasar M.D.
Hemstock og Péturs Grétarssonar.
Þriðja platan í röðinni verður plata
Teenu Palmer, þar sem ýmsir gest-
ir koma við sögu, þá er ráðgerður
diskur með hijómsveitinni Kerfli,
sem skipuð er þeim Hilmari, Óskari
Guðjónssyni, Eyþóri Gunnarssyni
og Matthíasi. Síðastur í röðinni
verður diskur með upptökum frá
síðustu tónleikum Leos Smiths hér
á landi i síðustu heimsóknhans.
Hilmar Jensson segir að Ás-
mundur Jónsson hjá Smekkleysu
hafí komið til sín og beðið að sjá um
plöturöð þar sem kortlagt yrði það
sem hefur verið að gerast í tilrauna-
kenndum djassi á Islandi. Hann
segir að sér hafí ekki litist nema
miðlungi vel á verkið til að byrja
með, „enda hefur lítið verið að ger-
ast á því sviði nema ég hafí komið
þar nærri og því er eins og ég sé að
hampa sjálfum mér þegar ég er á
nær öllum plötunum sem koma út í
röðinni", segir Hilmar og kímir.
Eins og getið er var fyrstur í röð-
inni diskurinn Kjár sem þeir Skúli
Sverrisson og Hilmar tóku nokkru
áður en hugmyndin um útgáfuröð-
ina varð til. Úpptökurnar eru frá
því á síðasta ári, en þeir Hilmar og
Skúli tóku upp spuna og Skúli vann
áfram ytra.
Platan númer tvö á sér öllu lengri
sögu, því það var upphaflega fyrir-
mælaverk sem Hilmar skrifaði fyrir
sig, Skúla og Matthías fyrir fímm
árum, en hefur tekið miklum breyt-
ingum, er á diskinum orðið verkefni
þeirra fjögurra, Hilmars, Kjartans,
Matthíasar og Péturs.
Heilmikið á seyði
í tilraunatónlist
Þriðji diskurinn í röðinni, upptök-
ur með söngkonunni Teenu Palmer
og ýmsum gestum, sker sig helst úr
fyrir það að Hilmar kemur þar ekki
við sögu. Hann er meðal liðsmanna
Kerfils, sem getið er, og í hljómsveit
Leos Smiths auk þeirra Matthíasar
og Péturs.
Framundan eru síðan tónleikar
til að kynna útgáfuna í Iðnó á
þriðjudag þar sem flestir listamenn-
imir koma fram.
Hilmar segir að þótt ekki sé ýkja
mikið að gerast í tilraunadjassi sé
heilmikið á seyði í tilraunatónlist
almennt og fyrir það sé kannski lag
að gefa þessa diska út núna. „Það
er svo mikið af fólki sem er að gera
eitthvað nýtt og/eða hefur áhuga á
að heyra eitthvað nýtt. Það er ekki
síst fyrir þróunina í dans- og tölvu-
tónlist þar sem menn nota nýstár-
leg hljóð og hljóma og þegar takt-
urinn er síðan tekinn úr kannast
fólk samt sem áður við það sem
fram fer. Einnig má nefna ambient-
hreyfinguna, en margt af því sem
við Skúli erum að gera skarast við
þá gerð tónlistar. Margt af því fólki
sem ég hef rætt við varðandi plöt-
una okkar Skúla verður steinhissa
þegar það heyrir að við séum úr
djassgeiranum, enda koma flestallir
sem helst fást við þessa tónlist í
dag úr rokki eða pönki eða eru
beinlínist aldir upp fyrir framan
tölvuna."
-Eftir því sem þeir Skúli Sverris-
son og Hilmar þróa tónlist sína
áfram fækkar þeim leikmönnum
sem ná að fylgja þeim eftir, líkt og
þegar djasstónlistarmenn tóku
kúrsinn frá áheyrendum sínum með
frjálsa djassinum á sínum tíma.
Hilmar segir að vel megi vera að
þessi staðhæfíng fái staðist, en að
sínu mati hitti þeir þar fyrir marga
nýja áheyrendur. „Það er kannski
erfítt að viðurkenna það eftir að
hafa eytt síðustu tíu til fimmtán ár-
um í að stunda formið, en ég er
alltaf að missa meiri áhuga á djass-
inum og hef í raun engan metnað í
að vera djassmúsíkant lengur. Eg
hef gaman af að spila djass,
sérstaklega frumsaminn, en djass í
þeim skilningi að spila gamla
„standarda" er eins og að fá sér
konfekt, það er gott að smakka en á
ekki að vera sífellt í kassanum.
Áhugi minn á frjálsum djassi hefur
meira að segja lent í aftursætinu, að
minnsta kosti tímabundið, vegna
gríðarlegs áhuga á því sem við Skúli
erum að gera og má heyra á Kjá.“
Tenging langl
aftur í timann
Sé nógu langt farið skarast
„ambient“-tónlist, framsækinn djsss
og nútímatónlist og Hilmar segir að
þangað stefni hann sem stendur og
reyndar megi segja að þeir Skúli
séu staddir þar. „Viðbrögð frá fólki
út um allan heim benda til þess að
við séum komnir það langt að ekki
skipti máli hvað tónlistin nefnist;
þeir sem ekki þekkja til okkar hafa
ekki hugmynd um að við séum
djassarar að upplagi."
í ljósi ofangreinds vaknar sú
spuming hvort tónlistin sem heyra
má á Kjá sé þá ekki hin sanna nú-
tímatónlist sem fléttar saman helstu
strauma úr nútímanum.
„Ég held að það sé ekki fært ann-
að fyrir fólk sem hefur alist upp við
aðang að öllum þessum ólíku tólist-
arstefnum, eins og mín kynslóð. Við
höfum aðgang að tónlist úr öllum
geiram í óheyiálegu magni og mað-
ur þyrfti að vera mjög lokaður og
hrokafullur ef maður léti ekki þessi
áhrif leka í gegnum sig í músíkina."
Fyrr á öldum skipti öllu að vera
að gera eitthvað nýtt og tónskáld
fyrri tima vöktu litla athygli: fólk
flykktist í tónleikasali til að heyra
nýja tónlist en í dag streyrnir það að
til að heyra gamla tónlist. Álíka hef-
ur verið að gerast í djassinum og
margir lagt mikla áherslu á að hluta
á og spila gamlan djass. Hilmar
segir að það sé ekki síst fyrir það að
megnið af nýrri tónlist, „ef mönnum
þá tekst að gera eitthvað nýtt“,
krefjist einbeitingar, það þarf að
hafa fyrir því að hlusta og skilja, en
fólk vilji orðið hafa sem minnst fyrir
hlutunum: „Það er gott og blessað í
hófi, það þurfa allir að hvíla hugann,
en mér finnst það mjög óheillavæn-
leg þróun að það er alltaf verið að
leita að skyndibita, hvort sem það
er í lífí eða listum."
Ungt fólk sem tekur til við tón-
listarnám áttar sig snemma á því að
það sem þykir framúrstefna í dag
hefur flest áður verið prófað í tón-
listinni; fyrr á öldum vora uppi
framsækin tónskáld með hugmynd-
ir sem þykja í meira lagi nýstárleg-
ar enn þann dag í dag. Hilmar segir
og að þeir félagar geri sér grein fyr-
ir þessu og þannig sé nafnið á plöt-
unni þeirra Skúla eldgamalt ís-
lenskt nafn þótt það hljómi fyrir
flestum sem nýtstárlegur tilbúning-
ur. „Við vildum sýna með heitinu að
það væri tenging langt aftur í tím-
ann. Við höfum verið að hlusta á
tónlist úr öllum áttum í áraraðir og
eram þess mjög meðvitaðir að það
sem við eram að gera er hvorki svo
fráhrindandi né sérlega framsækið
á þeim kvarða," segir Hilmar og að-
spurður hvort ekki sé hætt við því
að fólk gefist upp þegar þeir félagar
eru á hvað mestu flugi á tónleikum
svarar hann því til að mestu skipti
þeir sem eftir sitja. „Þegar við Skúli
vorum að byrja að spila saman á
sínum tíma eftir námið úti streymdi
að hópur vina sem við höfðum þekkt
hér heima, gamlir meðspilarar og
vinir úr djassinum. Þessi hópur hef-
ur farið sífellt minnkandi, en á tón-
leikum okkar í Tjarnarbíói um dag-
inn var allt fullt af nýjum andlitum,
fólki sem er að pæla í framsækinni
tónlist. Vissulega er tískubylgja í
gangi þar sem margir keppast við
það að vera öðravísi eða sýnast
öðruvísi, en ef við náum til fímm
áheyrenda erum við ánægðir, okkur
er alveg sama um þá tuttugu og
fimm sem ganga út.“
Skondnar skyndimyndir
Samkvæmt þessu er
ekki rétt að aldurinn
færist yfir smátt og
smátt, hann hvelfist yf-
ir á einstökum augna-
blikum. Hverfulleikinn
hefur mörg andlit í
þessari bók en lýsingar
aldrei orðmargar (At-
hugasemd, Gamalt lof-
orð, Delete).
Myndmálið er frum-
legt og sótt í margar
áttir. Fylgja er sex
línu ljóð, myndríkt og
með tilvísanir í a.m.k.
fjögur ólík myndsvið:
„fylgja“, „bjálki“, „for-
Halldóra
Thoroddsen
fyndin og kom fram
upp úr 1970. Tepru-
skapur víðs fjarri
þegar elskendur
(Fiðluspil í fjarska)
eru „alein á bleika
skýinu" eftir að hafa
verið „með hendur og
varir / á klassískum /
slitflötum atlotanna“.
Þegar best lætur
skrúfast stíll og
myndmál saman í
leifturmynd af ör-
skotsstund sem á
sinn hátt er fáránleg
og hlægileg:
Nýjar hljómplötur
• SÓL í eldi er með nýjum lögum
Heimis Sindrasonar við texta
þekktra ljóðskálda, eins og Tómas-
ar Guðmunds-
sonar, Davíðs
Stefánssonar,
Jóns Óskars og
Ara Harðarson-
ar.
Á plötunni er
einnig uppruna-
leg útgáfa af
Hótel Jörð í
flutningi Heimis
og Jónasar frá
1966 og lagið
Söknuður af plötunni Fagra veröld.
Meðal söngvara eru Egill Ólafs-
son, Diddú, Sigríður Beinteinsdótt-
ir, Guðrún Gunnarsdóttir, Klara
Ósk, Ari Jónsson og Björgvin Hall-
dórsson.
Útgefandi er Heimir Sindrason.
Útsetningar og upptökustjóri var
Stefán S. Stefánsson með aðstoð
Jónasar Þóris. Japis sér um dreif-
ingu. Verð 1.999 kr.
BÆKUR
Ljófl
HÁRFÍNAR ATHUGASEMDIR
eftir Halldóru Thoroddsen.
Þursaútgáfan 1998 - 44 bls.
KALDHÆÐNISLEG sjálfskoð-
un kemur víða fram í þessari stuttu
ljóðabók, án nokkurrar biturðar
eða eymdarhjals. Ljóðin eru mörg
kankvís og sýna atburði og persón-
ur í nýstárlegu ljósi. Dauðinn í far-
angrinum er stef við allt sem
streymir endalaust fram:
eins og hárfín athugasemd
reisti sig upp úr makkanum
að því er virtist
þrungið eldmóði
eitt grátt hár
rit', „Iitningur“. Einhverjum
kynni að þykja hér of margt lagt
undir en jiessum lesanda sýnist
myndmálið ganga upp.
Stíllinn minnir á margt hjá
þeirri kynslóð sem kölluð var
Vor í Berlín
ó eins og fuglar
í runnum skemmtigarðsins
klæðsviptingamir
Ingi Bogi Bogason
Nýjar bækur
• FURSTINN er eftir Niccoló
Machiavelli og er nú endurútgef-
inn. Ásgrímur Albertsson þýddi
bókina og samdi skýringar og efír-
mála.
I kynningu segir: „Bókin er leið-
arvísir handa furstum og hvernig
halda skuli völdum og auka þau,
hvaða brögðum beri að beita og
hvaða sögulega lærdóma sé hægt
að draga. Um leið sýnir hún einkar
vel hugsunarhátt og aðferðir vald-
hafa gegnum aldimar, enda er hún
eitt frægasta stjórnmálaint allra
tíma.“
Höfundurinn var áhrifamaðm- í
Flórens í byijun 16. aldar, en var
sviptur embættum og áhrifum þeg-
ar Medici ættin komst til valda árið
1512. Þá skrifaði hann þessa bók,
en fyrstinn af Medici sýndi henni
lítinn áhuga og hún kom ekki út
fyrr en að höfundinum látnum. Nú
er hún orðin klassík.
• GLÆPUR og refsing eftir
Fjodor Dosjojevskí er nú endurút-
gefin. Ingibjörg Haraldsdóttir
þýddi bókina.
I kynningu segir: „Svið þessarar
mögnuðu skáldsögu rússneska
skáldjöfursins er Pétursborg á ár-
unum upp úr 1860, ört vaxandi
stórborg iðandi af mannlífi. I miðd-
epli er einfarinn Raskolnikof, tötr-
um búinn stúdent með stór-
mennskudrauma, sem hann vill íyr-
ir hvern mun gera að veraleika.
Spennan, mannlýsingarnar og
heimssýnin sameinast um að gera
Glæp og refsingu að einhverri eftir-
minnilegustu sögu allra tima.“
• ILMURINN - saga af morðingja
eftir Patrick Suskind er endurút-
gefin. Kristján Árnason þýddi bók-
ina.
í kynningu segir: „Þetta er sagan
af Jean-Baptiste Grenouille, einum
snjallasta og andstyggilegasta
manni sögunnar. Hann er snillingur
í ilmvatnsgerðarlist, en útskúfaður
úr mannlegu samfélagi og einsetur
sér að skapa þann ilm sem vekur
ást og hylli. En til þess þarf hann
að myrða...“
• ÓBÆRILEGUR léttleiki tilver-
unnar eftir Milan Kundera er end-
urútgefin. Friðrik Rafnsson þýddi
bókina.
„Sagan fjallar um þau heila-
skm-ðlækninn Tómas og Teresu
konu hans, listmálarann Sabínu og
elskhuga hennar Franz, um ástir
þeirra og angist þegar Rússar gera
innrás í Prag í ágúst 1968. Þetta er
örlagasaga þessa fólks, en einnig
saga Evrópu á miklu umbrota-
skeiði.
Skáldsagan er ýmist fyndin,
sorgleg, heimspekileg eða erótísk,
jafnvel stundum allt í senn. Þetta er
eitt af meistaraverkum samtíma-
bókmenntanna," segir í kynningu.
Útgefandi bókanna er Mál og
menning. Hver bók kostar 1.990 kr.
---------------------
Söng-leikir
á Höfn
SÖNGSKEMMTUNIN Söng-leikir
verður í Hafnarkirkju, Höfn í
Hornafirði, mánudaginn 16. nóvem-
ber kl. 20.30.
Það eru þau Ingveldur Yr Jóns-
dóttir sópransöngkona og píanóleik-
arinn Gerrit Schuil sem flytja munu
lög úr söngleikjum, kvikmyndum og
leikritum. Efnisskráin inniheldur
lög úr íslenskum leikritum, s.s. Of-
vitanum og Deleríum búbonis,
söngleikjunum Showboat, Söngva-
seið, Cabaret, Chorus line og
Galdrakarlinum í Oz. Einnig flytja
þau syrpu af lögum eftir Kurt Weill
og Georg Gershwin.
-------♦-*-♦-----
Sýningum lýkur
Gallerí Stöðlakot
SÝNINGU Steinþórs Marinós
Gunnarssonar, Haf og land, lýkur
nú á sunnudag.
Stöðlakot er opið daglega frá kl.
14-18.