Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 15

Morgunblaðið - 13.11.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 15 Andlitslyfting á Hótel Örk Hveragerði - Undanfarið hefur ver- ið unnið að því að endurbæta vistar- verur á Hótel Örk. Búið er að skipta um gólfteppi á öllum göngum og sölum hótelsins og nú prýðir ganga gólfteppi sem er sérofið í Bretlandi með merki Lykilhótelakeðjunnar. Ennfremur er verið að mála og lagfæra herbergi hótelgesta. Að sögn Sigurðar Tryggvasonar er stöðugt unnið að endurbótum á hót- elinu, enda nauðsynlegt að hóteli eins og Örkinni sé haldið vel við til að gestirnir séu ánægðir. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Bestu myndir verðlaunaðar Drangsnesi - Efnt var til ljósmynda- samkeppni um bestu mynd Bryggju- hátíðar sem haldin var á Drangsnesi í sumar. Þema ljósmyndasamkeppn- innar var myndir teknar á Bryggju- hátíðinni. Bárust margar mjög góðar myndir í keppnina. Nýlega voru verðlaun afhent í Ijósmyndasamkeppninni. Verð- launin, veglegar ljósmyndabækur, voru gefín af Sparisjóði Stranda- manna. Fyrstu verðlaun hlaut Anna Guðrún Höskuldsdóttir, Ak- urgerði í Ölfusi. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir ANNA Guðrún Höskuldsdóttir við verðlaunamynd sína. \, Vcrðlaun Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ÞAÐ var glatt á hjalla í Föndurhúsinu þegar fréttaritari leit þar inn á dögunum. Basar á Dvalar- heimilinu Asi Hveragerði - Árlegur jólabasar heimilisfólksins á Dvalarheimilinu Ási/Ásbyrgi, Hveragerði, verður haldinn í fóndurhúsinu Frumskóg- um 6b sunnudaginn 15. nóvember. Opið verður milli klukkan 13 og 16. Á basamum verður margt góðra muna sem allir eru unnir af heimil- isfólkinu. Má þar meðal annars nefna pijónavöru ýmiss konar, tré- muni og útsaum ásamt ýmsu sem tengist jólunum. Milli 20 og 30 manns mæta reglulega í Föndurhúsið til að sinna hinum ýmsu hugðarefnum sínum en leiðbeinendur eru þær Elísabet Kiistinsdóttir og Þórdís Öfjörð. Líf og fjör hjá séra Sveini Tálknafirði - Á hverjum sunnu- dagsmorgni streymir fjöldi barna og fullorðinna að prest- setrinu á Tálknafirði til þess að sækja kirkjuskólann hjá sr. Sveini Valgeirssyni. í kirkjuskólanum er líf og fjör, og á presturinn auðvelt með að ná athygli gestana með leik og söng. Hann bregður sér í mörg hlutverk m.a. er brúðu- leikhús á dagskránni. Þá gríp- ur hann gítarinn og syngur af innlifun „kirkjuskólalögin" og allir taka undir. Aðsókn að kirlquskólanum hefur verið sérlega góð í haust og því til staðfestingar þarf ekki annað en að líta upp í kirkjuskólaloftið, þá skina við stjörnur, gylltar og silfraðar, ein fyrir hvern gest. Sijörnurn- ar hafa börn og fullorðnir hjálpast að við að gera og festa upp, eftir að hver og einn hefur merkt sér eina. , Morgunblaðið/Finnur Pétursson SERA Sveinn aðstoðar börnin við að festa stjörnur á „himininn". Morgunblaðið/Ingimundur NEMENDUR og kennarar Grunnskólans í Borgarnesi gengu fylktu liði um bæinn með kröfuspjöld og sungu vímuvarnarlög í lok þemaviku skólans. Þemavika í Grunn- skólanum í Borgarnesi Borgarnesi - Stundaskrá var lögð til hliðar í Grunnskólanum í Borg- arnesi vikuna 26.-30. október sl, en timinn helgaður vináttu, sam- skiptum og vímuvörnum. Við- fangsefnum nemenda var skipt eftir aidri. Fjöiluðu verkefni yngri nemenda fyrst og fremst um vin- áttu, samvinnu og samkennd. Nemendur 1.-4. bekkjar unnu saman í blönduðum hópum út frá sjálfum sér og sögunni um „Dýrin í Hálsaskógi" eftir Thorbjörn Egner. Áður en til þess starfs kom höfðu kennarar skólanna í Borg- arbyggð lagj á sig mikla vinnu til þess að undirbúningur yrði eins og best væri á kosið. Tókst það vel í alla staði og skilaði sér þegar til verkefnsins kom. Nemendur í 5.-7. bekk unnu saman í átta blönduð- um hópum á mismunandi stöðvum og heimsóttu þeir hveija stöð einu sinni. Þar var umræðustöð um til- fínningar sem nefndist vellíðan en einnig myndgerð, listasmiðja, leik- list, danslist, sund- og gönguhópur sem fór „söguhringinn" í Borgar- nesi með leiðsögumönnum. Þar var fræðst um uppbyggingu Borg- arness frá komu Skalla-Gríms til okkar daga. Unglingarnir ákváðu að semja fræðsluefni fyrir jafnaldra sína uni skaðsemi allra ávana- og fíkni- efni. Þeir unnu saman í litlum liópum innan hvers árgangs. Var þessi vika ævintýri líkust að mati nemenda og starfsfólks grunn- skólans. Þarna fékk sköpunar- gleði og hugmyndaauðgi nemenda að njóta sín í hvívetna. Nokkrar stuttmyndir voru gerðar, leikrit samin, blöð gefin út um fræðslu- efni, skoðananakannanir gerðar og nemendur sömdu sögur og ijóð. Þá lögðu nemendur mikla vinnu í gerð auglýsingaskilta með slag- orðum gegn vímu- og fíkniefnum. Var síðan farin skrúðganga um bæinn þar sem nemendur og kennarar gengu fylktu liði með þessi spjöld og sungu vímuvarnar- lög af mikilli innlifun. Um kvöldið var haldinn dansleikur í Félags- miðstöðinni Óðali fyrir eldri nem- endur skólans og jafnaldra þeirra úr Varmalandsskóla. Sá hljóm- sveitin Skítamórall um að halda uppi fjörinu. 1 vikunni á eftir voru verkefnin kynnt foreldrum á sér- stökum bekkjarkvöldum. Tókust þau vel og var mæting foreldra mjög góð, sem og undirtektir. Þessi þemavika er hluti af sam- starfsverkefni Borgarbyggðar, SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins um forvarnir og forvarnarstarf í Borgarbyggð. Veðurspá- maður á vit feðranna Hnausum í Meðallandi -1 vetrar- byrjun hefur lengi verið spáð fyrir veðri hér í Meðallandi og lengi hef- ur Morgunblaðið birt spádóminn undir nafnleynd. En nú er þessu lokið og við dauðann að sakast. Er nafn- birting nú viðeig- andi að leiðarlok- um. Gísli Erasmus- son í Kotey, en sá var spámaður- inn, lést í hjúkrunarheimilinu Klausturhólum 23. september sl., 79 ára gamall. Gísli spáði í gamir og var auk þess sérfræðingur í notkun gamla sveitasímans. Stóð þar ekki á svör- um þegar spurt var um hvort ekki mætti vænta veðurbreytingar og ef gagnrýni kom fram á spádóminn. Eg, Vilhjálmur á Hnausum, skrifaði minningargrein um Gísla sem kom í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 22. október. Er því ekki lengur að vænta vetrarspádóma út- gefinna af Gísla Erasmussyni í Kotey. Gfsli Erasmusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.