Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Goðsagnir, brúarsmíð og* framtíðarsýn Síðasti dagur opinberrar heimsóknar for- seta Islands var notaður í að kynna Skán og gaf innsýn í goðsögur úr fortíð og nútíð, segir Sigrún Davíðsdóttir. AÐ er ekki hægt að átta sig á stærðarhlutfollunum í brúnni, nema að fara nið- ur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson eftir að hafa gengið niður opnar og mjóar áltröppur. Hann hvatti því blaðamenn til að gera það sama, er forsetinn og föruneyti hans heimsóttu Eyi-arsundsbrúna í súld og gráviðri í gær. Pað eru þó ekki allir þjóðhöfðingjar, sem hætta sér þama niður, því á brúnni kvisaðist út að Karl Gústaf Svíakonungur væri lofthræddur og því ekki um það gefíð að príla utan á brúnni. Dagurínn byrjaði annars í bítið, er flogið var frá Stokkhólmi til Sturup, skammt frá Málmey. Síðan var há- skólinn í Lundi heimsóttur, forset- inn skoðaði dómkirkjuna, heimsótti tæknihvei-fíð Ideon við Lund og heimsótti íslendinga á þessum slóð- um í móttöku, sem haldin var í Kon- sthallen í Málmey, en þar tók Bera Nordal safnstjóri á móti gestum. Undir kvöldmat kvaddi forsetinn svo Lise-Lotte Reiter landshöfð- ingja í landshöfðingabústaðnum í Málmey og þar með lauk hinum op- inbera þætti heimsóknarinnai-. For- setinn dvelur í dag í Lundi í einkaer- indum og mun meðal annars halda erindi við Wallenberg-stofnunina, sem helguð er mannréttindum og rannsóknum er þeim tengjast. Islenskum goðsögnum bylt í Lundi Forsetinn flaug með stjórnar- þotu, sem konungsfjölskyldan hefur til umráða. I Sturup tók á móti hon- um Lise-Lotte Reiter landshöfðingi og fylgdi forsetanum í heimsókn hans á Skáni. I Lundi tók Boel Flodgren rektor á móti forsetanum og kynnti honum háskólann. Hún lagði mikla áherslu á að háskólinn sinnti ekki aðeins kennslu og rann- sóknum, heldur einnig sambandi við umheiminn, sem meðal annars fælist í að miðla til almennings þeim rannsóknum, sem þar fæi-u fram. Harald Gustafsson lektor í sagn- fræði kynnti rannsóknir á íslenskri sögu. Hann benti á að ýmsir af þeim sagnfræðingum, sem komið hefðu með byltingarkenndar kenningar um íslenska sögu undanfama ára- tugi hefðu lært í Lundi eða öðrum sænskum háskólum. Hann minnti á kenningar fræðimanna eins og Ólaf- íu Einarsdóttur, Sveinbjörns Rafns- sonar, Gísla Gunnarssonar og Gísla Agústs Gunnlaugssonar. Þau hefðu í verkum sínum hnikað til íslenskum goðsögnum, sem ekki væri alltaf vinsælt á Islandi, en verk þeirra væru í miklum metum erlendis. Gustafsson fræddi viðstadda einnig á íslenska vettvanginum, sem er þverfaglegur umræðuvettvangur fræðimanna, er vinna að rannsókn- um varðandi Island og þar sem fræðimenn beggja vegna sundsins bera saman bækur sínar. „Ég ætla ekki að segja ykkur sögu dómkirkjunnar, heldur að leyfa ykkur að njóta þess að vera hér,“ sagði dómkirkjupresturinn í Lundi, er hann tók á móti forsetan- um og fylgdarliði hans í dómkirkj- unni. Andrúmsloftsins fengu gestir að njóta við orgelundirleik og Christina Odenberg Lundarbiskup fór með bæn. Framtíðarverksmiðjan og framtíðarsýn af brúnni „I hinum stafræna heimi er fjar- lægð ekki til,“ var boðskapur Jonas Birgersson, sem er framkvæmda- stjóri Fremtidsfabrikken. Ef orðið „framkvæmdastjóri“ leiðir hugann að hvítri skyrtu, bindi og jakkaföt- um þá er eins gott að hafa í huga að framtíðarforstjórinn var í skærapp- elsínugulum flísjakka, renndum upp í háls. í heimi framtíðarinnar er það ekki aðeins fjarlægðin, sem verður framandi hugtak, heldur eiga jakka- fötin ekki að þrengja að sköpunar- gáfunni og allir að vera afslappaðir og skapandi í óöryggi eftir-iðnaðar- þjóðfélagsins. Það verður líka auð- veldara þegar farsímar og -tölvur verða framlenging handarinnar og símaáskrift kostar um tvö þúsund krónur íslenskar á mánuði án tillits til notkunar. Slíkt er eðlilegt þegar fjarlægð á samofnu síma- og tölvu- neti er upphafin stærð. Eftir framtíðarinnsýn var haldið að skoða áþreifanlegii framtíðar- sýn, sem óðum er að verða samtíð- arsýn, Eyrarsundsbrúna. Með að- stoð Um 4.700 starfsmanna er þessi Ný og enn haldbetri qzb verkfæri Öruggara grip léttir vinnuna og gerir hana ánægjulegri Fæst í öllum betri byggingavöruverslunum FRÉTTIR FLT-PICA FORSETI Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, skoðaði í gær framkvæmdirnar við Eyrarsundsbrúna. 12 km langa brú og 4 km göng að þokast nær því að vera fullgerð, en brúna á að opna árið 2000. Um leið verður til heildarsvæði, sem þegar er í undirbúningi að hnýta saman sem best svo úr verði öflugt evr- ópskt vaxtarsvæði. Þegar hafa verið byggðir 3,5 km af brúnni, en farið var um 2,5 km út á brúna. „Þú ert ekkert lofthræddur, er það?“ spurði Steen Landelius fram- kvæmdastjóri brúargerðarinnar varfærinn, en Ólafur Ragnar full- vissaði hann um að svo væri ekki og þá undu þeir sér saman yfir brúar- stólpann og niður áltröppur, sem hanga í lausu lofti utan á brúnni og niður á hæðina fyrir neðan, sem er jámbrautarbrú. Við þetta tækifæri spurðist það út að þarna niður færi Karl Gústaf Svíakonungur ekki, því hann væri lofthræddur, eins og reyndar er ótrúlega algengt. Tröppurnar eru engin framtíðar- smíð. Þær eru aðeins til bráða- birgða og ekki mega fleiri en fjórir fara þar niður. Þegar forsetinn kom upp aftur hvatti hann fleiri til að fara niður og þá fór Landelius með smáhóp niður. Það var ekki laust við að það kitlaði ögn í magann að feta niður mjóar tröppur, hvert þrep úr fíngötóttu áli og í stað handriðs var óveruleg grind. Um 70 m neðar gjálfraði grágolandi hafíð. Landelius fullyrti að hann hefði ekki verið spurður hvort hann væri lofthræddur, þegar hann fékk for- stjórastarfið, en það hlýtur óneitan- lega að vera hálfgerð martröð fyrir lofthræddan mann að stjórna slíkri smíð. Undir bílabrúnni er önnur hæð fyrir lestar og þangað lágu tröppumar. Landelius útskýrði að brúarstólpamir væm þannig gerðir að þegar sólarlagið slær þá roða þá verða þeir eldrauðir, en á daginn glampar gullin sólin í þeim. í dumb- ungi eins og var á brúnni í gær eru þeir blýgráir. Síðdegis tók svo Bera Nordal for- stjóri Malmö Konsthall á móti for- setanum og íslendingum búsettum í Málmey og nágrenni. Forsetinn gekk á milli og spjallaði við gesti, sem gerðu sér að góðu kaffi og með- læti. „Þegar ég kom inn heilsaði mér lítil stúlka, sem sagðist hafa verið í sveit á Þingeyri hjá afa sín- um og ömmu og spurði mig hvort ég hefði ekki verið þar líka,“ sagði for- setinn í ávarpi sínu og lagði þannig útaf því að reynsla margra Islend- inga væri lík, óháð búsetu og aídri. I samtali við Morgunblaðið í lok heimsóknarinnar sagði Ólafur Ragnar að hann hefði fyllst stolti í heimsókninni yfir að sjá hve margir Islendingar væru í leiðandi stöðum í Svíþjóð, bæði á sviðum vísinda, mennta og í stjórnsýslunni. „Og það er ekki síður ánægjulegt til þess að hugsa að þetta fólk hefur ekki verið valið af því það er Islendingar, held- ur af því það hefur unnið sér til stöðu sinnar í alþjóðlegri sam- keppni og þá fyrir hæfíleika sína,“ sagði Ólafur Ragnar. Aðspurður hvort íslendingar heima fyrir væru nógu duglegir að nýta sér reynslu landa sinna erlend- is, sagðist hann ekki viss um að svo væri. „Það eru örugglega fleiri eins og ég, sem ekki hafa gert sér gi-ein fyrir þessu. Það var ekki fyrr en ég fór að undirbúa heimsóknina hingað að þetta rann upp fyrir mér,“ sagði Ólafur Ragnar og sagði engan vafa á að reynsla þessa fólks gæti nýst vel heima fyrir. Ólafur Ragnar nefndi að Guðmundur Alfreðsson, forstöðumaður Wallenbergstofnun- arinnar, væri einn þessara mikil- hæfu Islendinga og sagðist hlakka til að heimsækja stofnunina í dag. Stofnunina heimsækir Ólafur Ragn- ar að eigin frumkvæði og heldur þar fyrirlestur, en hinni opinberu heim- sókn hans til Svíþjóðar lauk í gær. Forseti Islands um leiðara Morgunblaðsins Rangtúlkun sem gefur ekki tilefni til leiðaraskrifa Málmey. Morgunbladið. „ÉG SÉ ekki ástæðu til að fjalla sérstaklega um viðtalið við mig í Svenska Dagbladet,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Staðreyndin er sú að ég lét ekki falla í samtali við hina sænsku blaðakonu þau ummæli, sem hún hefur eftir mér um Bonn og Was- hington. Ég veit hvað ég sagði, en ef menn kjósa frekar að trúa henni, þá er það þeirra ákvörðun." Ólafur Ragnar sagði að sér þætti sérkennilegt að leggja út af þeim misskilningi, sem fram hefði komið í viðtalinu, þar eð tilefni leiðarans virtist vera þessi fréttaflutningur. „Það er verið að gera hænu úr nokkrum fjöðrum að fara að tala um breytingar á stjórnarskrá lýð- veldisins í þessu sambandi," sagði Ólafur Ragnar. Aðspurður hvort málið hefði ekki komið upp þar sem menn væna því ekki vanir að forsetinn úttalaði sig um utanríkis- mál sagði forsetinn að norræn samvinna væri utanríkismál og einnig mikilvægi þess að hafa góð tengsl við Evrópu. „En hvernig á íorsetinn að geta túlkað hagsmuni íslands án þess að nefna þessi mál?“ spurði Ólafur Ragnar. „Það er hins vegar mis- skilningur að ég hafi hér gengið inn á svið ríkisstjórnar og utanrík- isráðherra og algjör rangtúlkun að halda því fram. Ef menn þurfa að skrifa leiðara af þessu tilefni þá bendir það til þess að menn hafi ríkan vilja til að rangtúlka orð for- seta íslands. Ég get ekki gert að því, en ef sá vilji er fyrir hendi ættu menn að byggja á öðru en orðum sænskrar blaðakonu, sem er reyndar ágæt, en sem hvorki tók viðtalið upp á band, né skrifaði nið- ur eftir mér hvert einasta orð í tveggja tíma samtali okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.